Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 16
Ekki fallið úr dagar síBan / apríl — atvinnuleysisdraugurinn gjórsamlega kveb- inn niður á Raufarhöfn — 30 bátar landa þar nú VISIR Héraðsmótin falla niður J • Akveðið, hetur verið, að hér- aðsmót Sjálfstaeðisflokksins, sem halda átti i sumar, falli niöur jafnframt hefur verið ákveðið, að Sjálfstaeðisflokkurinn efni til lands málafunda vfðsvegar um land seinna i sumar. Verður nánar skýrt frá j>vi siðar. „Hér hefur varla fallið úr vinnsludagur síðan í apríl,“ sagði Karl Ág- ústsson, framkvæmda- stjóri á Raufarhöfn, en þar hefur nú verið mikil vinna að undanförnu og eru það mikil viðbrigði frá því sem áður var. Um 30 trillur og dekkbátar landa nú afla sínum hjá frysti- húsinu Jökli, Bárarnir eru allir á handfæraveiðum og hafa fengið þetta upp í tonn á færi yifir dag inn að undanförnu. Síðustu dag ana hefur heldur dregið úr, einkum vegna ógæftanna, en norðangarri var á Raufarhöfn í morgun og varla meira en 3—4 stiga hiti. Sjötíu manns hafa unnið í frystihúsinu við fisk- vinnsluna. — Auk trillubát- anna landar togskipið Jökull afla sínum á Raufarhöfn og hann kom núna um daginn með 83 tonn eftir skamma útivist. — Þetta hefur allt færzt til betri vegar eftir að við hættum að bíöa eftir síldinni sagði Karl en þeir Raufarhafnarbúar leggja nú allt kapp á að endurskipu- leggja efnahagslífið og koma i veg fyrir atvinnuleysið, sem hef ur veriö mjög mikið þar undan- farin ár, eða frá og með síldar- leysinu. —JH ÁTVR flytur starfsemi sinar Blandað í nýju stöðvunum í gær Starfsemi Afengisverzlunarinnar, önnur en skrifstofan, er nú flutt að Draghálsi í Árbæjarhverfi, og var unnið að lokaflutningum um Helgina, samkvæmt upplýsingum sem Pétur Maack Jónsson á skrif- stofu Áféngisverzl. gaf blaðinu f morgun. Hafá þessir flutningar gengið mjög vel, en fyrir nokkru var mikilí hluti birgðageymslunn- ar þar upp frá tekinn í notkun. Er þama mun betri aðstaða fyrir alla starfsemi verzlunarinnar og skapar hún nýja og meiri möguleika í framleiðslunni. Hefur verið til um ræðu að hefja framleiðslu á ýms- um nýjum vintegundum, m. a. á bláberjavíni, en ennþá hefur ekki verið ákveðið hvenær sú fram- leiðsla hefst. Þá sagði Pétur að fyrsta blöndunin ( hinum nýju birgðastöðvum hefði farið fram í gær. —ÞS AB gefur út jurtabók Komin er á almennan markað JURTABÓK AB, en Almenna bókafélagið hefur lertgi haft hug á að láta taka saman bók um íslenzkar jurtir, er væri yfir- gripsmlkil og auðveld í notkun. Samið var við Áskel Löve, jurtafræðing og prófessor, um rit- un bókarinnar, en Áskell hefur um langt skeið verið þekktur vis- indamaður i sinni fræðigrein. Þessi bók er nú komin út og heit ii; Islpnzk ferðaflóra og hefur pró- fessor Áskéll borið allan veg og vanda af textarituninni. Frú Dór- fsí Löve, sem einnig er jurtafræð mgur, hefur teiknað skýringarmynd imar f v fyrsta yfirlitskaflann, en annars .eru allar myndimar i bók- mni eftir Dagny Tande Lid f Osló, sem höfundur telur „einhvem fræg asta listamann á þessu sviði". Jurtabók AB er víðtækust þeirra bóka er Komið hafa út hérlendis um jurtafræði, þvf þár er „lýst öllum tegundum téðri jurta, sem vitað er, að vaxi villtar á Islandi og J>eim slæðingum, sem örugglega hafa numið hér land". Þá er og að finna I inngangsgreinum sitthvað sem varðar fslenzka grasafræði al- mennt, og loks er skrá yfir íslenzk- ar jurtategundir sem nýlega hafa verið friðlýstar með lögum .Alls er bókin á 5. hundrað bls. og f henni eru aamtals 650 myndir. Bókin er „ætluð skólanemend- um og fróðleiksfúsri alþýðu og yf- irleitt öllum sem þykir það nokk- urs virði að kynnast þeim jurtum sem verða á vegi þeirra . . seg- ir höf. f formála. Vafalaust kemur bók þessi f góðar þarfir náttúru- skoðara, þvf nú er helzti ferða- tími ársins og náttúruskoðendur keppast við að komast út að sinna áhugamálum sinum. — GG KJARVALSHÚS jSTENDUR i \ — en Kjarval ) í • Margir hafa velt því fyr- / ir sér hvað gera ætti eða J hvað hefði verið gert við l Kjarvalshúsið svokallaða á \ Seltjarnamesi, þ. e. hús það \ er byggt var á ríkisins kostn- í að og Jóhannesi S. Kjarval t listmálara var siðan fengið / til umráða. Húsið stendur nú ; autt, aB þvi er virðist, en eitt- 1 hvert dót mun þó vera _þar, \ sem listmálarinn á. Svo sem kunnugt1 eir, ‘ varð Kjarval ekkert sérlega uppnæm ENN AUTT gætir lyklanna jr, er hann frétti af því að nú ættj að fara að gefa honum nús, en hann tók þó við lyklinum og hefir hann þvf fullan umráðarétt vfir því. Kjarval er á sjúkrahúsi núna og getur þvf ekki búið í húsinu, og kannskj vafasamt hvort hann muni nokkru sinnj gera það. Uppástunga hefir komið fram um,,að lána húsið er.lendum mál urum sem hér vilja dveljast gegn því að íslenzkum málurum verði veitt svipuð fyrirgreiðsla f útlandinu. —GG 4 skátastúlkur frá Sviss komu í nótt. Þær eru fyrstu skátarnir, sem til mótsins koma erlendis frá, og auðvitaS var þeim boðið skyr: Stórkostlegt! sögðu þær. Skátastúlkum boðið í skyr! SKÁTAR eru nú að hópast til landsins erlendis frá, og til- efnið er auðvitað skátamótið, sem halda á að Hreðavatni i Borgarfirði vikuna 27. júlí til 3. ágúst. — Stúlkurnar á myndinni, sem hér fylgir komu fljúgandi til Reykjavík- ur í nótt, en þær eru frá Sviss. Stúlkurnar eru hinar fyrstu af útlendmgunum, sem til mótsins koma en reyndar hafði spurzt til nokkurra Þjóðverja sem komu til mótsins með Gullfossi f gær, en þeir létu lftiö'af sér vita og hurfu þegar úr Reykja- vík á bifreið sinni. Svissnesku stúlkurnar munu dvelja nokkra daga, eða áður en þær halda til mótsins að Hreða- vatni, og verða þær á heimilum íslenzkra skáta. Þær ætla og að ferðast eitthvað um Suðurland. Er þær komu til landsins í nótt var þeim tekið með kostum og kynjum, meðal annars boðiö skyr, sem þeim fannst frábær matur. Þær eru talið frá hægri: Marianne Forster (20 ára), Bar- bara Custer (17), Bettina Ricklin (17) og Denise Wermeille (31). Á mótinu við Hreðavatn verða um 1500 skátar. 157 þeirra eru erl. og koma útlendingarnir frá 7 löndum: Sviss, USA, Fær- eyjum Danmörku, Noregi, Þýzkalandi og nokkrir banda- rískir af KeflavíkurflugvelH en stærsti hópurmn kemur frá Eng landi. —GG EKKI HÆGT AÐ TELJA » HREINDÝR VEGNA SNJÓA — og beðið eftir að Bjórn Pálsson komi frá að fljúga með dónsku prinsessuna Veiðitímj hreindýra hefst þann 7. ágúst i ár það er að segja ef menntamálaráðuneytið veitir leyfi til veiðanna. Leyfisveitingin miðast við það, hvort stofninn þolir veið arnar og því verður að fara íram talning á dýrunum fyrir þann tíma Dýrin eru jafnan.talin með þvi að flogið er yfir allt það svæði sem dýrin er að finna á og ljósmyndir teknar. Síðan eru dýrin talin af mvndunum. Það er Ágúst Böðvarsson land- mælingamaður sem i ár telur dýr- in en hann hefur haft þann starfa undanfarin 5 ár. Ágúst sagði við Visi i morgun aö fyrirhugað hefði verið að hann flygj þarna yfir meö Birni Pálssyni um síðustu helgi en þá var svo mikill snjór á öræf unum að talning reyndist ekki mögulegt. Núna er Björn Pálsson í Grænlandj að fljúga með dönsku krónprinsessuna og mann hennar, og veröur því að bíða með talning una unz hann kemur aftur, en á- ætlað er að talningin fari fram núna fyrir helgina. Það tekur a.m.k. 2 daga að telja dýrin, því þau dreifa sér um rnikið svæði eða allt frá Hornafiröi austur að Vopna j firði. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.