Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 7. október 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasöiu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Reynslan af stjóm Sjálfstæðisflokksins Það má segja, að Sjálfstæðisflok'kurinn hafi farið með stjórn síðan í árslok 1958 eða samfleytt í átta ár. Að vísu fór stjórn Alþýðuflokksins með völd fyrstu ellefu mánuð- ina á þessu tímabili, en hún var raunar ekki annað en leppstjórn Sjálfstæðisflokksins, átti líf sitt alveg undir honum og fylgdi vilja hans í hvívetna. Síðan samstjórn þessara flokka var mynduð í árslok 1959 hefur Sjálfstæðis fiokkurinn alveg ráðið stefnunni- Menn hafa því verið að kynnast því seinustu átta árin, hvernig það er að búa við stefnu Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd. Það verður ekki sagt, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ver- ið óheppinn með árferði. Aldrei hefur verið meira góð- æri á íslandi, aflabrögð aldrei verið jafngóð, verðlag út flutnimgsvara aldrei verið jafn hagstætt. Aðstaðan hefur því verið eins góð og hún hefur getað bezt verið til að ná góðri útkomu. ^ Hvernig er þá ástatt eftir þetta mikla góðæri og eftir átta ára stjórn Sjálfstæðisflokksins? Aðalblað flokksins, Mbl. hefur verið að svara þessari spurningu undanfarna daga. Mbl- hefur keppzt við að rök- styðja, að það sé eðlilegt ástand, að stærsta bæjarfélagið, Reykjavíkurborg, búi við greiðsluvandræði og sé í stöðug um vanskilum. Það hefur bent á þessu til áíéttingar, að þannig sé ástatt hjá öllum þorra fyrirtækja.Mbl- gæti bætt því við, að daglega fjölgar þeim fyrirtækjum, sem eru að hætta starfsemi sinni og hafa tvö stærstu frystihús lands- ins gengið þar á undan. Ekki stafar þessi afkoma atvinnuveganna af því, að Iaunþegar hafi tekið sér of stóran skammt. Kaupmáttur tímakaupsins hefur ekkert aukizt síðan 1958, þótt hann hafi aukizt um 30—40% í mörgum löndum á sama tíma. Hafi afkoma sumra launþega eitthvað batnað á þessum tíma, stafar það eingöngu af lengri vinnutíma. Þannig er þá útkoman af átta ára.stjórn Sjálfstæðis flokksins. Hvernig halda menn að.yrði þá útkoman hjá flokknum ef hann ætti að fara með stjórn, þegar árferði yrði eitt- hvað lakara en það hefur verið undanfarin ár? Hvað finnst þeim um þessa útkomu, atvinnurekendun um, sem trúðu því fyrir átta árum, að allt myndi batna og lagast, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi stjórnina? Hvað finnst þeim um þessa útkomu, launþegunum, sem trúðu því fyrir átta árum, að hagur þeirra myndi breyt- ast og batna, þegar Sjálfstæðisflokkurinn færi að stjórna? Og hvað býður Sjálfstæðisflokkurinn atvinnurekend- um og launþegum í dag? Forsætisráðherrann læzt ekki sjá, að neitt fari aflaga og fullyrðir því á laðamannafundi, að afkoma atvinnu- veganna sé betri en oftast áður. Aðalblað Sjálfstæðisflokksins, Mbl., segir, að það sé eðlilegt ástand, að fyrirtækin búj við greiðsiuvandræði og séu í vanskilum. Sjálfstæðisflokkurinn býður m.ö.o. upp á óbreytt, á- stand, óbreytta stefnu. upp á greiosluvandræði og van- skil, upp á samdrátt og stöðvun fleiri og fleiri fyrirtækja Innan fárra mánaða kémur forsætisráðherra til kjós- enda og biður þá að kjósa annað hvort Sálfstæðisflokkinn eða Alþýðuflokkinn til að tryggja það, að þjóðin búi áfram við sjálfstæðisstefnuna — þ.e. núv. stjórnarhætti. Svör kjósenda ættu vissulega að bera þess merKi, að þeir væru orðnir reynslunni ríkari. ____TIMINN__________________________________________________5 mniiwiamiiifiiiniimiiiwimmin■ iinii-ir ir n i . IStytt grein úr „The Times#/ Miðaldra kynslóöin drottnar á flestum sviðum í Bandaríkjunúm Skilgreining Adlai Stevensons á miðaldra manni og ungum i BANDARÍKIN eiga sér ráð- andi stétt, sveipaða samsæri þagnarinnar. Þetta er kynslóð- in, sem þorir ekki eða hirðir ekki um að flíka heiti sinu, „miðaldra“. Þessi fimmtungur þjóðarinnar á aldrinum milli fertugs eg sextugs (43.800.000) situr engu að síður á valdastól- unum, gerir reikningana og tek ur þær ákvarðanir, sem mestu ráða um líf hinna fjögurra fimmtunga þjóðarinnar. Enginn hefur mátt vera að því að kanna þetta aldursskeið af neinni gaumgæfni, þar sem það er tiltölulega nýtt fyrir- bæri og áberandi bandarískt að auki. Æviskeið hinna fornu Grikkja og Rómverja var um 33 ár að meðaltali. Allt fram um 1900 gátu Bandaríkjamenn ekki gert ráð fyrir að ná fimm tugs aldri. Svo er framförum í læknis- og lyfjafræði fyrir að þakka, að nú er ævi manna orðin til muna lengri, og eink- um hefur tognað úr henni um miðbikið. Hvenær er maður þá mið- aldra? Að líkamsorku nær mað urinn hátindi 21 árs, en þaðan hallar lítið undan allt til síðari hluta sjöunda tugsins, að hrörn unarsjúkdómar taka að læðast að. En öll aldursflokkun verð- ur fremur að teljast lúta félags- legum og sálfræðilegum reglum en líkamlegum staðreyndum. Við hina ströngu þjálfun geim- faranna hefur sannazt, að mað- urinn er fær um að tvöfalda líkamsþrótt sinn löngu eftir tuttugu og eins árs aldur, en fimm hinna þjálfuðu geimfara eru komnir yfir fertugt. Líkam legir möguleikar sérhvers mið- aldra manns eru sennilega jafn sérstæðir fyrir hann einan og fingraförin hans. UNDANGENGNA þrjá ára- tugi hefur breytzt mjög skiin- ingurinn, sem lagður er í miðj- an aldur. Nú á tíð láta orð Franklins P. Adams undarlega í eyrum: „Miður aldur tekur við, þegar þú ert enn of ungur til að byrja golfleik, en of gamall orðinn til þess að þjóta að og frá tennisnetinu". Miðaldra menn nútímans eru ekki ein- ungis hvarvetna á ferli úti í nátt úrunni, heldur „stökkva þeir yfir netið“. Þeir sigla, skríða á snjó- og sjóskíðum og kafa naktir. Þeir stunda sund, göng- ur og klifur, veiða fiska og dýr, liggja úti og eru hvarvetna á kreiki. Þetta er fremur kyn- slóð þátttakenda en áhorfenda. Þeir af kynslóðinni, sem aldnari eru eða komnir yfir fimmtugt, bera sérstök ein- kenni. „Við erum hluti af þjóð- inni, sem kreppan gekk yfir“, segir einn þeirra. „Við búum á vissan hátt yfir góðlátlegu glaðlyndi þeirra, sem af korp- ust“. Þetta er kynslóð víðsýni og göfuglyndis, og anda, sem nær sér aftur eftir raun. Hún hefur öðlazt fullvissu þess. að hún hafi verið revnd og ekki reynzt áfátt. Ef til vill t>efur enginn einstaklingur ráðið iafn miklu um álit samtímanc a þessu aldursskeiði og John F Kennedy. Hann var fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem nú er við völd, þroskaðist í síðari heimsstyrjöldinni og mótaðist af ógæfu og allsnægtum tuttugustu aldarinnar. EINSTAKLINGAR þessarar kynslóðar standa við stýri í bandarísku þjóðlífi í ríkisstjórn, menntun, trúmálum, vísindum, viðskiptum, iðnaði og samgöng- um. Æðstu menn ríkisstjórnar- innar eru allir miðaldra, allt frá Johnson forseta, sem er 58 ára, og Humphrey varaforseta, sem er 55 ára. Meðalaldur öld- ungadeildarþingmanna 100 er 57 ár, en meðalaldur þingmanna fulltrúadeildarinnar er 7 árum lægri. 63% þeirra Bandaríkja- manna, sem hlotið hafa Nóbels verðlaun undangenginn áratug, hafa verið milli fertugs og sex- tugs. Stjórnendur 15 helztu há- skóla Bandaríkjanna eru að meðaltali 55 ára. Af 900 stjórn endum 300 stærstu hlutafélag- anna eru aðeins örfáir, sem ekki eru á aidrinum mildi fimmtugs og sextugs. Engir fá hærri laun en mið- aldra mennirnir. Meðalaldur manna með 10.000—15.000 dala árstekjur er 46 ár, en meðal- aldur þeirra, sem hafa 15.000 dali í árstekjur eða meira, er 49 ár. Það kann að virðast sjálfsagt, að miðaldra menn ráði ríkjum. En raunin hefur þó ekki ávallt verið sú. John Paul Jones stýrði eigin skipi 21 árs og Pitt yngri varð forsætisráðherra Englands tuttugu og fjögurra ára að aldri. En margbrotin tækni og tímafrekt sérfræðinám hefur knúið hina yngri menn til að láta sér biðina lynda. Þeir hafa einnig farið á mis við það, sem Bergen Evans rithöf- undur benti á, að hafi verið „fljótfarnasta leiðin til frama, — eða að draga skó hinna dauðu á fætur sér“. EITT af þvi, sem veitir míð- aldra mönnum heimspekilega fulnægju, er að vera etoki fram ar ungir. Taka má sem merki um heilbrigði miðaldra manns, að hann tekur sinn eigip aldur fram yfir önnur aldursskeið- Hann hefur enga löngun til að verða tvítugur á ný, af því að hann veit, hvað það aldursskeið er á annan hátt en þeir, sem sjálfir eru tvítugir. Þetta kemur fram í mismun andi skyni. Skyn æskunnar er flatt en skyn hins miðaldra þrívítt. Þetta er munurinn á fáfræði og vizku, skyndiáhrif- um og dómgreind. Hinir un^u halda, að „á morgun" sé ekki til, en miðaldra menn vita, að „á morgun" tekur við, og aft- ur „á morgun" og enn „á morg un“ Hinir ungu vilja sprengja upp dýrgripagevmslu lífsins, en miðaldra menn kunna á lás- inn. Hinir ungu halda, að þeir viti. en mðaldra menn vita, að enginn veit. Fyrr fertug' bæta menn við og ofmetta siálf sitt. Eftir fer- tugt draga meti” frá ~>u ein- falda til þess að grenna sal- ina. Þegar óra tekur fyrir endanlegri mynd manna eigin tilveru verður sjálfið smávægi legra. Orðin „Þjónusta“, leska til annarra og ,,samúð“ laumast ekki einungis inn í orðaforða hins miðaldra manns, heldur auka við tilgang lffs hans. Hin ir miðaldra hafa ávallt forustu innan kirkjunnar, við félags- legt starf, fjársafnanir í þágu samfélagsins og í menningarfé- lögum. „Þegar ég var ung, sner ist allur heimurinn um möndul inn ég, mig, mitt“, segir dálka- höfundumn Ann Landera, sem er 48 ára að aldri. „Nú hugsa ég ekki fyrst og fremst urn mig, en fremur hvemig ég geti orð- ið hluti af einhverju stærra og betra“. ÞÓ AÐ miðaldra fólk geti orðið viturt og hamingjusamt, getur það ekki síður fyllzt efa- semdum og örvæntingu, orðið kvíða og þunglyndi að bráð. Miðaldra maður hefur að jafn aði vit á að vera ekki á fótum fram til klukkan fjögur að morgni, en hann vaknar stund um klukkan fjögur eða fimm, fullur af óskýranlegum ótta. Miðaldra kona stendur and- spænis staðreynd og ugg mikil vægrar, líkamlegrar breyting- ar. Séu börn hennar á unghngs aldri, svífur mynd hins „tóma hreiðurs" einnig fyrir hugskot hennar. Hún er að verða einn af gagnsleysingjunum, bæði sem kona og að því er varðar þarfir fjölskyldunnar fyrir hana. Bóndi hennar glímir við dag legar áhyggjur, veðlán, ó- greidda reikninga, menntun barnanna, stinginn í brjóstinu, sem gæti verið upphaf hjarta- bilunar og ástand hjónabands og atvinnu. Um þetta leyti rek ur hver og einn sig hvað harka- legast á, hvemig val hans í for tíðinni hefur firrt hann mögu- leikum til vals á líðandi stund. Þegar hann var ungur hafði hann ótakmarkaða möguleika og í draumum sínum sá hann framtíðina glitra eins og stjörn ur. Á fimmtugsaldri býr hann nauðugur viljugur við þann veruleika, að hann er í raun og veru ávöxtur sinna eigin • tak- markana. Maður á fertugsaldri getur enn kennt óheppninni um og huggað sig við þá hug vinnu og einbeittni geti hann boðið máttarvöidunum byrginn og skarað fram úr. Maður á fimmtugsaldri er hins vegar neyddur til að viðurkenna, að hann hafi gert nokkurn veg- inn eins og hann gat. Kvíðvæn- legri er þó sú vissa, að þessu verði hann að halda áfram, enda þótt að sífellt yngri og snjallari menn séu á hælum hans. EINN eða tvo næstu áratug ina næstu kann að draga veru lega úr e>-fiði og áreynslu þessa aldurskeiðs Svo mikið er vist, að örlagarikar breytingar g?r ast. Kerfisbundin hormónanotk un getur gert konunni erfiði breytingaskeiðsins léttbæærara Framhald á bls. 12. ’nnmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.