Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 8
8 V í S i R . Laugardagur 29. marz 1969. VÍSIR Otgefandi: ReyKjaprent h.í. \ Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjölfsson ( Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ) Aöstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson ( Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ) Ritstjómarfulltrói: Valdimar H. Jóhannesson ( Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 / Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 V Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) / Áskriftargjald kr. 145.00 I mánuði innanlands \ I lausasölu kr. 10.00 eintakið / prentsmiðia Vlsis — Edda h.f._________________________ \ Vörn gegn heimsvaldastefnu J Andstæðingar Atlantshafsbandalagsins eru aftur // komnir á kreik hér á landi. Forsprakkar hreyfingar- ) innar eru farnir að hrósa sér af grjótkastinu, sem þeir ) skipulögðu við alþingishúsið 30. marz 1949, þegar ís- \ land gekk í Atlantshafsbandalagið, og ætla næstu ( daga að minnast afreka sinna með veglegum hætti. // Þetta er eins konar liðskönnun í þeirri baráttu, sem / þeir eru nú að hefja fyrir því, að ísland fari úr banda- ) laginu, þegar samningurinn um það rennur út í sum- ) ar. Alþýðubandalagsliðið á Alþingi hefur lagt fram it tillögu um úrsögn og Þjóðviljinn er um þessar mund- // ir að fyllast af áróðri fyrir henni. )) Þetta eru mennirnir, sem alltaf hafa leynt og ljóst \ tekið afstöðu með stjórn Sovétríkjanna og varið hin- \ ar svívirðilegustu aðgerðir hennar. Þeir vörðu hreins- ( anirnar í Sovétríkjunum á sínum tíma, bandalagið / við Hitler, hernám Austur-Evrópu eftir styrjöldina og / innrásina í Ungverjaland. Innrásin í Tékkóslóvakíu er ) hið eina, sem þeir hafa ekki reynt að réttlæta. En \ hjartað slær enn á gamla staðnum. \ Stjórn Sovétríkjanna hefur svo oft og harðlega ver- ( ið gagnrýnd, að margir eru orðnir ónæmir fyrir því. / En menn verða að horfast í augu við þá staðreynd, / að nú eins og fyrri ár er þessi stjórn valdaklíka, sem ) svífst einskis við að koma heimsyfirráðadraumum \ sínum í framkvæmd. Heimsvaldastefnan er enn í há- \ saeti í Kreml. ( Stundum kvakar stjórn Sovétríkjanna fagurlega um // frið á jörð. En reynslan hefur kennt okkur, að þessu / friðartali er aðeins beitt sem vopni gegn varðstöðu ) vestrænna ríkja. Og óneitanlega hefur oft tekizt að \ blekkja margan trúgjarnan manninn. \ Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu hefur hinum trú- (J gjörnu fækkað gífurléga. Þar sýndi stjórn Sovétríkj- ) anna sitt rétta andlit að baki vinarhótanna. Skömmu \ eftir innrásina staðfesti Brehznev flokksleiðtogi ( heimsvaldastefnu Sovétríkjanna með kenningunni // um takmarkað fullveldi sósíalistískra ríkja. Þessi / kenning er svo sem ekki ný, því að við höfum oft ) heyrt talað um „föðurland sósíalismans“. En kenn- \ ing Brehznevs staðfestir, að stefnan er óbreytt, þrátt \ fyrir ný og ný áróðursbrögð gagnvart Vesturlöndum. ( Atlantshafsbandalagið bjargaði Vestur-Evrópu á / sínum tíma úr klóm heimsvaldasinnanna í Kreml. Með /, stofnun bandalagsins var framrás þeirra í (vesturátt ) stöðvuð. Þjóðir bandalagsins hafa staðið saman síðan \ og allt bendir til þess, að þær muni allar standa saman \ áfram. Engin ástæða er til að hætta þátttöku í banda- ( laginu, þótt því hafi tekizt verkefni sitt. Friður mun / haldast í Vestur-Evrópu aðeins meðan varðstaða / Atlantshafsbandalagsins stendur. ) Þetta skilja lýðræðissinnaðir íslendingar yfirleitt. ) Dæmi um þann skilning er, að fjölmennur stúdenta- ) fundur samþykkti nú í vikunni með yfirgnæfandi ( meirihluta að styðja áframhaldandi aðild að banda- // laginu. ___________/) ^■A^Ærnmmmmuammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmm Eftirlit — ekki algert hann — með hern- aðarlegum notum af hafsbotninum Dandaríkjastjórn hafnaði i þessari viku tillögum sovétstjómarinnar um bann við hvers konar hernaðarlegum not- um af sjávarbotninum. Þessar tillögur voru lagðar fyrir afvopnunarnefnd Sam- einuðu þjóðanna — seytján þjóða nefndina eins og hún oft er kölluð — er hún kom aftur saman til funda í Genf fyrir skemmstu. Með slíku banni væri þar með tryggt, ef framkvæmanlegt væri, bann á hvers konar kjarn- orkuvopnum sem öðrum á land- grunni hinna ýmsu landa heims, sem að sjó liggja. En væri slíkt bann fram- kvæmanlegt? Um það deila sér- fræðingar, og Bandaríkjastjórn hafnaöi tillögunum á þeim grundvelli, að þær væru ófram- kvæmanlegar. Gerard C. Smith aðalfulltrúi Bandaríkjanna á ráöstefnunni lýsti yfir, að alger „afvopnun" sjávarbotnsins eða bann við hernaðarlegum notum hans, væri „blátt áfram óhugsanleg og jafnvel skaðleg. Hafið, sagði Smith, er notað bæði í hernaðarlegum sem ekki hernaðarlegum tilgangi. Miklar, víðtækar vísindalegar rannsókn- ir fara fram á þessu sviði, sem unnar eru af hernaðarlegu starfs liði. Eftirlit með notkun sjávar- botnsins kvað hann hins vegar sjálfsagt, til þess aö hann yrði ekki notaður í hernaðarlegum tilgangi til dæmis með því að koma fyrir samsafnj eyöileggingarvopna á hafsbotninum, hvorki kjarn- orkuvopnum, „kemiskum" vopnum, sýklaefnum eða geisla- virkum efnum. Slíkt ber að banna, sagði Smith. Og hann kvað slíkt eftirlit eiga að ná til þess, að ekkj verði komið upp stöövum á hafsbotni til þess að skjóta eldflaugum. Smith lagöi til, að ráöstefnan tæki þessi mál til meöferðar, markaði stefnuna og legði fram tiliögur um eftirlit. Smith kvaö Bandaríkjastjórn fúsa til að semja um það viö Sovétríkin aö draga úr vígbún- aöi. Hann kvað eftirlitiö verða að ná tii alls landgrunnsins — ekki aðeins mjórrar ræmu meö ströndum fram. Fulltrúi Sovétríkjanna Alexei Rosjtin kvað hér vera um upp- kast aö tillögum að ræða, sem megi ræöa frjáislega. Við frétta- menn sagði hann, aö hann furð- aði sig ekki á afstööu Banda- rfkjamanna. Fulltrúi Svíþjóðar, frú Alva Myrdal, ræddi og tillögurnar í vikunni. Hún lagði til, að þær væru athugaðar gaumgæfilega og ræddar og hvattj til sam- komulags milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun á vopnaframleiðslu í árásar- skyni, og væri mikilvægast af öilu að slíkt samkomulag næðist og afvopnunamefndin yrði látin fylgjast með slíkum tveggja þjóöa viðræöum. Ritstióri Stefán Guðiohnsen Nýlega er lokið sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og sigraði sveit Hjalta Elíassonar. Auk hans eru í sveitinni Ás- mundur Pálsson, Jón Ásbjörns- son, Karl Sigurhjartarson, Jakob Ármannsson og Einar Þorfinns- son. Röð og stig efstu sveitanna var eftirfarandi: 1. Sveit Hjalta Elíassonar 181 stig, 2. Sveit Stefáns Guðjohnsen 164 stig, 3. Sveit Benedikts Jóhannssonar 151 stig, 4. Sveit Steinþórs Ás- geirssonar 145 stig, 5. Sveit Guðlaugs R. Jóhannssonar 142 stig. Flestar þjóðir eru nú að ljúka við að velja landslið sín fyrir næstu vertíð þ.e. Evrópumeist- aramótið í bridge, sem að þessu sinni verður haldið dagana 22. júní til 6. júlí í Osló. Englending ar tilkynntu fyrir skömmu lands lið sitt og er það í fyrsta sinn um 37 ára skeið skipað fjórum Skotum: Coyle, Silverstone, Leckie og Goldberg unnu úrtöku mót, sem haldið var í 4ra manna sveitum og var samstundis boö- ið aö skipa kjarna landsliösins. Auk þeirrg eru. ,i ljðinu, tveir fyrrverandi Evrópumeistarar, Tarlo og Rodrigue. Bridgesamband íslands hefur haft þann hátt á, að stofnað var til æfingakeppna milli beztu spil aranna s.l. haust og hafa þær staðið allan veturinn. Þriggja manna landsliösnefnd, Hörður Þórðarson, Ragnar Þorsteinsson og Þóröur Jónsson, skal síðan velja liðið eða liðin, því ætlunin mun vera að senda sveit á Evr- ópumeistaramótið og einnig aö spila landsleik við Skota. Hætt er við að ákvörðunin dragist fram yfir Islandsmótiö, sem hefst í dag, því líklegt er aö frammistaða þar móti aö ein- hverju leyti val nefndarinnar. Landsleikurinn við Skota verð ur dagana 9. og 10. maí í Glasg- ow og verður haldinn í einu stærsta hóteli Skotlands, St. Enochs. Spiluö verða 96 spil f sex 16 spila lotum og er keppt um fagran bikar Icelandairbikar inn, sem Flugfélag Islands gaf til keppninnar. Keppt var í fyrsta sinn um bikarinn í fyrra og unnu íslendingar þá. Skotar virðast hins vegar vera sterkir í ár og hafa áreiðanlega fullan hug á að jafna metin. Eftir er að spila eina umferð í einmenningskeppni Bridge- deildar Breiðfirðinga og er staö- an þessi: 1. Guðbjörn Helgason 222 stig 2. Lárus Hermannsson 218 stig 3. Baldur Ásgeirsson 207 stig. Síðasta umferöin verður spil- uö á þriöjudagskvöldið 8. april kl. 20 í Ingólfscafé. Firmakeppni Bridgefélags Kópa vogs stendur nú yfir og eru þátt takendur 40, en spilarar 48 tals- ins. Eftir fyrstu umferö eru þessi firmu efst, spilarar taldir á eftir: Hvammur h.f. hraðfrystihús. Kári Jónasson. Efnagerðin Valur Stefán Amgrímsson. Biðskýlið Kópavogsbr. 115, Þorsteinn Jóns son. Bæjarsjóður Kópavogs, Sím on Gunnarsson. Matval, Þing- hólsbraut, Grímur Thorarensen. sitt^VVU J^vrópumeistaramót unglinga í skák fór fram í Groningen í Sviss dagana 23. desember til 10. janúar. Keppnin var mjög jöfn og tvísýn og svo fór aö þrír keppendur urðu jafnir og efstir með 7 vinninga af 9 mögu- legum. Varð því að grípa til Sonnenborg-Berger stigatöflunn ar og samkvæmt henni hlaut Maeder, Þýzkalandi, fyrsta sæt- ið. Vaganinan, Sovétríkjunum, varð annar og þriðji Ribli, Ung- verjalandi. I 5. umferð tefldi Maeder við Finnann Turunen Vorubáðirmeð I. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd 4. Rxd Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. a3, Darga, V-Þýzkalandi, hafði fyrrum miklar mætur á þessum leik. Einnig notaöi Friðrik Ól- afsson þessa uppbyggingu gegn Fischer á áskorendamótinu í Júgóslavíu 1959 og sigraöi. 7 ... Be7 8. 0-0 0-0 9. Ba2 b5 10. Del Bb7 11. f3 Hvitur er auðsýnilega ekki að tefla til vinnings. Uppbygging hans er nokkuð hægfara en traust og lokkar svartan til vafa samra aðgerða á miðborðinu. hreint borð, Maeder haföi unnið allar sínar skákir og Finninn tapað öllum. En allt getur skeð í skák og svo fór, að Finninn vaftn óvæntan sigur og var það jafnframt eina vinningsskák hans í úrslitunum. Birtist viður- eignin hér á eftir. Hvítt: Turunen Svart: Maeder Sikileyjarvöm. 11 .. . d5? Betra var 11... Rc6 og eiga leikinn d6—d5 til góöa. 12. e5 Bc5 13. Be3 Db6 14. Hdl Rc6 15. Df2 Rxe Þar meö hefur svartur náð til- gangi sínum og unnið peð. En nú kemst hvíta liðiö í gagnið svo um munar. 16. b4! BxR Svartur má til. Eftir 16... Be7 17. Rf5 Dc7 18. RxBt DxR 19. Bc5 og vinnur hrók fyrir biskup. 17. BxB Dc7 18. Dg3 Rfd7 19. Hfel f6 Algjör hlutverkaskipti hafa oröið í skákinni. Svarti riddar- inn á e5 er illilega leppaður og hvítur hlýtur að vinna peðið aft- ur með yfirburöastöðu. 20. f4 Hac8 Eöa 20... Rc4 21. Hxe meö betri stöðu. 21. fxR fxe 22. Hxe! Skemmtilegt upphaf á falleg- um endi. 22 .. . RxH 23. BxR Df7 24. Re4! Hxc Ef 24 ... dxR 25. og vinnur drottninguna. 25. Bbl He2 26. Rf6t Kh8 27. Dh4 h6 28. Rg4 Hxgt! 29. Khl! Ekki 29. KxH? Df3t 30. Kgl DxHt 31. Kg2 Dflt 32. Kg3 Df3 máL 29 ... Kg8 30. Dxh! Hd8 Ef 30 ... gxD 31. Rxh mát. 31. Dh7t Kf8 32. Bxgt Ke8 33. Bg6 d4 34. Dg8t Gefið. Hvítur hefði unnið létt eftir 34... Kd7 35. DxDt Kc8 36. Dxet Kb8 37. Be4. Jóhann Slgurjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.