Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 4
4 VETTVANGUR Þriðjudagur 30. nóvember 1976 Mannflutningarnir á Guadeloupe kos -Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur segir frá för sinni Svo sem Alþýðublaðið skýrði frá i byrjun nóv- ember, var Guðmundur Sigvaldason jarð- fræðingur valinn i alþjóðlega nefnd visindamanna, sem gerði úttekt á ástandi eldfjallsins La Soufriere á eynni Guadeloupe i Vestur-Indíum. Guadeloupe hefur verið talsvert i heims- fréttunum siðustu mánuði, þar sem búist var við því að þar kynni að brjótast út mikið eldgos eða jafnvel að eldfjallið La Soufriere myndi springa með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir ná- búendur fjallsins. Ibúar borgarinnar Basse Terre og margir fleiri voru fluttir til á eynni i öryggisskyni og voru visindamenn og stjórn- málamenn ekki á eitt sáttir varðandi þá ákvörðun og varðandi mat á ástandinu á eynni yfirleitt. Guadeioupe er hérað i Frakklandi og heyrir þvi beint undir stjórnina i Paris. Frönsk stjórnvöld ákváðu að skipa nefnd visinda- manna frá mörgum löndum til þess að fara til Guadeloupe og kanna þar aðstæður. 1 nefndinni voru 2 ítalir, 1 Japani, 2 Bandarikja- menn og Guðmundur Sigvaldason. Formaður nefndarinnar var bandariski visindamað- urinn Frank Press. Alþýðublaðið bað Guðmund Sigvaldason að segja frá starfi nefndarinnar og frá ástandinu á Guadeloupe, en skipan hans i nefndina er tvimælalaust mikil viðurkenning á starfi islenzkra visindamanna hvað við kemur eld- fjallarannsóknum. Martinique-slysið ofar- lega i huga. — Ef við fórum aftur til nóvem- bermánaðar 1975, þá gerist þaö á Guadeloupe, að tiðni jarðskjálfta eykst þar skyndilega og voru upp- tök þeirra rakin til eldf jallsins La Soufriere. Jarðskjálftarnir jukust enn á fyrstu mánuðum þessa árs og þann 8. júli verður sprenging i fjallinu og sprunga myndast. Eftir að þetta gerðist, voru rann- sóknir á staðnum auknar mjög og voru vlsindamenn frá Frakklandi sendir þangað. Þótti þaö nauð- synlegt af öryggisástæðum að kanna betur hvað um væri að vera í eldfjallinu og meta líkur á þvi að eitthvað enn meira kynni aö gerast, enda má nefna að undir rótum fjallsins er aösetur land- stjórnarinnar, Basse Terre, þar sem búa nær 40 þúsund manns. Nú, frönsku vísindamennirnir sem komu til Guadeloupe mátu ástandiö i eldfjallinu ekki hættu- legt. Skömmu síöar varð þó önnur sprenging i La Soufriere og varð þá til dæmis dimmt I Basse Terre um miðjan dag af völdum gosefna sem upp komu i sprengingunni. Visindamenn sem skoðuðu þessi gosefni, töldu sig finna i þeim bæði glerefni og brot úr berglög- um af miklu dýpi, en slikt bendir ótvirætt til þess að hraunkvika sé að brjóta sér leiö upp á yfirborð jarðar. Vitað er um 16 gos i Vestur-Indium, þar af 4 sem fylgdi eldský likt og varð 30 þús- und manns að bana á eynni Martinique árið 1902. Þegar öll þessi atriði voru höfð til hlið- sjónar, var sú ákvöröun tekin af landstjórninni á Guadeloupe, að flytja 70 þúsund manns burt af stóru svæði I nánd eldfjallsins. Þvi eins og landstjórinn sagði: ,,Ef hætta er á þvi aö einn maöur geti farizt I náttúruhamförum, sem kunna að dynja yfir, þá er strax komin ástæða til þess að flytja alla á burt.” Frönsku visindamennirnir sem staddir voru á Guadloupe, voru að visu alls ekki sammála um það, hversu alvarlegt ástandið væri á þeim tima þegar ákvöröun um brottflutning var tekin. Sumir þeirra mátu ástandið það hættu- legt, að ástæða væri til slikra að- gerða, en hópur sem fylgdi franska jarðfræðingnum Tazief að málum, taldi of mikiö gert úr hættunni. ,,Kröflu-hver” á tindi La Soufriere En visindamennirnir héldu áfram rannsóknum sinum og þann 30. ágúst fór hópur þeirra alveg upp á tind eldfjallsins og skoðuðu þeir m.a. gjána sem myndaðist 8. júli. Leir, sem kom- iöhafði upp úr sprungunni þakti svæöið i kring um hana. Siðan gerist það, að einmitt þegar vis- indamennirnir eru staddir á fjallstindinum, að þá byrja að finnast jarðskjálftakippir og litlu siðar veröur leirkenndi jarðveg- urinn að drullusvaði sem þeir sökkva i. Allt i kring um þá fór svo aö rigna gosefnum og grjóti úr sprungunni og flugu þar meðal annars „molar” sem voru allt að 1 metra i þvermál. 1 öllum þessum ósköpum slös- uðust allir visindamennirnir eitt- hvað, en enginn fórst. En þetta atvik hafði mikil áhrif, bæði á visindamennina og embættis- menni á eynni, og i Frakklandi, og hefur vafalaust oröiö til þess að styrkja marga þeirra enn meir I þeirri trú, að hætta væri á stóru eldgosi úr fjallinu. Stofnun sú er jarðfræðingurinn Tazief vann við Paris lýsti hins vegar i verki vanþóknun sinni á þeirri skoðun hans, að geít væri of mikið úr goshættu á Guadeloupe og rak hann úr starfi. Tazief fékk hins vegar strax vinnu á annarri stofnun I Paris. En það sem gerðist þarna upp á tindi La Soufriere, var hliðstætt þvi sem gerðist við Kröflu 12. október siöastliðinn. Þaö myndaöist þarna leirhver, en gosið úr honum var hins vegar mun kröftugra en i leirhvernum við Kröflu. Nefndin skipuð. Frakkar eiga mikinn heiður skilinn fyrir það, að þeir skipa oft alþjóðlegar nefndir i öllum vis- indagreinum, þegar upp koma einhver vandamál hjá þeim. Þar gefa þeir visindamönnum annarra landa kost á þvi að koma með gagnrýni og gefa leiðbein- ingar. Þetta tel ég mjög opna og heiðarlega aðferð. Hinsvegar er einsdæmi að alþjóðanefnd sé skipuðvegna eldf jallarannsókna. Þessi nefnd var skipuð fyrst og fremst til þess að fá fram um- sagnirannarra visindamanna um goshættu og ástand á Guadeloupe og gagnrýni á starf það sem franskir visindamenn höfðu innt af hendi. Ég fór ásamt Itölunum tveimur til eyjarinnar og við byrjuðum á þvi að kanna öll gögn sem fyrir lágu á staðnum. Sum þeirra voru ófullkomin, en af þeim gátum við þó ráðið þegar i stað, að i gos- efnunum úr La Soufriere var ekkert gler að finna og raunar fundum við ekkert i þeim sem benti til yfirvofandi goss. Þaö var aðeinseittsem benti til goshættu: eina viku i júli breyttist efnasam- setning gastegunda úr eldfjallinu, sem þýðir vaxandi hættu á gosi. Þetta mátu frönsku visindamenn- irnir hinsvegar hættulaust. Þannig má sjá, aö i raun og veru gerðu báðir skoðanahópar frönsku visindamannanna villur i starfi sinu. Annars vegar var gef- in Ut tilkynning um hættuástand dregin af röngum forsendum (glerefni i gosefnum voru ekki finnanleg) og hins vegar var eina merkið um yfirvofandi gos talið hættulaust! Alþjóðanefndin taldi i áliti sinu að leiðbeiningarnar sem fröns,ku visindamennirnir gáfu landstjórn inni á Guadeloupe hafi veriö byggðar á mjög veikum for- sendum. Nefndin tók hins vegar ekki afstöðu til fólksflutninganna á eynni, enda er sú ákvörðun tek- in af embættismönnum en ekki visindamönnum. Þess má geta að flutningar þessara 70 þúsunda manna kostuðu um 100 milljónir dollara, 19 milljarða ísl. kr., og er það reiknað með kostnaði við uppihald fólksins, byggingu „við- lagasjóðshúsa”, og vegna eyði- leggingar uppskeru. Auk þessa alls, lagðist svo ferðamanna- straumurinn til eyjarinnar alger- lega niður i sumar, en „túr- isminn” hefur verið eyjar- skeggjum drjúg tekjulind. Er þar fyrst og fremst um að kenna óvarlegum upplýsingum sem gefnar voru fjölmiðlum um ástandið á eynni. Til dæmis klif- uðu fréttastofur stöðugt á þvi i sumar að von bæri á sprengingu i fjallinu, sem hefði I för með sér fólgiö afl á borð við margar kjarnorkusprengingjur. Þessar upplýsingar voru aldrei i sam- ræmi við staðreyndir, en voru túlkun fréttamanna á oröum vis- indamanns, þar sem hann var aö skýra út afl sprengingarinnar á Martinique 1902 og notaöi kjarn- orkusprengju til samanburðar. Efla þarf rannsóknir á eynni. Nefndin benti á að ákveðnar villur hafi verið gerðar varðandi visindalegar rannsóknir á Guadeloupe. Hún lagði þvi til, að rannsóknir allar yrðu stórauknar á eynni og gerð yrði um þær lang- timaáætlun. Yrði áætlun þessi byggð á kerfisbundnum athugun- um á svæðinu, svo sem þvi að fylgjast með jarðskjálftum og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.