Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. október 1966. TÍMINW 11 messar kl. 11, séra Þorsteinn Björnsson. Bústaðaprestakall: Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10.30_ árd. Guðsþjónusta kl. 2, séra Ólafur Skúlason. Hafnarfjarðarkirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 10,30, séra Garðar Þorsteinsson. Bessastaðakirkja: Messa kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. Langholtsprestakall: Barnasam- koma kl. 10.3j), séra Árelíus Níels- son. Guðsþjónusta kl. 2, séra Áre- líus Níelsson. Efteigskirkja: Messa kl. 2 séra Arngrímur Þónsson. Orðsending Frá Styrktarfélagi Vangefinna: { fjarveru framkvæmdastjóra verð ur skrifstofa félagsins aðeins op- in frá kl. 2—5 á tímabilinu frá 8. okt. til 8. nóv. Frá Ráðleggingastöð Þjóðkirkj- unnar: Prestur ráðleggingastöðvar innar verður fjarverandi til 8. nóv. Kvenfélag Laugarnessóknar: Minnir á saumafundinn mánudag- inn 10. okt. kl. 8.30. Ath. breytt- an fundardag. Stjórnin. Mannfundir Kvenfélag Langholtssafnaðar heldur 1. fund vetrarins, mánudag inn 10. okt. kl. 20.30. Rætt verður um vetrarstarfið og sýndar lit- skuggamyndir frá Spáni. Stjómin. Kvenfél. Bústaðasóknar: Aðal- fundur félagsins verður haldinn á mánudagskvöld 10. okt. kl. 8.30 í Réttarholtsskóla. Venjuleg aðal- fundarstörf og gestir koma í heim- sókn. Félagskonur fjölmennið. Nýj ir félagar velkomnir. Blöðogfímarif Sveitastjómarmál 4. hefti 1966 er komið út og flytur sem aðal- efni „Hugleiðingar um stækkun sveitarfélaga," eftir Hjálmar Vil- hjálmsson, ráðuneytisstjóra í fé- lagsmálaráðuneytinu. Forystugrein fjallar um lands- útsvör, sagt er frá aukafundi í fulltrúaráðsfundi Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga og aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Reykjanes umdæmi, birtar eru Ijósmyndir frá afmælishátíð á ísafirði 15.— 17. júlí, sagt frá sveitastjórnar- þingi Evrópuráðsins og kynntir eru nýir bæjarstjórar á Sauðár- króki og á Siglufirði. Hjónaband 3. sent. voru gefin saman í hjónaband í Háteigskirkju af séra Ólafi Skúlasyni, urgfrú Hildur Halldórsdóttir, Hamrahlíð 11, og Örn Ingvarsson Hólmgarði 42, (Studio Guðmundar Garðastr. 8, sími 20900). EFTIR MAYSIE GREIG 3 — Góða vina, að ég skyldi verða til að færa ykkur þessar sorglegu fréttir. En það hefur oft verið hlutskipti mitt í lífinu. Eins og rann var myndarlegur dugnaðar- maður. Sorglegt, að hann skyldi deyja á þennan sviplega hátt — — Eruð þér að segja okkur, að David sé dáinn? Rödd Susan varð allt í einu al veg róleg. Faðir hennar stökk upp og til hennar. — Vina mín — hann tók fast um axlir henni og sneri sér að séra Williams. —- í guðsbænum, segið okkur allt af létta og það strax. — Ég sé ekki betur en ég hafi gert það, sagði sr. Williams særður. — Það var ekki mikið á blaðinu að græða. Bara að hr. David Frenshaw, sem var á leið 'heim frá Afríku eftir að hafa verið yfirmaður í Bombowombo héraðinu hefði verið saknað, þeg- ar skip hans kom til Englands. — Ó! Herra Marlings þrýsti dóttur tsinni fastar að sér til vernda hana. — En.hvemig gat það skeð, sagði hún ofurlágt. — Hvernig gat það átti sér stað, ef skipið varð ekki fyri árás, eða neinu slíku — það getur ekki átt sér stað. — Vafalaust slys, sagði sr. Willi ams' svo fljótmæltur, áð grunur- inn vaknaði hjá þeim samstundis. — En það er lygi, hrópaði Sus an og hún hafði andstyggð á þeirri hugsun, sem enginn hafði þó sagt upphátt. — David mundi aldrei detta í hug að gera slíkt. Hann var alltof merkur maður til þess! Auk þess var hann á leið neim til að taka við þýðingarmiklu starfi — — Hinir beztu — hinir beztu okkar verða fyrir freistingum, sagði sr. WilUams. — Þökk fyrir, að þér komuð, og nú þætti mér vænt um, ef þér færuð, sagði herra Marling stirð- mæltur. Séra Williams reis upp og sagði vonsvikinn. — Ég hafði vonazt eftir að geta orðið til nokkurrar huggunar en ég skil, eða skal reyna að skilja. Ef þið viljið hitta mig, þá vitið þið, hvar mig er að vinna. — 'Ég ætlaði ekki að vera ókurt eis, sagði herra Marling. — En okkur er brugðið við þessa frétt. Ef Susan vildi bara slappa af, hugsaði hann, eða gráta. Hún var alltof hughraust. Loks sagði hann, þegar gestur inn var farinn. — Þú varst hrif- in af honum, var það ekki. — Jú, pabbL Veslings bam. Hann tók utan um hana og vonaði, að hún gréti. Hann táraðist iíka sjálfur. — En það er viðbjóðslegt að hugsa eitt augnablik — rödd henn ar dofnaði. — Auðvitað bam. Það var slys. Það getur ekki hafa verið annað en slys. — En svoleiðis slys verða ekki. Hr. Williams hafði heldur enga trú á því. — Það ætti að skjóta sr. Willi ams, sagði faðir hennar fokvond- ur. — En allir aðrir munu halda það sama. Ég get ekki afborið það vegna Davids, pabbi. Hann hefði aldrei getað gert slikt. Það voru reiðitár í augum hennar. Ný sending kemur í verzlanir eftir helgina. Glæsilegir sokkar í tízkulitunum Bahama og » Caresse. ARWA perlonsokkar 20 og 30 denier. ARWA stretchlonsokkar, það nýjasta í sokkafram leiðslu, ótrúlega teygjanlegir og falla vel að fæti. Crépe fit. Vestpr:Þýzk úrvalsframleiðsla. — Slétt lykkja. ARWA er merki heimstízkunnar. Heildsölubirgðir: Andvari h. f. ' Laugavegi 28, sími 20433. — Það verður rannsakað. Sann leikurinn hlýtur að koma í ljós. Hafðu ekki áhyggjur af því. — En ég hef áhyggjur hans vegna. Ég elskaði hann. — Æ, vesiings telpan mín. Hvað gat hann gert fyrir hana. Hún var honum meira virði en nokkuð annað, en hann vissi, að í þessu máli gæti hann sáralítið hjálpað henni. Hún dró sig frá honum. — Ég held ég fái mér göngu, pabbi. — Farðu ekki langt, barnið mitt. — Nei, — og hafðu ekki áhyggj ur af mér. Þú hefur verið mjög skilningsríkur. 7. kafli. Daniel Frenshaw las með mikl um áhuga að hann heði verið sæmdur heiðursmerki við athöfn |í Burkingham höll fyrir tveimur dögum. Hann hafði sjálfur veitt ' heiðursmerkinu viðtöku í eigin. persónu. Og það var einmitt það, sem var svo merkilegt. Það var sannast sagna óhugnanlegt. Því að fyrir tveimur dögum, hafði hann, Daniel Frenshaw, unnið sem óbreyttur sjómaður unnið á frönsku flutningaskipi á leið til Alsir via Lissabon. Samt stóð hér í ensku blaði, svart á hvítu, að I fyrradag hefði konungurinn með mikilli gleði sæmt hann þessu heið ursmerki. Og ekki nóg með það, á öftustu síðu stóð hann sjálfur í einkennisbúningi með heðurs- merkið á brjóstinu. Og hann var ekki einn á myndinni. Textinn hljóðaði svo: — EYensha. yfirliðsforingi fer frá Bunckinham höll með unnustu sinni, ungfrú Fleur Connington eftir að hann hafði tekið við heið ursmerkinu. Þarna var hann — að fara út úr höllinni í fyrradag og Fleur hélt fast um handlegg hans og brosti undurblitt til hans. Hann lokaði augunum sem snöggvast en opnaði þau aftur. Myndin var þarna enn. ungan franska stúlkan beygði sig yfir hann. j Þegar hann hugsaði um flótt- ann til Portúgal hafði hann verið ifurðurlega auðveldur. Frændi ung jfrú Levanges hafði komið honum um borð í flutningaskipið. Kap- teininn vantaði menn um borð og hafði engra spurninga spurt. Ferð in hafði gengið snurðulaust og þeg j ar þeir komu til Lissabon var fyr irhafnarlítið að laumast frá borði og fela sig unz skipið léti úr höfn. í dag hafði hann verið á leið til brezka konsúlsins til að gefa sig fram, þegar hann eftir hádeg- isverðinn nam staðar við veitinga- hús til að fá sér kaffisopa. Þar hafði hann af tilviljun séð frétt- ina og myndina í ensku blaði. Þetta kom alls ekki heim og saman og myndin gerði þetta að hreinni vitleysu, þetta var brjál- æði og algerlega ótrúlegt — raynd in af honum sjálfum i blaðinu líktist honum meira en hann gerði þessa stundina. Hann gægðist j spegil á kaffistofunni og slo þvi föstu, að hann liti alls ekki út eins og hann sjálfur. En í blaðinu gerði hann það. Hann var eins og áður en hann fór frá Englandi — virðu- legur, snyrtiiegur og einkennisbún ingurinn fór honum prýðisvel. E í speglinum hérna leit hann út eins og skrípamynd af sjáifum sér. Og vissulega bætti ekki örið úr skák, sem var frá höku og upp á enni. Það lokaði til hálfs öðru auganu og dró annað munnvikið upp á við. Hitinn sem hann hafði haft vikum saman hafði sett gul- leitan blæ og sjúklegan blæ á and- litið. Skeggið sem hann hafði lát- ið sér vaxa var koparrauðara en hárið. Til að róa sig ofurlítið pant- aði hann sér koníak með kaffinu. En koníakið hjálpaði honum ekki að greiða úr flækjunni. Ef það var rétt, sem í blaðinu stóð og myndin var þarna sem sönn- unargagn hafði hann verið í Buch- ingham höll til að taka á móti heiðursmerki í sömu andrá og hann var við störf sín í franska flutningaskipinu. aann tor að velta fyrir sér, hvort hann væri alveg klár í koll- inum. Kúlan, sem hafði rifið upp helminginn af andliti hans, hlaut að hafa hitt heilabúið í leiðinm — Ég verða að hugsa þetta frá upphafí, sagði hann við sjálfan sig. Hann rifjaði upp alla atburðina, þegar þeir Lefty Jones ruddust inn í litla þorpið. Hann átti að komast yfir mikilvæg skjöl. Loks hafði hann fundið þau og það var á síðustu stundu, því að fáeinum mínútum síðar var Lefty skotinn, þegar þeir reyndu að flýja. Verk þeirra hafði heppnazt, vegna þess, að þeir höfðu verið svo óvenjulega bíræfnir. Þeir höfðu barið að dyrum og skotið sér leið til aðalstöðvanna. Hann hafði orðið að skilja Lefty eftir og flýja sjálfur til strandarinnar, þar sem gúmmíbáturinn var falinn Hann hafði komizt frá strönd inni, en óvinaflugvél hnitaði hringi yfir honum og skotið stanzlaust á hann. Hann mundi ekki, hvenær þeir höfðu hæft hann í andlitið, en hann mundi óljóst eftir, að blóðið streymdi niður andlit hans. Þá hafði honum dottið í hug að fleygja sér útbyrðis og synda eins langt og hann kæmist. Honum tókst að, steypa sér fyrir borð. en síðan mundi hann ekkert, fyrr en hann rankaði við sér í fjósinu og Hann þreifaði í vasann eftir skjölunum. Þau voru þarna enrj og honum létti við það og treysti þá sjálfum sér betur. j f sömu andrá kom ung stúlka inn í kaffistofuna. Hún hafði slétt ljóst hár og andlitið var sérkenni- ,legt og lagleg og augun stór og Igrá og hreyfingarnar mjúkar og fallegar. I Þótt hann hefði við næg vanda- mál að etja veitti Daniel stúlk- Otvarpið 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há degisútvarp. 13.00 Óskalög sjúk linga. 16.30 Á nótum æskunnar. Dóra Ingvadóttlr og Pétur Steingrímsson kynna nvjustu dægurlögin. 17.00 Þetta vil ég heyra. 18.00 Söngvar j léttum tón. 20.00 í kvöld. Hólmfriður Gunnarsdóttir og Brynja Bene diktsdóttir stjórna þættinum. 2030 Samleikur i útvarpssai. Roger Bobo frá 3andarík|unum leikur á túbu oe Þorkell Sigur- björnsson á níanó. 21.00 Leik rit: Skugginn eftir Hjalmar Bergman. Leikstj Sveinn Ein- arsson 22.15 Danslög 24-00 Dag skrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.