Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 3
) 3 TISl K . Prrojuaagur zi. jun la/o. í MORGLTJsÍ UTLÖNDI MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLOND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Brezka samveldið í hættu — Kanadastjórn óttast afleiðingar af vopnasölunni til Suður-Afriku Sú ákvörðun brezku stjórnarinnar að selja viss- ur-Afríku hefur fengið mis ar tegundir vopna til Suð- jafnar undirtektir í sam- veldislöndunum. Flugvélin dælir yatni á skógarelda í nágrenni Saint Tropez á frönsku Rivierunni. SKÓGARELDAR Á RIVIERUNNI Það er víðar þurrt en á Suöur- landi þessa dagana. Einhverjir verstu skógareldar í manna minnum hafa undanfarið geisað við frönsku Rivieruna. Þúsundir ferðamanna og sumardvalar- gesta urðu að flýja eldasvæðið. Einn maður fórst f brunanurh. í viðureigninni við skógareldana voru notaðar flugvélar, sem dældu vatni á eldinn. Það gafst vel og tókst að ráða niðurlög- um hans. Flugvélar þessar eru frá Canadair, Þær geta skóflað inn í sig þúsundum lítra á ör- fáum sekúndum og farið 75 ferð ir án þess að taka eldsnevti. Bretar verða að fallast á landbúnaðarstefnuna Erfið byrjun á viðræðum við Efnahagsbandalagið FLÓKNAR umræður um formsat- riði einkenndu utanríkisráöherra- fund Efnahagsbandalags Evrópu í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn nokkrum klukkustundum áður en viðræður um aðild Breta skyldu Nýtt mannrán i Suður-Ameriku: Aður sendiherrar — nú tæknimenn Skæruliðar í Bolivíu lýstu yfir þvl f morgun, að þeir mundu skjóta tvo vestur-þýzka tækni- menn, ef stjórnin í landinu láti ekki Iausa tíu pólitiska fanga. Tæknimönnum var rænt í árás á stöðvar námuféiags á sunnu- daginn og er þeim nú haldið sem gfslum. Þetta er nýstofnaöur skæru- liðahópur, sem nefnir sig Þjóð- lega frelsisherinn Hann setti 48 stunda frest til að láta lausa fangana. Meðal annars vill hann fá leysta úr haldi stúdínuna Loyola Guzman, sem á sfnum tfma tók þátt í aðgerðum Che Guevara, þegar hann var í Boli- víu. Þetta er í fyrsta skipti sem skæruliðasamtök láta á sér kræla f landinu, síðan Che Gue- vara var felldur 1 október ár- ið 1967. Undanfarið hefur borið nokk- uð á því, að sendimönnum er- lendra ríkja hafi verið rænt f Suður-Ameríku til þess að fá leysta úr haldi pólitíska fanga. Yfirleitt hefur tekizt að fá þessu framgengt. Nú hafa skæruliðar fært út kvíarnar, er þeir eru farnir að ræna líka erlendum tæknimönnum. Má búast við þvi, að margir tæknimenn. sem eru f Suður-Ameríku, muni hafa sig á brott þaðan af öryggis- ástæðum. ■T-T&rma ‘W PLAST Holvoake, forsætisráðherra Nýja- Sjálands, sagðist í morgun skjlia sjónarmið Breta í málinu, en ekki : kæmi til mála, að stjórn sfn seldi 1 vopn til Suður-Afríku. Talsmaður kanadisku stjórnarinnar lýsti, að stjómin þar væri andvfg hvers kon ar vopnasölu til Suður-Afriku og hefði áhvggjur af afleiðingunum af vopnasölu Breta fyrir framtíð brezka samveldisins. Warner, fulltrúi Breta f öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi í ráðinu í gærkvöldi, að bann- ið við vopnasölu til Suður-Afríku væri f stórum dráttum í fullu gildi. Vopnin, sem Bretar ætluðu að selja, væru aðeins til að tryggja siglingaleiðina um Góðrarvonar- höfða. Hins vegar eru ríkisstjómir margra Afríkuríkja, þar á meða! brezkra samveldisríkja, mjö.g reiö- ar yfir ákvörðun Breta. Sagt er, að Tanzanía hafi hótað að segja sig úr samveldinu, ef af vopnasöl- unni yrði. 35 Afríkurfki höfðu ósk- að eftir fundi f öryggisráðinu til að ræða þessa vopnasölu. MacLéod. McLeod lótinn MacLeod, hínn nýi fjármálaráð- herra stjómar Edwards Heaths í Bretlandi, andaðist f nótt 56 ára að aldri. Hann var einn af helztu foringjum íhaldsflokks- ins og hafði bæði verið formað- ur flokksins og ráðherra f mörg ár, þegar flokkurinn var við völd, 1952-1961. Árin 1963— 1965 var hann ritstjóri blaðsins Spectator. Hann var talinn einn mesti ráðamaður hinnar nýju ríkissstjórnar í Bretlandi. formlega hafnar. Á þessum fundi náðist samkomulag um að hafna ósk Breta um, að í fyrstu umferð skyldu viðræðumar einkum snúast um fjármögnun landbúnaðarstefn- unnar. Verður Bretland nú að byrja á að fallast á stefnu Efnahags- bandalagsins f landbúnaðarmálum. Talsmaður brezku sendinefndar- innar sagði f gær, að Bretar vildu hefja viðræðumar á breiðum gmnni. Hann kvað rangar þær full- yrðingar, að Bretar vildu reka fleyg milli Frakka og Þjóðverja út af fjármögnun landbúnaðarins, en Þjóðverjar hafa lengi verið lftið hrifnir af þeirr, stefnu bandalags- ins. Hann sagði, að Bretar hefðu lagt til, að viðræðurnar fæm fram í starfshópum, svo að hægt yrði að ná sem mestum árangri á sem stytztum tíma. Efnahagsbandalagið er ekki jafnhrifiö af þessari hug- mynd, því að þar óttast menn, að hún taki ábyrgðina á viðræðunum frá ráðherranefnd bandalagsins. Þ.ÞORGRÍMSSON&CO SALA - AFGREIÐSLA SUÐURLANDSBRAUT 6 SS. BÓKABILLINN gengur ekki næsta hálfan mánuð vegna sui«- arleyfa starfsfólks. — Byrjar aftur ferðir 4. ágúst. Engin sumarleyfislokun verður í Aðalsafní, Þingholtsstræti 29 A. Ekki heldur í útibúun- um Sólheimum 27 og Laugarnesskóla. Borgarbókasafn Reykjavíkur. ORÐSENDING frá Rafmagnseftirliti ríkisins til verktaka og stjórnenda vinnuvéla. Að undanförnu hafa orðið all tíð slys og tjón af völdum vinnuvéla við vinnu í nálægð loft- lína og jarðstrengja, fyrir rafmagn og síma. Slík óhöpp má oft rekja til kæruleysis stjóm- enda tækjanna og hlutaðeigandi verkstjóra, sem ekki hafa haft samráð við rafveitur eða símstjóra, áður en verk er hafið. Þetta hefur valdið mjög alvarlegum slysum á mönnum, jafnvel dauðaslysum, og auk þess valdið reksturstruflunum á stórum svæðum, sem af hefui hlotizt, auk óþæginda, stórkostlegt fjár- hagslegt tjón fyrir rafveitur og símann sem og notendur þeirra. Verktökum og stjórnendum vinnuvéla ber skilyrðislaust að hafa samráð við hlutaðeig- andi stofnanir um framkvæmd vinnu, í ná- lægð við nefnd mannvirki. áður en verk er hafið og sýna jafnframt ýtrustu varkámi í störfum. 14. júlí 1970 RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Jón Á. Bjamason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.