Alþýðublaðið - 30.11.1976, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Qupperneq 3
œ*- IÞriðjudagur 30. nóvember 1976 vebkalýðsmAl 3 Hannibal Valdimarsson var forseti ASt i .17 ár Samkór Trésmiðafélags Reykjavlkur við setningu þingsins f 1 V Setningarræða Björns Jóns sonar er á blaðsíðu Í8-9 ■ ........ - Fulltrái Færeyinga. g öfunda ykkur þingfulltrúar af því að vera enn hlutgengir í starfi og baráttu” - sagði Hannibal Valdemarsson við setningu ASÍ-þingsins í gær Björn Jónsson tekur við gjöfum frá eriendum fulltrúa Helgi Hannesson, fyrrverandi forseti ASt. Fulltrúi Austur-þýzka Alþýðu sambandsins. Herra forseti! Virðulegu erlendu gestir! Kæru félagar! Mér hefur verið falið að flytja þessu afmælisþingi Alþýðusam- bandsins kveðjur og árnaðar- ðskir fyrrverandi f orseta þess — þeirra sem enn eru ofar moldu, en þeir eru: Stefán Jóhann Stefánsson, sem þvi miður gat ekki verið viðstaddur á þessari hátiðar- stund sakir sjúkleika, Guðgeir Jónsson, Helgi Hannesson og Hermann Guðmundsson, auk min. Allir erum við svona hérumbil á aldur við afmælisbarnið -sum- ir eldri, já miklu eldri - aðrir nokkru yngri. Já, allir nokkuð virðuleg „antik-húsgögn” á hinu stóra heimili Islenzkra verkalýðssamtaka — nema einn — únglambið I þessari öldnu hjörð, Hermann Guðmundsson, sem enn er á vigvellinum, vopn- djarfur og vopnfimur, enda er hann ekki aðeins til sýnis á setningardegi þingsins eins og við hinir, heldur mun hann sjálfur minna á sig sem frækinn hermann I baráttu dagsins bæði á þinginu sjálfu og að þvl loknu i starfi Hlifar, virki hafnfirzkra verkamanna. Mikill er munurinn Ég get áreiðanlega gert þá játningu fyrir hönd okkar allra, — nema Hermanns — að mikilli er munurinn á þvi, aö koma til Alþýðusambandsþings, sem hlutlaus áhorfandi, eða þvi, að hafa fylgzt sem þátttakandi með I öllum þingundirbúningi — fulltrúakosningum I verkalýðs- félögunum, með öllum þeim pólitiska spenningi sem full- trúakjörinu fylgdi oft á fyrri tið, fylgjast með hinu umfangs- mikla undirbúningsstarfi fyrir þinghaldið og þá ekki sizt að lifa með í eftirvæntingu þess, sem gerast myndi á þinginu hverju sinni, hvernig lausn vandamálin myndu fá — hvaöa spor þingiö kynni að marka, hversu langt skila málefnum islenzkrar al- þýðu f ram á leið að settu marki. 1 þessari spennu lifið þið og hrærist að Hermanni meðtöld- um —en við að mestu sem hlut- lausir áhorfendur. Og á þvi er meiri munur en margir kynnu að halda. Nú er lag Sagthefur verið að öfundin sé rót alls ills og nokkuð er til i þvi. En ekki eru það samt algild sannindi. Við þessir gömlu og fyrrverandi, að Hermanni undanskildum, öfundumykkkur svo sannarlega, kæru þingfull- trúar, yfir þvi að vera ennþá hlutgengir i starfi og baráttu fyrir bættum lifskjörum og fjöl- breyttara menningarlifi Is- lenzkra alþýðustétta. En við erum allir þakklátir fyrir að hafa fengiö að vera með I starfinu og baráttunni, og fyrir þann mikla trúnað sem okkur var sýndur. Oft vorum við óánægðir með hve hægt miðaði — hve ferða- lagið gekk grátlega seint og aðr- ir sjálfsagt enn óánægðari. Og óánægjan með seinaganginn á sannarlega rétt á sér, ef hún birtist ekki einungis sem nei- kvætt nöldur og ásakanir i ann- ars garð. Hún getur sannarlega orðið hvati til að gera betur, hert á forystunni að bæta úr og leggja sig betur fram. Og gildi sitt fá óanægjuraddirnar eink- um ef þær koma frá mönnum sem leggja sig alla fram i starfi og baráttu og geta þannig gilt úr flokki talað. Slikar óánægju- raddir eru ekki aðeins réttmæt- ar heldur gagnlegar. Þær má aldrei kæfa, nema þá með úrbótum. Óánægjuraddir má ein- ungis kæfa með úrbót- um En hvort er þá nokkuð sem vinnst? Stundum er skriður á skút- unni — stundum miðar litt eða ekki. Og stundum getur jafnvel verið hyggilegt, þótt illt þyki, að hopa á hæli i bili, eða láta undan siga, heldur en að verða fyrir áföllum. Og þá skiptir öllu máli, að vilið og vonleysið verði ekki yfirgnæfandi, heldur ekki ill- kvittin tortryggnin, heldur að allir séu viðbúnir til nýrrar sóknarlotu, þegar formaðurinn tilkynnir: „Nú er lag”. Slikan lifróður hefur verkalýðs- hreyfingin oft tekið, þegar mikið lá viö,aldreibrostiðkjark né áræði og alltaf komið heil og efldari en áður að landi. — Alþýðusambandið, burðarás og driffjöður Einn yfirburð höfum við, þessir eldri fyrrverandi. Við höfum yfirsýn yfir alla ævi Al- þýðusambands islands— aftur fyrir fyrra strið. Og með þvi að gera samanburð á lifskjörum alþýðufólksins i landinu þá og svo nú, þá sjáum við, að mikið hefur áunnizt þrátt fyrir allt. Það er sama hvort litið er á mannréttindi, húsnæði, klæðnað eða mataræði fólksins. Allt er breytt— til hins betra.Það hef- ur skapazt nýtt og betra þjóð- félag á islandi á seinustu 60-70 árum. Og i þeirri gjörbreytingu hafa verkalýðsfélögin og Al- þýðusambandið verið burðarás- inn og driffjöðrin. Á þvi er eng- inn vafi. Ég þarf ekki að taka eins djúpt i árinni, eins og bar- dagaklerkurinn Gunnar Bene- diktsson gerir nýlega i blaðavið- tali, er hann segir: „Þegar ég hóf þátttöku i póli- tik, var hér á landi heil stétt, sem nú er alveg horfin, Það er „stétt öreiganna”. Fyrst þegar ég las þetta, fannst mér það fjarstæða. En við nánari athugun sé ég, aö þetta er rétt. Það er vissulega til fátækt fólk i landinu ennþá, en heilstétt— öreigastétt—erekki lengur til. Þetta er i hnotskurn árangur- inn af umbótastarfi og baráttu islenzkrar verkalýðshreyfingar. En eru þá nokkur verkefni eftir? — kynni einhver að spyrja. Já, verkalýðshreyfingin hefur alltaf fangið fullt af verk- efnum. Þar verður aldrei þurrð á. Það er ennþá óralangt frá takmarkinu: Jafnrétti allra stétta á isiandi. Fyrir verkalýðs- hreyfinguna og landið Góðir félagar! Við þökkum innilega fyrir boðið á þetta hátiðaþing og ósk- um þvi farsældar i störfum sin- um. En umfram allt óskum við þess, aö þróttmiklu starfi sé haldið uppi i verkalýðsfélögun- um og þess sérstaklega gætt að ungt og efnilegt fólk fái þar félagslegt uppeldi. Þetta er nauðsynlegt fyrir framtiðina. Þetta er undirstaðan. Og að lokum: Sjálfu afmælis- barninu, Alþýöusambandi Is- lands sextugu, þökkum við vel rækt forystuhlutverk á liðnum áratugum óg óskum gifturrfks árangurs að starfi. Allt fyrir verkalýðshreyfing- una og fyrir land og þjóð á ókomnum timuin. 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.