Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 8
 '• r >" r>- r s' jr jt' ">•>*.* /■ r ✓-> • V í SIR . Þriðjudagur 21. júlí 1970. VISIR ( Otgefanli- Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjðlfsson Ritstjóti • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjón • Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 lfnur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vlsis — Edda hf. Vítahringur Breta fjretar hafa ekki gæfuna með sér í kjaramálunum. Verkföll eru mjög tíð þar í landi og valda miklu tjóni. Og þau eru helzta forsenda þess, að þjóðartekjur Breta nafa undanfarna áratugi aukizt ákaflega hægt, mun hægar en hjá nágrannaþjóðum þeirra. Bretar, sem eitt sinn höfðu ein beztu lífskjör Evrópubúa, *ru nú að dragast aftur úr þjóðum Vestur-Evrópu í lífskjörum. í brezku verkalýðshreyfingunni er lítil heildarstjórn á kjaramálum, en því meiri samningsharka. Hvert einstakt stéttarfélag semur fyrir sig. Og á hverjum vinnustað eru venjulega félagsmenn úr mörgum fé- ’ögum, svo að fámennir hópar stöðva oft heilar at- vinnugreinar. Þar á ofan ráða stéttarfélögin oft ekki viö einstakar deildir sínar. Trúnaðarmennirnir á vinnustöðunum ráða oft ferðinni og efna stundum til skyndiverkfalla út af ótrúlegustu smáatriðum. Eitt átakanlegasta dæmið um þetta er brezki bíla- iðnaðurinn, sem eitt sinn var mikið þjóðarstolt. Það hefur gerzt hvað eftir annað, að verksmiðjur hafa stöðvazt nokkrum sinnum á ári vegna verkfalla mennra hópa. Munu fyrirtækin seint bíða bætur þess- ^ ara aðgerða. Hinir stóru bílaframleiðendur láta sér ekki lengur detta í hug að stækka verksmiðjur í Bret- landi, né reisa nýjar, heldur gera þeir það á megin- landinu, þar sem vinnufriður er góður. Nú hafa brezkir hafnarverkamenn stöðvað utan- ríkisverzlun Breta að þremur fjórðu hlutum. Þeir gera mjög háar kaupkröfur og segjast nú hvergi hvika frá þeim. Meðal leiðtoga þeirra hafði þó sáttatillaga frá ríkisstjórninni náð stuðningi tæplega helmings, sem sýnir, að hún hefur verið sanngjörn. En verkamenn- irnir vildu ólmir fara í verkfall, og við það varð ekki ráfcið. Er búizt við löngu verkfalli. Brezkii verkalýðsleiðtogar virðast ekki sjá neitt samhengi mitli almennrar velgengni i atvinnugrein- um sínum og lífskjara verkamanna í þessum grein- \ um. Þeir hika ekki við að beita verkföllum til að draga \> fyrirtæki niður í eymdina. Þeir ná oft hagstæðum \\ samningum í beinni sterlingspundatölu, en athuga ekki, að samdráttur, verðbólga og jafnvel gengislækk- áhir éta hækkunina upp. li Phyrrosarsigrar brezku verkalýðshreyfingarinnar ;} eru orðnir margir. Árangur alls bröltsins er ekki ann- \\ ar en sá, að brezkir verkamenn eru verr staddir en \\ starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Bröltið hef- ur nefnilega dregið verulega úr aukningu þjóðartekn- anna, og án slíkrar aukningar verða engar raunhæf- ar kjarabætur, hvað sem menn semja um á pappír. Atvinnurekendur þora varla lengur að fjárfesta í Bretlandi út af þessu hörmulega ástandi, og það við- horf magnar vítahrmglnn. Fjármagnið leitar til ann- arra landa, þar sem friður ríkir á vinnumarkaðin- um. í þeim löndum eflist þjóðarhagur og lífskjör manna verulega. Geta íslendingar ekkert lært af vítahring Breta? Hættan á víðtækri hungursneyð hefur minnkað verulega ■ Um það bil 1200 fulltrú- ar hvaðanæva úr heimin- um sátu aðra matvælaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Haag dag- ana 16. til 30. júní í boði hollenzku stjórnarinnar. Þátt- hagsþróunina, hlutverk ungu kynslóðarinnar > þróuninni og umhverfisvandamálin. Önnur matvælaráðstefna Sam einðu þjóðanna kom saman í andrúmsloftj varkárrar bjart- sýni. f einni skýrslunni, sem lögð var fyrir ráðstefnuna er -Hftiíóy* ? - fo v 14 ■“ utö'iig'UigóiíS nhnd, Ein ekra lands gefur ákaflega misjafnt af sér. í Hollandi gef- ur hún mörgum tugum sinnum meira af sér en gengur og gerist í fátæku löndunum. Frumstæðar aðferðir fátæku þjóð- anna ráða mestu um þennan mun. takendur voru stjórnmála- menn, landbúnaðarsérfræð- ingar, hagfræðingar, rithöf- undar og fulltrúar kirkna, verkalýðsfélaga, atvinnufyr- irtækja og annarra óopin- berra samtaka. Forstjóri Mat- væla- og landbúnaðarstofn- unarinnar fór þess á leit við þá, að þeir töluðu opinskátt og persónulega án þess að skuldbinda þær ríkisstjórnir eða samtök, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Ráðstefnan tók ekki einungis til meðferðar almennar framtíð- arhorfur á matvælaöflun neims byggðarinnar, heldur gerði hún sér grein fyrir, hvar þarfirnar á sérstökum þróunaraðgerðum séu brýnastar og hvernig afia megi fjármagns til þeirra. Meðal veigamestu umræðuefna ráð- stefnunnar voru búfræðimennt- un I þróunarlöndunum. verzlun- arþarfir vanþróuðu landanna. fólksfjölgunin [ hlutfalli við efna fjallað um þróun nýra kornteg unda með hárri aftekju og segir þar m.a. að „ .. .viö stöndum ekkj frammi fyrir yfirvofandi skriðu víðtækrar hungursneyðar eins og margir landbúnaðarráðu nautar og fólksfjölgunarsérfræð ingar hafa óttazt undanfarinn áratug“ a.m.k. ekki á þessari öld. 1.750.000.000 smálestir Þetta mat á ástandinu felur þó ekki i sér, að vandamálin séu ekki gífurleg. Samanlögð árleg framleiðsla á kornvöru og rótar ávaxta er um það bil 1750 millj. smálestir. En verulegur hluti uppskerunnar eyðileggst í flutn- ingum og geymslu, einkanlega í löndunum sem sízt þola sIiKt tjón, og skiptingin á matvæla- framleiðslu heimsins er -rkaf- lega ójöfn Afleiðingin er sú, að mikill fjöldi fólks býr alla ævi við hálfsvelti. Samkvæmt alheimsáætlun Matvæla- og landbúnaðarstofn- unarinnar (FAO) um landbún- aðarþróunina mun fólksfjölgun- in ein í vanþróunarlöndunum auka eftirspurn eftir matvælum um tvo-þriðju hluta á 20 ára skeiöinu 1965—1985. Eftirspurn in mun þó ( reynd verða enn meirj vegna bættra lífskjara. Eigi að síður er FAO þeirrar skoðunar, að góöar horfur séu á því að flest lönd munj geta IIIIIIIIIIII M) MMi Umsjón: Haukur Helgason fullnægt þörfinni heima fyrir, enda þótt allmörg lönd f Róm önsku Ameríku, Miðausturlönd um og Noröur-Afríku muni búa við skort sem neyðir þau til að flytja inn matvæli fyrir rúma tvo milljarða miðað við núgild- andi verðlag. Jaifnframt er senni legt að önnur vanþróuð lönd, einkum í Asíu muni hafa um- frambirgðir komvöru til útflutn ings. Eggjahvítuefna- skorturinn Með aukinni komframleiðslu verður samt ekki hægt að leysa hið mikla vandamál rang- og vannæringar, enda þótt kom- matur sé undirstöðuþáttur mann legrar fæðu. Ákveðnar græn- metistegundir, eins og t.d. soja- baunir og komtegundir eins og hrísgrjón og maís, sem sums staðar í heiminum eru einu fáan legu matvælin, hafa einfaldlega ekki að geyma nægilegt magn af eggjahvítuefnum til að tryggja eðliiegan þroska barna. Grænmetisætur kunna að hafa sinar eigin skoðanir á þess um efnum. En út frá sjónarmið um næringarfræðinnar em kjöt, fiskur, egg og mjólk mjög mikil væuar fæðutegundir og fram- teiðsla þeirra verður að aukast örar en hingað til hefur átt sér stað. eisi að vera hægt að full- næsia börfinni. Þaö er ekkt nóg að auka kvik fjárstofninn í vanþróuöu lönd- unum. Gæði og afrakstursmagn verður tíka að aukast. Stór bú- fiárstofn er einatt ranglega tal- inn merkj velmesnnar. I ýmsum tilvikum t.d í Indlandi, stendur hinn soltni og afrakstursrýri kvikfjárstofn h-óun''nni beinlín is fvrir brifiim. Ein a-f mörgum leiðum til að auka e?Bjahvftir,'ramleiðsluna er að beriast eean gin- og klaufa- veiki oh öðrum búfiársiúkdóm- um. sem árleva valda marsra milliarða doltara tjóni. Fyrri matvælaráðstefna Sam- einuðu þjóðanna var haldin ár- ið 1963 i Washington DC I boð: bandariskra stjórnvalda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.