Vísir - 08.06.1973, Side 15

Vísir - 08.06.1973, Side 15
o*o*o« Visir. Föstudagur 8. júni 1973. 15 George Harrison, Three Dog Night og Barry White! I þættinum Tiu á toppnum á morgun verða kynnt þrjú ný lög. Nýtt lag með George Harri- son, Give Me Love. Nýtt lag með Threé Dog Night, Shambala og nýtt lag með bandariska söngvaranum Barry White, I’m Gonna Love You Just a Little Bit More Baby. Tvö fyrrnefndu lögin eru á fullri ferð upp vinsældalista viða um heim og lag Barry White er nú alveg upp við toppinn i Bandarikjunum. „VÆRI EKKI TIL NílNS AÐ HITTA HINA BÍTLANA" iC Hin nýja LP plata Wings, Red Rose Speedway, er nú I efsta sæti i Bandarikjunum og lagiö My Love er einnig i efsta sæti listans yfir 45 snúninga plötur. En engum Bitlanna liefur tekizt að eiga samtímis plötur I efsta sæti á báðum listunum, eftir að þeir slitu samstarfinu, nema McCartney núna. Wings eru nú að leggja upp i sitt fyrsta hljómleikaferðalag um England og i tilefni þess héldu þau blaðamannafund til að tala um hina nýju plötu sina og hið fyrirhugaða hljómleika- ferðalag. En eins og búast mátti við snerust spurningar blaða- mannanna fyrst og fremst um Bitlana, fortið þeirra og fram- tið. En nú skulum við heyra smávegis af þvi, sem fram fór á þessum fundi. Ég er ánægður með, hvernig Wings eru núna, sagði Paul McCartney. Mér finnst ég góður. Mér likar við mig. Já, mér finnst ég stórgóður, og ég kann vel við mig, en þið? Ég veit, að stundum er ekki svo, en ég reyni að skilja þá hlið máls- ins lika, alveg eins og stundum kann ég ekki við ykkur, þó þið gerið það! Spurning: Hvað finnst þér um siðustu plötu John Lennons? Paul: Hann hefur nú ekki gert mikið undanfarið, er það. Sp.: En það sem hann gerði með Elephants Memory? Ég óska honum bara hins bezta, en ég hlusta ekki mikið á það, sem hann er að gera. Ég hlusta miklu frekar á Stevie Wonder eða reggae (tónlist frá Jamaika), það er meira við okkar hæfi. Sp.: Þú spilaðir á plötunni hans Ringo? Jú, vegna þess að hann er vinur minn. Ég mundi spila með Alltó Rod Stewart, ef hann bæöi mig. Sp: Hittirðu hina Bitlana oft? Ég hitti þá eiginlega aldrei, enda væri það ekki til neins. Við náðum takmarki okkar, og það er ekki hægt aö ætlast til, að viö endurtökum það. Við gerðum allt, nema vinna deildarbikar- inn. Það eina slæma var, hvernig þetta endaöi. Við héld- um alltaf, aö okkur myndi ganga vel sem einstaklingum, en svo hefur þó ekki verið. Að öðru leyti höfum við náð tak- marki okkar. Sp.: John gagnrýndi þig mikiö um tima, jafnvel á plötum sin- um? Hann meinti það á þeim tima. Þegar hann sagði þessa hluti, þá tók ég þá i fyrstu illa upp og hugsaði, sá er aldeilis með skit- kast, en þá gerði ég mér grein fyrir þvi, að þetta var hans vandamál, ekki mitt. Sp.: Þú býst auðvitað ekki við, að Wings verði eins stórt númer og Bitlarnir voru? Af hverju „auðvitað ekki”. Bitlarnir voru strákar frá Liverpool, sem sóttust eftir heil- miklu. Nú hef ég þaðallt saman. Mig langar að spila, mig langar að lifa lifinu og skemmta mér. Sp: Hver finnst þér eftir- minnilegasta Bitlaplatan? Please Please Me. Sp.: t alvöru? Já Please Please Me Fjórtán stundir, búmm, fullgerð. ” _ Sp.: Af hverju heldur þú, að allir hérna séu að mestu leyti að spyrja þig sömu spurningarinn- ar? Vegna þess að þeir halda að bitlarnir geti komið saman aftur,_ klikk, og haldið áfram eins og ekkert hafi i skorizt En það á aldrei eftir að ske. Sp.: Hvað fannst þér um gagnrýnina, sem fyrsta Wings platan fékk? Fyrstu mánuðina hugsaði ég, guð minn góöur, þetta tekst aidrei, við verðum gagnrýnd i hvert skipti sem við opnum munninn, vegna þess að við er- um ekki The Beaties. En þetta hefursamt tekizt furðanlega, og við verðum alltaf betri og betri. Sp.: Einhverjar áætlanir eftir hljómleikaferðalagið? Ekkert okkar þekkir raun- verulega lifið, og ég lifi þvi bara. Þess vegna veit ég ekki, hvað muni ske, þegar þessu ferðalagi er lokið, nema það að sumarið biður okkar. A meðan þessu fer fram, hefur Linda nóg að gera með aö verja sig. Sp.: Hvað segir þú við þaö fólk, sem segir, að þú kunnir litið fyrir þér i tónlist? Linda: Ég er að læra. Ég geri mér grein fyrir þvi, að ég er að byrja, og þvi meirsem ég spila, þvi betri verð ég. Nú er ég t.d. að læra á Moog og Mellotron. Annars var ég aldrei gagnrýnd fyrir tónlistarkunnáttu mina, áður en ég giftist Paul, þess vegna hefur það ekki áhrif á mig núna. Sp: Sumir segja, að þú hafir eyðilagt Paul. Hvernig hjálpaðir þú honum? Ég hjálpaði honum mest, þegar Bitlarnir hættu. Það var erfitt timabil fyrir hann. Hljóm sveitin hans búin að vera og öll þau illindi, sem þvi fylgdu En ég var þar til að hjálpa honum. Sp.: Hvað fannst þér, þegar þú heyrðir um stúlkuna, sem skrifaði um ástarsamband sitt við Paul? Hún ætti að vera hreykin af sjálfri sér. Hún hefur þá allavega reynt einn bólfim- an. Annars mundi ég aldrei skrifa um kynferðislif mitt. I’aul McCartncy cr drýgindalegur á þessari mynd, engu síður en i viðtalinu, scm við hirtum hér til hliðar. Þar segir liann m.a. frá viðhrögðum sinum við niði John Lcnnons og margumræddri endurvakningu The Beatles. plötunni er fullkomið... George Harrison: Living in the Material World. Það eru aldeilis læti i þeim bitlabræörum núna. Paul á toppnum, George með nýja plötu og væntanleg er ný plata með Ringo. Það er orðið langt siðan George Harrison sendi frá sér plötu, og þvi kominn timi til að fá að heyra i honum. Hvernig er svo útkoman eftir allan þennan tima? Hún er stórkost- leg, og vist er, að biðin borgaöi sig. Eftir að hafa hlustaö á Living in the Material World, er ég sannfærður um, að þessi plata er sú langbezta, sen nokkur þeirra bræðra hefur gert. Allt er fullkomið hvar sem á plötuna er litið. Tökum t.d. hljóðfæraleik- inn, hann er frábær, þó sérstak- lega trommuleikur þeirra Jim Keltners og Ringos. En frábær- astur allra er þó George Harri- son, en hann sér einn um allan gitarleik á plötunni og er hann mjög fjölbreyttur. Harrison sannar þarna, að hann er einn af þeim örfáu súper-gitarleikur- um, sem til eru. Það er eitthvað heillandi við þessa plötu, maður getur bara ómögulega hætt að spila hana. Jafnvei þó maður ætli nú að fara að pæla i einhverju öðru þá er það ómögulegt, og innan stundar er Living in the Materi- al World farin að snúast á fónin- um. Maöur slappar af gleymir sér og nýtur þessarar frábæru tónlistar. George Harrison ásamt undirleikurum sfnum aö plötunni „Living In The Material World”. Þaö er Ringó Starr, sem situr lengst til vinstri við boröið, en aörir á myndinni eru auk Harrison : Nicky Hopkins, Gary Wright, Klaus Voormann, Jim Keltner og Jim Horn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.