Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 29. marz 1973. 3 Eldgos hafa veriö sex og fram- hlaup jökla 4-5 siöustu 2-3 ára- tugina. Eyöingin af þessum sök- um vegur aö kalla upp á móti árlegri landgræöslu. Þess vegna er „nettó tap”. „Viö þurfum aö auka stórlega fjárveitingar til beinnar land- græöslu til viöbótar þeim 500-600 milljónum, sem áöur voru nefndar til aö létta af ofbeit. Margfalda þarf fjárveitingar, bæöi til Landgræöslu rikisins og skógræktar. Nú hefur veriö gef- in flugvél til landgræöslu og býst ég viö, aö hún kom i gagniö i vor (gjöf Flugfélagsins). Gera veröur kleift aö giröa af þau skóglendi, sem liggja undir skemmdum eins og skóglendi gerir viös vegar.” „Viö vitum nú nokkurn veg- inn, hvar ofbeitin á sér staö. Þaö er helzt á Suövesturlandi og Húnavatns- og Skagafjaröar- sýslum, eöa frá Rangárvallar- sýslu noröur i Skagafjörö. Svo „Verðum imynd náttúruvernd- ara á fleiri sviðum en fisk- veiði,” segir Ingvi Þorsteinsson magister. er staðbundin ofbeit annars staðar. Viö vitum, hvaö beiti- löndin þola, hve mikiö þarf að rækta og hvernig á að fara að þvi. Peningana vantar, og við væntum þess að byrja stórátak næsta ár, hátiðarárið. Þetta á ekki aö veröa neitt afmælis- hátiðarblaður, heldur raun- verulegt átak.” —HH Furðulegar nafngiftir Þórarinn skrifar: „Hvernig getur staöið á þvi, aö Tónabió nefnir myndina, sem nú er þar á tjaldinu EITURLYF t HARLEM? Þessari spurningu velti ég fyrir mér allan timann, sem ég sat undir sýningu myndarinnar, en henni lauk án þess aö ég fengi skiliö nafngiftina. Myndin snerist nær ein- vörðungu um slatta af baðmull, enda heitir myndin á ensku „Cotton come to Harlem”.Vel má vera, aö þeir hjá Tónabiói flokki baðmull undir eiturlyf, en það gera hins vegar engir aðrir og gefur nafngiftin þvi alrangar hugmyndir um efnisþráð myndarinnar. Mér fyndist rétt að bióið annað- hvort léti enska heitið nægja, ellegar þá að nafniö væri þýtt rétt. Það væri, held ég, jafn fráleitt, að skýra mynd „ATTA”, sem á frummálinu héti „SEX”.” Guðfrœðinemar um prestkosningar: Þokulýðrœði—kjaftasögur og peningaútlát Siöast en ekki sizt eru prest- kosningar algert þokulýðræði, þvi aö menn eru kosnir til ævi- loka og þvi engin leið að losna viö þá ef slæmir eru.” —Ló „Það er hreint og beint , fáránlegt að maður, sem ætlar að helga sig starfi sem prestur kristins safnaðar þurfi að byrja feril sinn með peninga- útlátum og kosninga- baráttu við aðra menn eða mann,” sögðu guð- fræðinemar þegar Vis- ir kom að máli við for- svarsmenn þeirra i gær. „Allt i kringum slikar kosningar er lika svo rotiö,” héldu þeir áfram. „Kjafta- sögurnar ganga fjöllunum hærra. „Hann fór á ball þessi ’63, og mér er sagt að hann hafi setzt á stól við barinn!” eða „Vitið þið að konan hans gengur aldrei i sokkabuxum, heldur alltaf i sokkum!” Þetta finnst okkur slikur viðbjóður að við erum með oddi og egg að reyna að berjast fyrir þvi að þessu verði aflétt og annað komi i staðinn. t þessum prestkosning- um er heldur enginn áróðurs- grundvöllur annar en persónan sjálf. Allir guðfræöinemar og kenn- arar þeirra hafa skrifað undir plagg, þar sem skorað er á kirkjuyfirvöld að afnema nú- verandi fyrirkomulag og fara að tillögum kirkjuþings i staðinn. Þær felast i stuttu máli sagt i þvi að sóknarnefnd velur prest- inn. Komist hún ekki að niður- stöðu mælir biskup með tveim mönnum i ákveðinni röð, en kirkjuráðherra ákveður. Þetta mál hefur verið sifellt deiluefni i nefndum eða það hefur ekki verið tekið fyrir siðan árið 1962. Við höfum þá trú að þetta hafi góð áhrif á allt safnaðarlif. Með aukinni ábyrgð sóknarnefnda þá væri vandað meira til kjörs i hana og safnaðarstarfið mundi blómgast að þvi er við höldum. Eitt má heldur ekki gleymast. Það er að fólkið i kirkjusókninni hlýtur að skipt- ast i tvo eða fleiri hópa við prestkosningar. Ekki nema einn maður kemst að svo að margir eru óánægðir. Það er ekki gott fyrir prest að þurfa að starfa með fólki alla ævi sina, sem getur ekki gleymt að það var á móti honum. Þularstarf vinsœlt: • • P SJOTIU SÆKJA í KASSANN! „Það sóttu sjötiu um og viö höfum verið aö minnka hópinn smám saman, með þvi að velja úr. Nú eru eftir færri en tuttugu”, sagði Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri sjón- varpsins I viðtali við Visi i morgun. Auglýsingin var birt ekki alls fyrir löngu þar sem auglýst var eftir frétta- og dagskrárþulum og áhuginn var ekki minni en þetta; sjötiu manns sóttu um. „Það er ekki vist hvenær endanlegrar ákvörðunar er að vænta, þvi að þaö hefur komið til álita eitt atriði i þessu sam- bandi, sem er nokkuð umdeilt. Þetta varðar það,hvort á að láta sama fólkið lesa fréttirnar og almenna dagskrárkynningu. Mér er engin launung að segja, að ég er hlynntur þvi að þetta verði aöskilið. Útvarpsstjóri og útvarpsráð fjalla enn um þetta, og ekki er að vænta ákvörðunar um hvaða fólk verður fyrir valinu fyrr en leyst hefur verið úr þessu máli, sagði Pétur að lokum. Visir hafði einnig samband við fréttastjóra sjónvarpsins, Emil Björnsson . Við spurðum hann um álit hans á þessu deilu- máli. — A sama fólkið að lesa fréttir og almenna dagskrárkynningu, að þinu áliti,Emil? — Nei, við fréttamenn álitum að þrátt fyrir litilsháttar minni kostnað, þá yrði þjónustan miklu lakari við sjónvarps- notendur. Við álitum að æskilegast sé aö fréttamenn eða aðrir, sem nálægt koma fréttum og hafa áhuga á þeim lesi þær. —LÓ Gylfi Jónsson og Vigfús Þór Arnason.formaður féiags guðfræðinema voru ómyrkir i máli um prestkosningar og vilja þær feigar hiö skjótasta. Vigfús er til hægri. UMHLEYPINGAR SÍ OG Æ Það er útsynningur og él á næsta leiti, sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur i mogun — Er væntanlegt að það fari að frysta? — Jú eitthvað kólnar niður fyrir frostmark meö suðvestan- áttinni. Ekki mikið, en eitthvað niður fyrir. — Er nokkuð i nánd sá timi að mönnum sé óhætt að taka snjó- dekkin af bilum sinum? — Það veit ég ekkert um, það verður hver að ákveða fyrir sjálfan sig. Hins vegar set ég aldrei snjódekk á. Þetta er bara spurning um hvernig menn aka Þetta er bara venjulegt veðurfar fyrir þennan árstima. Það er ekkert fariö að stillast veðrið ennþá. —Lö Strond í Stokkseyr- arbriminu Steingrímur Sigurðsson listmálari í Roðgúl á Stokkseyri lagði upp í gær- dag með Ijósmyndavé! sína og málara"græj ur" og klöngraðist niður að strandstaðnum við ísólfs- skála, þar sem Vestmanna- eyjabáturinn Elías Steins- son liggur og er að brotna undan þunga Stokkseyrar- brimsins. Þessa mynd tók Steingrímur fyrir okkur, en jafnframt rissaði hann upp mynd af strandinu og ætlar að festa það á léreft við síðara tækifæri —JBP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.