Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 29.03.1969, Blaðsíða 7
Akureyjarkirkja í Vestur-Landeyjuni. Fimm spurningar Krosskirkj'a í Austur-Landeyj'um. V I S I R . Laugardagur 29. marz 1969. Jþastan minnir á alvöru, kross- ferii. Hún minnir líka á kær- leika. Áöur fyrr tóku menn föst- una alvarlega. Menn föstuöu. Þeir gera það ekki lengur. Þeir eru of fínir til þess, of menntaöir. En hvaö hefur komiö i staöinn? Ef vér notuðum föstu- tímann oss til uppbyggingar, þá væri vel. Hvernig. yæri aö nota föstutímann til aö taka okkur sjálf alvarlega, segja viö sálu vora: Komum, eigumst iög við. í heimi, sem á aö stefna til siö- gæöis, er dýpsta þekkingin sið- feröileg ábyrgð. Án hennar erum vér blind, hvað mikiö sem véf hugsum og fimbulfömbum. Er- um vér heilsteypt, sönn? Ég hef heyrt um mann, sterk- an og staöfastan, sem vildi lifa heilbrigðu lífi og öölast siðferði- lega ábyrgö. Hann lagöi í hver vikulok fyrir sig fimm spurn- ingar og reyndi aö svara þeim samvizkusamlega. Fyrsta spurn- ingin var þessi: Er ég eigin- gjarn? þ. e. a. s. er ég fyrst og fr^mst að hugsa um mig og mina hagsmuni og læt ég annarra hagsmuni bara fljóta meö, ef þeir koma ekki í bág viö mína? Vér finnum, aö þaö er eitthvaö bogið viö þetta. Eöa er þetta kannski siöferöistig vor sjálfra? Þó sagöi Kristur: Sá, sem bjarg- ar lífi sínu, mun týria því. — Sá, sem helgar sig þjónustu guðs í góðu starfi fyrir menn og mál- efni, mun finna lífshamingju þó aó þvrnarnir stingi. Austur í Asíu eiga að vera á einum staö sjö fögur stööuvötn. Þjóðsagan segir, aö þar hafi í mikilli þurrka tíö verið á ferð heilagur maður. Fátæk kona sá hvernig hann kvaldist af þorsta og gaf hon- um af örlitlum vatnsbirgðum sín um sjö sinnum handfylli vatns. Af því spruttu fram hin sjö fögru vötn. En ekki mjög langt frá er mikil auðn. Þar bjó vold- ug drottning, þegar þurrkarnir þjökuðu, hún gaf engum af vatns birgðum sínum, þó aö nægar væru, 'en heimtaói stööugt af guðunum meira vatn. Og vatnið kom, og borg drottningar sökk og landið varö loks að auðn. Já, er þaó ekki satt? Óskir vorar ög langanir geta hlaupið meö oss í gönur. geta oröið,,oss.;til. tor- tímingar, ef þær eru ekki tak- markaðar og studdar af siöferði- legri ábyrgð og samræmdar víð- ari sjóndeildarhring en þröngum eiginhagsmunum. Hvernig svör- um vér þá fyrstu spurningu mannsins? Önnur spurningin, sem hann lagði fyrir sig var þessi: Er ég heiöviröur, ráövandur? Já, oss er öllum fyrir einhverju trúað. Erum vér þar ráðvönd í peninga sökum, í viðskiptum, í meöferð á mannoröi náunga vors, í meö- ferð á hæfileikum vorum og möguleikum til sköpunar velfarn aðar vor og annarra? Hvaö þarf ég aö ganga langt til aö geta tal- izt heiðvirður? Skólastjóri nokk- ur sagði við nemendur sína í kveðjuræðu sinni: „Takmark allrar menntunar er aö þroska ráövanda lyndiseinkunn, heið- virða menn“. Siðferöileg alvara er aðalsmerki mannsjns. íjlvern- ig svarar þú annarri spurning- unni? Þriöja spurningin var þessi: Er ég fljötur til reiöi? Temjum vér oss íhygli og athugun, reyn- um vér fyrst aö setja oss inn í aöstæöur mótstöðumannanna, reynum vér að skilja þá, áöur en vér látum reiðina komast að. Vér rekumst á þetta vandamál á öllum sviðum baráttunnar í þjóðlífinu. Vér þekkjum þaö kannski úr voru eigin lífi. Seinn til reiði, fljótur til sátta, þaö er holl lífsregla. Þaó er lærdóms- ríkt að lesa þaö, sem Jón Vída- lín segir urn reiöina. Svaraðu svo spurningunni. Fjórða spurningin var þessi: Er ég sannsögull? Er hægt aö treysta mér til aö segja sann- leikann, hvaö sem það kostar? Þaö segir verulega til um rnann- inn, hvort hann grípur fljótt og iðulega til lýginnar. Hversu erf- itt getur það verið að bera sann- leikanum vitni, hversu auðvelt að Ijúga, og stundum ábatasamt. Einu sinni var hópur manná spurður þess, hvort og hvar og hvenær væri réttmætt að'Hjúga. Svörin voru þessi: I) í viðskipt- um, 2) í pólitík, 3) til að bjarga lífi sínu, 4) í ófriði, 5) þaö er ekkart 2ð þv: aö liúga dálítiö vegna þarfs og góös málefnis. Og þaö er víst satt, vér gerum þaö í öllum þessum tilfellum. En réttmætt er þaö ekki. Eftir- breytnivert er aðeins aö ástunda sannleikann í kærleika. Tak- markiö er Kristur. Og hinir fyrstu kristnu létu heldur lífiö fyrir villidýrum en aö bregðast sannleikanum. Hvert erjsvo svar vort viö fjórðu spurningunni? Fimmta spurningin, sem maö- urinn lagöi fyrir sig var þessi: Er ég hreinn? Sú spurning er kannski yfirgripsmest, hún felur að nokkru leyti allar hinar i sér. Hreinleiki í hugsunum, oröum, athöfnum, er hámark lífslistar. Og hér getum vér ekki sagt nema eitt, bara ef vér gerðum það í einlægni: Herra, ef þu vilt, getur þú hreinsað mig. Krossferill Krists blasir viö oss á föstunni. Kærleiki guðs stendur oss til boöa. Þú fastar ugglaust ekki, en notaöu föst- una til aö íhuga, hvar þú stend- ur. Komum, eigumst lög viö, segir drottinn. Og ef þú gerir það í einlægni, mun hann, sem reisir við reyrinn brotna, rétta þér sina hö>nd. Úr varabálki Leitaöu sótna sannleikans safnaöu blómi dvggöa neitaðu hjörni hégómans hafnaöu grómi styggða. Eigingirnd i útlegö hrind er hún blind og galin eiturkind, sem elur synd ótal myndum falin. Þaö má glögglega sjá á hinni löngu upptalningu í bókinni ís- lenzkir Sanitíðarmenn, hversu niikils trausts og trúnaöar sr. Sigurður Haultdal á Bergþörs- hvoii hefur notið meðal safnaða sinna og annarra samferða- manna, bæöi meðan hann var prestur í Flatey og eins eftir að hann fluttist í Landeyjar austur árið 1945. Það er með öllu ó- þarft að telja upp öll hans trún- aðarstörf, en þau bera ótvíræð- an vott um hve miklu honum hefur verið trúað fyrir og hve farsæli starfsmaður hann hefur reynzt. Sr. Siguröur er sonur Bjargar Guðmundsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði og Sigurð- ar ráðunautar Sigurðssonar frá Langholti í Flóa. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1924 og var einn af þeim mörgu stúdentum frá því vpri, sem settust í guð- fræðideiid. Sama árið og hann lauk guðfræðiprófi 1928, var hann settur sóknarprestur í Flat- ey og veitt brauðið árið eftir. Því þjónaði hann þar til hann fékk Landeyjaþing eins og fyrr er sagt. Kona sr. Siguröar er Bene- dikta Eggertsdóttir frá Laugar- dælum. Sr. Sigurður ritar hugvekju Iíirkjusíðunnar í dag. Brauðið og blómin Kristin sögn um Elísabet landgreifafrú í Wartburg d. 1231. Harðdrægur og hjartakaldur hugsaði eigi neraa’ um aura, að engu nema vondu valdur velti’ hann sér í hrúgum maura. Allra hylli af sér braut hann, engra sannra gæða naut hann. Hennar iðn var aðra’ að gleðja öll að glæða hjartasárin nakta’ að klæða, svanga að seðja, sorgbitinna að þerra tárin. En — aldrei mátti’ hann af þvi vita að hún gæfi svöngum bita. Um hana sat hann einu sinni er hún bar ^l sjúkra fæðu þykist vita að vistir finni vífsins fólgnar undir klæðum. „Ber eg,“ sagði hún, „sveiga af blómum, sem eg ætla helgum dómum.“ Takið eftir: Til hann þreifar trúir eigi frúar orði. Brauðs eru þá burtu hleifar breyttur allur matar forði. Allt í einu skammtar skornir skírum voru’ að blómum orðnir. Með það sinna fór hún ferða að finna þá, sem vildi hún hjúkra, aftur blöm að brauðum verða V blessun fylgir skammti sjúkra. lDraga má af dæmi frúar dygðar hvert sé afl og trúar. Grímur Thomsen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.