Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 6
6 SJðMJUtMID Þriðjudagur 30. nóvember 1976 Hugsanlegt álver viö Eyja- fjörö ber nú mjög á góma i um- ræðum manna á meðal og sýnist sitt hverjum um hugmyndina. Ráöherra iönaöarmála hefur lýst þvi yfir, aö ákvöröun um slikt fyrirtæki muni af lians hálfu byggð á vilja heima- manna og hefur ekki staöiö á yf- irlýsingum Norðlendinga og þá einkum Eyfiröinga um málið. Og eins og viö mátti búast, þá þykir mönnum auöveldast að taka neikvæöa afstööu til máls- ins —menn þekkja ástand mála í dag, en hræöast þaö, sem framtiðin kann aö bera i skauti. „Viö höfum það gott”, segja menn hver viö annan. ,,Er nokkur ástæöa til þess aö gera e- ö, sem valdið getur róttækum breytingum á umhverfi okk- ar?” Getum viö búiö viö óbreytta þróun? Þessi afstaöa fólks er skiljan- leg, en spurningin er, hvort hún séraunhæf.Er hægt aö viðhalda hægum, en jöfnum vexti.eins og átt hefur sér staö á Akureyri siðustu árin? Getum viö haldiö áfram uppbyggingu verksmiöj- anna, sem byggja á hráefni frá landbúnaðinum, getum viö fjölgaö togurum Útgeröarfé- lagsins eða smiðaö stööugt f leiri fiskiskip hjá Slippstöðinni? I minum huga liggur svarið ekki eins Ijóst fyrir og þaö viröist gera hjá mörgum Akureyring- um. A tslandi búa nú um 220 þús. manna og um næstu aldamót veröa hér væntanlega um 300 þús. Ibúar. A næsta áratug fjölgar á vinnumarkaöi Islend- inga um 16 þús. manns. Hvar á þetta fólk að búa, hvað á þaö aö starfa og hvernig verður þjóö- inni bezt búin góö lifskjör i menningarumhverfi? Með uppeldi og menntun höf- um viö skapað verulegan mann- auð hér á landi, en þaö nægir ekki eitt út af fyrir sig. Viö verö- um að nýta þær náttúruauölind- ir, sem hér eru tiltækar. Gæru- striö og aflatakmarkanir siö- Um orkufrekan iðn- að á Norðurlandi ustu mánaða ættu aö vera okkur nægileg áminning um það, aö viö séum farin aö nálgast endi- mörk vaxtarins hvaö snertir af- rakstur gróðurrikis og fiski- miða. Aö visu má enn auka verðmætasköpun á þvi sviði stórlega, en þá rekumst við fljótt á viðskiptamúra, sem aðr- ar þjóðir hafa sett upp til aö vernda atvinnulif sittog sem við ekki komumst yfir nema með samningum, er viö kunnum að þurfa aö greiða mikiö fyrir. Menn kunna að vera ánægðir með atvinnuástand landsmanna i dag, en hafa þeir virkilega gleymt atvinnuleysi áranna 1967-1970 og sjá menn ekki aö óstjórn i efnahagsmálum okkar ásamt agaleysi gagnvart nýt- ingu fiskistofnanna skapar okk- ur stórkostlegan efnahagsvanda i náinni framtið. 1 minum huga er enginn efi um, aö okkur beri að stefna að hraðri uppbyggingu orkuvera, sem nýti orkulindir okkar. Ég tel að þjóöin hafi þörf fyrir aukna nýtingu orkulindanna i dag og aö okkur beri skylda til aö nýta þær gagnvart komandi kynslóöum i landinu og gagn- vart umheiminum, þar sem orkuskortur er farinn aö gera vart viö sig. Mér er líka ljóst, að virkjun orkulindanna er svo til ógerleg án samhliða uppbygg- ingar orkufreks iðnaðar, sem gerir okkur kleift að virkja stærri vatnsföllin I hentugum á- föngum og slikur iönaöur gerir nýtingu orkuveranna miklu betri, en það leiöir aftur af sér lægra orkuverö til almennra nota. Virkjun án raforkumark- aðar er slys eins og Kröfludæm- iö sýnir. Hvað er orkufrekur iðnaður? Með orkufrekum iönaði er átt við iðnaö, sem nýtir raforku i stórum stil og þar sem orku- kostnaður er verulegur hluti af endanlegu verömæti framleiðsl- unnar. Hér er einkum um að ræða málmbræðslur ýmiss kon- ar, bræðslu á kvartssandi og einnigmá nefna t.d. framleiðslu iðnaðar demanta. Hráefni sliks iðnaöar eru á heimsmarkaði og flutningskostnaður þess fylgir einnig heimsmarkaðssveiflum. Samkeppnisaðstaða slikra fyr- irtækja ræðst að miklu af stað- setningu þeirra og orkukostn- aði. Orkufrekuriðnaðurhefur sina galla. Honum hefur lengi fylgt mengunarhætta, sem nú hefur þó að miklu leyti tekizt að yfir- vinna með nýrri tækni. Hann er fjármagnsfrekur, afurðasalan er sveiflukennd og störf við hann henta ekki öllum. Hins vegar er orkufrekur iðnaður al- mennt talinn arðbær iðngrein, sem greitt getur góð laun og sem flytur mikið fjármagn inn i umhverfi sitt og örvar þannig margs konar þjónustu- og smá- iðn'aö. Hann er undirstöðuiðnaöur, sem fæðir þúsundir annarra iðnfyrirtækja með hálfunninni framleiðslu. Uppbygging orkufreks iðnað- ar á íslandi hlýtur að gerast með tilstuölan erlends fjár- magns a.m.k. i náinni framtíð. Það er svo ákvörðunaratriði i hverju tilviki, hvort það fjár- magn er fengið aö láni eða sem eignarframlag erlendra aðilja. Geta Islendinga til uppbygg- ingar orkufreks iðnaðar er enn þá sorglega litil. Virðist kominn timi til að rikisvaldið hafi for- göngu um stofnun sérstaks fé- lags, sem hafi á stefnuskránni að byggja og reka meiri háttar iðnfyrirtæki og eru mörg for- dæmi fyrir sliku i nágranna- löndum okkar. Bæði hefur rikis- valdið þar stofnað sérstök fjár- festingarfélög og eins hefur það keypt upp hluti i stórfyrirtækj- um, t.d. á norska rikið nú meiri hluta i Norsk Hydro og hefur þar öll tögl og hagldir. íslenska rikið á hér verksmiðjur ýmist aðöllu leytieða að hluta og virð- ist ástæða til þess, að arði af þeim yrði beint til áframhald- andi iðnaðaruppbyggingar. Staðsetning orkufreks iðnaðar Mér virðist svo, að meö stað- setningu orkufrekra iðnfyrir- tækja megi hafa meiri áhrif á byggðaþróun hér á landi næstu áratugina, en með nokkrum öðrum aögerðum. Fyrirtækjun- um fylgja ný atvinnutækif æri og aukið starfsval, sem ungt fólk sækist eftir. Auðvitað fylgja svo margvis- leg vandamál i kjölfarið, en þau vandamál verðum við einfald- lega að leysa og öðru eins hefur þjóðinni tekizt að sigrast á. Við skulum lika muna, að auknum fólksfjölda á Islandi fylgja margvisleg vandamál, sem sizt verða auðleystari án orkufreks iðnaðar. Það þarf að byggja jafn mikið ibúðarhús- næði á næstu 30 árum og byggt hefur verið á íslandi til þessa og auknu þéttbýli fylgir aukin mengun svo að eitthvað sé nefnt. Ég held, að ef Norðlendingar án umhugsunar hafna staðsetn- ingu orkufreks iðnaðar i lands- hluta sinum, þá séu þeir að skapa viðtækari vandamál, en þeir visa frá sér. Ekki þarf að rekja byggðaþróun siðustu ára- tuga og óhagstæð áhrif hennar hér. A þróunin að halda áfram eins og verið hefur? Hitt er svo annað mál, hvort Dagveröareyri og Gásar eru rétti staðurinn fyrir stórverk- smiðju. Sjálfum finnst mér staðurinn vera of innarlega i Eyjafirði með tilliti til mengun- arhættu og þar i grenndinni eru mjög merkar fornminjar, sem e.t.v. væru i hættu. Ég tel að staðir utar með firðinum kæmu fremur til greina t.d. Hjalteyri, þar sem Landsbankinn á bæði land og mannvirki, en þangað gætu bæði Akureyringar og Dal- vikingar sótt atvinnu að jöfnu. Það er heldur ekki rétt að ein- blina á Eyjafjörð til staðsetn- ingar orkufreks iðnaðar enda þótt hann valdi þar minni fé- lagslegri röskun en viða annars staðar. Við Húsavik eru Saltvik og Héðinsvik, sem báðar gætu komið til álita sem hafnarstæði fyrir stór iðnfyrirtæki og hver veit nema Einar Benediktsson sem alinn var upp viö Héðinsvik hafi haft vikurnar við Skjálf- andaflóa i huga, þegar hann langt á undan sinni samtið boð- aði stórfelldan nýtingu inn- lendra orkugjafa' og iðnaðar- uppbyggingu i tengslum við hana? Samvinna við Norks Hydro? Þetta greinarkorn er ekki skrifað til þess að mæla með samningi sem ekki hefur verið gerður og enginn veit, hvernig lita myndi út. Aðalatriði máls- ins er að mínu mati það, að við þörfnumst orkufreks iðnaðar af einhverju tagi i þvi skyni að örva nýtingu innlendra orku- linda og bæta hag þeirra orku- vera, sem á þeim byggjast. 10. SÍÐA OR YMSUM ATTUM IBM og Elkem ekki flæðiskeri stödd Eins og mönnum er kunnugt hefur veriö komizt að sam- komulagi við norska stóriðiu- fyrirtækið Elkem-spigerverket um að það hlaupi i skarð Union Carbide, sem hætti þátttöku I gerð járnblendiverksmiðju á Grundartanga. Elkem er ekki aöeins eitt af helztu iðnfyrirtækjum Noregs, heldur leiöir listi, sem evrópska fjármálatimaritiö VISION hef- ur látið taka saman um stærð og arösemi evrópskra fyrirtækja, það i ljós, að Elkem er „bezt” rekna fyrirtæki Noregs. Með oröinu „bezt” er i viðskipta- á Elkem-spigerverket tjener mest Elkom-Splgerverket má være det norske konsern som I internasjonal sam- menheng blir vurdert som det beste I Norge nár man tar fortjenesten som máieatokk. Det er det europeiske forret- nlngsbiadet «VisÍon» som I sitt siste nummer bringer en liste over Europas 50 mest «profitable» selskap. El- kem-Spigerverket er det bes- te norske selskap som kommer med pá lista — pá 46. piass. Det er regnskaps- tabeiiene tra 1975 som er iagt Ul grunn. Og rangerin- gen er kommet fram ved at man har mált netto fortjenes- te i prosent av omsetningen. Elkem-Spigerverket var i fjor nr. 316 pá Europa-toppen máit etter omsetningen. Det norske selskapet fár notert 4,79 prosent netto fortjenes- te i forhold tii sin omsetning. Pá topp er et spansk kraft- selskap som har 21,81 pro- sent fortjeneste av sin om- setning. Om tabellen gir et korrekt Inntrykk av hvem som har de beste evner Ul á tjene penger gár det klart fram at data- maskinfirmaet IBM iigger bmeget godt an. Blant de 20 seiskapene i Europa som tjener best er flre IBM-sel- skap. IBM Nederiand er pá 5. plass, IBW Vest-Tyskland er nr. 8, IBW Frankdke lig- ger pá 10. plass og IBM i Ita- lia er nr. 18. Fortjenestepro- senten varierer frá 11,06 Ul 6,6 i de ulike IBM-selskape- ne. timaritinu átt við hæst hlutfall hreins ágóöa af heildarum- setningu fyrirtækis. 'A lista VISION yfir 50 „bezt reknu” af öllum helztu fyrir- tækjum Evrópu er Elkem reyndar þó aðeins i 46. sæti, en þó hið eina af norskum fyrir- tækjum sem kemst þar á blað. T ölurnar eru miöaðar við efna- hags- og rekstrarreikninga fyrirtækjanna yfir árið 1975. Elkem var rúmar 316 á listan- um yfir fyrirtæki i Evrópu raðaö eftir umsetningu. Hagnaöur þess var 4.79% af heildarveltu. I efsta sæti á „gæðalistanum” er orkufyrir- tæki nokkuð úrt á Spáni, sem er I einkaeign. Það skilaði 21.81% heildarveltunnar i hreinan arð. Athyglisvert er að meðal þeirra 20 fyrirtækja, sem skila hlutfallslega mestum arði eru fjögur úr tjölskyldu alþjóða- hringsins IBM. Þau eru IBM/Hollandi i 5. sæti, IBM/V. Þýzkalandi i 8. sæti, IBM/Frakklandi I 10. sæti og IBM/ítaliu i 18. sæti. Arösemis- hlutfall IBM fyrirtækjanna er frá 6.6% upp i 11.0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.