Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 4
r Enn í tapi Eftirfarandi saga hefur okkur borizt úr stjórnmálabaráttunni í USA: Steve Smith, einn ákafasti stuðningsmaður Kennedy-anna, er sagður hafa í hyggju að gefa kost á sér til framboðs í fylkis- stjórakosningunum í New York. Nýlega hringdi hann til Bart Lytton, einhvers harðasta demó- krata Kalifomíurikis, og bað hann að leggja eitthvað af mörk- um í kosningasjóöinn. Lytton svaraði: „Nehei, Steve. Ég gef ykkur Kennedy-mönnum ekki einn eyri meir.“ Steve var ekki á því að gef- ast upp og spurði: „Hvaö telst þér til, að þú sért búinn að gefa Kennedy-unum mik iö fé í gegnum árin, Bart?“ „Cirka 250.000 trl 300.000 doil- ara“, var svarið. „Hefurðu nokkum tíma fengið nokkurn hiut fyrir þitt tiHag?“ spurði Smith aftur. „Ekki nokkum skapaðan hlut,“ svaraði Lytton og kvað fast að orði. „Þama sérðu!“ sagði Smith. „Heldurðu, að þú farir að hætta meðan þú ert enn í tapi?“ X- Rauðan belg fyrir gráan Orson Welles gramdist um dag- inn, þegar hann var staddur á greiðasölustað einhverjum á Ríví- emnni, þeim fræga baðstað á Suð ur-Frakklandi, að þjónninn var honum ekki nógu stimamjúkur. Fannst honum afgreiðslan ganga seinlega og aðrir gestir teknir fram fyrir hann. Þegar hann hafði lokið snæð- ingi og þjónninn kom með reikn- inginn, tók Welles upp 20 dollara seðil, kveikti í honum og benti þjóninum á öskuna: „Þetta hefði orðið þjórfé þitt, ef m'ér hefði fundizt afgreiðslan viðunandi," sagði Welles.______________ I inJhiM'iiaiiMBI—BB————— Þögulir áhorfendur að Ólympéuleikunum 4 30.000 í hóp sitja þeir tímunum saman á hörðum bekkjum á ól- ympíuleikvanginum í Róm, án þess nokkum tíma að mögla, og þó fá þeir hvorki vott né þurrt aö smakka, meðan kvikmynd- aðir eru íþróttaleikirnir á leikvanginum. Um nóttina er þeim öllum meö tölu - 30.000 - staflað ofan u ,.oo,yón^ suW1í.?H&^ðr^'*sa b|ir fram undir rnorgun. Það er svo sem ekki áð furBa, þótt þeir mögli ekki mikið. Þeir eru allir saman mállausar plastbrúður, sem 20th Century-Fox (kvikmyndafélagiö) lét tappaverksmiðju búa sérstaklega til fyrir töku myndarinnar, „The Games“. Framleiðandinn, Lester Linsk, valdi brúður af sparnaöarástæð- um. Hver brúða kostar ca 2 dali, en leikarar hefðu kostað 15 dali á dag, hver einn. Svo er líka hægt aö nota brúðurnar aftur og aftur, en það er ekki alltaf hægt að segja þaö sama um lifandi leikara. Eini gallinn á þessum „áhorfendum11 er sá, að þeir hreyfa sig ekki, svo ráða þurfti samt 1000 leikara, sem skyldu sitja innan um dúkkurnar með ákveðnu millibili, til þess að skapa hreyfingu á áhorfendapöllunum. Framleiðendurnir hafa ekki enn gert upp við sig, hvaö þeir ætla að gera við þessar 30>000 brúður, þegar lokið er töku myndarinn- ar. Sjálfsagt verða þær skildar eftir í Róm, því ódýrara væri að búa til nýjar brúöur, heldur en að leggja í flutningskostnað, svo mikinn, sem óhjákvæmilega leiddi af því að flytja þær. Þarftu að GRENSÁSVEGI 22-24 SlMAR: 30280-32262 Ertu að byggja? Viltu breyta?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.