Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 5
Vl SIR . Laugardagur 29. marz f969. 5 Rómantíkin hefur líka haft sín áhrif á listdansinn og á mynd inni dansa Coliin og Guðbjörg rómantískan dans. Skemmtileg tilbreyting frá námsbókastaglinu Stöðugar æfingar eru algerlega nauðsynlegar fyrir listdansara, og eyða þeir aö jafnaði tveim- ur tímum daglega í ýmsar undirstöðuæfingar. Hér gera þau Collin og Ingibjörg æfingar án siár. T istdans hefur ekki mikiö veriö kynntur hér á landi til þessa, þó aö hér starfi fjölda margir listdansskólar, en þessi göfuga listgrein á sér mjög merka sögu og þróun, sem þessa dagana er verið aö kynna í ýmsum skólum borgarinnar, ástunt meö dansatriöum, sem sýna ýmis tímabil og stefnur i listdansi. Þessj kynning er á vegum menntamálaráöuneytis- ins og er sú þriðja, sem haldin er í vetur, en slikar kynningar nefnast „Listkynning í skól- um“. Farið hefur verið meö kynningu á Játbragösleik undir stjóm Teng Gee Sigurössonar í alla gagnfræðaskóla borgarinn- ar, auk ýmissa annarra skóla, og kynning er nefnist „Er verkefni leikhúss hin líðandi stund!“, þar sem m. a. var sýndur ein- þáttungur Brechts „Spæjarinn", leikinn af Erlingi Gíslasyni, Bríetj Héðinsdóttur og fleiri, hefur fariö í allmarga skóla undanfarið. Þessi kynning á listdansi er í senn skemmtileg og fræðandi, hún sýnir listdansinn allt frá því aö hann þróaöist úr hirð- dönsum í nútíma listdans. Bún- ingarnir, sem eru ákaflega skrautlegir, eins og viö sjáum hér á myndunum eru flestir fengnir aö láni hjá Þjóðleikhús- inu og dansana hefur CoHm Russel, ballettmeistari Þjóöíeik- hússins, samiö. Auk hans dansa jrær Ingibjörg Bjömsdóttir og Guðbjörg Björgvinsdöttir, en Brynja Benediktsdóttir flytur á miHi skýringar og segir frá þró- un Iistdansins, þjálfun dansara og útskýrir hina ýmsu dansa. Þegar hefur verið farið meö þessa listdanskynningu í Menntaskólann í Hamrahliö, en i dag verður hún sýnd í Hjúkr- unarkvennaskólanum, og síðar í fleirj skólum. Er ekkj að efa að nemendur fagna þessari skemmtilegu tilbreytingu frá námsbókastaglinu. •* V Listdansinn hefur þróazt úr hirðdönsum, og hér sjáuni við þau lngibjörgu og Coliin í glæsilegum, spænskum hirðdansi. Það leynir sér ekki, að hér er verið að dansa menúett, og það eru þau Collin og Guðbjörg, sem stiga dansinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.