Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 29. marz 1973. visBsm-- Finnst þér æskilegt aö prestar séu valdir til starfsins meö kosn- ingum eins og nú er? Arngrimur isberg, laganemi: Ég er ekki sammála þvl sem laganemar segja, aö afnema eigi prestkosningar. Mér finnst að fólkiö eigi sjálft aö fá aö velja Ég álít aö mestu máli skipti fyrir fólkiö að fá góöan mann I embætt- iö og I prestkosningum er verið aö kjósa um manninn. Jakob Kristinsson, lyfja- fræöingur: Mér er nokkuð sama hvernig prestar eru valdir. Gróöasjónarmiöið og hugmyndin um frjálsa samkeppni eru mjög i kristnum anda, svo aö þetta er ágætlega viðeigandi. Wm Steingrlmur Helgason, verzlunarmaður: Nei, prests- kosningar finnst mér leiöinlegt fyrirbrigði. Bezt væri aö sóknar- nefnd benti á og opinberir aðilar veldu svo endanlega. Eirlkur Ale xa ndersson , sveitarstjóri: Ég hef ekki tekið þátt I sllkum kosningum, en ég fylgdist með þeim af áhuga sem strákur. Ég held að þaö sé rétt að lofa okkur aö velja presta, en þó væri rétt að gera ráö fyrir endur- kjöri eða einhverju sliku, svo að hægt væri aö losa sig viö menn. Ég tek fram að ég hef ekki slæma reynslu i þvi efni, en slikt getur komið fyrir. Guömundur Kristmundsson, verkamaöur: Ég held aö réttast væri að biskup eöa einhver slikur veldi. Þetta er leiðinlegt fyrir- brigöi eins og það er. Kjartan örn Sigurbjartsson, guöfræöinemi: Val presta til embætta er ekki gott I núverandi formi. Það er slæmt bæöi fyrir kirkju og söfnuð og hlizt oft skit- kast af, kannski ekki frá fram- bjóðendum en þvi meira frá stuöningsmönnum þeirra. Ég vil hafa þessi mál 1 samræmi við samþykkt kirkjuráðs. Douglas DC-3 flugvélin sem Flugfélag íslands gaf til landgræöslu- og áburöarflugs I flugskýli Flugfélagsins, þar sem nauðsynlegar breyt- ingar og endurbætur fara fram á henni, áöur en unnt veröur aö taka hana I notkun til áburöardreifingar. Þessum endurbótum á aö vera lok- iö eftir um þaö bil einn og hálfan mánuö. Þetta eru aö þvl taliö er um fangsmestu breytingar, sem geröar hafa veriö á flugvél hér á landi. KOSTAR 5-600 MILLJÓNIR AÐ STÖÐVA RÁNYRKJU LANDSINS „Þetta á ekki að verða neitt af mœlishátíðarblaður" segir Ingvi Þorsteinsson ,,Við reynum að hindra rányrkju á miðunum. Ekki er sið- ur ástæða til að beina athygli að verndun gróðurs á landinu. Þetta á að vera okkar metnaðarmál, svo að við getum staðið sem imynd náttúruverndar á öllum sviðum. Það gæti látið nærri að það kostaði 500-600 milljónir að rækta 50-60 þúsund hektara, sem þarf til að létta þeirri rányrkju, það er að segja ofbeit, sem nú er á gróðri landsins.” Þetta segir Ingvi Þorsteins- son magister. „Undirstaða þess, að nokkur árangur náist af landgræðslustarfi er, að við stundum ekki rányrkju neins staöar á landinu, Viö getum far- ið um landið og sáð og svo fram- vegis, en það stoðar harla lítið, ef við eyöum landinu jafnóðum. Þetta er mergurinn málsins”. „Þaö er ekki einu sinni hag- kvæmt fyrir bændur um skamman tima að ofnýta land- ið. Landvernd er einhver arð- bærasta fjárfesting, sem hugs- azt getur.” Við erum enn að tapa „Við getum áætlað, að það kosti um 10 þúsund á hektara að iétta ofbeitinni af landinu. Vel mætti gera áætlun, til dæmis til fimm ára, og væru um 100 milljónir lagðar fram árlega. Þetta er ekki mikið fé miðað við peningaflóðið i kringum okkur. En þetta gæti gert gæfumuninn. Aukin ræktun með þessum hætti kostar svolitið átak i fyrstu, en hún skilar sér i arði. Fjárskorturinn hefur fyrst og fremst hindrað, að þetta væri gert. Við höfum nú nóga tækni. Tækin til þessa eru fyrir hendi. Þetta fé færi ekki á vaxtalausa bók, heldur kæmi fram i betri afurðum og meiri. „Ég geri ráð fyrir, að með góðum vilja getum við sagt, að landgræðslan nemi um 20 fer- kilómetrum á ári. A móti kemur náttúruleg eyðing, uppblástur, vatnsskolun, skriður og annað slikt. Þessi eyðing hefur aldrei verið stöðvuð, og hún færist I aukana viða, meðal annars vegna staðbundinnar ofnýtingar gróðurs. Auðvitað er erfitt að reikna þetta i tölum, en liklega er eyðing fremur meiri en land- græðslan, þegar þessi atriði eru athuguð. Til viðbótar koma sið- an eldgos og framhlaup jökla. „Tækin eru fyrir hendi. Peningana vantar,” Flugvél sáir I eytt land. Myndin er frá Nýja-Sjálandi. LESENDUR HAFA /Ám ORÐIÐ Reykviskar húsmæður sam- þykktu nýlega á fjölmennum fundi eftirfarandi: „Engar land- búnaöarvörur aðra hverja viku”. Benda fregnir til, að um tillöguna hafi veriö hin bezta samstaða, „Hugmyndin er ágæt”, er haft eftir séra Arna Þórarinssyni. Sannast það og þarna og sýnir glöggt, að engir skynskiftingar hafa verið þar á ferð, enda trú- lega margar ágætlega „menntað- ar”. Talið er að rúm 96% af mat- vælum mannkynsins i dag séu landbúnaöarvörur. Taliö er og að mannkynið nálgist nú óðum þrjá milljarða, ef allt er talið. Þessir nær fjórir hundraðshlutar, sem I aðrar áttir eru sóttir, eru þvl tals- vert margir málsveröir. Það mun þvl auðgert að fæða Reykvlkinga þó landbúnaöarvörunum sé sleppt af matseölinum aðra hvora viku. Ein húsmæðranna kom I sjónvarpiö og ræddi þessa nýjung þar. En hún leiddi hjá sér að „ENGAR VÖRUR. leggja fram matseðil, sem ekki væri með einhverju af land- búnaðarvörum i. Það má benda henni á, að norölenzk húsmóðir gaf hjúum sinum ýsusoðið. En hún kvaöst ekki geta gefið það, nema með dálitlu „útákasti”. Hún mun að visu hafa notað land- búnaðarvörur i þetta. Sjálfsagt viröist að reyna ýsusoðið, þó þaö kosti ögn af útákasti. Enn kemur og annað til nokkurra álita. „öllu gamni fylg- ir nokkur alvara” sagði stelpan, þegar hún tók léttasóttina. Sjálf- sagt er talsvert af þessum hús- mæðrum mæður og þekkja þvi hvort tveggja í þessari staðhæf- ingu stelpunnar. En það sem verst er við siðari liðinn i full- yrðingu hennar er, að hann er ekki bundinn viðléttasóttina eina. Hann er lika tengdur hugtakinu uppeldi. „Maöurinn er það, sem hann étur” er gömul fullyrðing, trúlega oröin úrelt, ætti líklega að LANDBÚNAÐAR- ## hljóða eitthvað á þessa leið: „Maðurinn er það, sem hann lær- ir i skóla”. Þó er ekki lfklegt, að framhjá þessu með matinn verði komizt fyrst um sinn. En drykkjarföngin eru ekki undan- skilin þar. Frá landbúnaði er tæp- lega um önnur að ræða en mjólk, þar er þvi ekki fjölbreytninni fyr- iraðfara. Hún er orðin „voöalega dýr”, — kostar nú kr. 19.50 eða kr. 20.20 potturinn, eftir þeim ilátum, sem hún er seld í. En þaö er ástæðulaust að kaupa hana. A boðstólum eru drykkjarföng eins og hver vill hafa, aðeins dálitið dýrari, flest hin ódýrustu á rúmar kr. 50.00 potturinn eða flest aðeins 150% hærri á algengum markaði. Sjálfsagt eru þessi drykkjarföng hollari en mjólkin, en hvort þau eru þeim mun hollari, sem þess- um verðmun nemur mun óvist. Ég vildi þvi leggja til að Rann- sóknarráð ríkisins gerði dálitla tilraun i þessu máli hús- mæðranna, sem yrði hagað á þessa leið: Einhverjar af hús- mæðrunum hafa húsdýr, sem ganga undir samheitinu kjöltu- rakkar. Ég legg til að fjórir hvolpar hálfsmánaðar gamlir séu hafðir i tilrauninni. Tveir séu svo aldir aöeins á nýmjólk en tveir á gosdrykkjum einum og standi til- raunin i tvo mánuði. Væri bezt að fá „sosum” eina konu úr stjórn húsmæðrafélagsins til að sýna alla hvolpana I sjónvarpinu að til- rauninni lokinni. E.t.v. væri rétt- ara að fá samþykki Dýra- verndunarfélags Islands til þess að framkvæma þessa tilraun. — En eftir á að hyggja. Sú varkárni er sennilega ástæðulaus. Engri móður kemur það til hugar, að bera það undir úrskurð „dýra- verndar”, hvort megi gefa barni sinu gosdrykki. En hvernig, sem niðurstaða tilraunarinnar yrði, mega hinar reykvisku húsmæður vel við una. Þær eiga þó alltaf eft- ir sæmdinaaf flutning tillögunnar og þeirri menntun, sem að baki hennar stendur. Guömundur Jósafatsson frá Brandsstöðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.