Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 7
Visir. Fimmtudagur 29. marz 1973. 7 cTVlenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: AUGUN RAUÐ Leikfélag Reykjavikur: PÉTUR OG RUNA eftir Birgi Sigurðsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson Vinnan er guðs dýrð var eitt sinn sagt. Peningarnir eru afl þeirra hluta sem gera skal stendur í Morgun- blaðinu. Gegn þessari tví- bentu siðaskoðun rís Pétur í leikritinu um Pétur og Rúnu. Vinna hans í verk- smiðjunni er honum kvöl eða böl sem hann neitar að selja sig undir til þess ein;s að ,,komast áfram". Hann kærir sig ekkert um pen- inga eða það sem við þeim verður keypt. Hann vill bara ,,lifa". Ungt fólk „í uppreisn” gegn rikjandi kerfi verðmætamats og siðaskoðana er auðvitað engin nýjung — enn siður i leikhúsinu en annarstaðar. Það er ekki langt að minnast tizkuleikrits af þessu tagi sem gekk um allar jarðir: Littu reiður um öxl eftir John Os- borne sem vel má vera að hafi haft eitthvert gildi fyrir Birgi Sigurðsson. En af einhverjum ástæðum er þetta efni tiltakan- lega brýnt i nýlegum islenzkum bókmenntum, og beinist þá upp- reisn, ádeila þeirra gegn rikjandi trú á gildi „framfara” i sjálfum sér, hagvaxtarins, vaxandi kaup- getu, i styztu máli sagt gegn þeirri siðaskoðun að „lifsþæg- indi” manna séu sjálfvirkur mælikvarði á „lifshamingju” þeirra. 1 okkar kringumstæðum verða þá nærtæk dæmi manna sem ólmast „með augun rauð” i auka- og eftirvinnu um kvöld, nætur og helgidaga að vinna fyrir hinum og þessum gæðum, húsi, bil og hlutum sem þeir hafa raun- ar aldrei tima til að njóta ef að er gáð. Þetta er einn efnisþráður i verðlaunaleikriti Birgis Sigurðs- sonar um Pétur og Rúnu. Upp- reisn Péturs er i þvi fólgin rétt og slétt að hann neitar að vinna aukavinnu. Það er skrýtið og kostulegt á meðan aðeins einn maður á i hlut. En gamanið kárn- ar ef máður hugsar sér að allir aðrir færu að dæmi hans og gengju út i sólskinið, frjálsir og glaðir, að dagvinnutimanum loknum. Þá er gervallt kerfið i voða: þá er útflutningsfram- myndir, annað að gæða þær lifi og sanngildi i raunsæislegum skáld- skap. Leikrit Birgis Sigurðssonar snýst i fyrsta lagi um eina mann- lýsingu, Pétur sjálfan, umleikinn æðimikilli velþóknun ef ekki beinni aðdáun höfundarins: Arn- ar Jónsson fer með þetta hlutverk af miklum hita, furðumiklum þokka i sýningu Leikfélags Reykjavikur við leiðsögn Eyvinds Erlendssonar. Það er ljóst að Pétur hefur öldungis afgerandi áhrif á alla þá sem hann hittir, laðar fólk að sér og hrindir þvi frá sér með litt viðráðanlegu afli. í rauninni greinist fólk sundur i sauði og hafra af viðbrögðum sin- um við Pétri og skoðunum hans. Sjálfur leggur hann áherzlu á þetta eðli sitt undir lok leiksins þar sem hann tekur sér frelsara- lega stellingu og visar frá sér móður sinni og Páli mági sinum, fulltrúum þess afls og kerfis sem hann ris i gegn, með bibliuorð á vörum: kona, sjá hér er sonur þinn! En berast verður endur- lausnareðli Péturs af skiptum hans við félaga sina i verksmiðj- unni. Af einu saman fordæmi hans snúast þeir smám saman á sama mál unz svo er komið að þeir marséra út, allir sem einn, á slaginu fimm til að njóta lifs og frelsis á bió, eða i skeljafjöru, eða bara gönguferð með Pétri. Eigi að reka Pétur kostar það að reka þá alla! Manni, fulltrúi þeirra i leiknum (Jón Sigurbjörnsson), orðar þráfaldlega þetta gildi Pét- urs fyrir þá hina, fyrirmyndar og leiðsagnara. Þessi efnisþáttur leiksins finnst mér gjalda þess til muna hversu óhlutbundinn hann verður i með- förunum, látinn upp i fullyrðing- um og slagorðum einvörðungu. Það er talað almennum orðum um vinnu, verksmiðju, fram- leiðslu, útflutning, en aldrei verð- ur lýðum ljóst að hverju Pétur eiginlega vinnur, hvers konar verksmiðju um sé að ræða, né heldur samneyti hans og félaga hans á vinnustað, eða hvað i húfi sé fyrir þá eða aðra þegar auka- vinnan bregzt. Af þessu sam- hengisleysi leiðir á meðal annars að mágur Péturs, Páll (Sigurður Karlsson) verður ósköp ólikinda- leg persóna i leiknum. En það má vera að sagan um fordæmi og áhrif Péturs hefði orðið með öllu ótrúleg ef henni hefði verið lýst i áþreifanlegum kringumstæðum lifs og starfs, raunverulegs vinnustaðar? Brotinn hörpudiskur: vinnufélagar Péturs, Pétur Einarsson, Jón Sigurbjörnsson (Manni), Pétur, Rúna. leiðslan fyrir bi og þar með hag- vöxturinn, öll verkalýðspólitik ónýt þvi að kjarabótin stafaði öll af aukavinnu, og þá þarf ekki að tala meir um viðreisn einstak- lings i samfélaginu, þvi að öjl sin lifsþægindi, húsið og bilinn og sumarleyfisferðina, átti hann að kaupa fyrir aukavinnutekjurnar. Hugmyndir og hugsjón manns Þessi hugmynd, nokkurn veg- inn svona, finnst mér hin hnyttn- asta i leiknum um Pétur og Rúnu. En eitt er að fá smellnar hug- Þrír partar manns.... Sem betur fer er ekki allt efni, skoðanir og umræða, mann- lýsingar leiksins um Pétur og Rúnu jafn beinabert og þessi þáttur hans. 1 rauninni greinist mannlýsing Péturs, lýsing þess- arar mannshugsjónar, sundur i þrjá nokkuð svo sjálfstæða þætti sem torveldlega gengur að láta loða saman, og báðir hinir siðari hygg ég að séu burðameiri en sá sem nú var getið. Hvað sem liður hugsjón hins Andinri/ efnið/ umhverfið frjálsa mannlifs mun það vera sálfræðileg staðreynd að ógern- ingur sé að lifa og elska af öllu afli allan daginn, alla daga. Skilning- ur þess arna ræður samskiptum þeirra Péturs og Rúnu, aðalefni inu þeirra i milli i þriðja þætti öðl- ast mál Péturs langmestan þunga og þrótt — myndmál spillingar, úrkynjunar óg lifandi dauða fær lif og gildi sem lýsingu hins fagra mannlifs aldrei auðnast. Þar með kona nýtur hvorki samúðar né skilnings — frekar en Rúna ef hún hefði brugðizt. Það hefði ef til vill verið vert að leggja meiri munúð, miklu holdlegri túlkun i hlutverk móðurinnar (Sigriður Hagalin) en hér var gert. Og það er bágt að sjá hvers vegnda Kiddý, vinkona Rúnu (Margrét Helga Jóhanns- dóttir) þarf að vera svo kauðaleg sem raun ber vitni. Hefði hún sýnt sig framaða heims- og tizkukonu hefðu lika orðið gleggri úrkostir Rúnu, þau gæði sem hún hafnar fyrir það lif sem hún kýs sér. Pétur og Rúna: Arnar Jónsson, Hrönn Steingrimsdóttir leiksins, sem er einkar næmlega lýst það sem það nær. Pétur og Rúna eru að flestu leyti aðlaðandi fólk, ungt og vel gert, og þau unn- ast einlæglega. Átökin og barátt- an i leiknum stafa af þvi að Rúna, orðin ófrisk, bregzt Pétri um skeið, fer að dreyma um sæmi- lega ibúð, að eignast fallega hluti, komast áfram eins og sagt er i leiknum. Það er þetta sem „kerfið” býður falt gegn auka- vinnunni. Sigur Péturs er ekki einasta i þvi fólginn að visa frá sér freistingum mammons, Páli og móður sinni, heldur fyrst og fremst i þvi að Rúna snýst til fylgis við hann að nýju, verður ljóst að þau tvö eiga saman og að hún hefur nógan kjark og dug til að standa með honum. ... Og tvær konur Hrönn Steingrimsdóttir finnst mér einkar aðlaðandi leikkona og hún lýsir Rúnu með mjög náttúr- legu móti: stúlkan er þarna eins og hún er. Hitt er ljóst að lýsing Rúnu lýtur alla tið mannlýsingu Péturs, eins konar aukageta með henni, af þvi að hugsjón hins frjóa mannlifs þarf á að halda bæði karli og konu. Það er samt meira aðfinnsluefni að leiknum að það verður alla tið einkar óglöggt i meðförunum i hverju hin sönnu gæði lifsins með Pétri eru fólgin. Hvað merkir, nákvæmlega tiltek- ið, tilkall hans til að fá „að lifa”? Þvi er kannski vandlýst — og Arnari Jónssyni tekst ekki að auka þvi efni við það sem textinn segir. Og táknmál textans um hörpudiskinn týnda og brotna læt- ur þvi miður ekki margt uppi annað en sina eigin viðkvæmni. 1 meðförunum auðkennist hinsveg- ar hinn frjálsborni maöur um- fram allt af beiskju og heift — gegn öllum þeim sem ef til vill hugsa öðruvisi en sjálfur hann og þó sér i lagi gegn móður sinni. Þegar kemur að skiptum þeirra tveggja, þriðja þættinum i lýsingu Péturs, færist mestur hiti og ástriða i leikinn. Það er glöggt að hernskureynsla Péturs, að móðir hans brást honum, stjakaði föður hans beint eða óbeint út i dauðann, seldisig undir hermenn i ástandinu, hefur mótað alla seinni lifskoðun hans. í uppgjör- er engan veginn sagt að sú hug- sjón sé ekki einnig einlæg — né heldur hitt að lifsvandinn sem leikurinn lýsir, fyrst og fremst i sambúð og samskiptum Péturs og Rúnu, sé ekki að sinu leyti full- komlega raunverulegt viðfangs- efni. En ástandsminningin, uppgjör Pétursvið þessa fortið, móðurina sem brást, sýnist manni að sé eiginlegur mótor leiksins. Þessi Hvað sem öðru liður um lifs- og heimsskoðanir, og heimsádeilu, leiksins um Pétur og Rúnu er svo mikið vist að mikið og margvis- legt efni brýzt um i leiknum. Ég er alls ekki viss um að það sé veigamikil aðfinnsla að þessari frumraun Birgis Sigurðssonar að honum tekst ekki að svo komnu aö gera þvi öllu skil, eða semja efnivið sinum sniðfast form, meira kann að vera vert um þá úrkosti efnisins sem leikurinn gefur til kynna. Það er glöggt að með verðlaunakeppni Leikfélags Reykjavikur i fyrra hefur okkur bætzt leikritahöfundur sem tekið verður eftir. An þess að hafa lesið texta leiksins virtist mér sýningin gera efni hans mjög verðug skil i þeim raunsæisstil og anda sem löngum hefur vel gefizt i Iðnó, bæði hinum sálfræðilegu innviðum og umgerð þess, t.a.m. kómiskri alþýðu- lýsingu Karls Guðmundssonar (Bilstjóri), Jóns Sigurbjörnsson- ar og Péturs Einarssonar (Vinnu- félagi). Leikmynd Steinþórs Sigurðssonar sór sig i ættina við fyrri Reykjavikurlýsingar á svið- inu i Iðnó, en þaðer vel að merkja einkum hið ytra umhverfi sem leikrit Birgis Sigurössonar á skylt t.a.m. við fyrri leiki Jökuls Jakobssonar. Leiknum var prýðilega tekið á frumsýningu. Það hygg ég að sýni sig, eins og fyrri daginn þegar vel og dyggilega er unnið að innlend- um viðfangsefnum, að hann eigi góða von um vinsældir og aðsókn fram á vor. NUTIMAKONAN VELUR Lady Braun Astronette BRflun VERKAR EINS OG LOFTP FLJÓTVIRK* ÞÆGILEG * TEKUR LITIÐ PLÁSS * EFTIRSÓTTASTA HÁRÞURRKAN Á MARKAÐINUM ! RAFEINDATÆKI SUÐURVERI STIGAHLIÐ 45 Sr-31315

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.