Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 8. ottdber 1966. TÍWIWW BORGARMÁL Útlit í fisksölumálum borg- arinnar hið ískyggilegasta AK,-Rvik, föstudag. — Það er I stafanir til fisköflunar. Kristján nú augljóst, að mikil hætta er á Benediktsson, borgarfulltrúi Fram þurrð á neyzlufiski í fiskverzlun- sóknarflokksins flu^ji því eftirí^ir um í Reykjavík í haust og vetur, andi tillögu á fundi borgarstjórn- ef ekki verða gerðar sérstakar ráð ar í gærkveldi. BÆNDUR Hafið þér gert yður grein fyrir því hve LAND - ROVER diesel er hagkvæmur í rekstri, fjölhæf og traust landbúnaðarbif- reið? „Borgarstjórn Reykjavíkur fel- ur borgarstjóra að taka nú þegar upp viðræður við þá aðila, sem annast fisksölu í borginni, með það fyrir augum að kanna, hvaða ráðstafanir nauðsynlegt sé að gera til að tryggja sem bezt, að allar al- gengustu tegundir af nýjum fiski verði fáanlegar í borginni næsta vetur.“ í framsöguræðu sagði Kristján, að menn spyrðu ef til vill, hvaða ástæða væri til þess, að borgar- stjómin færi að skipta sér af þess um málum fremur en verzlun með aðrar vörur. Því væri til að svara, að fiskur væri ein brýnasta neyzluvara manna, og þegar skort ur yrði, hlyti borgarstjórnin að reyna að skerast í málið. Þessi skortur hefði hvað eftir annað gert vart við sig síðustu vetur, og þá orðið örðugt um úrbætur í skyndi, ef engin fyrirhyggja hefði verið höfð. Útlitið i þessum málum væri nú sérstaklega ískyggi legt. Þegar væri fiskskortur í búð- um, fisksalar yrðu að sækja það litla, sem fengist, langan veg með ærnum kostnaði, og keppst væri um hvern ugga, sem að landi LAND - ROVER disel getur áreiðanlega full nægt kröfum yðar og þörfum, og þér ættuð að athuga, ef þér viljið fá yður traustan, afl- mikinn og þægilegan bíl, hvort lausnin sé ekki LAND - ROVER diesel. VERS UM KR. 203 ÞÚS. LAHQ^ -mOVER Land-Rover diesel er afgreiddur með eftirtöldum búnaði: Alúmínium hús — með stórum opnanlegum hliðar gluggum — Miðstöð og rúðublásari — Afturhurð með varahljólsfestingu — Aftursæti — Tvær rúðu þurrkur — Stefnuljós — Læsing á hurðum — Fótstig beggja megin — Innispegill — Tveir útispeglar — Sólskermar — Dráttar- krókur — Dráttaraugú að framan — Kílómetra hraðamælir með vegmæli — Smurþrýsti- og vatnshitamælir — H. D. afturfjaðrir og sverari höggdeyfar aftan og framan — Stýrishöggdeyfir Eftirlit einu sinni eftir 1500 km — Hjólbarðar 750x16. Lausnin er Land-Rover diesei Borgín veitir ekki íbúða- lán, sem heitið var í vor Sími 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA 1 if '&ji •.* .*■ • Laugpvegi 170-172 AK-Rvík, föstudag. — Á fúndi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær gaf borgarstjóri þær upplýsingar við fyrirspurn Einars Ágústssonar að kosningatillaga sú, sem íhald- ið flutti í borgarstjórn 1 marz í 'vor um 100 þús. kr. aukalán frá Byggingarsjóði borgarinnar út á litlar íbúðir, mundi ekki koma til framkvæmda á þessu ári, eins og Engin námsstjór: á gagnfræðasitgi AK-Reykjavík, föstudag. — Það kom fram á borgarstjórnarfundi í gær, að enginn námsstjóri hefur enn verið ráðinn fyrir gagnfræða- stigið í Reykjavík í stað Magnúsar Gíslasonar, sem fengið hefur árs- leyfi frá störfum. Þessar upplýs- ingar voru veittar sem svar við fyrirspurn. Kristjáns Benedikts- sonar um það, hvaða ráðstafanir fræðsluyfirvöld borgarinnar hafi gert varðandi námsstjórn fyrir gagnfræðaskólana eftir að fyrrver andi námsstjóri lét af störfum á sl. sumri. Þegar fræðsluráð Reykjavíkur veitti Magnúsi leyfið, fylgdi bók- un þess um, að þegar yrði ráðið í starfið í stað hans. Hins vegar hefur ekki verið meira að gert, og engu líkara en málið hafi gleymzt. Skólastjórar gagnfræða- skólanna hafa hins vegar skrifað menntamálaráðuneytinu og fræðsluráði bréf, þar sem þeir mælast eindregið til þess, að mað- ur verði þegar ráðinn í starfið. fcæmi. Eina hjálpræði nú væru | nokkrir dragnótabátar, en leyfis- tÍTna þeirra lyki um miðjan mán- uðmn, og þá teldu fisksaiar, að engan fisk yrði áð fá. Höfuðmeinsemdin er raunveru- lega sú, að fískútgerð í Reykjavík er að leggjast niður. Það er ekki vitað nú með neinni vissu um einn einasta bát, sem gerður verði út á haustvertíð í Reykjavík. Þessi mál hljóta því að lenda í full- komnu öngþveiti, ef ekki fékkst að koma á betri samvinnu en nú er milli þeirra aðila, sem öflun og sölu fisksins annast. Hér vantar öfluga fiskmiðstöð, og sá_ vísír sem allmargir fisksalar hafa til stofnað hefur ekki fengið starfs- skilyrði og líklegt að hún gefist upp. Hér eru þrír aðilar, sem verzla með fisk í heildsölu eða reyna að standa fyrir öflun fisks fyrir smásala. Það er Fiskmiðstöðin, sem áður var nefnd. Hún hefur haft þrjá báta, en líkur benda til 1 að engum þeirra verði komið til veiða frá Reykjavik í haust. Fisk- höllin á einn bát, og hann er á fjarlægari miðum, og Sæbjörg sæk ir nú neyzlufisk með æmum kostn aði vestur að Rifi. Borgarfulltrúar tóku almennt undir nauðsyn þá, sem tillagan fjallar um og voru sammála um nauðsyn einhverrar fyrirhyggju í málinu. Þó fékkst borgarstjórnar meirihlutínn ekki til að samþykkja hana óbreytta, heldur vildi fela framkvæmdastj óra BÚR athugun málsins í stað borgarstjóra, og skyldi hann senda borgarráði skýrslu að rannsókn sinni lokinni. Þannig breytt var tíllagan sam- þykkt. gert hafði verið ráð fyrir, og er þetta ein afleiðingin af hinni bágu fjárhagsafkomu borgarinnar. Fyrirspurnir Einars voru ann- ars svohljóðandi: „Hinn 17. marz sl. voru sam- þykktar í borgarstjórn tillögur um íbúðarbyggingar, þar sem m.a. var ákveðið, að Byggingarsjóður Reykjavíkurborgar veitti allt að 100 þús. króna lán út á litlar ibúð ir. Spurt er: A. Hefur borgarráð gengið frá reglum varðandi lánakjör og ann- að í sambandi við lán þessi? B. Hefur byggingarsjóðurinn nokkurt fé til ráðstöfunar á þessu ári til þessara lána?“ Borgarstjóri sagði, að tillagan hefði falið í sér samþykkt um að veita 400 slík lán að upphæð 100 þús. kr. hvert á árunum 1966—60, en ekki hefði enn verið gengið frá reglum um þessar lánveitingar, en félagsmálastjóri borgarinnar hefði þær í smíðum. Einar ÁSústsson þakkaði svör borgarstjóra en kvaðst viss um, að ýmsum yrði það vonbrigði, að ekki yrði staðið við fyrirheit um þessi íbúðalán á þessu ári. Illt væri, þegar slík loforð væru gef- in en ekki efnd. Lánsfjárkreppan væri mikil, og ýmsir hefðu ef til vill byrjað á íbúð í trausti á þessi viðbótarlán. Þeir munu hafa fagn að fyrirheiti borgarinnjr í vor. Kvaðst Einar skora á borgarstjóra að gera gangskör að því að lán- veitinga þessar hæfust sem n'lra fyrst, því að þörfin væri biýa Á VÍÐAVÁNGI Uppgjafavitni Gísli Magnússon segir m.a. í grein í Einherja, blaði Fram- sóknarmanna í Norðurlandi vestra: „Öll fjárfesting er skipulags- laus. Tugum og hundruðum milljóna er ausið í framkvæmd ir, sem engan arð færa þjóðar- búinu, þótt fáir einstaklingar kunni þar að draga vænan drátt. Þarna má ekki stinga við fótum. Það væru „höft.“ Framloiðslan er afskipt um lánsfé. Samvinnufél., sem sam kvæmt#hinum háþróaða félags- málaskilningi Morgunbl. eru „þröng sérhagsmunaklíka, eru afskipt um lánsfé. Þó er þeim gert að skyldu að láta af hendi milljónir af aflafó sinna ’mörgu félagsmánna til frystingar, í Seðlabankanum. Þetta og því- umlíkt eru ekki „höft,“ sam- kvæmt skilgreiningu hagfræði- prófessorsins. Það er frelsi, dæmigert íhaldsfrelsi. Snöru má ekki nefna í hengds manns húsi. Stöðvun verðbólgunnar Ríkisstjórnin lofaði í önd- verðu að stöðva verðbólguna. Lífverðir hennar hafa að vísu borið á móti þessu, þ.á.m. hag- fræðiprófessorinn. Hann kemst raunar ekki fram hjá hinum frægu og hreinskilningslegu ummælum Óláfs heitins Thors. En hann er nógu forsjáll til að segja: „Ég fyrir mitt leyti legg allt annan skilning í þessi ummæli hans, er stjórnarand- stæðingar í seinni tíð hafa svo oft vitnað til.“ Hinn persónu- legi skilningur hagfræðipróf- essorsins á mæltu máli er sem sé annar og sjálfsagt æðri miklu öllum skilningi almenn- ings. Ríkisstjórnin hefur ekki get að efnt loforð sitt um stöðvun verðbólgunnar. Þetía vita allir. Hún hefur ekki einu sinni haft neina raunhæfa tilburði í þá átt að hamla gegn hraðvexti verðbólgunnar, heldur hið gagnstæða. íhaldaprófessorinn og sálu- félagar hans vilja firra ríkis- stjórnina allri ábyrgð á ástand inu. Prófessorinn segir í Mbl. 23. júní: „En á - framleiðslu- kostnaðinn getur hið opinbera lítil bein áhrif haft, þar sem hann er fyrst og fremst kauj gjald þeirra, sem að fremleiðs' unni vinna, en kaupgjaldið e ákveðið af samningum mill atvinnurekendanna og laur þega, sem ríkisvaldið getur a? eins haft óbein áhrif á“. Hann minnist ekki á reksti arvörur atvinnuveganna, ekk. á vexti. ekki á skatta. sölu- skatt né aðra. Hafa þessir lið- ir þá engin áhrif á framleiðslu- kostnaðinn og þróun verðbólg- unnar? Hefur hið opinbera beitt áhrifum sínum til lækk- unar þessum liðum — eða hækkunar? Sér bara kaupgjaldið Prófessorinn sér ekkert nema kaupgjaldið. Og þar leyf- ir hann gér að umhverfa þeim sannleika, að það eru ekki at- ^innurekendur heldur sjálft ríkisvaldið, sem verið hefur hinn raunveruLegi samningsað ili gagnvart launþegum i öll- um meiri háttar kjarasamning um að undanförnu. Prófessorinn talar um óheið * hls H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.