Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 13
VI SIR . Þriðjudagur 21. júlí 1970. 13 Tölvuþjónusta á tannlæknastofum .......................... .............../ — tarmlæknami&stöb og tólvufyrirtæki i Englandi vinna saman að tilraun, sem markar timamót fyrir tannlækna og sjúklinga þeirra 'J'annlæknir nokkur í London og tölvufyrirtæki, nýtt af nálinni, á sama staö hafa .<onnð sér saman um að koma tölvum inn á tannlæknastofur. Það er að segja stofur tannlæknisins Peter Hunter, sem er eigandi tannlæknamiöstöðvár þar sem vinna nokkrir tannlækar. Hlutverk tölvunnar veröur ft<rst og fremst að létta allri skrifstofuvinnu af tannlæknun- um og starfsliði þeirra, sem tek ur á móti sjúklingunum. Hjá tannlækninum Peter Hunter starfa nú sjö tannlækn- ar. Hjá hverjum þessara tann- lækna verður tölvuendastöð með sjónvarpsskermi og aðrir þrír sjónvarpsskermir í móttöku herberginu hjá starfsfólkinu þar. Þegar þessi framkvæmd er kom in af stað hefur Hunter í hyggju að hafa 15 endastöðvar, sem tengdar eru tölvu, sem hefur pláss fyrir sjúkraskýrslur ailt að 100 þúsund sjúklinga. Þegar sjúklingur kemur á stof una mun starfsmaður í móttöku sal vama sjúkraskýrslunni í gegnuni ndastöð. Tannlæknir- inn mun þá hafa súkraskýrsl- una á sjónvarpsskerminum fyr ir framan sig meðan hann vinn. ur. Tölvufyrirtækið hefur unnið kerfi, sem hægt er að nota f þessu sambandi. Kerfið felst í því að þáö sýnir kort, sem sýnir í hvaða ástandi tennur sjúklingsins eru á sjón varpsskermi endastöðvarinnar. Á skerminum sést hvar skemmd ir eru, hvernig skemmdir hafa breiðzt út á milli tannanna o.s.frv. Hunter byrjaði fyrir alvöru að leita að kerfi sem gæti gert þetta fyrir um það bil ári. „Við höfðum æ minni tíma til þess að hlusta á sjúklingana og tala við þá og okkur langaði til þess að létta af okkur pappírsfargan inu,“ segir hann. I apríl á næsta ári á þessi framkvæmd að vera tilbúin og þá verður hægt að taka á móti fyrstu sjúklingunum. Það er fylgzt með þessari til- raun af miklum áhuga í Eng- landi. Núna eru fáar tannlækna miðstöðvar nógu stórar til þess aö geta borið kostnaðinn af slíkri framkvæmd sem þessari, en ef Hunter gengur vel með þessa áætlun sína, sem tölvu- fyrirtækið styður fjárhagslega getur komið aö því að sérhver tannlæknir geti leigt sér enda- stöðvarlínu, sem sé tengd tölvu fyrirtæki, sem sér um þess- konar þjónustu á stóru svæði. Tveggja sólar- hringa lokkar ‘Oafmagnsrúilur hafa orðið mjög vinsælar. Nú er allt útlit fyrir, að þær hafi fengið keppinaut þar sem eru „gufu- hárrúllur' ‘og koma frá banda- ríska fyrirtækinu Remington. Þessi nýja tegund af hárrúllum koma ekki á markaðinn fyrr en 1. ágúst n.k. Tízkusýningarstúlk ur hafa lofað þær hástöfum, en það eru ekki sízt þær, er þurfa á því að halda að hárlagningin sé í lagi eftir tólf tíma vinnu- dag. Því er lofaö að krullurnar, eft- ir „gufurúllurnar‘‘ haldist í tvo sólarhringa eftir lagningu, sem gerir „gufurúllurnar", ef satt reynist, að skæðum keppi- naut rafmagnsrúllanna. Myndirnar, sem fylgja sýna lokkaflöð eftir „gufurúllur“, hár greiðslan er sem sniðin eftir nýjustu tízku í fötum. ■■ - .x., ■/■./■ .. ■: MYNDIR: Lokkaflóð eftir aö „gufurúllur hafa verið notaðar og nýjasta fatatízkan eins og hún var sýnd m. a. í New York nýlega. VÍS!R í VIKULOKIN frá byrjun er orðinn rúmlega 1300 króna virði, 300 síðna litprentuð bók í fallegri möppu. VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) , VISIR í VIKULOKIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.