Alþýðublaðið - 30.11.1976, Síða 11

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Síða 11
Þriðjudagur 30. nóvember 1976 ÚTLÚI\ID 11 ....""""""" Innra ósamkomulag grefur undan sam- steypustjórn hægri manna í Frakklandi - margir telja vinstri sigur fyrirsjáanlegan í kosningunum 1978 Nokkur kreppa virðist nú rikjandi á hægri væng franskra stjórnmála og ekki er útlit fyrir að lausn finnist á þeim ágreiningi, sem stað- festur er milli stjórnar- flokkanna. Þetta veikir stjórnina, bæði gagn- vart stjórnarand- stöðunni og kjósendun- um. Hafa tapað f ylgi i aukakosningum NU nýlega fóru fram auka- kosningar i sjö kjördæmum, til franska þingsins. Þingsæti þessi voru öll skipuð þingmönnum stjórnarflokkana, en við kosningarnar unnu stjórnar- andstæðingar tvö. Þessi úrslit eru persónulegur ósigur forset- ans Valeri Giscard d’Estaing þar sem þeir tveir þingmenn sem féilu i umræddum kosning- um voru úr hans flokki, og litlu munaði að þriðji þingmaðurinn úr flokki forsetans hlyti sömu örlög. Annar stjórnarflokkur Gaul- listar, kom mun betur út úr kosningunum. Fyrrverandi for- s æ ti s r á ð he r r a landsins, Jacques Cirac og Jean Tiberi hlutu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða i sinum kjördæmum og voru kosnir i fyrstu umferð. Jacques Cirac og D’Esting forseti hafa undanfarið deilt ákaflega, og sem kunnugt er leiddu þær deilur til afsagnar Ciracus. úrslit auka- kosninganna koma þvi óþægi- lega við kaunin á forsetanum, en Cirac túlkar þau sem dóm Valeri Giscard D’Estaing var kampakátur eftir sigur sinn i frönsku forsetakosningunum árið 1974... þjóðarinnar yfir stjórnsemi forsetans. Þrátt fyrir að gaullistar hafi sloppið betur frá kosningunum en f lokkur forsetans skyldu þeir þógæta hófsf gleði sinni. Valeri Giscard D’Estaing var kosinn forseti til 7 ára og kjörtimabili hans lýkur ekki fyrr en árið 1981. Þrátt fyrir að f lokkur hans hafi orðið fyrir nokkru áfalli i nefndum aukakosningum er hann eftir sem áður leiðtogi hægri stjórnarinnar og Gaullist- ar geta trauðla deilt harkalega á stjórnarstefnuna án þess að auka möguleika á sigri vinstri flokkanna i þingkosningunum, sem haldnar verða árið 1978. Ekki leikur nokkur vafi á þvi að óeining innan rikis- stjórnarinnar, fyrir auka- kosningarnar fyrrnefndu, átti mestan þátt i ósigri hægri- flokkanna. En þrátt fyrir ósigur sinn virðast stjórnarflokkarnir eiga i erfiðleikum með að setja niður deilir sinar, og viröast litö hafa lært af lexiu þeirri sem kjósendur veittu þeim. Deilur harðna Stöðugt koma upp ný ■ágreiningsefni milli stjórnar- flokkana. Það sem veldur hvað mestum ágreiningi i augnablik- inu er borgarstjórastaðan i höfuðborginni Paris. Þessi mikilvæga staða er nú laus og bæði Gaullistar og flokksmenn Giscard D’Estaing hafa hug á henni. Forsetinn. hefur sjálfur mælt með iðnaðarmálaráðherra sinum Michel D’Ornano. Gaul- listar, sem stýrt hafa Parisar- borg siðustu 12 árin, telja þessa afstöðu forsetans hreina ögrun. Orslit forkosninganna, sem áður er um getið hafa orðið þess valdandi að Gaullistar telja sig nú geta gengið i berhögg við vilja forsetans. En það eru fleiri stjórnar- flokkar, en Gaullistar sem á undan förnum vikum hafa gagnrýnt forsetann opinber- lega. 1 þeim hópi eru liðsmenn borgaralega miðflokksins, sem einnig kom betur út úr for- kosningunum, en flokkur D’Estaings. Af samstarfsmönnum sinum i rikisstjórn er forsetinn mest gagnrýndur fyrir „aðgerðar- leysi” og það sem kallað hefur verið vettlingatök á vinstri mönnum, sem sækja stöðugt á i frönsku stjórnmálalifi. Er sigur vinstriaflanna fyrirsjáanlegur? Sá álitshnekkir sem D’Estaing varð fyrir i auka- kosningunum getur oröið ...en nú tveim árum siðar hefur hann gildar ástæður til þess að vera áhyggjufullur. Það er margt sem bendir til þess að i þingkosningunum árið 1978 muni vinstri flokkarnir komast til valda i Frakklandi. stjórnarflokkunum þungur djöf- ull að draga i kosningabarátt- unni. fyrir þingkosningarnar árið 1978. Leiðtogi gaullista, Jacques Cirac reynir að hag- nýta sér fylgistap flokks forset- ans til þess að styrkja stöðu sina innan samsteypustjórnar hægri flokkanna en ýmsir fréttaskýr- endur telja að ef gaullistar halda þessum leik áfram geti það orðið banabiti stjórn- arinnar. Ástandið á hægri væng franskra stjórnmála auk úrslit- anna i aukajíosningunum gerir það að vejátum að margir telja að fyrirsjáanlegur sé sigur vinstri flokkana i þingkosning- unum árið 197lÞ''^, Hið virtaJálað"^Le Quotidien de Paris^^Tíeldur þvi fram að i bandariska utanrikisráðuneyt- inu séu menn fullvissir um að ef fer sem nú horfir muni vinstri menn sitja við stjórnvölinn i Frakklandi næsta kjörtimabil. Að sögn blaðsins eru banda- rikjamenn áhyggjufullir vegna sundrungar hægri-aflanna i Frakklandi, og eru um það bil að missa þolinmæðina vegna þess hve litið D’Estaing aðhefst vegna sóknar vinstri-manna i frönskum stjórnmálum. Vinstri menn lita málið raunsæjum augum Þrátt fyrir að vinstrimenn eigi nú meiri fylgi að fagna en oftast áður og margir spái þvi að stjórnarskipti verði við kosningarnar árið 1978 líta leið- togar vinstri aflanna málið raunsæjum augum. Þeirhafa bent á að sigursá er hér vannst var einungis i auka- kosningum, og kommúnista- grýluáróður hægri-aflanna kunni að hafa meiri áhrif, þegar nær dregur sjálfum aðal- kosningunum. En þrátt fyrir að reynt sé að lita á stöðuna af fyllsta raunsæi er þvi ekkiað neyta að bjartsýni vinstri manna eykst stööugt. I aukakosningunum kom i ljós að ef kjósa þurfti i tveim um- ferðum og i þeirri seinni um frambjóðanda kommúnista annars vegar, og frambjóðanda einhvers af hægri flokkunum hins vegar, flykktu kjósendur vinstri flokkanna sér um fram- bjóðanda kommúnista, en dreifðust ekki á flokkana eins og svo oft áður. Með öðrum orð- um samstaða vinstrimanna virðist hafa aukist. Hinir hæg- fara vinstrimenn leggja atkvæði sitt frekar á frambjóðanda kommúnista heldur en hægri flokkana. —ES Þing norrænna jafnaðarmannaflokka: Banna skal allar Suðu r-Afríku Ráðstefna sósialdemókrata á Norðurlöndum i Helsingfors ályktaði að taka yrði algerlega fyrir norrænar fjárfestingar i Suður-Afriku. A ráðstefnunni, þar sem voru saman komnir 160 full- trúar, voru einnig samþykkt drög að starfsáætlun fyrir verkalýðs- hreyfinguna og fyrir sósialdemó- kratisku fiokkana. A það var bent að samvinna faglegs og pólitisks arms verka- lýðshreyfingar hefur haft afger- andi áhrif á þróunina i verkalýðs- málum undanfarið. Þessi sam- vinna yrði að halda áfram, þar sem markmiðið væri að þróa þjóðfélag byggt á samstöðu og frelsi einstaklingsins. Samkvæmt stefnuskrárdrögunum sem sam- þykkt voru, verður að leggja þró- un þessari ákveðnar höfuðlinur til að fylgja. Markmiðið verður að vera það að byggja fleiri vinnustaði og að skapa öllum atvinnu sem viija. Staðsetning vinnustaða verður að stýra þvi hvar fólk býr. Skipu- leggja verður byggðaþróun i auknum mæli. Norðurlöndin bera sérstaka ábyrgð hvað varðar skipulagða og ábyrga stefnu i umhverfis- og auðlindamálefnum. Stefna verður að launajafnrétti. Faghreyfíngin verður sjálf að byggja upp samstöðu i launamál- norrænar fjárfestingar í um. Samfélagið verður sjálft að gera tekjuáætlun sem tryggi fag- hreyfingunni jafna og örugga tekjuþróun og sem minnsta hækkun á verðlagi. Lýðræði á vinnustað er eitt af höfuðmálunum. Það er álit allra að þátttaka i atvinnulifinu skuli veita rétt til áhrifa og að þessi áhrif skuli vera nýtt til þess að breyta og bæta vinnuaðstæður og umhverfi á vinnustað. Jöfnuður i efnahagslifinu úti- lokar að menn nái yfirráðum yfir auðmagni sem i dag er notað i þágu einstaklinga.Launafólk á kröfu á þvi að fá sinn hluta af arðinum. TRANSVAALi ' «Pretoria i ” JÓHANNESA180RG. SWAZ|lAND iy/Æ'; *. **». j *<"'//■ORANGE *;*—■ vt FREE STATE ; /jfö : ..--'r."-ZULULANO Bloemfontein# v, * Y' .jfa ’. LES0TH0 . NATAL lurban SUÐUR AFRÍKA TRANSKEI CAPE PROVINCE Porl Elizabeth INDLANOSHAF IÖFÐABORG \....,RHODESIAt.-’ . SUÐVESTUR AFRÍKA BOTSWANA MlLUR KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Sillli 7 1211(1 — 7 12(11 g'N? POSTSENDUM TRULOFUNARHRINGA Jioliailnrs Uciisson lUng.iUrfli 30 é'imi 10 200 I hull I II— DÚflfl Síðumúla 23 /ími 84900 .... «■. = Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Oðmstoig Simar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul husgögn

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.