Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 5
'•ÍSIR . Þriðjudagur 21. júlí 1970. Umsjón: Hailur Símonarson Fyrra mark íslands er stað- reynd — Hermann Gunnars- son hefur sent knöttinn í hornið nær — eitt af þessum illverjanlegu skotum góðra knattspyrnumanna. Landsleikurinn við Noreg i gærkvöldi: Sigur Islands var aldrei í hættu eftir • • Hermanns ÖRUGGUR og sannfær- andi ísigur íslenzka lands- liðsins gegn Noregi á Laug ardalsvellinum í gærkvöldi yljaði sex þúsund áhorf- endur* — enda var mikil stemmning á áhorfenda- pöllunum, þegar Hermann Gunnarsson skoraði tvö frábær mörk með stuttu millibili í síðari hálfleikn- um. Langþráður sigur var í höfn — einn hinn bezti, sem ísland hefur nokkru sinni unnið í knattspyrnu, og það var einföld stað- reynd að baki hins ís- lenzka sigurs — betra lið- ið bar sigur úr býtum. „Það var enginn vafi á því hvort liðið mundi sigra, eftir að ísland hafði skor- að,“ sagði hinn heimsfrægi skozki dómari Thomas Wharton eftir leikinn, „all- ur neisti hvarf úr leik norska liðsins eftir ís- lenzku mörkin og sigur ís- lands var sanngjarn.“ Já, sigur íslands var sanngjarn, því betra skipulag var á leik is- lenzka liðsins — það vann betur saman sem heild og átti að auki einstaklinga, sem báru af á vellin um. Enginn norsku leikmannanna komst náiægt Ellert Schram að getu — enginn norsku sóknar- mannanna hafði Ieikni eða snerpu á við Hermann Gunnarsson. Snörp, norðan gola var, þegar leikurinn höfst og Norðmenn unnu hlutkestið og kusu að leika undan vindi fyrri hálfleikinn — og voru meira í sókn, en norsku framherjun um tókst sárasjaldan að skapa sér góð tækifæri — þau máttj telja á fingrum annarrar handar allan leik inn. Islenzka vörnin var sterk — og leikmennirnir ófeimnir við að spyrna í horn, til að fyrirbyggja hættu, enda fengu Norðmenn átta homspyrnur fyrstu tuttugu mínút urnar og aðeins ein þeirra var hættuleg, þegar Ellert Schram skall aði frá á marklínu. Og fyrsta hættulega markskotið ; áttj ísland. Ásgeir Elíasson, sem : kom mjög á óvart með ágætum leik ; fyrri hálfleikinn, átti heiðurinn af ! ■ fallegu upphlaupi, ga-f til Hermanns ! : út á kantinn og föst spyrna Her- : manns flaug fram hjá norska mark i ; inu — og höfði Eyleifs — og út á j kantinn til Matthíasar. Hann gaf aftur fyrir markið og Hermann átti ! hörkuskot neðst í markhornið þétt við stöngina, en á einhvern undraverðan hátt tókst norska markverðinum, Haftorsen að verja — og það var ekki í síðasta skipti í leiknum, sem hann sýndi snilli sína. Hann hafði mikið að gera i leiknum - og brást ekk; löndutn sínum — miklu meira að gera, en nokkurn tíma Þorbergur Atlason í ma'rki fslands. Og á 25. mín. vann Þorbergur sitt mesta afrek. Norski miðherjinn komst frír að markinu, en spyrna hans lenti of nærri Þorbergi, sem varöi mjög vel — knötturinn hrökk út aftur og Jan Fuglset átti strax skot á markið, en Þorbergur var kominn á sinn stað og varðj glæsi- verið jafn öruggur á knattspyrnu- leik að mark væri framundan. Og slæm — og hann slapp með skrekk * inn þegar honum uröu á mistök. Sem tengiliöur komst Ásgeir prýðilega frá leiknum— og hefur ekki í annan tíma leikið betur. — Eyleifur og Haraidur voru dug- Iegir að vanda og í framlínunni bar Hermann mjög af. Glæsiiej, leiksf hans er hans aðalsmerki — og mörk hans voru glæsileg. Kant- mennirnir, Guðjón og Matthías, náðu sér aidrei verulega á strik — en þann tíma, sem Kári Árnason var inn á sýndi hann margt gott. Norðmenn hafa vissulega áður sent sterkara Iandslið hingað, en þetta en þó voru innan um nokkr ir ágætir leikmenn eins og fyrirlið inn Börnö og Egil Olsen — og mark vörðurinn Haftorsen, sem að öllu samanlögðu var bezti maður Hðs- ins. En liðið fékk aldrej frið til þess að byggja upp leik sinn — vegna þess, að mótherjar þeirra voru betri og harðskeyttari. Thomas Wharton, skozkj dómar inn, dæmdi af sinni alkunnu snilld — og það eru fáir dómarar í heim- inum, sem standa honum jafnfætis. Það er okkur mikill heiöur, að fá i slíkan mann til að dæma hér. óheppni!!! — En eftir þessi mörk var sigurinn í höfn kærkominn og glæsilegur. Það fer ekki á millj mála, að ís- lenzka liðið er að verða gott — út haldið og krafturinn er mikill. — Norska liðið fékk aldrei i leiknum tækifæri til að byggja upp leik sinn á sannfærandi hátt — leik- mennirnir fengu aldrei frið með knöttinn. Vörnin var sterk og Ell- lega — en þetta voru líka einustu upplögðu tækifæri Noregs í leikn- um, Það, sem eftir var hálfleiksins sóttu Norðmenn reyndar meira — en það var sama sagan og áður, íslenzka vörnin átti afar létt með að stöðva sóknarloturnar og það eina, sem Norðmenn uppskáru voru fjórar hornspyrnur, en enginn reyndist hættuleg. Og knattspyrnu leikir vinnast ekki á hornspyrnum. j ert Schram hefur að mínu viti aldrei Norska liðið átti frarnan af síðari ! leikið betur. Hann bindur vörnina hálfleiknum nokkrar sóknarlotur, frábærlega saman — og stöðvar en smám saman tók íslenzka liðið sjálfur helming upphlaupa mótherj völdin í sínar hendur (eða fætur) anna. Og það er ekki nóg að hann og sóknarlotur þess urðu stöðugt j stöðvi upphlaupin — hann virðist hættulegri. I einu upphlaupinu hafn í alltaf hafa tíma til að finna sam- aði knötturinn í norska markinu — I herja .— f öllum leiknum fóru að- en dómarinn hafðj áður flautað á ; eins tvær sendingar hans til spill brot Hermanns gegn miðverðinum ! is. Slíkur leikmaður er ekki á norska og markið var því dæmt af. 1 hverju strái — ekki einu sinni hjá Og á 17. mín. kom fyrsta markið. j milljónaþjóðum. Þá átti Guðni hinn Eyleifur lék upp að vítateig — og , bezta leik í sumar — en Einar átti gaf knöttinn út í vinstra horn hans !1 erfiðleikum með sinn mann — — til Hermanns, sem komst fram ‘ Egil Olsen frá Sarpsborg, sem var hjá norska miðveröinum. Markið' í sérflokki norsku framher.janna blasti við - og ég hef sjaldan (nr. 8). Þorbergur varði nokkrum sinnum glæsilega — en þó fannst mér hann ekki nógu sannfærandi í Hermann brást ekki. Norski mark leik sínum. Útspörk hans eru mjög vöröurinn átti enga möguleika að i verja hörkuskot hans. Og- örfáum mínútum síðar hafn- aði knötturinn aftur í marki Noregs Kári Árnason —- sem hafði komið inn á í stað Guðjóns — gaf vel fyrir markið oa Matthías vtti knett inum til Hermanns, Hann varð að- eins fyrri til en norski mtðvörðúr inn og markvörðurinn átti enga möguleika aö verja . skot hans — . rétt frá markteig. Aðeins síðar var bað hrein óheppni, að Island komst ekki í 3—0. Hermann átti hörku skot á markið — knötturinn lenti í stönginni, rann yfir þvert markið og i stöngina hinum megin og út. Hætt er við að Norðmenn hefðu nefn tþað einhverju st.erk.ara orði en Árangur 2ja ára starfs — Þessi sigur er árangurinn af tveggja ára starfi, sagði landsliðseinvaldurinri Hafsteinn Guðmundsson, þegar augnablik varð hlé hjá honum við að taka á móti heillaóskum frá glöðum löridum í gærkvöldi. — Þetta er nær sama lið og hóf æfingar fyrir tveimur ár- um — og á þeim tíma hefur það leikiö milli 70 — 80 leiki. Nú er það orðið samstillt og sterkt. Starfið — þótt ýmsar óánægjuraddir hafi heyrzt — hefur því ekki verið unnið fyrir gýg, og þetta er bezti leik ur liðsins í ár. íslenzka liðið var sterkari aðilinn í leiknum og verðskuldaði fyllilega sigur- inn. — Og nú eru það Keflvíking- ar og Everton, Hafsteinn? — Já, Evrópusambandið hef- ur ákveðið leikina milli ÍBK og Everton. Hinn fyrri á að vera í Liverpool 16. september, en hinn síðari hér heima 30. sept. Það þykir okkur full seint — og ég fer sennilega til Liver- pool einhvern næstu daga, og reyni að semja um, að fá leik- inn fyrr hér heima. En það kann að verða erfitt — því leik nienn Everton hafa svo mikið á sinni könnu. Deildakeppnin enska hefst 15. ágúst, og þá verða tveir leikir í viku fram- an af. Arsþing Glímusambandsins Ársþing Glímusambands íslands verður hald- ið í Reykjavík sunnudaginn 25. október n.k. og hefst kl. 10 árdegis á Hótel Sögu. Tillögur frá sambandsaðilum, sem óskast lagðar fyrir ársþingið, þurfa að hafa borizt til Glímusambandsins þrem vikum fyrir þingið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.