Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 1
63. árg — Föstudagur 8. júní 1973—130. tbl. LÆRÐI SPEKI AF SÁLUSORGARA BÍTLANNA — sjó frétt bls. 3 Matvönikaupmenn fara í stríð við heildsala „Hvort ég ætla út úr bænum um hvítasunnuhclgina? Nei, það hugsa ég ekki. Þessi helgi laðar mig ekkert út úr bænum öðrum helgum fremur’’ sagði Kristin Valdimarsdóttir, sem við sjáum hér á litmyndinni fyrir ofan. Kristin er úr Reykjavik og er við nám i meinatækni. Hún segir okkur, að henni Hki vel við fagið, en námið taki samfleytt tvö ár. „Fyrra árið er tekiö i Tækniskóianum, en hið siðara á spitala og þá fyrirlestrar stund- aðir samhliða”, útskýrði Kristin, en hún iýkur námi i haust. Stúdentspróf þarf sá aö hafa, sem fer i mcinatækni. Stúdentshúfu sina sótti Kristin til Menntaskólans i Hamrahlið. ,,Ég hef hug á að komast til starfa viö einhvert sjúkra- húsanna i borginni, eftir að námi lýkur”, sagöi Kristin, en hún var ekki tilbúin til að upp- lýsa meira að svo stöddu. — verzla ekki við heildsala, sem taka vexti af úttektarvíxlum Jú, hiklaust má reikna með þvi, að til nokkurs vöruskorts gcti komið, cf lausn finnst ekki á strfði okkar við 19 helztu heildsölufyrir- tækin, sagði einn af kaupmönnum borgarinnar i viðtali við VIsi i gær. Kaupmenn i Félagi mat- vörukaupmanna og Félagi kjöt kaupmanna hafa nú bundizt sam- tökum um að verzla ekki við þá heildsala, sem taka vextiaf vöru- kaupavixlum. Forsaga málsins er sú, að seinnihlutann i mai skrifuðu 19 heildsölufyrirtæki, sem mikið verzla meö matvæli, dreifibréf til matvörukaupmanna og tilkynntu, að eftir 1. júni yrðu teknar upp nýjar reglur i viðskiptum með matvöru og snyrtivöru. Vegna ákvörðunar Seðlabanka um hækkun vaxta væru þeir tilneydd- ir nú til aö taka 1% vexti á mánuöi fyrir vörur, sem seldar væru gegn vixilgreiðslu, eftir að úttektar- mánuði lýkur. Hingað til hefur algengasta reglan verið sú, að matvöru- kaupmenn hafa fengið vöruna til tveggja mánaða auk úttektar- mánaðarins vaxtalaust. Annað form hefur þekkzt, sérstaklega, ef fullt traust hefur ekki verið á milli aðila. Okkar starfsemi er ekki rekin með slikum hagnaði, að viö þolum aö bæta á hana 12% vöxt- um á alla úttekt hjá heildsölum, sagöi kaupmaðurinn, sem viö töluðum við. Viö skiljum mætavel erfiðleikana hjá heildsölum vegna vaxtahækkananna. Hins ^vegar teljum við það ódrengilegt að velta þessum bagga beint yfir á okkur og ætlast til þess, aö viö náum fram álagningarhækkun hjá okkur, sem þessu nemur. Þarna munar strax hundruðum þúsunda I rekstrinum á ársgrund- velli. Þvi miður hefur afkoman ekki veriö slik, að hún þoli þetta. Ég vil taka það skýrt fram, að viö erum ekki i neinum „stræk” við heildsala. A fundi matvöru- kaupmanna og kjötkaupmanna var aðeins samþykkt, að við hefðum ekki efni á þvi að verzla upp á þessi kjör. Þvi höfum við beint viðskiptum okkar til þeirra heildsala, sem ekki krefjast þess- ara vaxta, en þeir eru allmargir. t ljós hefur komið, að þeir viröast eiga meira i pokahorninu af góðum vörum eri t.d. ég hélt. Það er þvi ekki vist, að til svo alvar- legs vöruskorts þurfi að koma, þó aö heildsalarnir 19 láti ekki und- an. Þó eru óneitanlega margir helztu heildsalararnir þar á meðal, sagði kaupmaðurinn okk- ur. Vísir hafði samband við for- stjóra O. Johnsons & Kaaber, Olaf Johnson, i gær vegna þessa máls, en fyrirtæki hans er eitt af þeim nitján, sem undirrituðu dreifibréfið til matvörukaup- mannanna. Hann neitaði, að nokkurra erfiðleika gætti vegna breyttra reglna um vörukaupa- vixla. — VJ Sannur Víkingur! Ginn mesti vlkingur allra tima, a.m.k. síðan Þorgeir Hávarsson leið, hefur göngu sina I blaðinu I dag. Hrollur nefnist hann, en á frum- málinu heitir hann Hagar thehorrible, og er hann eftir Dik Browne, höfund LIsu og Láka, sem vinsæi eru af siðum Visis. Raunar er Hrollur ólíkur starfsbræðrum sinum frá fyrri öldum að því leyti, aö hannglimir við 20.öldina,og 20. aldarmenn með allri þeirri tækni og visindum, sem dunið hafa yfir. Að auki þjakar það Hroll, hvernig fjölskyldulifinu er háttað. Þaö er erfitt aðeiga son, sem neitar að láta hár sitt vaxa og þvær það á degi hverjum. Höfundurinn, Dik Brown, er Bandaríkja m aður, víkinglega vaxinn, hár og herðabreiður, um 190 senti- metrar, nær 55 ára gamall og varð fyrst kunnur fyrir um- búðarteikningar fyrir Camel, Liptonste og Sikita- banana, en sögur hans hafa öölazt mikla frægð. Hrollur er nýkominn á markað og er aö hefja söngu I fjölmörgum blööum viða um heim, enda varð þegar mikii barátta um að hreppa söguna milli blaða vlða erlendis. —Sjá bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.