Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 16
Ríkið kaupir Landakots- spítala á 1.2 milljarða þriðjungur kaup- verðs greiddur i gjaldeyri - verð- bætur greiðast á eftirstöðvar kaupverðs Samningar hafa tekizt um kaup rikisins á Landakotsspi- tala af reglu St. Jósefssystra, en siðan á miðju siðasta ári hafa staöið yfir viðræður milli þess- ara aðilja um þessi kaup. Frumkvæði að þessum viðraið- um koma frá systrunum, þar eð þær töldu sig ekki geta haldið rekstri spitalans áfram. I frétt frá heilbrigðisráðu- neytinu segir að kaupsamning- ur geri ráð fyrir að stofnuð verði sjálfseignarstofnun um rekstur spitalans og hafa þegar verið samin drög að skipulagsskrá slikrar stofnunar. Stefnt er að þvi með þessu að spitalinn verði rekinn áfram með liku fyrir- komulagi og hingað til. Heilbrigðisráðherra skipar stjórn sjálfeignarstofnunar i samráði við seljanda. Stjórn spitalans veröur siðan kosin samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, þ.e. stjórn sjálfseignarstoínunar kýs 3 stjórnarmenn, starfsmannaráð sjúkrahússins 1 mann og borg- arstjórn Reykjavikur 1 mann. Kaupverð eignarinnar með öllum búnaði, tækjum og birgð- um er kr. 1.200.000.000. Greiðslum er þannig háttað að 1. jan. 1977 greiðist út kr. 70.000.000 og hinn 1. janúar 1978 kr. 80.000.000. Eftirstöðvar greiðast með jöfnum greiðslum á næstu 20 ár- um með 5% vöxtum, þannig að á hverju ári greiðast 8% skuld- ar. Á skuldina greiðist árlega uppbót i samræmi við framfærsluvisitölu. Seljandi hefur leyfi til að yfir- færa árlega 1/3 hluta greiðslu i danskar krónur á gildandi gengi hvers tima. Rikið tekur við öllum skuld- bindingum seljanda sem stofn- að hefur verið tii vegna spitala- rekstursins og fara þau skipti fram um næstu áramót. Ráðherra mun á næstu dögum ganga frá skipulagsskrá sjálfs- eignarstofnunarinnar og skipa henni stjórn. —BS • • DILKAKJ0TIÐ 306 T0NNUM MINNA NÚ EN í FYRRA Við lok sláturtiðar i haust kom i ljós, að mun færri dilkum var slátrað i ár en i fyrra, eða alls 14.728 dilkum færra. Enn er ekki komin endanleg tala yfir fjölda fullorðins fjár, sem slátrað var i haust, en gert er ráð fyrir svipuð- um fjölda og i fyrra. Skv. fregnum frá upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins var i sláturhúsum slátrað samtals 857.027 dilkum, og var meðalfall- þungi 14.50 kg. Meðalfallþungi haustið 1975 var 14.67 kg. Dilka- kjötið sem kemur á markaðinn i ár, er 364 tonnum minna en i fyrra. Verðmæti þess, reiknað á verði til framleiðenda er 173 milljónir króna. Fallþunginn er nú að meðaltali 170 gr. minni á dilk en i fyrra og rýrir það tekjur bænda um 69 milljónir króna, miðað við að fallþunginn hefði orðið óbreyttur frá árinu áður. Heildarmagn dilka er nú 12.423 tonn, og má reikna með að innan- lands verði neyzlan 8400-8600 tonn af þessari framleiðslu. Útflutningur getur þannig orðið 3800-4000 tonn, en ekki 5500 tonn eins og áæltað var. Slátrun og fallþungi hjá helztu sláturleyfishöfum. Flestum dilkunum var slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands i haust, en þar var slátrað 150.265 dilkum. Meðalfallþungi var 13.30 kg en það er að meðaltali um 400 grömmum minna en siöastliðiðI ár. Slátrað var 14.151 dilk færraj nú en i fyrra. Hjá Kaupfélagi Borgfirðingal var alls slátrað 71.368 dilkum eða| 2229 færri en i fyrra. Meðalfall- þungi reyndist vera 13.68 kg og erl það 260 gr léttari föll en i fyrraT Hjá Sölufélagi Austur-HúnvetnJ inga var slátíað 55.155 dilkum,685l færri en i fyrra. Þar reyndistl meðalfallþunginn vera 14.60 kg en| i fyrra var hann 14.76 kg. —JSS framlög ríkissjóðs til jarða------ bóta námu 508 milljónum í fyrra Nokkrar sveifiur hafa orðið i framkvæmdum bænda á siðasta ári, þ.e. þeim senv njóta fram- lags úr rikissjóði samkvæmt jarðræktarlögum. Samkvæmt fréttum frá upp- lýsingaþjónustu landbúnaðar- ins, hefur framræsla dregizt saman frá árinu 1974, og voru þessar framkvæmdir ámóta ár- in 1973 og 1975, en fyrrriefnda árið var minna ræst fram, en nokkru sinni áður frá árinu 1963. Alls voru grafnir 704 kiló- metrar af nýjum skurðum, og unnir 1715 km af plógræsum ár- ið 1975. Til samanburðar má geta þess, að árið 1974 voru grafnir 974 kilómetrar af skurð- um, og 2376 km af plógræsum. Tæpur helmingur skurðanna var grafinn i Árnes- og Rangár- vallasýslu. Ræktun jókst aftur á móti milli áranna 1974 og 1975, og voru nýræktir 2996 hektarar ár- ið 1975 en 2848 ha árið áður. í byggingaframkvæmdum varð verulegur samdráttur frá árinu ’74. Árið 1975 voru byggðir 69 þúsund fermetrar af áburð- argeymslum, en 113 þúsund fer- metrar árið áður. Þurrheys- hlöður voru 120 þús. fermetrar i ár, en 161 þús. fermetrar 1974. Loks voru árið 75 reistir 17 þús. fermetrar af húsnæði til vot- heysverkunar, en árið áður námu slikar byggingar 24 þús- und fermetrum. Mest hefur aukningin orðið i vatnsveitugerð. Framlög til vatnsveita voru fyrst tekin upp i jarðræktarlög árið 1972. Siðan hefur framlag til slikra fram- kvæmda íarið sivaxandi, og er ljóst að mikil þörf hefur verið á að bæta vatnsveitur i dreifbýli. Arið 1975 voru framlög til vatnsveita samkvæmt jarð- ræktarlögum alls 67.518.192 kr. en árið áður námu þau kr. 22.961.874 og fór stór hluti fyrri upphæðarinnar til vatnsveitu- gerðar á Suðurlandsundirlend- inu. Alls námu framlög rikissjóðs til jaröarbóta árið 1975 508 milljónum, en að viöbættu framlagi til vatnsveita var upp- hæðin 576 milljónir króna._jSS BIÐSTAÐA I AVISANAMALINU: BEÐIÐ ER EFTIR VIÐBÓTARUPPLÝSINGUM Alþýöublaðið hafði samband við Hrafn Bragason umboðsdóm- ara f ávisanamálinu svokallaöa I gær og innti hann frétta af fram- gangi þess máls. Sagði Hrafn að þessa stundina væri nok-kurs konar biöstaða I málinu, eða meðan að beðiö væri eftir viðbótarupplýsingum sem hann hefði óskað eftir frá nokkr- um bönkum. Sagði hann að eðlilega tæki það nokkurn tima fyrir bankana aðj. útbúa þau gögn sem hann hcfði beðið um, en hann ætti von á þeim í siðustu i þessari viku. —GEKp ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 alþýöu blaðið HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ Séð: 1 Timanum á sunnudag i Helgarspjalli eftir Ragnheiði Svein- björnsdóttur: ,,Hafa þessir sálufélagar ekki ráðist á garðinn, þar sem hann er iægstur, svo sem þindar- lausar árásir þeirra á dómsmálaráðherra landsins sanna. Dóms- málaráðherra er maður heiðarleika og Virtur af verkum sinum og manndómi. Hann er einnig óumdeilanlega mestur foringi islenzkra stjórn- málamanna i dag og vekur það öfund i flokkum, sem þjást af forustufátækt.” o Lesið: í Suðurnesja- tiðindum um Jón Skaftason, alþingismann, fimmtugan: ,,Þú farsæli foringi fullur eldmóðs lifðu heill um ár og sið vörður vökull vertu ávallt innan handar þinum lýð. — Arnaðaróskir frá FUF, Keflavik.” o Frétt: Að framundan séu mikil átök i Alþýðubanda- laginu á milli harð- linumanna og Marxista annars vegar (öðru nafni linukomma) og hægfara sósialista hins vegar. Þessi barátta kemur meðal annars fram i átökum verkalýðsforingja flokksins, sem ekki tókst að sætta fyrir ASl— þingið og óánægju fjölda Alþýðu- bandalagsmanna með inngöngu og kjör þeirra Ólafs Ragnars Grimssonar og Baldurs Óskarssonar i miðstjórn flokksins. Sú óánægja kemur einna skýrast fram i siðasta leiðara Norðuriands, blaðs Alþýðubandalagsins á Akureyri, þar sem háðuglegum orðum er farið um þessa tvo „flokka- þyrla”. Þá er þegar hafin illvig barátta um næsta formannsefni flokksins og verður nú gaman að fylgjast með. o Frétt: Aö ýmsir forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hafi að undanförnu rætt óformlega við forystumenn Alþýðuflokks og Alþýöu- bandalags um möguleika á myndun „nýsköpunar- stjórnar”. Stjórnar- andstaðan er hins vegar algjörlega mótfallin nýrri stjórnarmyndun nema að undangengnum kosningum, en Sjálfstæöis- flokkurinn vill ekki fara i kosningar, eins og sakir standa. Hætt er þvi við að málið strandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.