Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 21.07.1970, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 21. júlí 1970. 9 — Hafið þér ferðazt uin Austfirði? Ólafur Ólafsson, húsasm.: — Nei, þangað hef ég aldrei komið. tm Sigurður Már Helgason, bólstr- ari: — Já ég hef gert það nokkr um sinnum. Sérstaklega hef ég notið þess að koma til Loð- mundarfjarðar og mundi vilja ráðleggja öllum að veita sér þá ánægju, að koma þangað að minnsta kosti einu sinni á lífs- leiðinni. Alice Boúcher: — Nei, nei, nei, þar hef ég aldrei ferðast um. Óskar Magnússon, fyrrum sjóm. — Nei. Ég hef lítið ferðast um landið og hef heldur ekki neina sérstaka löngun til sh'kra ferða laga — sama hvort sem þar er um að ræða Austfirði, eða ein-, hverja aðra firði. Daðl ÞorgrímSon, skrifstofum. hjá Loftleiðum: — Ég hef ekki komið til Austfjarða, að öðru leyti en því að ég hef eitt tveim Verzlunarmannahelgum i Atla- vík en það voru líka ánægju- legar stundir og mig langar mik ið til að fara þangað aftur við fyrsta tækifæri. Hafdís Ingvarsdóttir, nemi: — Nei til Austfjarða hef ég aldrei komið — og er heldur ekki á leið þangað. Mikil aukning i ferðamannastraumnum til Austurlands: ■ „Það hefur verið mjög mikið að gera hér í sumar, mun meira en í fyrra, og fjölgar útlendingunum stöðugt. Einkanlega eru það 9 daga ferðir Ferðaskrifstofu ríkisins, sem eru mjög vinsælar, og ég hef jafnvel orðið vör við að hingað kemur sama fólkið ár eftir ár,“ sagði Lára Sigur- björnsdóttir, hótelstýra á Eddu-hótelinu að Eiðum, er við spjölluðum við hana á dögunum um ferðamannastrauminn á Austurlandinu. ^usturland er mjög vinsælt af erlendum ferðamönnum, og eru skipulagðar þangað mjög margar hópferðir á vegum feröa skrifstofanna í Revkjavík. Síö- an bílfært var frá Öræfunum og austur fvrir hefur gífurleg aukn ing orðið í ferðamannastraumn- um á SA-landinu, enn enn- þá fer þó mestur hluti ferða- mannanna í gegnum Egilsstaði. gjarna í sundlaugina, svo er gróðrarstöðin á Hallomsstað skoðuð og ekið kringum fljótiö. Þeir skoða einnig Hengifoss í Fljótsdal, sem þykir nijög falleg- ur og ferðamenn tala mikið um. margir fara út í Húsey í Hróars tungu þes sjá þeir selina á skerj um og gæsir eru oft labbandi við veginn. Margir fara til Seyð- isfjarðar, einkum þegar verið er Hlöfn í Hornafirði er meðal vinsælustu áningastaða erlendra ferðamanna á íslandi, og hefur mikil breyting orðið á bæjar- lífinu í sumar síðan bærinn fylltist af ferðamönnum. ,Hélt að ferðamemimir rugluðu saman hestum og hreindýrum" — spjallaö um ferðal'óg á Austurlandi — Höfn vinsælasti áfangastaðurinn — hrein- dýrin á Héraði eiga óskipta athygli ferðamanna Flogið er til Egilsstaða alla daga vikunnar, en farþegar með flug- vélum eru yfirleitt flestir fs- lendingar, samkvæmt upplýsing- um Flugfélagsins. Farþegar til Hafnar í Hornafirði eru flestir útlendingar, enda eru skipulagð- ar fjölmargar hópferðir frá Rvík beint til Hafnar og síð- an um Austfirði, eða öfuga leið frá Austfjörðum til Hafnar og þaðan til Reykjavíkur. „Hvað vilja útlendingamir helzt sjá á Austfjörðum?" spyrj- um við Láru, en hún hefur ver- ið hótelstýra þar eystra nú um nokkurra ára skeið. „Það er hreina loftið, sem það talar mest um. Það gera vist allir erlendir ferðamenn á íslandi. Nú, svo er það náttúru- fegurðin, hrikaleiki fjallanna og óspillt umhverfi. „Hvert fara ferðamennimir helzt um Austurland?" „Það eru skipulagöar ferðir til Egilsstaða, þar fara þeir að salta. Nú, svo er Borgar- fjörður eystri mjög vinsæll af erlendum ferðamönnum.“ „En þarna í nágrenni Eiða?“ „Hér skoða þeir grjótið, og tína þar gjama í poka við vegar- brúnina. Svo höfum við 4 hrein- dýr hér rétt hjá okkur I svokall- aðri Skógargirðingu, og þau eiga svo sannarlega óskipta at- hygli ferðamanna. Ég vissi ekki af þeim fyrr en þýzk kona kom til mín og sagöist hafa séð hreindýr héma rétt hjá. Ég hélt að hún væri eitthvað að rugla, og spurði hana hvort þetta hefði ekki bara verið hestur. Þá band- aði hún og pataði yfir höfðinu á sér, og þá þóttist ég skilja að þetta heföi verið hymd skepna, enda kom það I Ijós, að fjögur hreindýr vom þama skammt frá, og þau hafa verið þar í sumar." „Reyna ferðamennimir að nálgast dýrin?“ „Já, en þau eru fljót að skjót- Hengifoss í Fljótsdal er meðal hæstu fossa Iandsins, og mjög margir útlendingar skoða fossinn og stuðlabergið við hann. ast undan þessum stóru hópum. Einn og einn maður hefur þó meö lagni getað nálgast þau, en annars eru þau mjög stygg." „Veit þetta fólk mikið um ísland?“ „Já, yfirleitt. Það er áber- andi, hvað menntafólk er í mikl um meirihluta. — Kennarar — prófessorar og læknar eru mjög algengir gestir hér hjá okkur, og þetta fólk veit vel að hverju það gengur, þegar það kemur hingað austur.‘«'*• " • • • • *• Við þökkum Láru fyrir rabjj. ið og vendum okkar kvæði í kross og tölum næst við annan hótelstjórann á Höfn í Horna- firði, Áma Stefánsson. JJótelið Höfn er aöeins nokk- A urra ára gamalt, en þegar er mjög mikil aðsókn að því, og hefur bærinn fengið á sig nýjan svip með tilkomu hótels- ins og allra erlendu og inn- lendu ferðamannanna, sem þang að koma. „Það hefur aldrei verið eins mikið að gera hér og nú i sum- ar. Hér hefur verið yfirfullt á hótelinu frá því I júní, og við höfum yfirleitt jafnmörg her- bergi pöntuð úti f bæ. Okkar næsta verkefni verður fyrirsjá- anlega að stækka hótelið um helming til að geta annað eftir- spurn yfir sumarið," sagði Ámi og bætti við, að með tilkomu akvegar yfir Breiðamerkursand hefði ferðamannastraumur auk- izt mjög til þessa landshluta, og fari mjög margir útlendingar frá Höfn með bflum inn í Skafta fell. „Er mikil breyting á bæjarlíf- inu, sfðan erlendum ferðamönn- um fjölgaði á Höfn?“ „Já, það er mjög mikil hreyf- ing f allri verzlun hér, einkan- Iega f öllu sem íslenzkt er. Mest er keypt af gripum, sem Helgi Guðmundsson f Hoffelli býr til, en hann límir steina á ýmsa hluti." „Hvað þarf helzt að gera á Höfn til að bæta aðstööuna fyr- ir erlenda ferðamenn?" „Stækka hótelið, en auk þess er margt sem þyrfti að gera, sem við á hótelinu getum ekki annað. Það þyrftj að byggja upp miklu meiri þjónustu hér fyrir erlenda ferðamenn." „Hvað er vinsælasta fæðuteg- undin hjá útlendingum, sem dveljast hjá ykkur?" „Lambakjöit og nautakjöt er mjög vinsælt, svo og allur nýr fiskur, sem viö höfum nóg af. Silungur er einnig mjög eftir- sóttur." „Taka útlendingarnir þátt f skemmtanalífinu í bænum?“ „Nei, biddu fyrir þér, þeir láta böllin eiga sig, en íslend- ingarnir sem hingáð koma skvetta sér gjama upp og fara á böllin.“ „Er ekki mikið tjaldað þarna í nágrenninu?" „Jú. hér er tjaldstæði rétt hjá, og þar er alltaf töluvert af fólki." „Og að lokum, Árni, hvað skoða ferðamennirnir helzt þarna í nágrenninu?" „Þeir fara í Stokksnesið, Al- mannaskarð og Lón, auk þess sem mjög margir skoða Jökulsár Iónið eða Flágajökulinn," sagði Ámi, og við spjöllum svo að endingu við Ara Sigurbjörnsson á afgreiðslu Flugfélagsins á Eg- ilsstöðum. „JJér hefur verið mjög mikið A að gera og nú erum við t. d. með aukaferð og 15 manns á biðlista. Hingaö koma stórir hópar oft í viku, en þaö fólk er með fararstjóra og við þurfum Iítið að hugsa um það. Einstakl- ingar koma hingað margir utan úr heimi og yfirleitt em þeir með mjög vel skipulagða ferða- áætlun, og lítið þarf að hjálpa þeim til aö komast leiðar sinnar. Einstaka sinnum fáum við samt hingað fólk, sem veit ekkert hvert það er að fara og varla hvað það er statt f heiminum, en þaö er nú sem betur fer hrein undantekning." „Er mikið af fólki, sem tjald- ar þama á Egilsstöðum?" „Hér er nýtt tjaldstæði með snyrtingu og þar er fjöldi manns í tjöldum. Síðan gisti- rými var tekið f notkun á Vala- skjálf hefur þar verið mjög mik- ið að gera, en búast má við að ferðamannastraumurinn nái hér hámarki f lok þessa mánaðar," sagði Ari að lokum. Þeir sem hyggja á ferðalag austur á land, geta komizt flug- Ieiðis til Egilsstaða fyrir 1950 krónur og til Hafnar fyrir 1720 krónur. Þá er hægt að fara með áætlunarbíl frá Akureyri til Eg- ilsstaða fyrir 590 krónur og til Eskifjarðar fyrir 690 krónur. Einnig fara bílar niður á flesta firðina frá Egilsstöðum. —-ÞS I .T J ' ■ i ' j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.