Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 16
augardagur Munið^ ^MúlukaHi nýjo Sími grillið 37737 BOLHOLTI 6 SlMI 82143 INNRÉTTINGAR. SÍOUMÚLA 14 - SÍMI 35646 Gerir alla ánaegða Fengu leyfi úr skólu til uð furu í fiskvinnu • Mest atvinnuleysi 1 Hafnarfirði var í byrjun þessa mánaðar, eða um 380 skráðir. Nú eru 54 eftir á skrá eftir skráninguna í gær. Tala atvinnulausra hefur því lækk að um hvorki meira né minna en 86 af hundraði þessar vikur, sem er mikil breyting, þegar þess er gætt, hve há talan var orðin. Þetta er :amkvæmt u*p!ýsingum fram- rærslufulltrúa bæjarins í gær. 9 Atvinnuleysið skiptist þannig: verkaménn 29, verkakonur 19, verziunarmenn 2, netagerðamenn 2 og einn loftskeytamaður og einn sjómaður. 9 Fyrir nokkrum dögum gerðist það í Firðinum, að leyfi var æfið í gagnfræðaskólanum, svo að unglingarnir gætu unnið í fiski. Gengu stúlkur að karlmannsverk- um, svo að menn mundu ekki þess iæmi. — Hafnarfjörður var fyrir nokkrum vikum einn þeirra staða. þar sem atvinnuleysið var mest. Vísir í vikulokin fylgir blaðinu i dag til askritenda „Slý ræktað til áhm — hugmynd Paul Price, ferskvatnsfræðings, sem hér er staddur ■ Getur slýið í vötnum og ám hér á landi reynzt tekjulind í stað þess að vera öllum til ama og angurs? Ungur Bandaríkja- maður, sem hér starfar_að j-annsóknum með styrk frá Ful- bright-stofnuninni, skaut í viðtali við Vísi fram þeirri hug- mynd, að íslendingar ættu að kanna möguleika á ræktun slýs- ins og framleiða úr því áburðarefni. Kvað hann Japani hafa ræktað ákveðnar tegundir slýs í geymum og framieiðni orðið1 meiri en gerðist að jafnaði, jafnvel í þróuðum landbúnaði. Paul Price, sem er sérfræðing ur í lífeðlisfræði í fersku vatni, benti á hið mikla magn rennandi vatns á íslandi. Hið venjulega slý, sem finnst í vötnum og ám væri ekki hæft til átu og beinlín is eitrað á ákveðnu stigi. Hins vegar taldi hann, að með tiltölu- lega Iitlum tilkostnaöi mætti nýta ákveðnar tegundir þess, meö vísindalegri ræktun til á- burðar. Slýið hefði þann kost um fram þang í sjó að sjávarföll hindruðu vísindalega ræktun þangsins. Hann kvað mörg a-triði þessa máls enn órannsökuð, en líklegt að tilraunir mundu leiða til hag- kvæmnar niðurstöðu. Paul Price hefur nýlega fengið styrk sinn framlengdan og mun halda rannsóknum sínum áfram í sumar. Undir 2°]o hafa sinnf bréfum Áfengismálafélagsins „Til að geta starfað er okkur nauðsynlegt að fá 2000 stofnmeö- limi en aðeins hefur tekizt að ná í 1000. Dreifibréfin sem við höfum verið að senda út hafa reynzt al- gjört „fíaskó“. Innan við 2% hafa sinnt þeim, en hins vegar er fóik mun skilningsrikara, ef við höf- urn getað talað viö bað persónulega. Þó bera margir því við, að þeir eig! ekki fyrir gialdinu, sem er 200 krónur". Þessar upplýsingar gaf fram- kvæmdastjóri nýstofnaðs Áfengis- málafélags Steinar Guðniundsson blaðinu í gfV- er hann var inntur eftir starfsemi þess. Skrif- stofan var opnuð 10. febrúar og kvaðst Steinar þurfa að sinna jöfn um höndum hjáiparbeiðnum og að vinna að uppbyggingu félagsins, sem tekur langan tíma. Hefur orð ið að vísa allmörgum hjálparbeiðn um frá til aö hægt sé að vinna að því að koma fótum undir félagið, en takmark þess er m.a. að reyna að ýta undir starfsemi hinna fjöl- mörgu lögskipuðu áfengisvama- nefnda, sem ekki hafa starfs^pi- Stöðú, og Hjálþá sjúkúm til að fá viðhlítandi aðhlynningu, bæði lækn- islega og félagslega. Brauðristin kveikti í Þ0R Sjóprófum vegna brunans í i ur verið cndanlega sannað, að brauö arðskipinu Þór er nú lokið og hef- rist í matsal kveikti í skipinu aö NATO-andstæðingar mótmæla á morgun NATO-andstæðingar undirbúa ;'msar mótmælaaðgerðir á morgun í ilefni þess að tuttugu ár eru liðin rá því Island gerðist aðili að banda 'aginu. Mynduð hafa veriö baráttu samtök fyrir úrsögn Islands úr NATO, 30. marz hreyfingin. — Það hafa verið myndaðir 30. marz hópar á ýmsum stöðum eink ■im í skólum, sagði Ragnar Stefáns son.einn af forsvarsmönnum hreyf mgarinnar í viðtali við Vísi í gær. — Þessir hópar eru til þess gerðir að ýta undir aðegrðir svo að mót- mælin gegn NATO-aðild megi rísa '•em hæst á þessum degi. 30. marz-hreyíing þessi mun á- samt Samtökum hernámsandstæð- inga gangast fyrir fundi í Háskóla- bíöi á morgun og ganga þaðan í kröfugöngu á Austurvöli. Má þar búast við ýmsum róstum, eftir þyí sem á NATO-andstæðingum er að heyra. — Mönnum er mörgum í fersku minni slagurinn við Alþingis húsið 1949. — Þessar aðgerðir eru ekkert lokatakmark, sagði Ragnar. — Nú er verið að undirbúa ýmsar aðgeröir á næstunni f baráttunni gegn aðild fslands að NATO. þvi er Emil Ágústsson, borgardóm- ari sagði blaðinu. Ekki hefur feng izt úr því skorið hvers vegna brauð ristin var í sambandi en trúlega hef ur gleymzt að taka hana úr sam- bandi. Skipið var mannlaust, þegar eld- urinn kom upp, en hjá Landhelgis- gæzlunni er það regla, aö enginn er um borð í skipunum, eftir að þau hafa veriö ákveðinn tíma við brýggju. Aðeins vaktmaður, sem hefur aösetur í skúr á varðskipa- bryggjunni fer í eftirlitsferöir um skipin á tveggja tíma fresti, en hann hefur ekki lykil að manna- íverum um borð í skipunum. Tjónið hefur ekki enn verið met- ið, að þvf er Pétur Sigurðsson for stjóri Landhelgisgæzlunnar tjáði blaðinu, en hann taldi aö mest hefði tjónið oröið á raflögnum skípsins, en viðgerðir á þeim væru jafnan dýrar. Tjón á tækjum hefur ekki verið fyllilega rannsakað ennþá. Séð inn um búðarglugga VBK eftir slysið í gær. EKIÐ Á MANN — kastaðist inn um búðarglugga ■ Afgreiðslufólki verzlunar Björns Kristjánssonar á Vesturgötu varð hverft við, þeg ar allt í einú heyrðist rúðubrot og inn um sýningarglugga verzl Gömlu býli breytt í skíðaskála Fyrirhugað að koma upp iþróttamiðst'óð fyrir Siglfirðinga að HÓLI ■ Íþrðtíamenn á Siglufirði opna um helgina nýjan áningar- stað fyrir skfðamenn. Þeir hafa að undanförnu unnið að því í .yjalfboðavinnu að innrétta húsnæði, sem Siglufjarðarbær gaf íþróttahreyfingunni í tiiefni hundrað ára afmælis bæjarins í sumar. - Húsnæði þetta er að Hóli, býli, sem staðið hefur autt skammt innan við bæinn. Er þar um að ræða allmikla byggingu, þriggja ibúða hús. Hluti þess hefur ekki verið innréttaður. fþróttamenn hafa tekið einn þriöja 'luta þessa húsnæðis til afnota, en meiningih er í framtíöinni, að því er Júlíus Júlíusson formaður íþróttafé lags Siglufjarðar sagði í viðtali við Vísi í gær, að innrétta fullkom- inn veitingasal í þeim hluta húsnæö isins, sem ekki hefur verið innrétt- aður. í þessu húsi veröur aðstaða fyrir skíðamenn, geymslur aðstaða fvrir mótsstörf og fleira en til bráða- birgða hefur verið komið upp lítilli veitingastofu sem í fyrsta skipti veröur opnuð nú um helgina. Mein- ingin er að hún verði endanlega fullbúin um það leyti, sem unglinga mótið á skíðum verður haldiö á Siglufirði þann 19. til 20. aprfl. — Undirbúningur undir það mót er nú í fullum gangi. Mótsstjóri verð ur Helgi Sveinsson, íþróttaleiötogi þeirra Siglfirðinga. Júlíus sagði að þetta húsnæöi væri til þess gert að auka áhuga Siglfirðinga fyrir skíðaferðum. Nú getur fólk skroppið út úr bænum í stutta skíöaferð og fengið sér hressingu að Hóli. Þarna í landi þessa býlis er svo meiningin að koma upp knattvöllum og annarri aðstöðu til sumaríþrótta, — að þetta megi verða eins konar íþrótta miðstöð Siglfirðinga. Snjóleysið hef ur dálítið háð skíöamönnum á Siglu firði í vetur aldrei þessu vant, eink um við stökkæfingar. Nægur snjór er þó til allra venjulegra skíðaiðk- ana. unarinnar féll maður utan af gangstéttinni. Maðurinn skarst illa á höndum og í andliti. Fólksbíll hafði lent upp á gangstétt, rekizt á hann og kastað honum á gluggarúðuna. Slys þetta vildi til í gærdag um kl. hálf fjö.gur, þegar kona, sem ók fólksbílnum, beygði inn á Vestur götuna, en mætti í sömu svifum strætisvagni við þröngar aðstæður. Hvort fólksbíllinn rakst utan í stræt isvagninn, eða hvort konan var grip in fáti var sjónarvottum ekki alveg ljóst, en bifreið hennar sveigði snöggt að gangstéttarbrúninni og var þá auðséð, að konan hafði misst vald á henni. Þegar upp á gangstéttina kom, rakst bifrðiðin á manri, sem þar var einmitt staddur fyrir fram an búöargluggann, með ofangreind um afleiöingum. Hinn slasaöi missti mikið blóð, enda mikið skorinn, en hann var þó ekki talinn í alvarlegri hættu. Konan slapp ómeidd, en henni varð mikið um óhappiö og var hún einnig flutt á Slysavarðstofuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.