Alþýðublaðið - 30.11.1976, Side 7

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Side 7
FÉLAGSMAL 7 Þriðjudagur 30. nóvember 1976 Skólaleik vellir Fyrir skömmu fórum við i skoðunarferð um Reykjavik og nágrannabæina. Það sem við ætl- uðum að skoða voru skólarnir og hvaða möguleika börnin. þar hefðu til leikja.l Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði eru margir skólar, sumir stórir.aðrir litlir, sumir hafa stór leiksvæði.aðrir litil. Flestir leik- vellir skólanna eru lagðir mal- biki, sem gerir umhverfið mjög snyrtilegtog auðvelt i þrifum. Við suma skólana eru grasblettir, sem venjulega eru afgirtir. A malbikuðu völlunum eru yfirleitt ekki um önnur leiktæki að ræða en mörk fyrir hand- og fótbolta svo og körfur. Af þessari ferð mætti draga þá ályktun að eftirað börn komast á skólaaldur leiki þau sér ekki að öðru en boltum. Það er alkunna að á gæsluvöll- um, sem eru ætlaðir börnum upp að skólaaldri eru alls kyns leik- tæki, s.s. rólur, klifurgrindur, sandkassar o.fl. Þegar barn kemst á skólaaldur á það allt i einu að hætta að leika sér eins og „barn” og byrja að sparka eða henda bolta. Annað er ekki boðið upp á. Þaö er augljóst mál að sá hópur barna er stór, sem hefur af þvi ánægju að eltast við bolta, en er hann svo stór að hann eigi rétt á að fá afnot af öllum skólavell- inum? Skólabörn verja stórum hluta dagsins á skólavellinum. Sá hluti er mjög mikilvægur fyrir þroska þess. Fer fram uppeldi á skólavellinum? Einn vinsælasti uppeldisfræð- ingur i dag, svisslendingurinn Jean Piaget, heldur þvi fram að stór hluli af félagslegu uppeldi fari fram á skólavellinum. Hann leggur mikla áherslu á félagslega samvinnu og telur að ekki megi láta neitt tækifæri ónotað til að stuðla að henni. Hann segir að samvinna i leik þroski barnið, ekki aðeins félagslega og sið- ferðislega, heldur einnig og ekki siður hafi mikilvæga þýðingu fyrir þróun málsins. Samvinna leiðir barnið út úr eigin hugar- heimi þvi barnið verður að taka tillit til annarra og lærir að meta skoðanir annarra. A siðustu árum hafa fleiri og fleiri kennarar, fóstrur og aðrir er við uppeldi fást, séð j)að betur og betur hve mikilvægur leikur- inner.t gegnum leikinn eiga börn betra með að læra ýmsar reglur og tileinka sér hefðir, er gilda i samfélaginu. Einnig er leikurinn sé honum beitt af skilningi, eitt besta kennslutæki, sem völ er á. Við verðum að útbúa leikvellina þannig að þeir veiti börnum tæki- færi til fjölbreittra leikja, leikja sem fullnægja þörfum þeirra. Ilvaða kröfur eigum við að gera til leikvalla. Til skólaleikvalla verður að gera þær kröfur að þeir fullnægi þörfum skólabarna, á hvaða aldri sem þau kunna að vera. Þarfirn- ar eru margar, en þær mikilvæg- ustu eru leikþörfin, hreyfiþörfin, sköpunarþörfin, þörfin fyrir félagsskap, þörfin fyrir öryggi, þörfin fyrir að fá að vera einn og siðast en ekki sist þörfin fyrir skjól fyrir veðri og vindum. Allir vita að það er erfitt fyrir sjö ára gamalt barn að sitja lengi hreyfingarlaust. Barnið vex og hlutföllin i þvi breytast. Það verður næstum stöðugt að vera að hreyfa sig til að læra á og þjálfa hina „nýju” vöðva. Eins og áður er sagt eru flestir leikvellir malbikaðir og ef til vill með grasblettum, sem yfirleitt má ekki nota, þá er ekki völ fjöl- breyttra leikja. Hvar er hægt að klifra, hanga, sveifla sér, hjóla eða æfa jafn- vægið? Hvar eru staðir þar sem hægt er að byggja, sigla eða vera út af fyrir sig? Mjög mikilvægt er að hreyfi- þörfinni sé fullnægt. Við verðum að geta boðið börnunum upp á að- stöðu til þess. öryggi á skólavellinum. Skólaleikvöllurinn er fyrir óframfærin og hrædd börn, hörð og miskunnarlaus veröld. Þau finna fyrir öryggisleysi. Öryggi gætu þau fundið með þvi að fá að leika sér með leikföng, sem þau þurfa ekki að slást um að fá, eða leita á náðir annarra með. Ef framboð leiktækifæranna er slikt að allir geti fundið sér eitt- hvað til að fást við, ætti öryggis- leysið að hverfa úr sögunni. Börn eru misdjörf að upplagi. Þetta þýðir að þau sem hlédræg- ari eru fá færri tækifæri til að nota þau leiktækifæri sem skóla- völlurinn býður upp á. Hvað ætti að vera hægt að gera á skólaleikvell- inum? Sköpunarþörfin er mjög rik hjá börnum og unglingum. Við sjáum þessa miklu þörf ef við litum i kringum okkur. Horfið á litlu börnin i sandkössunum. Horfið á börnin eftir mikla fannkomu. Alls staðar finna þau efni til að skapa úr, ef þau aðeins gætu gengið frjáls i úrval góðra efna. Það er okkar, fullorðna fólksins, að skapa börnunum aðstöðu og út- vega þeim efnivið til að skapa úr. Opinber embættismaður sagði i viðtali við okkur: „Það þýðir ekk- ert að vera að útbúa leikvelli, unglingarnir skemma allt.” Við teljum að skortur á verk- efnum fyrir börn og unglinga or- saki það að þar brýst fram skemmdarfýsn. Skemmdarverk eru að okkar dómi ekkert annað en sköpunarþörfin, sem fær útrás á þennan neikvæða hátt. Þess vegna eru * '■ skemmdarverk unglinganna ekkert annað en vanræksla fullorðna fólksins á þörfúm barnanna. Vfða erlendis eru starfræktir starfsvellir við skólana. Hérlend- is þekkjum við starfsvelli svo til eingöngu af afspurn, þó munu þeir starfa á nokkrum stöðum á landinu yfir sumarmánuðina eingöngu. A starfsvöllum er hægt að fullnægja mörgum i þvi að skapa eitthvaö, það má ekki vera eingöngu smiðar heldur hvers konar föndur annað. Ef til vill mætti nýta þessa sköpunarþörf til að fá börninsjálf til að búa til leiktæki á skólavöll- inn. Mörg börn, sérstaklega i þétt- býli, vaxa úr grasi án þess að fá tækifæri til að fást viö ýmsa nátt- LESENDTJR Sendlð Horninu línur eða hringið og segið skoðun ykkar á málefnum líðandi stundar* - Ykkar rödd á líka að heyrastr úrulega hluti s.s. jurtir og dýr. Or þessu væri hægt að bæta. Við hvern skóla ættu að vera gróður- reitir, þar sem skólabörnin gætu sett niður jurtir s.s. haustlauka. Við hvern skóla væri hægt að planta út trjám og koma þannig upp trjálundi. Við erum þess fullviss að ef börnum er á þennan hátt kennt að umgangast viðkvæman gróður fái þau næm- ari tilfinningu fyrir gróðri. Hvernig á að nota skóla- völlinn þegar veður eru slæm? t islenskum skólum er hvergi aðstaða fyrir börnin til að verja sinum friminútum innandyra lenn sem komið er). Börnin eru látin fara út svo til i hvaða veðri sem er. Ef veðrið er afleitt er þeim leyft að vera inni i kennslu- stofunum. Þaö segir sig sjálft að það þýðir ekkert að vera að láta börnin út ef þau geta ekki farið i fótbolta. Mörg börn hafa af þvi mikla á- nægju að vera úti i hvaða veðri sem er. Við þurfum samt að hafa skýli við skólana. Skýli, sem veita skjól fyrir vindi og regni. Börnin sem mæta snemma i skólann og þurfa að biða ættu að geta leitað i skjól. Börn, sem mæta of seint og komast ekki strax inn ættu aö geta leitað i skjól. Veður eru fljót að skipast i lofti hér á þessu landi og ekki er alltaf vist að bömin séu búin til að mæta hvaða veðri sem kann að skella á, þvi er nauðsyn að á skólavellinum sé skýli, sem hægt er að leita skjóls undir. Skýli korna sér vel fyrir þá sem ekki vilja fara út en verða vegna skólareglnanna. 1 slíkum veðurskýlum verða að vera einhver leiktæki. „Geld” veðurskýli bjóða ekki upp á annað en hangs og slagsmál. N iðurlag. Skólaleikvöllurinn er mikilvæg- ur staður á mikilvægu skeiði i lifi hvers einstaklings. Skipulag vall- arins má ekki vera handahófs- kennt eða vanhugsað eða byggja á atriðum, sem ekkert hafa með þroska eða þörf barnsins að gera. Við skulum vona að i framtið- inni verði skólaleikvellir staðir þar sem börn og unglingar fá örv- andi og þroskandi viðfangsefni. Starfshópur uni leikvallarmál. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 2. desember kl. 20.30. Stjórnandi PALL P. PALSSON Einleikari HAFLIÐI HALLGRÍMSSON. Efnisskrá * Hafliði Hallgrimsson — HÓA — HAKA — NANA — IA Einl. Gunnar Egilsson. Saint-Saens — Sellókonsert Bruckner — Sinfónia nr, 4. Aðgöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavöröu- stig og Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Sl\K)M l’HLf( ).MS\ í J í ISLANDS III! KÍKISF I \ XRÍ’ID L Skólatannlæknir Reykjavikurborgar munu annast tann- viðgerðir barnaskóiabarna i Reykjavik i vetur. Flestbörn I Breiöholtsskóla og Fellaskóla auk 11 og 12 ára barna I Arbæjarskóia verða þó aö leita til annarra tannlækna þar til annaö verður ákveöiö og veröa reikn- ingar fyrir tannviögeröir þeirra endurgreiddir hjá Sjúkrasamlagi Reykjavikur. Onnur börn eiga aö fá tannviögerðir hjá skólatannlækn um. Leiti þau annarra tannlækna verða reikningar fyrir tannviðgerðir þeirra ekki endurgreiddir nema með leyfi yfirtannlækna. Skólatannlækningar Reykjavikurborgar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.