Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 9
8 Þriðjudagur 30. nóvember 1976 tjff"': Þriðjudagur 30. nóvember 1976 WEBKALÝÐSWIÁL 9 Skilaboð til skipstjórans: ímyndaðu þér að það sé þandvitlaust veður og þig dauðlangar í kaffi. Ef þú ert með þennan síma um þorð þarftu ekki annað en ýta á takkann og þá getur þú beðið kokkinn um hressandi kaffibolla. Svo er það höfuðverkur kokksins að koma öllu kaffinu til skila. Skilaboð til forstjóra í frystihúsi: Þú þarft að tala við hann Jón verkstjóra. En þú veist ekki hvort Jón verkstjóri er inní sal að líta eftir stúlkunum. (eða horfa á þær). eða hvort Jón er inná skrifstofunni, eða hvort hann Jón er að athuga hvenær næsti bátur kemur með ferskfisk. Þetta er ekkert vandamál ef þú hefur kalltæki við hendina. Þú ýtir bar á hnappana, sparar þér sporin, og Jón verkstjóri er án efa kominn eftir nokkrar mínútur. Ljósfari hefur á boðstólum margar gerðir af innanhússsímum og dyrasímum. Ljósfari h.f. Grensásvegi 5 sími 30600. O P A L h/f Sœlgœtisgerð Skipholti 29 - SÍMI24466 Áskriftarsími Alþýðublaðsins er 14900 Ræða forseta ASÍ, Björns Jónssonar, við setningu Alþýðusambandsþings í Háskólabíó í gær: Varnarbaráttunni er lokið, sóknin hafin Heiðruðu félagar og ágætu gestir. Það þing Alþýðusambands ís- lands, sem nú er að hefjast er af- mælisþing er við hljótum að minnast þess að 6 áratugir eru liðnir frá þvi er stofnfundur Al- þýðusambands Islands var settur og haldinn hinn 12. mars 1916 i Báruhúsinu i Reykjavik, og 19. nóvember sama ár var fyrsta sambandsþing þess háð á sama stað. Við langborðið í Bárubúð A slikum timamótum rennum við huganum um örskotsstund til brautryðjendanna, sem sátu við langborðið i Bárubúö og lögðu þar hornsteinana að þvi óslitna starfi Alþýðusambands Islands, sem á vegum þess hefur siðan verið unnið. Þeir menn sem þar stóðu að verki voru ekki margir né heldur höfðu þeir lagt undir sig glæsileg salarkynni. Og þvi var heldurekkitil að dreifa að liðsafl- inn, sem stóð þeim að baki væri fjölmennur, 650 manns töldu þau félög innan sinna vébanda, sem stóðu að stofnfundinum. En þessir brauötyðjendur með menn eins og Ottó N. Þorláksson, Jón Baldvinsson, ölaf Friðriks- son og Jónas Jónsson frá Hriflu, fremsta i flokki báru allir i brjósti heitan eld nýrra hugsjóna sam- fara reynslu og raunsæi. Þeir áttu sér og islenskum erfiðismönnum drauma og fyrirætlanir, sem ein- mitt á þessum tima féllu að að- stæðum i þjóðfélaginu og nauð- þörf verkalýðsstéttarinnar. Þess- vegna tókst þeim einmitt á þessu augnabliki sögunnar og þróunar- innar að leggja grundvöllinn að þvi að skapa verkalýðssamtök, sem æ siðan hafa starfað og hafa átt sinn mikla þátt i mótun is- lensks þjóðlifs allar götur frá fundi sinum i Bárubúð 1916. Þrjár krónur á dag fyrir karla og ein og hálf fyrir konur Það sem hér réð úrslitum var það aö verkalýðsstétt fjölmenn á islenska visu var að myndast bæði ihöfuðborginni og ikauptún- um úti um landið. Þjóðfélagið var að breytast úr þjóðfélagi bændasamfélags i þjóðfélag stórútgerðar, sem kall- aði til sin stétt verkamanna, sjó- manna og handverkamanna, þjóðfélag þar sem hrein verka- lýðsstétt að nútimaskilningi var i mótun og vexti. Og þessi nýja stétt bjó við sár- ustu -örbirgð á alla lund. Húsa- kynni hennar voru ömurleg hreysi, klæðnaður hennar tötrar, fæðan að uppistöðu blautfiskur og tros. Og styrjöld hafði geisað um 2ja ára skeið. Dýrtið óx úr öllu valdi en kaupgjaldi var haldið niðri með harðri hendi i 3 krónum á dag fyrir karla og 1 1/2 krónu fyrir konur en vinnutiminn i landi frá kl. 6 að morgni til kl. 8 að kveldi og á sjónum var vinnutim- inn ótakmarkaður, hvildin iðu- lega aðeins 1 klst. á sólarhring, eða að þeim mörkum er menn hnigu úrvinda niður. A sama tima safnaðist mikill auður á fárra hendur meðan örbirgöin óx að sama skapi. Við hyllum eldhugana Timabil stéttarandstæðna og stéttabaráttu var hafið og á réttri stundu i rás timans komu fram réttir menn til þess að leiða bar- áttuna i broddi fylkingar þeirra ónafngreindu hetja sem voru reiðubúnir mitt i örbirgð sinni og umkomuleysi að veita foringjum sinum atfylgi sitt og fórna hverju sem var fyrir þær hugsjónir sem þeir voru sannfærðir um að fyrr eða siðar hlytu að sigra. A þessari stundu hyllum við eldhugana sem hófu merki sigrandi verkalýös- hreyfingar á loft á árinu 1916 og jafnframt alla þá sem allar götur siðan hafa lialdið þvi á lofti og reynst trúir liðsmenn hvort sem sagan geymir nöfn þeirra eða ekki. Islensk verkalýðshreyfing á þessum mönnum lifs og liðnum ómælanlega þakkarskuld að gjalda. Islenska þjóðin öll hið sama, þvi án verkalýðssamtak- anna og ails þess sem þau hafa til leiðar komið va:ri ísland ekki það land sem það er i dag og hér væri þá ekki heldur lifað þjóðlifi, sem þrátt fyrir alla annmarka sina hefur þróast á þann veg að raun- veruleg aldaskil hafa orðið, að miklu og mestu fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar og hennar bestu manna á siðustu 60 árum. Hér verður engin sagnfræði rakin, en hver sem rennir huga að þjóðlífinu fyrir sex áratugum og þess sem nú er lifað sjá og skilja betur en ófullkomin orð fá skýrt þá þjóðlifsbyltingu sem á þessum tima hefur orðið. Einhuga og sameinaðir En það mikla og stóra sem á- unnist hefur á ekki að valda þvi að slakað sé á baráttu hreyfing- arinnar heldur miklu fremur þvi aö hvetja okkur öll — allan hópinn —sem á 6 áratugum hefur fjölgað úr 650 manna liðsafla ASl á stofn- fundi þess i þau 47 þúsund sem nú standa undir merkjunum til þess að halda fána frumherjanna hátt á lofti og sækja fram einhuga og sameinaðir i óumflýjanlegri hagsmunabaráttu alþýðustéttar- innar, i baráttunni fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi allra vinnandi manna, i baráttunni fyr- ir áhrifum og völdum verkalýðs- stéttarinnar, i baráttunni fyrir fullu og óskoruðu sjálfstæði is- lensku þjóðarinnar, i baráttunni gegn innlendu sem erlendu auð- valdi’, i baráttunni fyrir lýðræði engegn hverskonar misrétti, sem enn viðgengst i þessu landi, i bar- áttunni gegn tilraunum stéttar- andstæðinganna til að snUa hjóli timanna afturábak en íyrir stöð- ugri og farsælli þróun til bættra lifskjara og velferðar allra, sem land okkar byggja. Afmælisþingið mun móta stefnuskrá Við munum ekki minnast 60ára starfs ASI með neinskonar oflæti, veisluhöldum, eða skála- ræðum. Við minnumst þess á þann eina verðuga hátt að treysta raðir okkar i glimunni við þau margvislegu vandamál sem við er að etja i þeim málefnum sem standa næst huga og hagsmunum iylenskrar alþýðu. Við munum r-eyna að minnast þess með þvi að .Tíóta á þessu S3. þingi sambands- ips stefnuskrá sem geti verið okk- ur nokkur leiðarvisir i starfi okk- ar um nokkurt skeið og að öðru leyti með þvi að skipuleggja bar- áttuna sem framundan er fyrir heill og hagsmunum stéttarinnar með ályktunum og ákvörðunum á þinginu sem nú er að hefjast og vanda þau mál sem nú eru efst á baugi i verkalýðshreyfingunni. Stórfelld kjaraskerðing undanfarin tvö ár Þótt fáu einu sé saman að jafna um viðhorf þau sem riktu er stofnþing ASl var háð i Bárubúð árið 1916 svipar þó aðstæðum að þvi leyti saman þá og nú að bæði þingin eru háð við þau skilyrði að almenn lifskjör hafa farið versn- andi, þótt þau séu að öðru ekki sambærileg. Mikilvægasta verkefni þessa Alþýöusambandsþings hlýtur að vera það að fjalla um þá stór- felldu lifskjara og launaskerðingu sem orðið hefur hjá islensku verkafólki til sjós og lands á sið- ustu 2-3 árum og að undirbúa gagnsókn verkalýðshreyfingar- innar fyrir endurheimt þess sem af henni hefur verið hrifsað sið- ustu árin og sem varnarbarátta hreyfingarinnar hefur ekki megnað að hindra á þessu tima- bili. öll þróun kjaramála hefur ver- ið á þann veg siðustu árin að i næstu kjarasamningum er mikil hækkun á almennum launum ó- hjákvæmileg og kjörorð þings okkar hvað þær snertir hlýtur að vera það að timabili varnarbar- áttunnar sé nú lokið og sókn hafin til að rétta hlut vcrkalýðsstéttar- innarallrar, en þó fyrst og fremst þeirra, sem nú búa við skarðast- an hlutinn. En sú sókn sem nú þarf að hefja krefst þess, ef hún á að reynast sigurvænleg að megin- stefnan og markmiðin séu sam- eiginleg og að öll aðildarsamtök og félög innan ASI sæki þar fram i einni fylkingu. Takist það mun árangurinn ekki láta á sér standa. Grundvallarhugsjón verkalýðshreyf ingarinnar En einingin sem hér þarf til að koma útheimtir það að við séum trúir grundvallarhugsjónum verkalýðshreyfingarinnar um gagnkvæman stuðning i allri okk- ar baráttu og sýnum hvor öðrum tillitsemiog þá allra frekast i þvi að leggja sérstaka áherslu á að styðja þá sem verðbólgan og kaupránið hefur leikið allra verst og bUa nU við bágustu kjörin. Þar við liggur bæði sæmd okkar og framtið að samtök okkar geti staðið einhuga að þvi að lyfta lægstu launum sem nú viögangast uppúr þeirri smánarlegu stöðu sem þau nú eru i og ekki siður að lryggja viðunanlega lausn á kjör- uhi ellilifeyrisþega og öryrkja. Barátta gegn verðbólgustefnu ríkisstjórnarinnar En þótt kauphækkanir séu aug- ljóslega alger forsenda þeirra lifskjarabóta sem viö hljótum að krefjast og berjast fyrir skulum við einnig gera okkur grein fyrir að þær koma fyrir litið og kunna að verða skammgóður vermir, ef þær tengjast ekki bæði baráttu okkar á ýmsum öðrum hags- munasviðum, svo sem margvis- legum réttindamálum, skatta- málum, húsnæðismálum, vinnu- verndarmálum, jafnréttismálum kvenna og karla og þá ekki siður -og jafnframt kröfum okkar um gerbreytta stefnu i efnahagsmál- um, baráttunni gegn þeirri verð- bólgustefnu sem fylgt hefur verið af stjórnvöldum á undanförnum árum og öllu öðru fremur hefir valdið þeirri stórfelldu lifskjara- skerðingu, sem yfir okkur hefur dunið. Ég læt þá sterku von i ljósi að um þessi efni öll takist þessu þingi að marka skýra stefnu, sem geti orðið grundvöllur sigursællar baráttu á allra næstu tímum* Með öllu afli og öllum tiltækum ráðum A þessu ári hafa stjórnvöld bætt gráu ofan á svarta kjaraskerð- inguna með þvi að hafa uppi fyr- irætlanir um að þrengja að frjáls- um samningsrétti verkalýðssam- takanna eftir þeim leikreglum, sem um hann hafa gilt nú um langt skeið og á ég þar við frum- varpssmiðina um breytta vinnu- löggjöf og sáttatilraunir i vinnu- deilum. Þessum tilraunum til að þrengja kosti okkar i kjarabar- áttunni etv. um lengri framtið hlýtur þetta þing að mæta með þvi að staðfesta þá almennu for- dæmingu sem þessar tilraunir at- vinnurekenda og rikisstjórnar hafa þegar hlotiö i flestöllum verkalýðsfélögum ogaðöðru leyti snúast gegn þeim af öllu þvi afli og með öllum þeim ráðum.sem unnt er að beita og sanna þeim sem að þessari réttarskerðingu standa að við munum ekki láta hana stöðva baráttu okkar á nokkurn hátt. Bezta afmælisgjöfin - Eining um stefnuskrána Um verkefni þessa þings vil ég að öðru leyti segja það að fyrir þinginu liggja drög að stefnuskrá Alþýðusambandsins, hinni fyrstu eftir fullan aðskilr.að faglegu hreyf ingarinnar og Alþýðuflokks- ins um 1940. Eins og málum er háttað i verkalýðshreyfingunni má öllum vera ljóst að gerð slikr- ar stefnuskrár sem ætlað er aö verða leiðbeinandi um störf Al- þýðusambandsins um nokkurt skeið — er mikið vandaverk, þvi pólitiskur skoðanaágreiningur er meiri i okkar hreyfingu en víðast annars staðar og gerð slíkrar stefnuskrár er hinsvegar fjarri þvi að ná tilgangi sinum, ef yfir- gnæfandi meirihltuti þeirra sem samtökin skipa una henni ekki sæmilega vel. A hinn bóginn væri það að minu viti ein besta af- mælisgjöfin sem við gætum gefið samtökum okkar, og um leið okkur sjálfum, ef okkur tækist að sanna það með góðri samstöðu um stefnuskrána á þessu þingi, að þau séu bæði bær um og fær um að marka stefnu samtakanna til nokkurs tima i flestum þeim mál- efnum, sem varða hagsmuni og velferð verkalýðsstéttarinnar, þótt við skipum okkur i hina ýmsu stjórnmálaflokka. Við skulum vona að þetta takist og að verka- lýðshreyfingin standi sterkari og samhentari eftir en áður. Auk þeirra málefna sem ég nU hefi litillega dregið á mun þetta þing óhjákvæmilega þurfa að út- kljá ýms innri málefni Alþýðu- sambandsins, svo sem þau er varða fjárhagsmálefni þess og hugsanlegar lagabreytingar i þvi sambandi og að lokum þingsins kjósa sér stjórn sem falið verður það erfiða og vandasama heiö- ursstarf að leiða baráttu verka- lýöshreyfingarinnar á næsta kjörtimabili. Ég læt i ljósi þá von að þessi þáttur þingsstarfanna sem og öll önnur reynist Alþýðu- sambandinu og allri islensku verkalýðshreyfingunni til far- sældar og sóma. Góöir félagar og þingfulltrúar, ég lýsi 33. þing Alþýðusambands Islands sett.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.