Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 08.06.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 8. júni 1973. rimsm-- Hvað ætlið þér að gera um hvita- sunnuna? Hans A.H. Jónsson, verzlunar- stjóri: Ég ætla mér aö laga bilinn og undirbúa hann fyrir sumarið. Svo þarf lika að dytta aö húsinu, og ef gott veröur veöur, ætli mað- ur fari þá ekki með krakkana i biltúr. Helga Haraldsdóttir, Iþrótta- kennari: Ég er nú aö flytja norður i sumar og fer núna um hvita- sunnuna, þannig að enginn timi gefst til skemmtanahalds, nema þá helzt aö syngja i bilnum á leið- inni. Eyjólfur Jónsson, bilasmiður: Ég ætla að vera i bænum, og ef veörið verður gott, ætla ég að slappa af i sólinni, en ef það verður á hinn veginn, þá fer ég bara að vinna mina eigin vinnu. Garðar Harðarson, sjómaður: Ég býst við að fara út á sjó á morgun og það á Norðursjóinn, þannig að timi til skemmtana gefst senni- lega ekki fyrr en um næstu jól. Eina skemmtunin verður, ef maður kemst yfir Visi annað veif- ið. Ólöf Jónsdóttir, barnapia: Ég veit það nú eiginlega ekki. Kannski verð ég i sumarbústað hjá ömmu minni, og kannski skrepp ég upp i Þjórsárdal til að sækja eldri systur mina. Ólafur Jensen, rafvirkja- meistari: Ætli maður dytti ekki eitthvað að húsinu, og ef veðrið verður gott, þá má vera, að ég fari eitthvað út úr bænum. Nýbreytni útvarpsráðs Bókaunnandi hringdi: ,,Það gladdi mig, þegar ég sá i fréttatima sjónvarpsins sagt frá bók Njarðar Njarðvik. Sjónvarpiö hefur þá loks séð sig um hönd og breytt þeim fáránlegu reglum, sem bönnuðu, að nýrra bóka væri getiö i fréttapistlum þess. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Heitir það staðir ? I.istunnandi skrifar: Svo virðist sem ekki sé búið að gefa sýningarhúsinu á Miklatúni fast nafn ennþá. Sumir frétta- Það er sem sé búiö að breyta þessu, og ég vildi óska útvarps: ráði... og þá sérstaklega for- manni þess ...hjartanlega til hamingju með þessa skynsam- legu ráðstöfun. Ég átti alltaf von á þvi, að það yrði breyting til bóta, þegar skipaður var jafn- skynsamur maður i starf for- manns útvarpsráðs eins og Njöröur P. Njarðvik”. Rvíkurlögreglan hefur annan hótt á hundunum Sundhettur í laugunum Hvenær ætla augu forráða- manna sundlauga borgarinnar að opnast fyrir þvi, hversu frámuna- legur sóðaskapur það er að leyfa öllu þessu siðhærða fólki — kon- um jafnt sem körlum — afnot af laugunum, án þess að nota sund- hettur? Það er ekkert geðslegt að sjá löng hár fljóta á vatninu og fá þau milli fingranna, þegar synt er. Margt af þessu fólki er meö hár niður að mitti. Sumir e.tv. með sæmilega hreint hár, en þeir, er koma aðeins endrum og eins, eru oft með mjög óhreint hár og sér maður þá stundum vera að nudda óhreinindi og fitu úr þvi i lauginni. Fólk, sem á annaö borð hefur ráð á þvi að fara i laugarn- ar, hlýtur einnig að hafa ráö á þvi að kaupa sér sundhettur einu sinni á ári (eða sjaldnar). Það er þvi sjálfsögð krafa,-að settar verði upp auglýsingar i alla bað- klefa um að allt þetta siðhærða fólk verði að nota sundhettur i laugunum. Er ekki hægt að fá sundkennara borgarinnar til liös i þessu máli? Hvernig væri að venja skólabörnin á þrifnað og hleypa þeim ekki i laugina nema með sundhettur á höfði? Ekki ætti peningaleysi að vera til fyrir- stöðu, svo mikil virðast auraráð barna og unglinga vera nú á dög- um. Sund laugagestur. Svavar Pálssun, Spltalastlg 7, kom aö máli við okkur: „Hundeigandi vestan af fjörð- um varð fyrir barðinu á lög- reglunni i Kópavogi, eftir þvi sem maður les i VISI, og hann gat þess að lögreglan i Reykjavik væri þekkt að öðruvísi vinnubrögðum en hann lýsti hjá Kópavogslög- reglunni. Mér finnst ég mega til að lýsa minum skiptum af Reykjavikur- lögreglunni, sem mér finnst hafa komið þó mjög drengilega fram við hundaeigendur — að minnsta kosti mig. Þann 20. mai, sem var sunnudagur, var ég staddur úti á hlaði hjá mér i glampandi sól- skini og -hjá mér hundur minn, Kátur. Mér varð litið af honum við verkið, sem ég var að vinna, og var hann horfinn, þegar ég gætti að næst. Ég fór að svipast um eftir hon- um, og varð þá á vegi minum litill drengur, sem sagðist hafa séð lögregluna á ferli i hverfinu. Frómt frá sagt varð mér hálfbilt við. En nokkru siðar rakst ég á lögreglujeppann og gaf mig á tal við lögregluþjónana. „Nei, þeir höföu ekki séð hund- inn. — En haföi ég tilkynnt hvarf hans niður á lögreglustöðina?” — Nei, það hafði ég ekki gert. Þeir gerðu það þá fyrir mig i gegnum talstöðina. Þeir létu þó ekki þar við sitja, heldur buðu mér aöstoð sina viö að leita að hundmum i hverfinu og hsttuekki fyrr en hundurinn fannst að þrerh timum liönum. Dóttir min sagði mér af þvi lika, að hún var stödd á Lauga- vegi og Kátur með henni, þegar lögregluþjónn kom að máli við hana Hann benti henni ákveðið á að það væri ekki skynsamlegt fyrir hana aö vera með hundinn á ferð á fjölförnustu umferðargöt- hann hefði verið kurteisin sjálf og unni og visaði henni heim með vingjarnleikinn, þótt hann hefði hann. En dóttir min sagöi, að verið ákveðinn”. HRINGIÐ I síma 8-66-11 KL13-15 Formaður Dýraverndunarsambandsins um lögregluna í Kópavogi: „STÓRKOSTLEG VALDNÍÐSLA" Þannig hljóðar «7. grein stjórnarskrár lýðveldisins tslands „Eignarétturinn er friðhelgur. Engan má skvlda til að láta af liendi eign sina, nema almenningsheill krefji, þarf til þess laga- fyrirmæli, og komi fullt verð fyrir.” Þetta er inngangurinn að bréfi, sem formaður Sambands dýra- verndunarfélaga islands, Asgeir Hanncs Eiriksson, hefur sent okkur, en það hljóðar svo: „Yfirvald Kópavogskaupstaðar hefur sýnt rösklega framgöngu siðustu daga við þá miður geð- felldu iðju að aflifa dýr þegnanna sinna, jafnt sem gestkomandi manna. Embættismaður kaupstaðarins lætur hafa eftir sér i blaöaviðtali, að hundar, öðrum dýrum fremur, séu fyrirvaralaust réttdræpir inn- an byggðarlagsins. Þar sem framangreind yfirvöld hafa bersýnilega grafið upp striðsöxina, vill Samband dýra- verndunarfélaga Islands leyfa sér að benda á réttarstöðu dýra: I 13. gr. laga um dýravernd frá 1957 segir m.a.: „Ekki er þó heimilt að farga skepnum eða taka þær frá aðiljaeða neyta ann- arra þeirra úrræða, sem valdið geta aðilja miklum fjárútlátum eða miklu fjártjóni, nema héraðs- dýralæknir — eða yfirdýralæknir, þarsem ekki er völ á héraðsdýra- læknum — hafi lýst sig samþykk- an slikum aðgerðum. Veita skal aðilja tækifæri til að tjá sig um slikar aðgerðir, áður en til þeirra er gripið.” Þess skal getið, að þessi laga- grein á við, þegar aðbúnaði að dýri þykir ábótavant. Það væri atvinnurógur að væna yfirvöld Kópavogskaupstaðar um vanþekkingu á þeim lögum, sem þau þiggja laun fyrir að fram- fylgja. Ætla má, að þeim séu þau að fullu kunnug og þvi heyi yfir- völdin nokkurs konar prívatstrið, svipað og Don Quixote við vind- myllurnar forðum Allt að einu gengur þessi ókristilega framkoma svo mjög i berhögg við landslög og betri vit- und a-lls góðs fólks, að við svo búið má ekki una. Embættismenn i kaupstað geta á engan hátt tekið sér i hendur vald dómstóla, frekar en stöðu- mælaverðir mega ýta bifreið brotlegs ökumanns ofan i Sunda- höfn ...eða eftirlitsmanni vin- veitingahúsa leyfist að skjóta ungling með falsað nafnskirteini. Hafi einhver búsettur i Kópa- vogskaupstað gerzt brotlegur við lög að mati yfirvalda, skal sækja viðkomandi til saka. Falli dómur i þá átt, að um t.d. óleyfilegt dýrahald hafi verið að ræða, skal dómþola gert að ráðstafa dýrum sinum annað. Dauðadómur er niðurfelldur hérlendis. Gildir það jafnt fyrir þá, sem bana með- bræðrum sinum, eða fyrir snæris- þjófa og einnig fyrir dýr lands- manna. Ahöld eru um, hvort hundahald sé leyfilegt i kaupstaðnum. Sam- band dýravfél. Isl. vill itreka þá skoðun sina, að með heilbrigðis- reglugerð skv. lögum frá 1969 féll úr gildi reglugerð frá 1958, sem innihélt bann við hundahaldi. I núgildandi reglugerð er þvi ekk- ert hundabann og hundar jafn- réttháir og aðrir ibúar. Lögregla Kópavogskaupstaðar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.