Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 6
ó Vísir. Föstudagur 8. júni 1973. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ,y Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: SiBumúla 14. Simi 86611 (7 lfnur) Askriftargjald kr 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr, 18.00 einíakiö. Blaöaprent hf. Bretar teknir í gegn Bretar eiga nú mjög i vök að verjast innan Atlantshafsbandalagsins. Hver aðilinn á fætur öðrum reynir að hafa þá ofan af herskipaleiknum innan 50 milna fiskveiðilandhelgi Islands. Þessi þrýstingur kemur bæði frá einstökum þátttöku- rikjum og embættismönnum bandalagsins. Það hefur komið i ljós, að skynsamlegt var að leggja meiri áherzlu á að kæra Breta fyrir Atlantshafsbandalaginu en fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þótt báðar kærurnar hafi sitt gildi. í Atlantshafsbandalaginu eru nærri öll nágrannariki okkar og þar á meðal þau riki, sem mestra hagsmuna hafa að gæta i fiskveiðideil- unni. í fastaráði bandalagsins hafa danski og norski fulltrúinn lagt til, að Bretar kalli flota sinn aftur út fyrir 50 milna mörkin. Sú tillaga hefur án efa töluverðan hljómgrunn, þvi að það fer i taugar ráðamanna i rikjum Atlantshafsbanda- lagsins, að Bretar skuli spilla einingunni i banda- laginu með hernaðarlegu ofbeldi gagnvart einu aðildarrikinu. Atlantshafsbandalagið er reist á lýðræðisleg- um hugsjónum og gagnkvæmri öryggistil- finningu. öll riki eiga að hafa sama rétt i banda- laginu og það á að vera óhugsandi, að eitt aðildar riki sýni öðru hernaðarlegan yfirgang. Embættismönnum bandalagsins og fulltrúum aðildarrikjanna er ljóst, að hugsjónir bandalags- ins biða hnekki, ef Bretum liðst hernaðarleg vaidbeiting gagnvart Islendingum. Bandarikjamenn eru ekki einir um að hafa áhyggjur af framtið varnarliðsins i Keflavik. Norðmenn eru engu siður á sama báti. Báðir þessir aðilar óttast, að yfirgangurBreta komi nið- ur á þessum hlekk i öryggiskeðju Atlantshafs bandalagsins. Þá heldur brezka blaðið ,,The Economist” þvi fram, að Pompidou Frakklands- forseti hallist fremur á sveif með Islendingum. Landhelgisdeilan og þátttakan i Atlantshafs- bandalaginu eru vissulega tvö óskyld mál. En yfirgangur brezku herskipanna og bandalags- aðildin eru ekki óskyld mál. Þessi herskip eiga að vera undir óbeinni yfirstjórn bandalagsins. Það er þvi ótilhlýðilegt að senda þau inn i landhelgi Islands. Þetta er embættismönnum bandalagsins og fulltrúum margra aðildarrikja vel ljóst. Þess vegna leggja 'þeir nú hart að Bretum að taka sönsum i þessu máli: Betri stuðningsmenn i þorskastriðinu getum við ekki fengið. Bretar eiga nú úr vöndu að ráða. Þeir eiga þess nú kost að leggja sitt af mörkum til að vernda ein ingu bandalagsins I stað þess að sundra henni. Þeir eru i hlutverki friðspillisins, sem fær áminningar úr öllum áttum i hópi vina sinna. Þeir verða að taka mark á Atlantshafsbanda- laginu, þótt þeir taki ekki mark á rikjum þriðja heimsins, sem ráða ferðinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Brezk stjórnvöld hafa ekki tekið sönsum, þótt brezkir þingmenn og brezk blöð hafi bent á, að ís- land hljóti að sigra á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. En margt bend- | ir til þess, að þrýstingurinn frá Atlantshafs- bandalaginu sé smám saman að koma brezku 1 stjórninni i skilning um, að yfirgangur hennar sé til litils. —JK— SANNLEIKURINN ER SAGNA BEZTUR Vegna athugasemda forsætisráðherra við siðustu föstudagsgrein- ina verð ég aftur að vikja litillega að Ever- ton-málinu illræmda. Forsætisráðherra ikveðst ekki hafa skýrt frá þvi, að togarinn ^Everton væri að sökkva ifyrir norðan land og enn iværi ekki vitað, hvort mannbjörg hefði orðið. 1 sambandi við þetta tek ég istrax fram, að daginn sem Ever- ton-málið gerðist, náði ég ekki isambandi við forsætisráðherra. Það náði enginn fréttamaöur sambandi við hann þann laugar- dags-eftirmiðdag. En ég hef það beint frá brezka sendiherranum, að ummæli hans hafi verið á þessa leiö. Forsætis- ráðherra hefur siðar sagt mér, að það sé ósatt hjá sendiherranum. Hins vegar náðist á endanum isamband við Landhelgisgæzluna, og frásögn hennar var á þá leið, iað ástandið hjá Everton væri mjög alvarlegt, skipið væri orðið imjög sigið og mætti búast við þvi á hverri stundu að það sykki, ekki Tveimur dögum siðar, þegar málið liggur ljóst fyrir, kemur forsætisráðherra til að svara beinu linunni i sjónvarpið. Þar gerist það, að einn simhringjandi vikur að viðbrögðum forystu- manna stjórnarandstöðunnar með háðulegum orðum. Viðbrögö forsætisráðherra voru þar lika óheiðarleg. Hann sagði, að þeir Gylfi og Geir yrðu að svara fyrir sig og lét fylgja þvi refslegt glott. En auðvitað gátu þeir ekki svarað fyrir sig, þvi þeir voru þar hvergi nærri. Það hefði þar verið sjálf- sagt fyrir forsætisráðherra, ef hann vildi koma heiðarlega fram, að benda á það, að yfirlýsingar foringja stjórnarandstöðunnar voru byggðar á þeim röngu frétt- um, að Everton væri að sökkva. Til að hreinsa linurnar i þessu máli um trúverðugleika sýnist mér, að nauðsynlegt væri að láta fram fara rannsókn á fréttaburði og frásögnum af Everton-málinu. Hvernig i ósköpunum svo mikil- vægar fréttir gátu algerlega öfug- snúizt. Þetta er sérstaklega nauð- synlegt vegna þess, að forystu- menn stjórnarandstöðunnar byggðu mikilvægar yfirlýsingar á þessum fréttum. 1 athugasemd forsætisráðherra við siðustu föstudagsgrein mina sýnist for- sætisráðherra hins vegar hafa haft allt aðrar upplýsingar. Hvernig stendur á þvi? junai.i.cdx... .«.• dUnv. ## „Ekki rétt segir forsotisréðherra ForsætisráOherra, ólaíur Jóhannesson hefur óskað að gera athugasemd við eftir- farandi setningu I Föstu- dagsgreininni i blaðinu I gær: ..Eftir þvf sem sem mér skilst skýrði sjálfur forsætis- ráðherra landsins frá þvi, að togarinn Everton væri að sökkva fyrir norðan land og enn var ekki vitað, hvort mannbjörg hafi orðið. Hann getur þá mótmælt þvi, ef þetta er rangt.” Ráðherra mótmelir þessu sem ósönnu. væri vitaðum mannbjörg, en veð- ur væri gott og sjór sléttur. Þannig verður þetta allt mjög dularfullt. Gat forsætisráðherra haft nokkrar aðrar upplýsingar en þær, sem Landhelgisgæzlan hafði, og sagði hann þá eitthvað allt annað við brezka sendiherr- ann, sem Landhelgisgæzlan vissi ekki? Þetta er þá með öllu óskiljan- legt. Þess vegna m.a. vék ég að þvi, að Everton-málið nálgaöist það að verða islenzkt Watergate- mál. Ekki vegna þess, að neinar simahleranir eða mútur eöa slikt svinari væri i þvi, slikar hug- myndir eru auðvitað fjarri mér. En það getur kallazt islenzkt mál, hvernig forsætisráðherra Watergate-mál, vegna þess að það snertir trúverðugheit æðsta valdamanns þjóðarinnar. Og al- veg eins og eftirleikurinn varð alvarlegri hjá Nixon, eins er það kannski alvarlegast við þetta sýnist hafa undir niðri vilja til aö halda niðri upplýsinga- og skoðanamyndun. Hann er ófáan- .legur allan daginn, meðan þessir alvarlegustu atburðir landhelgis- málsins eru að gerast, að hafa nokkurt samband við fjölmiðla. Og eftir á fordæmir hann, að fjöl- miðlar skuli leita upplýsinga hjá brezka sendiherranum. Þessi for- dæming lyktar talsvert af tilraun til skoðanakúgunar. Afleiðingin af þessu varð svo hin furðulega frétt yfir þvera for- sföu Tlmans um að Everton væri að sökkva. Og þetta gerist i blaði, sem forsætisráðherra er sjálfur stjórnarformaður fyrir. Samtim- is gefa forustumenn stjórnarand- stöðunnar yfirlýsingar, þar sem þeir harma þessa atburði, af þvi að þeir standa i þeirri meiningu, að Everton sé að sökkva eða sokkinn og að mannslif hafi verið i hættu. Ekki er þó allt talið þar með. Ég hef alltaf talið, að beztu eiginleikar núverandi forsætis- ráöherra væru drengskapur og góðvild. En hins vegar hef ég áður bent á það, að i þeirri mjög erfiðu stöðu, sem hann nú gegnir, forsæti i sundurlyndri rikisstjórn með alþekktum frekjudöllum, þá sýnist hann hafa tilhneigingu til að vikja frá þvi rétta og heiðar- lega, þegar hann kemst i alvar- lega klipu. Þetta gerðist i fyrsta skipti, þegar gengi krónunnar var lækk- að og hann gaf þá furðulegu yfir- lýsingu, að stjórnin og stjórnar- flokkarnir hefðu aldrei svarið af sér gengislækkunarleiðina. Ég man nú ekki lengur, hvernig yfir- lýsing hans var orðrétt, en hún var ekki heiðarleg. Sama er að segja um þann furðulega hráskinnsleik, sem stjórnin hefur siðar leikið með áframhaldandi gengi krónunnar og töfrabrögðin með verðlagið og visitöluna. Ég er ekki að segja, aö þessi brögð hafi ekki áður verið leikin, en aldrei i jafnrikum mæli og nú. Landbúnaðarvörur eru iækkaðar i verði, þegar að þvi kemur að reikna út visitölu, en þegar búið er að reikna hana út, eru þær aftur hækkaðar þeim mun meira. Og þetta er mjög al- varlegt, þvi að hækkanir á land- búnaðarvörum hafa oröið svo miklar, að þær eru orðnar veru- legur baggi á öllum landslýð. Sama er að segja um gengis- skráninguna. Hér var tekið upp á þvi að hækka gengi krónunnar með mikilli pomp og pragt um 6%. Feikileg auglýsingastarfsemi fór fram um þetta i öllum fjöl- miðlum og það var prisað, hvað islenzka krónan væri orðin sterk. En siðan hafa nokkrar vikur liöiö og krónan hefur haldið áfram að siga og falla samferða dollaranum. Og nú hefur það gerzt þegjandi og hljóðalaust, að krónan hefur fallið aftur meira en nam hinni frægu hækkun. Þetta hefur svo i för með sér sifellda verðbólgu, sem útlit er fyrir að sprengi allt með haustinu, þrátt fyrir loðnugróðann góða. En allt lyktar þetta af óheiðarleika. Enn er sama að segja um sið- asta strikið, brottvisun brezka blaðafulltrúans, Mikaels Elliotts. Það er þvilik fjarstæða, að hann hafi á nokkurn hátt brotið af sér eða stundað nokkrar njósnir. Þessi aumingja maður gerði ekk- ert annað en að láta útlenda og innlenda blaðamenn, sem hér voru staddir, fá tilkynningar brezka flotamálaráðuneytisins um ástandið á Islands-miðum. Það er auðvitað skilyrði fyrir saknæmi um landhelgisnjósnir, að tilgangurinn sé að koma þeim til landhelgisbrjóta. Hér var alls ekki um þaö að ræða, og Mr. Elli- ott hefði aldrei orðið dæmdur fyr- ir íslenzkum rétti. Ef það var lika brot hjá honum að birta þessar tilkynningar, hvers vegna er þá ekki starfsmönnum rikisútvarps- ins og blaðanna, sem birtu þær, stefnt fyrir dómstóla og dæmdir i margra ára fangelsi, eins og sagt var að lægi við brotinu. Brottrekstur Elliotts var spark. Það getur verið, að það hafi verið réttlætanlegt i eins konar hefndarskyni við framkomu Breta á Islandsmiðum, eða til þess að koma til skila i áróðurs- strlðinu reiði okkar Islendinga og hve alvarlegum augum við litum á siðustu atburði. Þannig skal ég ekki fortaka, að það hafi vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi, að eitt NATO-riki hefði nú I fyrsta skipti visað fulltrúa annars NATO-rikis úr landi fyrir njósnir. En það breytir þvi ekki, að brottreksturinn var ranglátur og ódrengilegur, bæði gagnvart þessum einstaklingi og gegn brezku stjórninni, þar sem maöurinn hafði bókstaflega ekk- ert brotið af sér. Þó brottvikningin hafi þannig kannski getað réttlætzt af þvi okkur hafi verið nauðsynlegt að sparka duglega frá okkur, er hún i grundvallaratriðum röng, og þannig sýnist mér að hún flækist inn i vandamálið um trúverðug- leika. En hún fléttast einnig sam- an við undirstöður skoðana- myndunar. Ef Elliott hafði brotið af sér, þá var brot islenzkra blaöamanna ennþá meira aðeins viku siðar, þegar þeir skýrðu frá þvi, hvar Arvakur væri á siglingu eftir árekstrana á föstudaginn. Og það ætti þá lika að hafa veriö brot, sem varðaði islenzka blaða- menn margra ára fangelsi, að þeir birtu myndir af og lýstu eltingaleik tveggja brezkra frei- gáta við Þór á föstudagskvöldið. Auðvitað dettur engum i hug,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.