Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 12

Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 12
72 / I VISI R . Laugardagur 29. marz 1969. ÉFTIR C. S. FORESTER „En, Will, elskan“, sagöi hún, „ég heid, aö þú skiljir þetta ekki. Ég er ekki rauninni aö biöja um eitt eöa neitt. Þú lætur mig hafa níu pund á viku í heimilishaldiö, og það er miklu meira en ég get eytt. Viö gætum fengiö þjónustustúlku, sem byggi hjá okkur, fyrir þessa peninga, jafnvel tvær þjónustu- stúlkur, með kappa og svuntur og allt. En það vil ég samt ekki. Þær yrðu bara til vandræöa. Ég vil bara, aö gamla frú Summers komi þrisvar eöa fjórum sinnum í viku og hjálpi mér meö erfiðustu verk- in. Þau eru mér ofviöa — ég segi þér satt.“ „Hvaö segirðu — í þessu litla húsi?“ „Auðvitaö gæti ég unnið þau, Will, ef ég mætti til. En það lítur kjánalega út, aö ég skuli þurfa aö sópa og þurrka af og þvo upp, þegar margir mundu fegnir vilja fá vinnu viö að gera þetta fyrir mig. Og ég er enn meö bakverki eftir að hafa veriö að bisa viö þessar dýnur í gær.“ „Vitleysa“, sagði herra Marble. Frú Marble gat ekki staðið í deilum lengi. Hún haföi þegar sagt tvær langar setningar, sem hvor um sig var tvisvar eöa þrisvar sinnum lengri en hún átti vanda til, og hún gat ekki aöhafzt meira aö sinni. Hún varö þögul, og herra Marble var niöursokkinn í þær hugsanir, sem höfðu skotið upp kollinum viö uppástungu konu hans. ímyndunaraflið kvaldi hann ákaflega naéstu augnablik. Frú Marble var h'ka aö hugsa. Þennan dag höföu einmitt komið fyrstu hlutirnir, sem hún haföi keypt síðasta Iaugardag — stórir kassar, sem komu með út- keyrslumanni, fullir af girnileg- ustu hlutum, sem hún hafói nokk urn tíma imynda sér, aö gætu veriö til. Hún haföi handfjallað þá ástúö- lega. Þama voru hattar, dásamlegir hattar, sem fóru henni. stórkostlega ^vel. Þarna vom peysur, sem hún ' komst að, sér til undmnar aö fóru henni vel, þótt til þessa heföi hún Iitiö svo á, aö peysur væru eink- um fyrir unglingsstúlkur. Og nær- fötin voru þarna f kassavís. Henni haföi í fyrstu ofboðið veröiö á þeim, unz henni skildist um siðir, hversu mikla peninga hún átti til aö eyöa. Vitaskuld haföi hún ekki enn þá fengiö kjólana og fötin, sem þurfti áö sauma, en þaö hafði komiö saumakona og tekiö mál af henni í búöinni, þegar hún var bú- in aö gera önnur innkaup sin. En kjólarnir o/ fötin hefðu ekki komiö henni aö miklum notum, þótt hún heföi verið búin aö fá þau. Aö visu hafði frú Marble mann að sig upp i aö fara í sumt af þessum undirfötum, ómetanlega hluti, hlý og létt og þau kostuöu eins mikiö og eiginmaöur hennar haföi unnið sér inn á mánuöi, áöur en allt þetta gerðist. En hún haföi ekki brjóst i sér / til að fara í þykku silkisokkana úr þvi hún átti enn þá svo miklu af húsverk- um ólokið. Og utan yfir þessi dá- samlegu undirföt fór hún í gamla, lúöa sloppinn sinn. Úr því aö hin fötin voru aö koma innan skamms heföi hún alveg eins getaö fariö i bezta sloppinn sinn, en hún kunni ekki við að gera það, því að hún átti eftir svo mik inn uppþvott um kvöldiö. Frú Marble var þungt i skapi. Þar að auki var hún þreytt og meö virki- lega takverki í bakinu. Fyrlr. einum eöa tveimur dögum haföi hún hugsaö sér sig sitjandi i rólegheitum á kvöldin, íklædda dásamlegum kjól, með ljúfa til- finningu í húöinni af snertingu silkiundirfatanna. En hún var í skítugum slopp og þaó var fullt af uppþvotti i eldhúsinu, sem kallaói á hana. Þaö var þetta, sem gerði hana furðulega uppreisnargjarna — •i mjög smáum stil, en öll uppreisn hjá frú Marble var furðuleg. 1 „Ég læt frú Summers koma hér á daginn, þegar þú veizt ekkert at’ því“, sagöi hún. Við þessi orð hennar rauk herra Marble úr stólnum, skelfingu lost- gsó\afhTmg * afbendu»v ?*■ BllAlEiGANffllORf car reníal service © Rauðarárstíg 31 — Sími 22022 inn. Þaö væri enn verra en hitt og mundi koma af staö enn eitraöra slúöri en áöur og þvi yröi beint ákveönara að hinu grunsamlega, þvi að frú Marble yröi aö segja frú Summers, að hann kæröi sig ekki um aö hafa utanaökomandi fólk viö húsiö. Hann staröi á hana meö óhugnanlegri ákefö. „Þú mátt ekki, þú mátt aldrei gera neitt svoleiðis", sagði hann, og var skrækróma. Krepptir hnef ar hans hristust, þvi aö hann var i svo miklu uppnámi. Frú Marble gat ekki annaö1 en horft á hann undrandi og orðlaus. „Þú mátt ekki gera þaö, heyriröu hvaö ég segi“, hrópaði hann. Skapofsi hans haföi áhrif á kon una, og hún fitlaði taugaóstyrk við saumana i kjöltu sér. „Já, elskan.“ „Já elskan! Já elskan! Hér gildir ekkert „já elskan." Þú veröur aö lofa mér, lofa mér upp á æru og trú, aö þú skulir aldrei gera þetta.. Ef ég kemst einhvem tíma aö þvi, þá — þá —“ Dyrunum var hrundið upp og skrækróma óp herra Marble dö út. John haföi komið hlaupandi niöur um leið og hann heyröi háværa rödd fööur sins. Það var ekki mjög langt um liöiö, sióan hann hafði heyrt rödd hans lika þessu og þá hafði hann orðiö aö bera móöur sína upp i rúmið og hún var meidd í andliti. John stóð við dyrnar og Ijösiö féll í andlit honum. Herra Marble hörfaöi lítið eitt aftur á bak . og herpti varirnar, svo aö tennurnar komu i ljós. Hann var enn einu sinni eihs og afkróuð rotta. Hatr- iö lá í loftinu milli fööur og son- ar. í þetta sinn var það ekki John aö kenna, heldur herra Marble. Því aö James Medland, sá, sem hafði komið í heimsökn eitt minnis stætt kvöld fyrir ári, var þegar allt kom til alls, náfrændi Johns og ættarsvipurinn var tölu- veröur. Þar sem John stóö viö dymar, var hann á sama staö og i sömu birtu og Medland haföi veriö, þetta kvöld, þegar hann kom inn i borö stofuna, eftir aö Winnie hafði opn að fyrir honum dyrnar. Þaö var þvi ekki aö undra, þótt herra Marble hataöi John, og heföi hataö hann ávallt, síöan hann fyrst tók eftir þvi, hve líkir hann og Med-' land voru. Það var kvöldiö, sem hann sló konuna sína. Faðir horföi á son, sonur horfði á föóur. í herberginu glampaói aht og skein af gylltum húsgögnum. Demanturinn i bindisnælu herra Marbles glóöi og glitraöi, þegar hann hörfaöi fyrir hægri og ógn- andi framgöngu Johns. John hafði komiö til aö vemda móöur sína, en ögrunarsvipurinn á æðislegu andliti herra Marbles fékk hann ti! aö hafa stjörn á sjálfnm sér. Þáö var frú Marble, sem bjargaöi málinu. Hún leit óttaslegin á hinn reiöilega eiginmann sinn og yggli- brún sonar sins, og siöan geldc hún á milli. „John, farðu“, sagöi hún. „Farða strax, þaö er allt í lagi.“ John náði sjálfstjörn og hætíá að kreppa hnefana. Frú Marble haföi höndina á brjósti sér á hjartastaö, þvi að á þessu augnablrki haföi hún séö, þaö sem eiginmaöur henn ar hafði séö fyrir löngu, og hún gat sér þess til að þaö væri ein- mitt þetta, sem haföi kallaö fram hinn ógnarlega svip á andliti hans. Hún var óttaslegin, en hún vissi ekki enn þá hvers vegna. „Farðu, farðu", kveinaði frú Marble, og síöan tókst henni aö segja rólega: „Þú skalt ekki hafa áhyggjur af neinu, John. Þú settir að fara í rúmið. Góöa nótt, elskan." #hs i/„.'YeS;-vetjR tG®SH5P»* gSSffj THE PALLIPS ARE MUTE ...BUT RHVTUM AFPECTS THEM STRONGLVt THEVVE KEPT ME ALIVE TO PANCE FOR THEM' v-c-síí YOU KEPT AL1VE...BY DAA/C/A/G- 7?/ Þú gazt haldið þér á lífi með því að dansa? Já, yðar tign. Fölu mennirnir eru daufdumbir, en háttbundinn taktur hefur mikil áhrif á þá. Þeir hafa haldiö mér á lifi til að dansa fyrir sig. l'tKÍEC’-.ANP TRIGP - TO ESCAPE. AT RRST! BUT WAS A MISSlONARY WHE.N -rHETY' CAPTUREO M6... ■ ANÞ \ HNALLY realizho THE3E PITIFUL creatures NEEPEP MY HELP FARMORE THAN- I fyrstu reyndi ég og reyndi að kom- ast undan. En ég var trúboði, þegar þeir tóku mig til fanga ... og að Iokum gerði ég mér Ijóst, aö þessar vesalings verur þörfnuðust hjálpar minnar i rikari mæli en... CANWJ3AL&-/ Passið ykkur. Mannæturnar! WlLTON TEPPIN SEM ENDAST OG ENDAST EtNSTÆÐ ÞJONUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. — TEK MÁL OG GERI BINpANDI VERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU! NÝ MYNSTUR, PANTIÐ TÍMANLEGA. Danicl Kjartansson . Simi 3.283 Sparið peningona Gerið sjálf viö biiinn Fagmaður aðstoöar. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Simi 42530. Hreinn bill. — Fallegur bill Þvottur, bónun, ryksugun. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Sinii 4>530. Rafgeymaþjönusta Rafgeymar í alla bíla. NÝJA BILAÞJÓNUSTAN Sími 42530. Varahluti. i biliim Platinur. kerti, háspennu- kefli, ljósasamlokur, perur, frostlögur, bremsuvökvi, oliur o. fl. o. fl. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Hafnarbraut 17. Súni 42530. ———I------------—■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.