Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 24

Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 24
VÍSIR Föstudagur 8. júni 1973. Tóku 60 bíld úr umferð — hreinsað til fyrir hvitasunnu Sennilcga þarf enginn aA hafa áhyggjur eða samvizkubit, cf hann er á lélegum bil, sem ekki hefur allan búnaö I lagi, þvi lög- reglan er örugglega búin aö taka hann úr umferö. í gærkvöldi og fyrrakvöld geröi lögreglan I Reykjavik „razziu” I bænum, og tók samtals 60 bila úr umferö, vegna þess aö búnaöi þeirra var áfátt. Ilátt á annaö hundraö bilar voru stoppaöir. Óskar ólason y firlögreglu- þjónn sagöi, aö þetta væri hreinsun fyrir hvltasunnuna, þvi búast mætti viö, aö mjög margir ætluöu sér út úr bænum ó farar- tækjum, sem væru mismunandi hæf til þess, Lögreglan ætlar aö koma i veg fyrir slikt, og veröur meö strangt cftirlit ú öllum vcgum um þcssa helgi. öllum, sein ekki hafa allan búnaö I lagi, vcröur tafarlaust snúiö viö til heimahaganna. Upplýsingamiðstöð í fyrsta sinn um hvítasunnuna Menn eiga varla aö vera I vand- ræöum úti á vegum eöa annars staöar vegna skorts á upp- lýsingum um þessa helgi. Umferöarráö mun starfrækja upplýsingamiöstöö alla þessa helgi, cn slik upplýsingamiöstöö hefur veriö starfrækt á undan- förnum vcrzlunarmannahelgum meðgóöum órangri. Kn þar sem búast má viö óvenju mikilli um- ferö um þessa helgi, þá er þetta taliö nauösynlegt. Miöstööin mun veita öllu fcrðafólki þær upp- lýsingar, sem hún hefur á boö- stólum, t.d. um ástand vega o.fl. Kins og fyrr veröur stuttum þáttum útvarpaö frá miöstöðinni, og eru upplýsingar um út- sendingartima að finna i dag- bókinni i dag. Simi upplýsingamiðstöðvar- innar er 83600. —ÓH íslendingar, veiðið ekki síldina okkar! segir formaður brezku síldarútvegsnefndar- innar. „Þeir útrýmdu síldinni sinni" Formaður brezku síldarút- vegsnefndarinnar i Kdin- burgh, dr. W. J. Lyon Dean, gagnrýndi þau rök okkar islendinga, aö við færum út landhelgina til verndar fiski- stofnunum. „Þeir útrýmdu eigin sfldarstofni og hafa nú einskoröaö sildveiöar sinar út af hinum skozku Hjaitlandseyjum. Það er ekkert, scm hindrar islendinga i aö veiöa alveg aö 13 mílna mörkunum, en ég hef mikiö á móti nærveru þeirra, meðan brezkir togarar einnig á alþjóða- fiskimiðum er skipað út fyrir 50 milna landhelgina, sagöi dr. Dean. Kf islendingum væri full alvara með verndun fiski- stofna, mundu þeir viöur- kenna, að brezki sildarstofn- inn á á hættu aö verða ofveiddur, sagöi doktorinn. Hann bætti þvi við, aö aðeins ætti að leyfa helming af þeim sildveiöum, sem nú eru stundaðar i Noröursjónum til að byggja upp sildarstofninn aftur. . —VJ Sameinuðust gegn ráðherra Fulltrúar launþega og atvinnurekenda tóku afstöðu gegn viðskiptaróðherra við verðlagningu steypu. — Nóg að gera við hœkkanir Mikill hávaði hefur verið að undanförnu i Verðlagsnefnd út af verðlagningu á steypu, en nefndin hefur þó haft nóg annað að gera við að leyfa ýmsar hækkanir. Þó að nefndin hafi nú leyft 20% hækkun á steypuverði frá i fyrra, er langt frá þvi, að steypustöðvarnar uni við sitt. ,,Það stendur einhvers staðar i lögum, að Verðlagsnefnd beri ábyrgð á þvi tjóni, sem hún gæti valdið með röngum ákvörðunum. Það væri kannski ekki vitlaust að fara að láta reyna á það, sagði einn steypustöðvarmaðurinn i gær. Þaö var i gær, sem nýtt steypu- verð var ákveðið, en þá var ekki liðin nema vika, siðan verð hafði verið ákveðið á steypu. Astæöan var sú, að viöskiptaráðherra lét fulltrúa sinn i nefndinni, formann hennar, þröngva i gegn tillögum um steypuverð, sem var i and- stöðu við tillögur verðlagsstjóra. Þetta verð, sem viöskiptaráð- herra lét formann nefndarinnar koma með inn i nefndina var samþykkt með atkvæðum full- trúa launþega, sem ekki töldu sig geta stutt tillögu verðlagsstjóra um hærra verð. Steypustöövarnar fóru hins vegar i kringum þessa verð- ákvörðun. Bættu ofan á verð við- skiptaráöherra ýmsum gjöldum eins og vatnssparagjaldi, jöfnunargjaldi o.fl., sem varð til þess, aö raunverulegt verð var hærra en það, sem verðlagsstjóri lagði til, að það yrði. t gær tók verðlagsnefnd þvi steypuverðið til ákvörðunar aftur og samþykkti tillögu verðlags- stjóra, og voru fulltrúar launþega og atvinnurekenda sammála i af- stöðu sinni gegn atkvæöi formanns nefndarinnar, fulltrúa viðskiptaráðherra. Þetta þýöir 20% hækkun frá i fyrra, en jafn- framt, að verð á steypu á aö lækka frá þvi, sem verið hefur undanfarna viku, þar sem jöfnun- argjald og vatnsspari eiga að vera innifalin i veröi steypunnar. Grunnverö steypunnar skal vera 1500 krónur rúmmetrinn miðað við staðgreiöslu. Verölagsnefnd hefur verið dug- leg við að ákveöa hækkanir upp á siðkastiö. Þannig hækkaði neyzlufiskur innanlands um 11- 13% I gær, rúgbrauöum 24% og gasolia um 12,8%. Þá hefur Verölagsráð land- búnaðarins heldur ekki legið á liöi sinu. Búvörur hækkuðu almennt i fyrradag um 3-12%. Að meðaltali munu hækkanirnar hafa numið um 6% á þeim tima, þegar reiknað var með þvi, aö þessar vörur lækkuðu til almennings vegna aukinnar niöurgreiðslu. — VJ ’l - .sli. ^rZJMS Krlendu feröamennirnir munu liklega komast aö raun um, aö Reykjavik veröur daufleg um hátiöina. Þessir amerisku feröamenn voru aö iliuga matarframboðið á Sögu I gærkvöldi, en þar er þeim kynnt islenzka tizkan og rammísienzkur matur. Þessar konur voru aö fá sér bita af hráu hangikjöti meö sósu úr sýröum rjóma og varö ekki annað heyrt en aö vel bragöaöist. Síðasta blað fyrir hvíta- sunnu Blaðið i dag er siðasta tölublað Visis fyrir hvitasunnu- hátiðina. Næsta blað kemur út upp úr hádeginu á þriðju- dag n.k. Visir óskar lesend- um sinum gleðilegr- ar hátiðar. 14 hugmyndir um framtíð Þingvalla Fjórtán tillögur bárust i hug- myndasamkeppni um framtið Þingvalla, og verður verðlaunum úthlutað seinna i dag og til- lögurnar sýndar almenningi nú um helgina. Skipulagsstjórn rikisins efndi til samkeppninnar um skipulagn- ingu Þingvallasvæöisins i sam- vinnu við Þingvallanefnd og Arki- tektafélag tslands. Verðlaun eru alls 600 þúsund krónur, auk heimildar um 100 þúsund að auki. 1. verðlaun eiga að vera ekki minna en 300 þúsund. —HH Á AÐ NOTA SNJO í DAL - EÐA SKOÐA SKJÓNU? Fæstir hafa sennilega eirö í sér til að vera aögeröarlausir heima þá löngu helgi, sem nú fer I hönd. Kn hvað skal þá til bragös taka? Gera má ráö fyrir, aö unglingana fýsi flesta að sækja útiskemmtun- ina I Þjórsárdal, þar sem boöiö er uppá fjölbreytta dagskrá alla helgina. Kn þaö eru skipulagðar fleiri ferðir en endilega i Þjórsár- daiinn, — og það verður aö sjálf- sögöu ýmislcgt um að vera i borginni lika eins og endranær. Ferðafélag Islands hefur skipulagt ferðir til að minnsta kosti þriggja staða um þessa helgi. 1 fyrsta lagi, tvær ferðir i Þórsmörk, þar sem gist verður i skála Ferðafélagsins i Langadal. 1 öðru lagi er skipulögð ferð á Snæfellsnesið á morgun, laugar- dag, og i þriðja lagi vakir fyrir félaginu að fara i Landmanna- laugar, þar sem gist verður i skáia félagsins fram á mánudag. Ferðafélagið er trúlega eini aðilinn, sem gengst fyrir skipu- lagðri ferð i Landmannalaugar, en til hinna tveggja fyrrnefndu staða fara aftur á móti fleiri aðilar, eins og t.d. Farfuglar, sem ætla að dveljast i tjöldum i Þórs- mörk yfir helgina og eru fyrir- hugaðar skoðanaferðir um ná- grennið. A Snæfellsnesið fara, auk Ferðafélagsins, að minnsta kosti tveir aðrir aðilar, sem vitað er um, nefnilega úlfar Jacobsen og Guðmundur Jónasson. Hópurinn, sem Úlfar fer með samanstendur að langmestu leyti af Þjóð- verjum. Svo virðist sem Snæfells- nesið sé vinsælasti ferðamanna- staðurinn um þessar mundir. Þeir, sem ekki hafa tök á að fara úr bænum, gætu þó alltént látið það eftir sér að heimsækja apana og sæljónin i Sædýra- safninu i Hafnarfirði. Nú, eða þá farið i Dýrasafnið við Skóla- vörðurstiginn, þar sem henni Skjónu hefur nýlega verið stillt upp til sýnis. Kvikmyndasýningar verða alla dagana nema hvitasunnudag og skemmtistaðirnir verða sömu- leiðis opnir sömu daga. Þeir veröa þó ekki opnir lengur en til miönættis á laugardaginn. Þá má ekki gleyma þvi, að Hestamannafélagið Fákur gengst fyrir kappreiðum og góöhesta- sýningu á annan dag hvitsunnu og er búizt við æsispennandi keppni. Eins má geta þess, að golfkeppni stendur yfir á golfvellinum á Seltjarnarnesi. Knattspyrnu- mönnum er hins vegar visað uppá Arbæjarvöll, en þar fer fram i kvöld keppni á milli Gróttu og Fylkis. , Þeir á Seltjarnarnesi hafa skipulagt þriggja daga útihátið fyrir sina unglinga, og hefst sú hátiö á morgun. Dagskráin ræðst mikið af veðri, en hún stendur frá morgni til kvölds og lýkur með kvöldvöku. ,,Hjá okkur er nú bara snjór i dal”, sögðu þeir á Isafirði, þegar Visir grennslaðist fyrir um þeirra áætlanir. Má búast við, að Isfirðingar noti snjóinn vel um þessa helgi. A Akureyri og nágrenni eru engin skipulögð hátiðahöld, nema dansleikur á annan i hvitasunnu. Óskað hefur verið eftir þvi, að Vaglaskógi verði lokað yfir helgina að fenginni reynslu frá fyrri árum. En heyrzt hefur, að einhverjir ráðgeri að fara fram Eyjafjörðinn. —ÞJM — ústand vega yfirleitt gott Vegaástandiö núna er þannig, að vegir eru flestir í sæmilegu ástandi, nokkrir ófærir á Vest- fjöröum og likt ástand á Aust- fjörðum. Fjarðarheiði er undir snjó. — Sjú núnar tilkynningar í dagbók bls. 18

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.