Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 29.03.1973, Blaðsíða 9
 Heppnisstig gegn neðsta Leeds-liðið var sannar- lega heppið að ná stigi í leik sinum í 1. deild í gærkvöldi við neðsta liðið í deildinni, West Bromwich Albion. Jafntefli varð 1-1. Albion sótti miklu meira á heimavelli sinum og með smá- heppni hefði Tony Brown átt að skora þrjú mörk. En fátt hepp- naðist — Leeds náði forustu, en rétt fyrir lokin tókst WBA að jafna. Billy Bremner hafði þá bjargað á marklinu fyrir Leeds. Eftir mark sitt lék Leeds mjög varnarleik og leikmenn liðsins fengu tiltal hjá dómaranum vegna tafa. Eftir þennan leik minnkuðu möguleikar Leeds enn á meistaratitlinum. Liðið hefur 46 stig úr 33 leikjum, en Liverpool og Arsenal eru með 52 stig úr 35 Leeds liðinu og 36 leikjum. t 3. deild var stórleikur milli Lancashireliðanna frægu, Bolton og Blackburn. Bolton hlaut sitt fyrsta tap i deildinni á leiktima- bilinu á heimavelli, þvi Black- burn vann 1-0. Bolton heldur þó forustu i deildinni með 49 stig, en siðan koma fjölmörg lið með 46 og 45 stig. Þá vann Watford Halifax; 2-1, og i 4. deild vann Chester Northampton 3-0. Tómas Kristinsson, markvörður Fram, slær knöttinn frá Steinari Jóhannssyni. Ljósmynd Bjarnleifur. íslandsmeistarar Fram enn ón stiga — Töpuðu fyrir Keflvíkingunum í Meistarakeppni KSÍ ó Melavellinum Islandsmeistarar Fram hafa ekki enn fundið sjálfa sig f Meistarakeppni KSI og kannski ástæðan fyrst og fremst, að Ásgeir Elíasson, landsliðsmaðurinn kunni, hefur ekki leikið með liðinu enn vegna náms að Laugar- vatni. I gærkvöldi töpuðu Framarar enn — nú fyrir hinum harðskeyttu Keflvík- ingum — og það á Melavell- inum. Eina mark leiksins var skorað úr vítaspyrnu af Steinari Jóhannssyni, en sigur Keflvfkinga var verð- skuldaður og þeir höfðu góða möguleika á fleiri mörkum — einkum í síðari hálfleiknum — en voru ekki beint á skot- skónum. Að visu er erfitt að dæma liðin við þærerfiðu aðstæður, sem voru á Mela- vellinum i gærkvöldi — völlurinn ■MM É1 Guðni Kjartansson (nr. 5) kominn I sóknina, en Agúst Guðmundsson hreinsar frá. Ljósmynd Bjarnleifur. þungur og blautur, og pokkar hér og þar eyðilögðu samleikinn. En Keflvik- ingar eru sterkir — það er greinilegt, og enginn lék betur en Grétar Magnús- son. Þessi sterki leikmaður hlýtur nú mjög að koma til greina i sambandi við landsliðið eftir þá góðu leiki, sem hann hefur sýnt aö undanförnu. En það sem er aðall Keflavikurliðsins er hve liðið er annars jafnt. Þar er ekki veikur hlekkur — Guðni Kjartansson greinilega i mjög góðri æfingu og bindur vörnina vel saman — ólafarnir og Steinar hættulegir i framlinunni, og Grétar og Karl Hermannsson sivinn- andi. Þrátt fyrir töp Fram i meistara- keppninni veröur liðiö gott i sumar — efniviður er þar mikill. Helgi Núma- son lék eftir langa fjarveru i gær og með meiri æfingu verður hann styrkur fyrir liðið. Þorbergur Atlason er að ná sér eftir læknisaðgerð i hné og verður með innan skamms, en Tómas Kristinsson var góður varamaður hans i gær — varði oft ágætlega i marki og bjargaði Fram frá stærra tapi. Það var nú allt annað að sjá til hans, en gegn IBV á dögunum. Guð- geir Leifsson er langleiknasti maður liðsins, en fellur enn ekki beint inn i leik sinna nýju félaga. Fyrri hálfleikurinn var heldur daufur og eina mark leiksins þá skorað úr vitaspyrnu. Það var á 36 min. og Steinar sendi knöttinn örugglega i markið. t siðari hálfleiknum var mun meira fjör og sannarlega hefðu mörkin getað „hlaðizt upp”. — Marteinn Geirsson, hinn sterki miðvörður Fram, spyrnti yfir opið mark Kefl- vikinga á 7 min. eftir hornspyrnu — á næstu min. komst Steinar tvivegis i færi, en mistókst, og enn lakar var hjá honum i 3ja sinn — á 19 min. þegar hann komst einn innfyrir, en missti knöttinn út fyrir endamörk. Þá varði Tómas mjög vel skalla frá Grétari — Helgi Númason átti skalla framhjá marki IBK úr góðu færi — og loka- tækifæri leiksins féll enn i hlut Steinars. Hann komst frir að marki, en spyrnti yfir. óvenjulegt hjá þessum mikla markakóngi að nýta ekkert af fjórum góðum færum. Hvað skeður ef menntskœl- íngar komast í 1. deíkfina? Úr Ieik Armanns og s’túdenta í 1. deildinni í körfu á sunnudaginn. Birgir örn nær frákasti I vörninni, Björn Christiansen fylgist spenntur með. —■ Mynd Bjarnleifur. Meistararennsli Gustavo Thoeni I stórsvigi á laugardag i Himnarlkisdal — eftir þaö var HM-titillinn i höfn 3ja árið i röð. Olympíu- meistarar féllu í Cardiff! Olympiumeistarar Pól- lands i knattspy rnunni byrjuðu ckki vel i riðla- keppni heimsmeistara- keppninnar gegn Wales i gærkvöldi. Leikið var I Car- diff og vann lið Wales verð- skuldaðan sigur 2-0 og getur jafnvel komið til með að ógna sigri Englands i þessum fimmta riðli HM i Evrópu. I.ið Wales lék mjög vel og sýndi fram á, að það var engin tilviijun að það náði jafntefli gegn Englandi á Wembley á dögunum i þessum riðli. Póiska liðiö var meira að segja heppið að tapa ekki með meiri mun. Snemma leiks fór Leighton James hjá Burnley tvivegis illa að ráði sinu i opnum færum — en hins vegar skoraði hann fyrsta mark leiksins á fyrstu minútu sið- ari hálfleiks. Pólska framlinan með Deyna sem aöalmann komst litið áleiðis gegn sterkum miðvörðum Wales, fyrirlið- anum John Roberts og nafna hans David Roberts, Oxford, sem lék sinn fyrsta landsleik — og ef þeir áttu skot að marki var Gary Sprake, Leeds, á sinum stað. Undir lokin reyndu Pólverjar mjög að jafna — en tókst ekki, og rétt fyrir leikslok tryggði Trevor Hockey, Norwich, sigur Wales með góðu marki eftir undirbúning Yorath, Leeds. Þessir leikmenn, sem nefndir hafa verið, ásamt Mahoney, Stoke, léku mjög vel i welska liðinu. t riðlin- um hefur England 3 stig eftir tvo leiki, Wales einnig 3 stig en eftir 3 leiki, og Pólland ekkert stig, en þetta var fyrsti leikur Pólverja i riðlinum. Visir. Fimmtudagur 29. marz 1973. Visir. Fimmtudagur 29. marz 1973. Umsjón: Hallur Simonarson — Eða verður Skallagrímur sterkastur? Úrslit í 2. deild körfuboltans um helgina Úrslitin i 2. deildinni i körfuboltanum verða ráðin á Seltjarnarnesinu um næstu helgi. Þá verða leikir milli þeirra liða, sem urðu efst i riðl- unum. Umf. Snæfell, Stykkishólmi, vann Vesturlandsriðilinn, Menntaskólinn á Akur- Eusebio bjargaði Portúgal Kappinn frægi, Eusebio, bjarg- aði landsliði Portúgal, þegar hann skoraði úr vitaspyrnu fimm minútum fyrir leikslok i leik Norður-trlands og Portúgal I sjötta riðli heimsmeistarakeppn- innar. Leikurinn var háður I Coventry — vegna óeirðanna I Belfast — og hafði irska liöið talsverða yfir- burði. Það var sannarlega óhepp- ið að sigra ekki i leiknum. Martin O’Neil hjá Nottm. Forest skoraði * mark Irska liðsins á 18. min. Þrátt fyrir stigið er irska liðið vonlaust i riðlinum eftir tap áður gegn Búlgaríu og Kýpur. Það er neðst með eitt stig. Portúgal hefur fimm stig eftir 3 lciki, Búlgaría 4 stig eftir 2 leiki — Kýpur hefur 2 stig eftir 2 leiki, og Irar eitt eftir þrjá leiki. eyri Norðurlandsriðilinn og tvö efstu liðin i Suður- landsriðliinum voru Umf. Skallagrimur i Borgarnesi og Haukar frá Hafnarfirði. A laugardaginn kl. 16.00 leika Haukar gegn IMA og siðan Skallagrimur gegn Snæfelli. Jón Sigurðsson, islendingi (nr. 10) smaskar. Jason ívarsson stekkur upp til varnar, en Þórir ólafsson fylgist spenntur með. Hvöt ofkeyrði sig gegn stúdentunum — Úrslitakeppnin í blaki verður háð um helgina íslandsmeistaramótið i blaki er nú komið á lokastig eftir keppni i riðlum viðs vegar á landinu. Til úrslita leika fjögur lið — íþróttafélag stúdenta, UMF Hvöt, íþróttafélag Mennta- skólans á Akureyri og Ungmennasamband Eyjafjarðar. Úrslitakeppnin hefst I iþrótta- húsinu i Hafnarfirði laugardaginn 31. marz með leik IS og Hvatar frá Laugarvatni. Norður á Akur- eyri leika daginn eftir UMSE og tMA. Siðastliðinn sunnudag fóru fram tveir leikir i riðlakeppninni að Laugarvatni og voru það siðustu leikirnir I Suðurlandsriðlí. Fyrri leikurinn var milli UMF tslendings og UMF Laugdæla. Framan af var leikurinn nokkuð jafn, en fyrri hrinunni lauk með sigri Laugdæla 15-13. I siðari hrinunni var heldur meiri munur og lauk henni með yfir- buröasigri Laugdæla 15-4. Siðari leikurinn var milli Iþróttafélags stúdenta og UMF Hvatar og var það jafnframt úr- slitaleikurinn um tvö efstu sætin i riðlinum. Hvatar-menn byrjuðu leikinn vel og unnu fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 15-8. t annarri hrinu mættu stúdentar mun ákveðnari til leiks og tókst að knýja fram sigur 15-13.1 siðustu hrinunni virtust Hvatarmenn vera búnir að ofkeyra sig, en stúdentar áttu hins vegar frá- bæran leik og unnu hrinuna 15-2. Úrslit i Suðurlandsriðlinum urðu þessi. 1. tþróttafélag stúdenta 6 stig. Umf Hvöt með 5 stig. 3. Umf Laugdæla 4 stig og UMF íslendingur með 3 stig. A. Þór Sigþórsson, iþróttafélagi stúdenta, laumar boltanum yfir hávörn* Laugdæla. Sigurvegararnir úr þeim leikj- um leika siðan á sunnudag sin á milli, um sætið i 1. deild næsta ár. Sá leikur hefst klukkan 18.00. Mikil óvissa er um úrslitin en ýmsir spá þó Umf. Skallagrimi sigri núna. Þeir léku i 1. deildinni i fyrravetur. Körfuboltaáhuga- menn velta þvi nú fyrir sér hvað til bragðs eigi að taka ef svo færi, að lið Menntaskólans á Akureyri sigraði i 2. deildinni. Ekki eru mörg ár siðan þeir voru nálægt sigri, þó að svo yrði ekki i það skipti. Næsta keppnistimabil áttu þeir aftur á móti miklu lakara liði á að skipa, vegna þess að flestir fyrri liðsmanna þeirra höfðu lokið námi á Akureyri og voru komnir til Reykjavikur eða annað, til náms og starfa. Að loknum úrslitaleiknum i 2. deild á laugardaginn verða tveir leikir i 1. deild.lR leikur við stú- denta og KR við Armann. Liklega verða stúdentar IRing- um auðveld bráð en leikur KR og Ármanns getur orðið mjög jafn og skemmtilegur. KRingar mega ekki tapa stigi ef þeir ætla að eiga möguleika á að sigri i mótinu og munu þvi vafalaust berjast af miklum móð en þeir eru langt frá þvi öruggir með að sigra Ar- menninga. — ÓG Muller ó skotskóm Markakóngurinn mikli, Gerd Muller, var á skotskónum i gær- kvöldi, þegar Vestur-Þýzkaland sigraði Tékkóslóvakiu 3-0 I lands- leik I knattspyrnu, sem háður var i Dusseldorf. Staðan i hálfleik var 1-0 og skoraði MuIIer markið með góðu skoti af 15 metra færi. Á 23. min. siðari hálfleiks bætti hann öðru marki við úr vitaspyrnu, en siðasta mark leiksins var sjálfs- mark tékkneska markvarðarins. Áhorfendur voru 70 þúsund og mikil ánægja með leik þýzka liðs- ins eftir vonbrigðin að unanförnu. Fyrsti sigur Búlgaríu gegn Sovétríkjunum Óvænt úrslit urðu i iandsleik Búlgariu og Sovétrikjanna I Plodadiv i Búlgaríu I gærkvöldi. Búlgarska liðið sigraði með 1-0 — og ekki nóg með það, heldur hafði yfirburði nær allan leikinn. Áhorfendur voru 15 þúsund. Þrátt fyrir yfirburðina tókst Búlgörum aðeins að skora eitt mark. Það var Dermendjiev, sem skoraöi á 21. siðari hálfleiks. Þetta var fyrsti sigur Búlgara I landsleik i knattspyrnu gegn Sovétrikjunum I 11 leikjum — Sovétrikin hafa sigrað i fimm og fimm hefur lokið með jafntefli. Reyna á við Stefánsmótið — unglinga- keppnin — sem fresta varð um siðustu helgim verður háð i Skálafelli nú um helgina. Kepp- endur eru þegar margir skráöir, þar af nokkrir utan af landi. Á laugardag kl. þrjú verður keppt I stórsvigi, en á sunnudag kl. 12 I svigi. t gær um punktamót I skiða- göngu i blaðinu á þriðjudag féll niður eitt nafn. Anna Dia Erlings- dóttir, KR, varð I þriðja sæti i flokki stúlkna 13-15 ára á 128.5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.