Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 12

Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 12
Á dagskrá um Þriðja deildin verður i sviðs- ljósinu um helgina og er fremur litið um að vera á öðrum vig- stöðvum knattspyrnunnar. t kvöld klukkan 20 leiða saman hesta sina á Arbæjarvelli Fylkir og Grótta á Seltjarnarnesi. Bæði félögin ung að árum en ætla sér stóra hluti i framtiðinni þegar þeim vex fiskur um hrygg. Siðan eru f jórir leikir á laugar- daginn einn i Vik i Mýrdal og hinir þrir á Austurlandi. t Vik keppa Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu og Viðir Sandgerði. t Austurlandsriðlinum, sem 6 lið eru i, leika Valur á Reyðar- firði gegn Leikni, Fáskrúðsfirði. Huginn á Seyðisfirði gegn Austra, Eskifirði, og á Hornafirði leikur Sindri gegn Spyrni frá Egils- stöðum. Allir 3. deildar leikirnir sem eru á laugardaginn hefjast klukkan 4 eftir hádegi. Golfmenn verða á stjái að venju, hæst ber þar Pierre Roberts keppnina, sem fram fer á Nes- vellinum. Segja má að keppnin sé þreföld að þessu sinni þvi auk þess að keppt er að sigri i Pierre Roberts keppninni sjálfri, gefur framhaldskeppni 24 efstu manna stig i stigakeppni Golfsambands tslands. Siðast en ekki sizt eru 5 menn að berjast um sjötta sætið i landsliðinu, sem keppir i Evrópu- helgina meistaramótinu, sem fram fer um næstu mánaðamóti Portúgal. A mánudaginn klukkan 18, hefst fyrri hluti drengja- og stúlknameistaramóts Reykja- vikur á Laugarlalsvellinum. Alan Ball fékk „reisupassann" í leiknum gegn Pólverjum STECHER BRAUT 11 SEKÚNDNA MÚRINN ENSKIR SÁRIR YFIR — tapinu gegn Pólverjum Nú eru Englendingar sárir og reiðir og skamma Sir Alf Ramsey og leikmenn landsliðsins fyrir tapið gegn Pól- verjum. — Þetta var algjör ósigur, og enska liðið var gjörsigrað og niður- lægt af sér betra liði. — Svona er tónninn i ensku pressunni og þar kemur mikil gagnrýni fram á landsliðseinvaldinn, Sir Alf. Englendingar eru þó alls ekki búnir að missa möguleikana á þvi að komast áfram i heims- meistarakeppnini, öll löndin Wales, Pólland og England eru ennþá i baráttunni. — Maðurinn, sem leiddi okkur til sigurs i heimsmeistarakeppn- inni 1966, á sök á niðurlægingunni núna — segir i Daily Mail. — England héfur sjaldan tapað leik á svo leiðinlegan hátt og sjaldan tekið ósigri eins illa. — segir blaðið einnig. Og Daily Express telur, að brottvisun Allan Ball af leikvelli i lok leiksins hafi verið verðugur endir á sýningu Englendinganna á, hvernig ekki á að haga sér á knattspyrnuvelli en skapillska þeirra hafi verið það, sem mestan svip setti á leikinn. r ;/#// 'mk. NÓ-' A^tLVNOtt 2i i- m,- RITZ 702. 6! l? 55; jurta.s«jó^)’o 'L*&. (j{ S? 61/ 5j\ppas>rtos*\fi |i« |(); V- 86 r goii>ÖV8^«-/ Jc »5: 179; SxfKZi 176 j. »8:178; 1Æ Renate Stecher austur- þýzki olympiumeistarinn i 100 metra hlaupi setti nýtt heimsmet i 100 metrunum á frjálsiþróttamóti i Tékkó- slóvakiu á þriðjudaginn. Hún hljóp á timanum 10.9 sekúndur og er þar með búin að brjóta 11 sekúndna múrinn, sem hefur verið talað um hjá konunum i 100 metra hlaupi, svipað og haft var á orði um 4 minútna múrinn i 1 milu hlaupi karla. Bezti timi Renötu var áður 11 sekúndur, sem var heimsmet þar til nú og átti Renata það ásamt Wyomia Tyus frá Bandarikjunum, Chi Cheng, Formósu og Evu Gleskovavaz frá Tékkó- slóvakiu. Nú er aðeins að biða og sjá, hvort skriðan kemur á eftir Renötu, eins og þegar Roger Bannister braut niður 4 minútna hindrunina i milunni. Magnús f stað Sigurðar Akveðið er nú, að Magnús Guömundsson KR gæti marksins hjá Iandsliðinu i leiknum gegn Færeyingum um helgina. Kemur hann þar i stað Sigurðar Dags- sonar Val, sem brákaðist á hendi i ieik fyrir nokkrum dögum. Magnús hefur verið einn af okkar beztu markvörðum um árabil, en af einhverjum ástæðum ekki fyrr leikið Iandsleik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.