Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 29. marz 1973. 5 AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Herkví í mánuð Siuox-Indlánarnir, scm hertóku bæinn Wounded Knee i Suöur- Dakóta, sitja þar enn I herkvi umkringdir rikislögreglumönnum á alla vegu. Þeir hafa haldið bænum i rúman mánuð. — tndiáninn á myndinni hcfur að gamni sinu hirt höfuð af ginu á byggöasafninu i Wounded Knee og stillt sér upp fyrir Ijósmyndarann. Hann hefur þó taiið öruggara að hylja sitt eigið andlit. Strandgæzla írska lýðveldisins hefur lagt hald á fimm smálestir vopna og sprengjuefnis, sem hún fann um borð i erlendu skipi úti fyrir suðvesturströnd trlands. Blaðafulitrúi varnamálaráb- neytisins Irska sagði i gærkvöldi, að þrir menn hefðu verið hand- teknir um leið og vopnafarmurinn var tekinn. Vopnaskipið, sem skráð er undir fána Kýpur, var tekið, þar sem það lá við hlið irsks fiskibáts i landhelgi irlands. I Dublin telja menn, að vopna- sendingin hafi átt að fara til irska lýðveldishersins á Norður-lr- landi. Franska stjórnin sagði af sér, en Pompidou forseti bað Messmer forsœtisráðherra að vera áfram Rikisstjórn Frakk- lands sagði af sér form- lega i gær, en Pompidou Frakklandsforseti bað Pierre Messmer um að vera áfram forsætisráð- herra. Messmer verður leið- togi nýrrar rikisstjórn- ar, sem forsetinn vonar, að fari meira eftir al- menningsálitinu og láti undan þeim kröfum, sem gerðar voru um þjóðfélagsbætur i kosningabaráttunni sið- ustu. Messmer varð forsætisráð- herra i júli i fyrra, og er gengið út frá þvi sem visu, að hann vilji vera áfram. En eftir úrslit kosninganna, þar sem Gaullistar töpuðu 60 þingsætum, þykir lik- legt,1 að gerðar verði stórar breytingar á stjórninni. Að lfkindum munu þær breytingar þó ekki liggja ljósar fyrir fyrr en undir lok næstu viku, en eitt er þó vist: Maurice Schumann, fjármálaráðherra, og Rene Pleven varnamálaráðherra verða þar ekki á meðal. Þeir náðu ekki endurkjöri. Menn hafa gizkað á, að Valery Giscard L’Estaing, fjármálaráð- herra, verði útnefndur utanrikis- ráðherra. Mörgum þykir þó ósennilegt, að Pompidou vilji missa hann úr fjármálaráðherra- stólnum, meðan ennþá hefur ekki verið gengið frá verzlunar- samningunum við Bandarikin. Þessir samningar, sem eru yfir- standandi, eru afar viðtækir. Aðalverkefni hinnar nýju rikis- stjórnar verður að hrinda i fram- kvæmd þeim endurbótum, sem lofað var i kosningabaráttunni. — Messmer, sem aldrei hefur haft orð á sér fyrir að vera sérlega umbótasinnaður stjórnmála- maður, verður hafður með áfram i launaskyni við frammistöðuna i kosningunum. Og það þrátt fyrir það, sem margir stjórnmála- menn hafa fyrir satt, að skipt verði um þriðjung ráðherranna i stjórninni. Sadat hefur tryggt sér öil völd Anwar Sadat, Egyptalandsforseti, tók i gær við stöðu æðsta stjórnanda hersins i landi sinu, og hefur hann þar með tryggt sér um- boð og vald til þess að bregðast við hvaða kreppu, sem að höndum kann að bera — hvort sem það yrði á sviði inn- anrikismála eða i deil- unni við ísraelsmenn. A þriðjudag hafði Sadat tekið við forsætisráðherrastörfum af Aziz Sidkey, sem sagði af sér um helgina. Þar með hafði hann á eigin hendi alla yfirstjórn innan- rikismála. Herlög hafa verið i gildi i Sgyptalandi frá þvi i sex daga striðinu vð Israel i júni 1967. En þessi ákvörðun Sadats forseta um að taka i sinar hendur yfirstjórn hersins, er af flestum talin til þess tekin að auka enn áhrif 'herlag- anna. Eftir að Sidkey sagði af sér, var mynduð ný 36 manna rikisstjórn. Sóru þeir trúnaðareiða sina i gær, en að lokinni þeirri athöfn flutti Sadat ræðu, þar sem hann sagðist hafa tekið við forsætisráðherra- embættinu til þess að geta betur búið Egyptaland undir styrjöld við ísrael. Árás á fiskibát Flotaflugvél frá Libýu varpaði sprengjum á italskan fiskibát á Mið- Þeir síðustu fara í dag Þegar þessi dagur verður á enda< munu sennilega einungis 200 bandarískir hermenn verða eftir i Víet- nam af þeim 500.000, sem voru þar fyrir fjórum árum. 1.800 hermenn fóru þaðan i gær, og um 2.900 fara í dag, þegar síðustu fang- arnir hafa verið afhentir. — Þá munu nær tólf ár vera liðin frá því að fyrsti bandaríski hermaðurinn sté fæti á land i Suður-Víet- nam. Þessir 200 hermenn, sem eftir verða, eiga að sinna tveim verk- efnum. Annars vegar vörzlu bandariska sendiráðsins og hins vegar að vera til taks fyrir fulltrúa USA i sameiginlegu her- ráði deiluaðilanna i Vietnam. Dvöl bandariska herliðsins lauk með hátiðlegri athöfn við aðal- stöðvar herstjórnarinnar hjá flugvellinum Tan Son Nhut i gær. Eftir að herflokkar höfðu marsérað og þjóðsöngurinn verið leikinn (af segulbandi) var bandariski fáninn dreginn niður. Viðstaddir voru Frederick Weyand, hershöfðingi, og Ells- worth Bunker, sendiherra. Weyand hershöfðingi hélt ræðustúf yfir hermönnunum og sagði, að þeir hefðu verið þangað sendir i viðleitni Bandarikjanna til þess að aðstoða bandamann, sem sætt hafði árás. Þessir hernaðaraðstoð hefði verið umfangsmeiri en dæmi höfðu verið til um. Hann sagði, að verkinu væri lokið, og Suður-Viet- namar hefðu haldið réttinum til þess að ákveða sjálfir örlög sin. Hermennirnir gætu verið stoltir af þvi að hafa lagt hönd að þessu óeigingjarna verki. Þótt tveir mánuðir séu nú liðnir, siðan vopnahlés- samningarnir fyrirVietnam voru undirritaðir, berast enn daglega fréttir af átökum viða i landinu. Talsmaður herstjórnar Suður- Vietnams sagði i gær, að Norður- Vietnamar og Vietcong hefð'u rofið vopnahléið 133 sinnum á siðasta sólarhring. Stórhýsi nútimans gnæfa hér yfir farkosti fortíðarinnar, Mayflower II, sem hér sést i höfninni i Boston. Skip þetta er nákvæm eftirliking af „Mayflower” sem flutti píla- grimana til Ameriku árið 1620. jarðarhafi á þriðjudag, meðan yfir stóðu her- æfingar hjá her og flota Libýu. Sprengjurnar hittu þó ekki bátinn, sem ber nafnið „Borgea”, en frákastið frá sprengjun- um, þegar þær hittu sjóinn, var það rnikið, að olli skemmdum á bátnum. Skipstjóri bátsins sagðist hafa verið á alþjóða siglingaleiðum, þegar sprengjunum var varpað á bátinn. Komst hann til hafnar hjálparlaust, og hafði engan manna hans sakað. Rétt vika er liðin siðan tvær herþotur frá Libýu skutu á bandariska herflugvél, sem var stödd 30 milur út af Möltu, eða um 85 milum undan strönd Libýu. Tókst flugvélinni með naum- indum að sleppa undan árásar- vélunum með þvi að fela sig i skýi, og komst hún siðan heilu og höldnu til Grikklands. Bandarikjastjórn hafði sent Libýustjórn harðorð mótmæli vegna atburðarins, en i gær barst henni bréf frá Libýuyfirvöldum, þar sem þvi var neitað, að libýskar orrustuflugvélar hefðu verið þarna að verki. Talsmaður utanrikisráðu- neytis Bandarikjanna sagði i gær, að Libýustjórn hefði verið tilkynnt, að Bandarikjastjórn léti sér þetta svar ekki nægja. Vopnasmygl til IRA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.