Vísir - 08.06.1973, Page 7

Vísir - 08.06.1973, Page 7
Vísir. Föstudagur 8. júni 1973. cyyienningarmál Sigurður Egill Garðarsson skrifar um tónlisf: Það sem úrslitum rœður Pólýfónkórinn: TÓNLEIKAH 31. mai og 5. júni, 1973. Stjórnandi: Ingólfur Guöbrands- son. Undanfarna daga hef- ur Pólyfónkórinn haldið tónleika i tilefni af söng- för til Norðurlanda, sem annars vegar er farin til þess að syngja inn á hljómplötur. En það er i fyrsta sinn sem gefnar verða út hljómplötur með söng kórsins. Þetta er fjórða utanlandsferð kórsins, en fyrsta ferð hans til Norðurlanda. Kórinn hefur æft tvær efnisskrár til fararinn- ar, hin fyrri er trúarlegs eðlis, kirkjutónlist, og var flutt i Kristskirkju, Landakoti, en hin seinni veraldlegs efnis, og var hún flutt i Austurbæjar- biói s.l. þriðjudags- kvöld. Það var sérstök stemmning yfir tónleikum kórsins í Kristskirkju. Hér fór saman sérkennilegur hljómburður byggingarinnar og svo hin milda birta kvöldsólar- innar inn um glugga á vesturhlið kirkjunnar. Hljómburðurinn er sérstakur. Það örlar á bergmáli án þess þó að vera mjög truflandi, og það var sem hljómburðurinn félli einstaklega vel inn i kirkju- tónlist endurreisnar- og baroktimabilsins sem flutt var fyrir hlé. Að syngja — að lifa Tónleikarnir hófust með Exu- late Deo eftir Alessandro Scar- latti (1660—1725) sem var flutt af viðeigandi reisn og myndugleik. Þar næst var Jubilate Deo eftir Orlando Di Lasso (1532—1594) og Auf dich traue ich, eftir Heinrich Schutz (1585—1672) sem fengu of keimlika meðferð og misstu þá að islenzkir blaðamenn verði dregnir fyrir rétt fyrir það að segja ýtarlegar fréttir af höfuð- máli islenzku þjóðarinnar. Þegar frásagnir af staðsetningu varð- skipa fléttast þar inn i, verður að fara eftir aðstæðum, hvort birta megi nöfn varðskipa. tslenzkur almenningur telur, að i fréttafrá- sögn eigi að birta nöfn af skipum og mönnum, sem koma við sögu. Þó er auövitað fjarstæða, að blaðamenn verði dregnir fyrir rétt, þegar ekki er um að ræða þann tilgang að koma upplýsing- um til veiðiþjófa. En þrátt fyrir það, trúverðug- leikavandamálið og þær hótanir til islenzku fjölmiðlanna, sem fel- ast i Elliott-málinu og i þeim yfir- lýsingum, að ekki megi tala við brezka sendiherrann, hvila nú þegar eins og dálitill skuggi yfir fjölmiðlunum. Og þegar menn sjá, að óheiðarleiki og ódrengi- leiki getur brotizt út, þegar að kreppir, getur þetta mál orðið talsvert alvarlegt. Það er leitt, þegar einn sá mað- ur i rikisstjórninni, sem maður taldi, að væri grandvarastur og drengilegastur, sér sig knúinn til að gripa til slikra ráða, ef hann kemst i klipu. Auðvitað er hann innan um úlfa, en hér má vitna i orð annars ráðherra i útvarpinu nú i vikunni, manns sem hefur sérstaklega gert sér far um i margföldum vanda að beita leik- reglum drengskapar, en hann sagði: „Sannleikurinn er alltaf sagna beztur.” Þorsteinn Thorarensen spennu sem myndast þegar hugarfar textans er látið móta meir túlkunina. Ave Maria eftir Josquin Des Prés (1540-1621) reis hæst af þeim verkum sem flutt voru fýrir hlé, — stórglæsi- lega flutt, sérstaklega byrjunin. Karlaraddir hefðu þó getað staðið sig betur. En það háir að vissu marki jafnvægi raddanna hve fá- ir þeir eru á móti kvenfólkinu, og gerir það hlutverk þeirra mun erfiöara þegar á reynir. Byrjanir hefðu mátt vera mun betri og öruggari. Siðasta verk fyrir hlé var Stabat Mater eftir Giovanni P. Palestrina (1526-1594) fyrir tvo 4 radda kóra Hér kom það fram sem áður hefur verið sagt, það er ekki nóg að syngja nóturnar og syngja vel textann, það verður að lifa hvort tveggja og þá næst sá árangur sem keppt er að. Þetta ber ekki að skilja svo að flutning- urinn hafi verið lélegur á þessum tónleikum, þvert á móti. En hann var of mattur til þess aö skara fram úr. Siðari hluti tónleikanna var til- einkaður islenzkum tónsmiðum. Fyrst var Gróa laukur og lilja, eftir Hallgrim Helgason, við texta eftir Guðmund Friðjónsson. Þetta er mjög aðlaðandi verk og reis hátt i meðförum kórsins. Þar næst Lausnarinn Kóngur Kriste (úr Graduale) eftir Fjölni Stefánsson, hefðbundið verk i sálmalagastil. Hér kom fram vafasamur framburður i texta verksins, er orðið —ungu— hljómaði: ú-hú-hú-ngu. Þetta verður að laga. „Svovittum heim er sólin fer” einnig eftir F-jölni Stefánsson, fékk mun betri texta- framburð. Hér er um að ræða at- hyglisvert verk sem á sennilega eftir að heyrast oftar. Crucifixus eftir Gunnar Reyni Sveinsson er einnig mjög at- hyglisverð tónsmið, en þó á annan hátt, sérstaklega endirinn sem er stórfenglegur. Hins vegar var ekki nógu vel gengið frá tónhendingum i söng kórsins. Requiem-Kyrie-Dies irae (In memoriam Jón Leifs 1968) eftir Pál Pampichler Pálsson, nær stórfenglegum áhrifum með svo til öllum hugsanlegum brögðum. Þetta jaðraði við ofnotkun. Hér hefði meiri sparsemi jafnvel náö sterkari áhrifum. Hins vegar er greinilegt að hér liggur mikil og góð vinna að baki. Siöast á efnisskránni voru tvö verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson: Lofsöngur engla og Lofsöngur Daviðs. Lofsöngur engla er greinilega mun betra og áheyri- legra verk en Lofsöngur Daviðs, sem olli mér vonbrigðum eftir fyrra verkið, sérstaklega hvað notkun textans snertir. Flóðgáttir opnast Seinni tónleikar Pólyfónkórsins hófust með Nu fanget an, eftir Hans Leo Hassler (1564—1612). Hér vantaði meira öryggi i flutn- ing verksins sérstaklega i byrjun. Musica die ganz lieblich Kunst, eftir Johann Jeep (1581—1644) fór mun betur af stað þótt fyllsta öryggi vantaði. Orlando Di Lasso (1532—1594), Bon jour mon coeur, og svo Lasciate mi morire eftir Monteverdi (1567—1643) voru mun betur flutt, hins vegar voru tónhendingar ekki opnaðar sem skyldi og innlifun hefði mátt vera meiri. Sama er að segja um: In pride of May eftir Thomas Weelkes (1575—1623) það var eins og kórinn tryði ekki þvi sem hann söng. En hin innri sannfæring mun ráöa úrslitum þegar á hólminn er komið. Þetta kom greinilega fram þegar: My bonny lass eftir Thomas Morley (1557-1603) var endurtekið og klappað upp. En þá opnuðust flóðgáttir innri sannfæringar og dansandi gleði i frábærri túlkun söngfólksins. Síðari hluti efnisskrárinnar var tileinkaður islenzkum tónskáld- um eins og á fyrri tónleikunum: Fyrst voru tvö þjóðkunn verk eft- ir Pál Isólfsson, hið sivinsæla Marluvers og „Blitt er undir björkunum” hvort tveggja úr Gullna hliðinu eftir Davið Stefáns son. En bæði verkin hafa fyrir löngu sungið sig inn i hjörtu landsmanna- Mariuvers hefði mátt vera ivið hraðar hlutt, og karlaraddirnar mega vanda sig betur á háu og erfiðu raddsviði. Siðara verkið var mjög vel flutt. Þar næst var Islenzkt vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórarinsson við texta eftir Halldór Laxness. Verkið var flutt með heillandi dapurleika og klappað upp. En inntökur tókust betur við endur- tekt. Næst: Visur Vatnsenda- Pólýfónkórinn fór i fyrradag i söngför til Norðurlanda — æfingum undir förina lauk með tvennum tónleikum I Reykjavík. lngólfur Guðbrandsson söng- stjóri. Rósu, islenzkt þjóðlag i raddsetn- ingu Jóns Asgeirssonar. Flutningurinn fór ójafnt af stað en náði fótfestu er á leið. Þetta verk var einnig klappaö upp og endurtekið. Þar á eftir komu Ástarraunir (vikivaki), islenzkt þjóölag i raddsetningu Emils Thoroddsen, sem var mjög vel flutt. Hér var hljómur eöa tónblær kórsins mjög góður. Þetta verk var siðar endurtekið sem aukalag. Næst voru verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Fyrst: Riður, riður hofmann i rauðan skóg, við kvæði Halldórs Laxness. Þetta verk er i mjög svo þjóðlegum stil, án þess þó að tapa ferskleika, textaframburður var frábær og viötökur áheyrenda mjög góðar. Siðan komu tvö lög úr Jazzkantötu við mjög athyglis- verð ljóð eftir Birgi Sigurðsson „Sannlega segi ég yður” og „Þitt lif er það orð”. Bæði mjög vand- virknislega flutt. Hér eru á ferð- inni nýstárleg og mjög aðlaðandi verk, sérstaklega hið fyrra. Tónskáldinu var mjög vel fagnað. Siðasta verkið á þessum tón- leikum var: Timinn og vatnið (Steinn Steinarr) eftir Jón As- geirsson. Hér náði kórinn stór- kostlegum flutningi á köflum i þessu seiðandi og áhrifamikla verki sem fékk mjög góðar við- tökur hjá áheyrendum, og eins tónskáldið. Þrekvirki unnið Það er greinilegtað það vantar enn herzlumuninn á að takmarkinu sé náð i söng og túlkun kórsins. Hins vegar ber hann þess greinileg merki að kórinn muni ná mun betri árangri þegar á hólminn er komið. Hér liggur gifurleg vinna að baki, þrekvirki sem að mestu er unnið i fristundum af hinu efnilega söngfólki og þeirra ágæta stjórnanda Ingólfi Guðbrands- syni. FRETTIR VERÐA TIL Eftirtektarverð frétt birtist i sjónvarpi i fyrrakvöld. Þar var frá þvi greint að nú væri útkijáð langvarandi deiiumál á milli rit- höfunda og bókaútgefenda og sjónvarpsins um það hversu haga skuli fréttaflutningi af nýútkomnum bókum. I sjálfu sér hefur sjónvarpið hingað til tekið skiljanlega og skynsamlega afstöðu i þessu máli. Það blasir við sýn hverju barni að ógerningur er að geta i sjónvarpsfréttum allra bóka semút koma: þegar hæst ris bóka- flóðið á haustin mundu liklega engar fréttir aðrar komast að. Það verður ekki heidur séð, að sjónvarpi beri nokkur skylda við útgef- endur eða rithöfunda til að geta i sérstökum fréttum allrar þeirra framleiðslu á bóka- kauptið jólanna, þó svo útvarp og blöðin hafi bundið sér þann bagga á herðar. En forstöðumenn sjónvarpsins hafa farið næsta kynlega með sinn skynsamlega mál- stað. Það er ekki mikil frétt út af fyrir sig, að rithöfundarsemji og forlag gefi út nýja bók. Þótt margar bækur komi út frá ári til árs eru ekki nema fáar þeirra, sem heitið geta frétt- næmar. Og frá slikum bókum á vitaskuld að segja i sjónvarpsfréttum þegar þær koma út eins og hverjum öðrum markverðum tiðind- um. Hver á að meta hvað séu fréttnæmar bækur? Það á fréttastofan vitanlega að meta sjálf eins og aðrar fréttir sem hún flytur. En það er að sjá að i verki hafi legið blátt bann, eöa þvi semnæst.við þvi að orðið „bók”, hvað þá meir, heyrðist i sjónvarpsfréttatimanum. Sjónvarpi ber ekki frekar en blöðunum og útvarpinu skylda til að ganga undir merki útgefenda i hóflausri auglýsingakeppni þeirra i óða-kauptið jólanna. Þvert á móti er vert og skylt að vinna eftir mætti gegn okkar einhliða útgáfusiðum — með þvi að leggja stund á flutning, kynningu, umræðu bók- mennta i aðra tima árs og árið um kring. Bókakauptiðinni er sjálfsagt að gera skil i frásögum og fréttaþáttum, eftir þvi sem efni standa til. En bókmenningu i landinu er áreiðanlega litill akkur i þrotlausum út- varpslestri úr nýútkomnum bókum holt og bolt á markaðnum eins og tiðkast hvert haust. Eða þá viðllka sjónvarpsþáttum ef til þeirra kæmi. Þetta mál var áður reynt að leysa i haust með sérstökum fréttaþætti um nýjar bækur sem manni utan sjónvarps Eiriki'Hreini Finnbogasyni borgarbókaverði, var falið að annast. En nú hefur sem sé verið ákveðið að flytja bókafréttirnar inn i fréttatimann sjálfan — samkvæmt reglum sem frétta- stofunni hafa verið settar, að sögn sjónvarps- fréttarinnar i fyrrakvöld. I þessum fréttum á að geta um frumsamd- ar islenzkar bækur og ritverk sem berast kunna sjónvarpinu og teljast hafa listrænt og / eða fræðilegt gildi til að bera, segir þar. Ennfremur má geta um meiriháttar erlend ritverk sem þýdd séu á islenzku. En ekki I leyfist að segja frá blöðum, timaritum eða i bæklingum — hvers sem merkisrit af þeirri gerð éiga að gialda I fréttaflutninenum. Ekki er fréttastofu sjónvarps falið að annast sjálfri þennan fréttaflutning heldur fenginn sérstakur ráðunautur um val bóka til umgetningar: Stefán Júliusson, bókafulltrúi rikisins og útvarpsráðsmaður. Ber að senda bækurnar til hans og hann sendir áfram til sjónvarpsins þær bækur sem hann mælir með að getið sé um, sagði ennfremur i hinni undirfurðulegu sjónvarpsfrétt. Spurði nokkur: hvað á að verða um hinar? Eða hvað skyldi hafa gert það brýnt að leysa þennan vanda einmittnú I vor, þegar fáar sem engar bækur koma út?_Og þó: Almenna bóka- félagið, Mál og menning hafa gefið út bækur i vor. Og skammt er siðan út kom hjá Helga- felli islenzk listasaga. En að svo mæltu var birt hin fyrsta frétt; sem sjónvarpinu hefur borizt með þessum hætti. Þar var sagt frá nýútkominni ljóðabók, Lestinni til Lundar, eftir Njörð P. Njarðvik, formann útvarpsráðs. Þannig verða fréttir til. Guð láti gott á vita!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.