Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 29. marz 1973. vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (7 línur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Einstakur óheillatimi Þetta hefur verið einstakur óheillatimi siðari hluta vetrar, allt frá áramótum. Ekki eru það þó veðurguðirnir, sem hafa leikið okkur grátt að þessu sinni. Veturinn hefur raunar verið mildari en flestir undanfarnir vetur. Það eru hins vegar örlaganornirnar, sem hafa haft okkur að leik- soppi. Mannskaðar hafa verið óvenju miklir, það sem af er þessu ári. Slysin hafa orðið á sjó, i landi og i lofti. Hvert fiskiskipið á fætur öðru hefur farizt og stundum hefur ekki orðið mannbjörg. Hið hörmu- lega flugslys i vikunni er enn einn kaflinn i bess- ari harmsögu. Margir mætir menn, sumir i blóma lifsins, hafa horfið sjónum i þessari örlagahrið. Einkum hefur sjómannastéttin beðið afhroð. Ekkjur og stórir barnahópar standa eftir. Manntjónið er hlutfalls- lega meira en hjá sumum þeim þjóðum, sem staðið hafa i styrjöldum. Þegar 20 menn farast hér á landi, er það jafn- mikið áfall fyrir þjóðfélagið og þegar 20 þúsund Bandarikjamenn eða Sovétmenn falla eða þegar sex þúsund Bengalir falla. í ljósi þessa má segja, að örlögin hafi háð stórstyrjöld við íslendinga, það sem af er árinu. Hitt skiptir minna máli, en er samt alvarlegt, hve mikið tjón hefur á þessum tima orðið á efnis- legum verðmætum. Skip og flugvélar fyrir tugmilljónir króna hafa farið i súginn eða stór- skemmzt. Slikt tjón er mikið áfall fyrir þjóð, sem heyr harða lifsbaráttu á mörkum hins byggilega heims. Eldgosið i Vestmannaeyjum hefur valdið mesta efnalega tjóninu. Er þó engan veg- inn séð fyrir endann á þeim ósköpum. En þegar er þar orðinn skaði, sem kosta mun marga mill- jarða króna að ráða bót á. Við þau gjöld munum við þurfa lengi að búa. örlögin hafa verið okkur óblið þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Við leggjumst samt ekki i sekk og ösku, heldur stefnum ótrauð áfram i von um heillavænlegri tima. Við höfum goldið afhroð en erum samt bjartsýn á, að örlögin verði okkur hliðholl i náinni framtið. Ólukkufugl Rikisstjórn okkar er ekki illgjörn. Hún er alls ekki að reyna að koma þjóðarbúskapnum á kald- an klaka. Hún reynir eins og aðrar rikisstjórnir að gera sitt bezta. Hana vantar ekki viljann, en hana vantar getuna. Ólánið hefur elt þessa rikisstjórn frá upphafi. Flest mál hafa klúðrazt fyrir henni. Hvað eftir annað hefur hún rambað á rangar aðgerðir á röngum timum. Afleiðingarnar eru öllum sýni- legar. I þjóðarskútunni hriktir meira en verið hefur áratugum saman. Og sundrungin i rikis- stjórninni er meiri en nokkru sinni hefur þekkzt, siðan Islendingar tóku stjórn eigin mála i sinar hendur. Rikisstjórnin er gegn vilja sinum orðin að ólukkufugli. Ráðherrarnir tala i norður og suður og framkvæma i austur og vestur. Þeir eru orðnir svo rúnir trausti, að þeir fá ekki hamið upphaf- lega stuðningsmenn sina á alþingi. Þessi íslands óhamingja fær þó ekki bugað bjartsýni þjóðarinnar og trú hennar á betri daga fyrr en siðar. Idi Amin.forseti Uganda.gæti allt eins reynt aö þurrausa úthöfin, eins og að reyna aö stööva gagnrýni fjölmiðlanna, sem einræðisherrar hafa allir freistazt til aö reyna. VONLAUST VERK Alltaf er það sama gamla sagan. Eitt það fyrsta, sem einræðis- herrar taka sér fyrir hendur, þegar þeir komast til valda, er að beygja undir sig fjöl- miðlana — Þeir þola ekki gagnrýni, og einkanlega ekki gagn- rýni, sem fær hljóm- grunn hjá þegnum þeirra. I þeirra augum eru gagnrýnandi blaða- menn skemmdarverka- menn, rétt eins og aðrir, sem setja sig upp á móti hinum stóru samfélags- umbótum, er einræðis- herrarnir ætla allir að beita sér fyrir. Vegna þess að einræðisherrar hafa allsherjarvald svo að segja, verður þeim oftast létt fyrir við að bæla niður frjálsa fjölmiðlun. Þeir geta þó ekki bælt niður alla gagnrýni, en þeir geta dregið úr þeirri, sem dreift er um allt land, svartri á hvitum pappir. Þegar þeir hafa komið þessu i kring, komast þeir þó stundum að raun um það, að nú verða þeir að snúast gegn annarri gagnrýni, sem birtist i erlendum fjöl- miðlum. Og sum erlendu blaðanna eru fáanleg i þeirra eigin landi. Algengasta ráðið við þvi hefur verið það sama og beitt hefur verið i kommúnista- rikjunum um nokkra manns- aldra. Það er oftur einfalt að banna innflutning erlendra blaða, eða að minnsta kosti þeirra, sem eru einræðisvaldinu andsnúin. Eins og t.d. i Austur- Evrópu og Ráðstjórnarrikjunum, þar er þú getur stundum fengið hjá blaðasölum erlend blöð, en þau eru öll málgögn kommúnista- flokka annarra rikja. Þannig getur Breti á ferðalagi austan tjalds fylgzt með atburðum heima fyrir með lestri Morning Star, sem nýtur þó hlutfallslega mjög litillar útbreiðslu heima fyrir. Þetta er árangursrikasta og auðveldasta leiðin til þess að bæla niður gagnrýni erlendra blaða. Arangurinn er að visu ekki hundrað prósent, þvi að það er ekki skrúfað fyrir uppsprettuna sjálfa. Slikt er ógjörningur, eins og kommúnistar hafa verið nægi- lega glöggir til þess að skilja — Það sama verður þó ekki sagt um aðra einræðisherra, sem ekki lllllillllll hafa eins langa reynslu — eins og t.d. Idi Amin i Uganda. Þeir ala með sér þá von, að þeir geti gengið beint að uppsprettulind gagnrýninnar og algerlega lokað fyrir hana. Þeir eru orðnir svo vanir sínu allsherjarvaldi heima fyrir, að þeir geta ekki lengur gert sér i hugarlund, að stjórn- völd annarxa rikja hafi ekki sömu aðstöðu. Hvað þá að þá óri fyrir þvi, að það kunni að vera enginn vilji til þess að geta beitt slfku valdi. Þeir gera sér þess vegna ekki grein fyrir því, að rikis- stjórnir vestrænna rikja hafa ekki vald til þess að stöðva gagn- rýni blaðanna, jafnvel þótt þær hefðu hug á að gera það. Siðasta dæmið um þetta barst nýlega frá Uganda. Amin forseta mislikar tónninn i „Sunday Telegraph”, einu af brezku stór- blöðunum, sem enn er fáanlegt i ‘Uganda (I takmörkuðum mæli að minnsta kosti). Hann telur að blaðið hafi misboðið sér. Svo að hann hefur i hótunum, bæði við brezk yfirvöld almennt og þó sér- ilagi við „Sunday Telegraph”. Hann segir, að hætti blaðið ekki gagnrýninni, þá muni þrengdur kostur þeirra fáu Breta sem enn eru eftir i Uganda, jafnvel enn meir en til þessa. Hefur þó brezku stjórninni þótt ærið að gert á þeim vettvangi til þessa, og hafði nær valdið sambandsslitum milli rikjanna tveggja. Þeir (það er að segja þeir hjá Sunday Telegraph) ættu að geta gert sér grein fyrir þvi, að þeir eru i raun- inni að safna glóðum að höfði brezkra rikisborgara i Uganda með þessu. Stjórn Uganda gæti gripið til sinna ráða”, sagði Amin forseti. Þetta sagði hann vafalaust i þeirri von — byggðri á reynslu hans sjálfs heima i Uganda — að „Sunday Telgraph” og kannski önnur brezk og evrópsk blöð i kaupbæti, mundu leggja niður gagnrýnina, þegar þessi ummæli hans hefðu borizt þeim til eyrna. Og til þess að auka áhrif ógnana sinna veifar hann annarri hendi loforðum um að afnema bannið á ferðamönnum i Uganda — nema ef gagnrýninni verður haldið áfram. — Það er þrautreynt ráð hjá þeim, sem ætla sér að hafa sitt fram með þvingunum, að gott er að blanda hótanirnar hæfilega með gylliboðum. „Ef þú hættir að gera þetta, skal ég umbuna þér, en ef þú heldur áfram, skal ég svei mér...” Idi Amin hefur tekizt að egna æði marga upp á móti sér þennan tima, sem hann hefur verið við völd. Fáir heyrast mæla honum bót, eða taka upp hanzkann fyrir hann. En hinir eru margir — og það jafnvel þótt þeir búi and- spænis honum á hnettinum og hafi aldrei, hvorki séð hann né heyrt, sem láta sér ofbjóða að- ferðir hans, þótt þær snerti þá ekki beint. Allir jafnt undrast það, hversu vandalega hann þræðir þær leiðir, sem almennt eru talin óhygginna manna ráð. En hversu vanur sem hann kann að vera orðin þvi að hafa ævinlega sitt fram, ef ekki með góðu, þá með illu, þá á honum vafalaust eftir að lærast eitt:Eins og aðrir einræðisherrar getur hann aðeins stöðvað gagnrýni er- lendra fjölmiðla með þvi að meina þeim að komast inn i Uganda. Hann nær aldrei til þeirra heima fyrir, og þeir munu varla vera svo óhyggnir að hætta sér i seilingsfjarlægð við hann til Uganda. Enda vekur hann aðeins upp enn meiri gagnrýni og óvild i hvert sinn, sem hann reynir að vega að þeim frá bústað sinum i Kampala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.