Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 29. marz 1973. Landhelgisdeilan: Líkur fyrir fundi róðherra í apríl Llkur eru fyrir fundum Is- lenzkra og brezkra ráðherra I næsta mánuði þrátt fyrir aukin átök á miðunum, segir brezka blaðið Daily Telegraph. Blaðið telur, að þessi verði át- koman af fundum brezka sendi- herrans og Islenzkra ráðherra fyrir skömmu. Rlkisstjórnir beggja vegna eru að athuga, hvað gera skuli. 1 Bretlandi gluggar rikisstjórnin þessa dagana I skýrsiur sendi- manna, sem sneru heim frá Reykjavik fyrir tæpri viku. Gæti ákvörðun verið tekin á hverri stundu. — HH 8000 hafa skoðað Kjarvals- sýninguna Mikill straumur manna hefur legið I Myndlistarhúsið nýja á Miklatúni. Eftir þessa fjóra fyrstu sýningardaga hafa I kring- um 8000 manns skoðað Kjarvals- sýninguna, og er iiklegt, að það náigist að vera met. Nokkur hluti fjöldans hefur verið ferðafólk á vegum flug- félaganna, en ennþá hefur verið litið um hópferðir úr skólum á sýninguna. Sú sýning, sem kannski hefur hlotið meiri aðsókn á þetta mörgum dögum, er sýning Kjar- vals I Listamannaskálanum hér um árið, en þá sýningu nefndi listamaðurinn „öllum Reykvik- ingum boðið”. — ÞJM ,Synjað um inngöngu vegna sjóngalla - varð sídpsljóri' „Grípum til róttœkro aðgerða nœsta vetur," segir nemendaróð Stýrimannaskólans „Einhver heldur sjálfsagt, að þetta skilyrði sé algjör óþarfi. Svo er nú heldur betur ekki. t fyrrahaust veitti samgöngu- ráðuneytið manni á Suður- nesjum undanþágu til að vera skipstjóri, ekki stýrimaður, á fiskibát. Þessum manni mun hafa verið synjaö um inngöngu I Stýrimannaskólann vegna sjón- galla. Með þessu hefur ráöu- neytið... svlvirt alla menntun”. Þetta segir nemendaráð Stýrimannaskólansi Reykjavík, sem krefst þess, að undanþágur til skipsstjórnar verði bundnar ákveönum skilyröum. Orða- skipti hafa verið milli skip- stjóra- og stýrimannafélagsins öldunnar og samgönguráðu- neytisins vegna þess, að ljóst er, að mikill fjöldi skipsstjórnar- manna hefur ekki hlotið til þess réttindi I skóla. Nemendur vilja, að engar undanþágur veröi veittar mönnum, sem ekki hafi stýrimannapróf. tJtgerðar- maður verði.að auglýsa tvisvar I fjölmiðlum, áður en undan- þága sé veitt. Undanþágumaður víki um leiö og réttindamaður fáist. Undanþágur séu tima- bundnar og gildi fyrir tak- markaöa stærö báta, til dæmis geti maður með 120 tonna rétt- indi fengiö undanþágu á báta allt að 170-180 tonna og þess háttar. Sá, sem undanþága er fengin fyrir, fullnægi skilyröum, sem eru fyrir inngöngu I stýri- mannaskólann nú, hafi I lagi augnvottorð, almennt heil- brigöisvottorð og auk þess sigl- ingartlma. „Viö vonum þó, að starfs- menn samgönguráðuneytisins haldi ekki, að nemendur stýri- mannaskólanna llöiendalaustþá lltilsvirðingu, sem þaö hefur sýnt stýrimannamenntuninni,” segir nemendaráöið. „Við getum fullvissaö ráðuneytið um, að ef það tekur ekki nú þegar I taumana, munum viö grlpa til róttækari aðgerða næsta vetur”, segir nemendaráðið. —HH Vmsum þeim sem fást mest viö kjötvöru, nema húsmæðrum I Reykjavlk var boöið á sýningu, sem nú stendur I Afurðasölu StS á kjöti. Hér eru kaupmenn úr Reykjavlk að skoöa sýninguna og spjalla viö sérfræðinga bændasamtakanna I gærkvöldi. (Ljósmynd VIsis Bj. Bj.) Lítið ber á mótmœlaaðgerðum Hér sjáum við bifreiðina, þar sem hún stendur á vegarbrúninni eftir loftköstin Hraun ógnar stððugt fiskiðjuverunum — 9 hús fóru undir hraunið í nótt og í morgun NIu hús brunnu og fóru undir hraun I nótt og I morgun. Hraun- rennsli heldur enn áfram I Eyj- um, og talsveröur skriður er á hrauninu á stöku staö. Frá þvl um miðnætti I nótt fóru þessi hús undir hraun: Framtlðin, Vélskól- inn, Stlghús, Sjónarhóll, ólakot, Steinn, verkstæöi Hraðfrysti- stöðvarinnar og Kuöi. Hraunið stefnir nú eftir Strand- vegi, sem liggur meðfram höfn- inni, og nú eru ekki nema um 10 metrar i Fiskiðjuna, en nokkru lengra i tsfélagið. Er hraunið á mestri hreyfingu á þessum staö. Dælt er á hrauniö frá þessum stað, en enn eru þær nýju dælur, sem senda átti til Eyja, ekki komnar I gagnið. Dælurnar eru heldur ekki allar komnar, en bú- izt var við þeim I dag. Búið er aö leggja tvær 120 metra leiðslur á hraunið og á Nausthamars- bryggju eru fjórar 12 tommu leiðslur. Vestmannaey dælir einnig frá höfninni,en þar sem stytzt er frá hrauni I höfnina eru um 15 metrar og er þaö á Skans- inum. Nóg virðist vera af vatni sem stendur I Eyjum, og til dæmis telja menn I Gagnfræðaskólanum sig hafa vatn I að minnsta kosti mánuð. Rafmagn er hins vegar ekki nóg, og það verður að skammta á mannskapinn. 1 Gagnfræðaskólanum var fyrst veittur heitur, eða „volgur” matur, eins og menn orðuðu þaö i gærkvöldi. I dag er þó von á 500 kw. rafstöö til Eyja. Gas hefur veriö litið frá þvi I gærkvöldi, en nokkuö öskufall var yfir bæinn I gær. — EA við Hafnarfjörð Það munaði ekki miklu, að lltil fólksbifreið færi niöur 4 metra há- an vegarkant á gamla Keflavikuif veginum sunnan i Hvaleyrarholti við Hafnarfjörö. I bifreiðinni voru tvær konur, og mun ökumaöurinn hafa misst stjórn á akstrinum I hálkunni. Fór hún tvær heilar veltur og nam loks staðar, á réttum kili, alveg á vegarbrúninni. Konurnar tvær, sem voru I bifreiðinni munu hafa meiözt nokkuð og voru fluttar á Slysadeild Borgarspitalans. Bifreiðin er mikið skemmd. — ÓG húsmœðranna — segja kaupmenn Enn er ekki farið að bera á mót- mæiaaögerðum húsmæðra svo einhverju nemi. Aö þvi er Visi' fékk upplýst I nokkrum stærstu matvöruverzlunum borgarinnar, sem selja mjólk, hefur sáralitið dregið úr mjólkursölunni. Og sömu sögu er að segja af kjöt- sölunni. Aðeins einn kaupmannanna taldi sig hafa selt óeölilega litiö af mjólk siðan um helgi. „En ég hef þeim mun meira selt af þessum rándýra ávaxtasafa, sem kom núna nýlega á markaðinn”, sagði hann — og bætti við: „Hús- mæöureruekki aö spara krónuna, þegar þær eru aö mótmæla verö- hækkunum”. Slld og fiskur, Kjöt & Fiskur, Hagkaup, og Silli og Valdi auk nokkurra annarra stórverzlana sögðu hins vegar, að sáralltið eöa ekkert hafi dregið úr mjólkur- sölunni. „Þetta er ekkert að gagni. Við höfðum búizt við, aö það drægi langtum meira úr mjólkursölunni”, sagði einn verzlunarstjóranna. Kjötsala mun ávallt vera meö minna móti slðustu daga mánaðarins. en samt sem áöur hélt einn verzlunarstjóranna þvi fram, að salan i kjöti hafi veriö mjög góð á mánudaginn siðasta og svo aftur i gær. „Auövitað tala húsmæöurnar mikið um það, hvaö allt sé orðiö dýrt. En að þær óskapist eitthvað meira yfir verðhækkunum á landbúnaðarafuröum ööru fremur, það er ekki að heyra”, sagði sami verzlunarstjórinn. Annar kvað söluna I nýju kjöti hafa verið með minna móti þessa siðustu daga. Þaö hafi aítur á móti bætt sig upp með betri sölu i vinnsluvörum. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.