Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 9
LACGARDAGTJR 7. október 1966 r s TÍMINN Gnðlaugur Rósinkranz þjóð- IriGkhússtjóri er nýkominn heim út Finnlendsferð, en þangað fór hann ásamt Brynj- ólfi Jóhannessyni formanni Fé lags íslenzkra leikara og Sveini Einarssyni leikliússtjóra til að sitja þing Norræna leiklistar- sambandsins, sem að þessu sinni var háð í Turku í Finn- landL Eftir þtogið voru svo þeir þjóðleikhússtjóri og Brynj ólfur Jóhannesson viðstaddir hátíðahöld, er fram fóru í Helsinki í tOefni 100 ára af- mælis elzta leikhúss þar í borg og landi, Svenska Teatem, og var afmælið haldið um síðustu mánaðamót Fréttamaður Tím- ans hitti Þjóðleikhússtjóra að máli í gær og inntivhann frétta af ferð hans. — Hverjir eru aðilar að þessu þtogi? — Allir, sem vinna í eða fyrir leikhús á Norðuriöndum, eða öllu heldur félög þeirra, leikhússtjórar, félög leikara, leikmyndasmiða, leikritahöf- unda og gagnrýnenda, mega all Skálað fyrir afmællsbarninu 100 ára, Svenska Teatern í Helsinki. Frá vinstri: Rauli Lehtonen leikhús- stjóri í Tampere, Arvi Kivimaa þjóðleikhússtjóri Finnlands og Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtj. — En hvað svo nm Veikhúe- aímælið í Helsinki? — Já, það var geyslmlkil há- tíð. Svenska Teatren í Helsinki er elzta leikhúsið í FinnlandL Fyrir hundrað árum voru Svíar þar aUsráðandi. Á þessari hátíð voru sextíu þjóðir samankomn ar til að flytja árnaðaróskir, ræður og gjafir og það allt tók langan tima. Ég færðl að gjöf frá Þjóðleikhúsinu Sænska leikhúsinu ávarp, sem var þann ig úr garði gert, að stafagerð- in var sniðin eftir því sem gerðist á íslenzkum handritum, og það var skrifað á skinn og bundið vandlega inn. Ritun á- varpsins annaðist Atli Már teiknari, og þetta var bundið inn í skinn og silki, og það verk annaðist Guðjón Runólfs- son bókbindari í Landsbóka- safni. — Á hvaða máli var ávarpið? — Á íslenzku, og ég las það fyrir þá í Finnlandi á íslenzku fyrst og síðan í sænskri þýð- ingu og notaði tækifærið til Sýningar nýrra leikrita verði studdar með styrkjum til leikhúsa og höfunda ;í >■<; . ■■■ "■»<< < , ■ '''•s Siiw iAj .. ■■■'.' :• \ ■ v. ,...: ir sækja þingin, sem haldin eru í löndunum til skiptis. Þetta'þing sóttu fleiri en hundr að manns. ' — Hver voru helztu mál, sem lágu fyrir þessu þingi eða voru tekin til umræðu? — Það var 1 fyrsta lagi um leiklistarskólana og samræm- ingu á skipulagi þeirra í löndun um, sem aðild eiga að banda- laginu. Þannig er mál með vexti, að Svíar hafa gengið á undan með góðu ford&mi, þeir eru þegar búnir að koma þeirri skipan á þessi mál hjá sér, að ríkið hefur tekið að sér rekstur leikskólanna, sem nú eru orðnir þriggja ára dag- skólar og hefur sænska ríkið tekið við rekstri skólanna, án afskipta leikhúsanna, í þrem stærstu borgunum, Stokkhólmi Gautaborg og Malmö. Danir eru að undirbúa að koma þessu á hjá sér, þótt ekki hafi enn verði samþykkt lög um það, og Norðmenn eru ákveðnir í að láta ríkið taka við rekstrinum. Talsverðar umræður voru um þetta mál nú og hafa verið á fyrri þingum. Nú var gerð á- lyktun um að beina því til ríkisstjórna á Norðurlöndum, að veitt verði fé til að koma leiklistarskólunum í öllum lönd unum í svipað horf og þegar er orðið í Svíþjóð, þannig að þeir verði sjálfstæðir ríkisskól- ar. Annað mál, sem kom á dag- skrá, var ríkisstyrkur vegna nýrra leikrita, sem tekin eru til sýninga. Á þessu sviði hafa Svíar líka átt frumkvæðið, þannig að leikhús, sem taka ný leikrit eftir innlenda höf- unda, fá ákveðna upphæð, fjög ur þúsund sænskar krónur, og höfundur jafnháa upphæð, auk þess hundraðshluta, sem þeir fá af tekjum af sýntogum. Það er alkuhna, að oft þykir leik- húsum áhættusamt að taka ný leikrit til flutnings, en með þessu eru leikhúsin um land allt styrkt til að taka að sér ný leikrit, sem í mörgu fai’.i munu kannski ekki komast á svið, þótt alls góð séu makleg. Norðmenn eru búnir að taka þetta upp hjá sér, og þingið í Tgrku samþykkti, að æskilegt væri, að hin löndin, Danmörk, Finnlánd og ísland, færu að dæmi Svíþjóðar og Noregs í þessu efni, og á þetta enn að vera til að undirstrika sam- heldni landanna, að leikhúsi og höfundi sé veitt slík trygg- ing, telji leikhúsið nýtt leik- rit það gott, að það verðskuldi þetta. í þriðja lagi komu til umræðu hin svokölluðu Vasa- námskeið, það eru leikstjóra- námskeið, sem byrjuðu í borg- inni Vasa í Finnlandi fyrir fjórum árum, og siðan hafa verið haldin í Lundi, Odense og Oslo. Þessi námskeið hafa sótt um þrjátíu leikstjórar og síðar leikmyndateiknara. Á þinginu var ákveðið að næsta námskeið af þessu tagi skyldi haldið hér í Reykjavík í vor, og þá verður reynt að fá þekkta ieikstjóra, einnig utan Norður- landa, einhverja með fræg nöfn til að koma og flytja fyrir- lestra og kenna þátttakendum. í stjórn þessa Vasa-námskeiðs er einn frá hverju landi og hef ég verið af íslands háldu frá byrjun, nú er Vranz von Lippe frá Noregi formaður, og ég varaformaður. Enn er að nefna eitt, sem samþykkt var á þinginu, og það var það, að gefin yrði út veglega mynd- skreytt bók um leikhúslíf á öll um Norðurlöhdum. Þessa bók á að prenta bæði á ensku og frönsku og hún á að vera kom in út fyrir alþjóðaleikhúsmála- ráðstefnuna, sem haldin verð- ur í New York i júní n. k. Þetta á að vera til að ieggja áherzlu á samheldni Norður- landa á alþjóðaráðstefnum, þar sem þessi lönd koma iðulega fram sem eitt land, að vissu leyti, þótt hvert hafi sitt sér atkvæði. Svenska Teatern í Helsinki ,eins og það lítur út nú Svenska Teatern í Helsinkl, eins og þaS lelt út áSur en þaS brann að minna samkomuna á islenzku handritin. — Er þetta sænska leikhús elzta leikhús í Finnlandi? — Já, þá var sænskt mál ráð andi í Finnlandi. Áður höfðu þeir fengið Ieikhóþa frá Svi- þjóð og haft þar leiksýningar í borginni og víðar um landið. Nú, hátíðin hófst með því, að lesin var prologus, fyrst sá, sem fluttur var, þegar leikhús- ið var opnað fyrir hundrað ár- um, og síðan annar, sem sam- inn var í tilefni 100 ára af- mælisins nú. Eftir að prologus hafði verið fluttur, lék hljóm- sveit Finlandia eftir Sibelius. Þá flutti formaður leikhús- stjörnar ræðu, og það var Fager holm, fyrv. forsætirráðherra, og svo ávarpaði gesti leikhús- stjórton, ungur maður. Að því loknu var flutt gamalt leikrit, „Friaren frán Ábo eftir Fred rik Berntdson raunar hið sama og flutt var fyrst í leikhúsinu fyrir hundrað árum. Þetta var gamanleikur með söngvum, líkt og tíðkað- ist í Danmörk og við þekkjum af Heiberg og þeim leikrita- höfundum, sem hér hafa verið kynntir um allt land um ára- tuga skeið. Eftir þetta, að stofnað er þetta sænska leik- hús i Helsingfors, líða nokkuð mörg ár unz stofnað er finnskt leikhús þar I borg, finnska leikhúsið í Helsingi verður sjö- tíu ára eftir sex ár. —Er Sænska leikhúsið í Helsinki gömul bygging? — Nokkuð gömul. Hin upp- haflega branu, var endurbyggð en það undarlega skeði, að í brunanum skaðaðist ekki sjálf- ur salurinn til muna, svo að segja má, að þar sé mik- il til eins umhorfs og var fyrir hundrað árum, þótt nokkrar breytinít#r séu á salnum frá því sem var fyrir hundrað árum. Því er húsið að mestu annað hið ytra. Og það var sá frægi arkitekt Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.