Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 14
14 LISTIR/MENNING Þriöjudagur 30. nóvember 1976&b!attA° Endurminningar sr. Gunnars Benediktssonar: DÓMAR UM MENN 0G MALEFNI HAFA MILDAZT Hér er II. bindi af endur- minningum sr. Gunnars Benediktssonar fyrrum klerks I Saurbæ i Eyjafirði. Þessar minningar ná frá barnæsku og allt til þess að hann kvaddi kjól og kall, og er viða komið við. Enn sem fyrr kveður að máli og stíl sr. Gunnars, sem án efa má telja i hópi beztu ritgerðasmiða á islenzka tungu. Hitt er svo annað, að hans hvassi still og dómar um menn og málefni hefur mildast við aidurinn, og er það að vonum. Varla er hægt að komast hjá þvi að finna, að nokkurs „karlagrobbs” gæti i frásögninni. En það er yfirieitt ljúfmannlegt og engin ástæða tíl að reka i það hornin, og þrátt fyrir allt er sr. Gunnar engan veginn langt kominn með að lifa sjálfan sig. Sem dæmi um þetta má auð- veldlega nefna viðskiptihans og Brynjólfs Sveinssonar forðum vegna brottvikningar Ásgeirs Blöndals Magnússonar úr M.A. forðum. Ókunnugur sem les þá frá- sögn mun án efa krýna sr. Gunnar sigursveig, en þvi fer alls fjarri, að þaö hafi verið svo óumdeilanlegt sem hann vill vera láta. Enda var Brynjólfur Sveinsson ekkert smábarn á rit- velli. Sá er þetta ritar hefur löngum dáðst að sr. Gunnari fyrir rit- gerðasmið hans, hvort sem hann var sammála manninum eða ekki, sem brugðizt hefur til allra vona. En skáldsögur hans hafa að sama skapi valdið von- brigðum. Hafi þær nokkru áorkað, er það helzt að bregða fremur luntalegum skugga á annars glæstan ritferil. Þar hefur getan brugðizt, að minum dómi, stundum hrapallega. Verður það ekki rætt hér frek- ar. En allt um það er þessi bók betur skrifuð en óskrifuð og mun efalaust verða talsvert les- in, sem vert er, enda þótt rétt sé að hafa i huga, að aldur höfundarins bregði honum nokkurri glýju í augu, sem hann og raunar reynir ekki að breiða yfir. öm og örlygur gefa bókina út. °-s- Nýjar bækur: Frá Leiftri: Bók eftir nýjan höfund og fjöldi barnabóka tvær nýjar bækur um þá félaga Frank og Jóa. Þær heita „Leynihöfnin” og „Dularfulla merkið”. Þetta eru 16. og 17. bækurnar i þessum bókaflokki. Að lokum má geta barnabókar- innar „Mummi og jólin” eftir Ingebrigt Davik, en höfundur hennar er þekktur norskur út- varpsmaður, sem samið hefur margar sögur og frásagnir fyrir börn. 1 bókinni eru nokkrar teiknimyndir eftir Ulf Aas en Bjarni Jónsson teiknaði mynd á kápu. Baldur Pálmason, útvarps- maður, þýddi bókina, en saga eft- ir sama höfund hefur áður verið þýdd og lesin I útvarp. Það er sagan „1 Mararþaraborg”, en söngvar úr henni hafa verið gefn- ir út á hljómplötu. Örn og Örlygur: Ef þessar sveiflur eru settar úr skorðum, til dæmis meö þotuferö til annars timabeltis kemst likamsstarfsemin úr jafnvægi um tima. Hjá manninum gerast þessar reglubundnu sveiflur á 4 klukkustunda „periódum” sem eru háðar sólargangin- um. Margar lifverur hafa eins- konar innbyggöa klukku, sem stjórnar ýmsum reglubundn- um athöfnum likamans, svo sem hitastigsbreytingum, nýrnastarfsemi og meltingu. örn og Örlygur: Dýrariki Islands teiknað af Bene- dikt Gröndal. Gefið út i tilefni af 150 ára afmæli Gröndals 6. okt. 1976. Upplag 1.500 tölusett og árit- uð eintök. Stærð bókarinnar er 51.5 sm x 35 sm. Myndasiðurnar eru eru 100 en teikningarnar skipta þúsundum. Eftirmála ritar Steindór Steindórsson frá Hlöð- um. Dýrasta bók sem gefin hefur verið út á íslandi að frátalinni fyrstu útgáfu Guöbrandarbibliu. Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason. Bókin var fyrst gefin út áriö 1943 og var þá I einu bindi. Þórleifur hefur endurskoðað og aukiö efni bókarinnar verulega og bætt hefur verið tugum mynda i bókina eftir þá Finn Jónsson og Hjálmar R. Bárðarson. Bókinni hefir þvi verið skipt i þrjú bindi sem gefin eru út I fagurlega skreyttum kassa. Prentsmiðjan Leiftur hefur sent frá sér allmargar nýjar bæk- ur, aðallega barnabækur. — Þá hefur Leiftur gefið út bók eftir nýjan islenzkan höfund, Bjarna Eyjólfsson, og heitir hún „Cr djúpi reis dagur”. Um þessa bók segir á bókar- kápu, aö hér sé á ferðinni sérstæð og hrifandi bók. Söguhetjan heitir Asgeir og segir bókin frá æsku hans. Þá segir, að þetta sé fyrsta og eina bók Bjarna Eyjólfssonar. Þó sé sem æfður rithöfundur fari höndum um viöfangsefnið. Bókin sé samin af þekkingu og reynslu sjálfmenntaðs gáfumanns, sem um langt árabil hafi verið andleg- ur leiötogi fjölda manns, orðið kristniboðsfrömuður, ort ljóð og sálma og reynzt hollráður ótal einstaklingum, ekki sizt ungu fólki, sem hafi leitað til hans með dýpstu spurningar lifsins. Þá hefur blaðinu borizt fjöldi nýrra barnabóka frá Leiftri. Tvær eru eftir Merri Vik og fjalla um Löbbu. — Onnur heitir „Labba, þaö er ég” og hin „Labba, sjáiö hvaö hún getur.” Leiftur hefur gefið út tvær strákabækur, sem fjalla um kappakstur. Þær eru báöar eftir Erik Speed, og heita: „GT kappaksturinn” og „Bikarkeppn- in”. Þá hefur Leiftur sent frá sér tvær nýjar Nancy-bækur eftir Carolyn Kenne. Þær heita „Nancy og leyndarmál sirkus- stjórans” og „Nancy og rauðu bailettskórnir”. Sú síðarnefnda er 21. Nancy-bókin. Einnig hefur Leiftur gefið út Þrautgóöir á raunastund, 8. bindi björgunar- og sjóslysasögu Is- lands eftir Steinar J. Lúðviksson. Bókin fjallar um árin 1920-1924. Björgunarsagan er rakin aftur á bak frá stofnun Slysavarnafélags tslands árið 1928 og nú er bókin að koma inn á hiö merka timabil, skútuöldina, sem setur óneitan- lega mikinn svip á þessa bók. Hammer of the North, Myths and Heroes of the Viking Age eftir Magnús Magnússon, eöa Hamar Norðursins — goösagnir og hetj- ur vikingaaldar. Bókin er gefin út á ensku og er höfundur hennar svo sem kunnugt er islendingur að ætt, en búsettur i Bretlandi. Þar i landi nýtur hann mikilla vinsælda sem höfundur sjón- varpsþátta, meðal annars um þætti úr sagnfræði og fornleifa- fræöi. Bókin er 128 bls. i stóru broti. Aðalefni hennar er norræn goðafræöi og goðsagnir og kemur greinilega fram að höfundur hef- ur kynnt sér það efni rækilega, bæði út frá islenzkum fornritum og nýjustu sögulegum fornfræði- legum heimildum. Bókina prýða yfir 120 litmyndir og er hún hin tilvaldasta gjöf til vina og við- skiptamanna erlendis. Tækni/Vísindi Árlegar sveiflur líffræðinnar 1. I ljós hefur komið að slikar „liffræðilegar klukkur” hjá ýmsum dýrategundum eru háðar árstiðasveiflum. MARGAR MERKILEGAR BÆKUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.