Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. október 1966 TIMINN NYJAR ERIENDAR BÆKUR Th» Doctor and His Enemy. Höfundur: Alan Wykes. Út- gáfa:: Miehael Joseph 1965. Vferð: 25/—. Rætur síðari heimsstyrjaldar er ekki að rekja til atburðanna í Sarajevó sumarið 1914 heldur til húss nokkurs í Vínarborg JS þess lifnaðar, sem þar var stundaður í aprílmánuði 1910. Þar bjuggu þrír ungir menn við eina júðska hóru, sem var með sífilis á háu stigi og smit aífl þá þrjá. Áhrif sjúkdómsins á þá var mismunandi, einn þeirra varð illa haldinn af heila sífilis, og einkennin voru mikil mennskubrjálæði og sjúklegt hatur á Gyðingum. Þessi maður var Adolf Hitler. Höfundur rek ur sögu þessa sjúkdóms, sem hefur haft gífurleg áhrif á gang sögunnar og marga þá menn, sem fremst hafa staðið í list- sköpun. Þar má nefna til Sehu mann, Schubert, Beethoven, Napóleon og Maupassant. Áhrif þ'essa sjúkdóms voru óhugnan- leg og menn voru varnarlausir gegn þessum vágesti fram á þessa öld. Auk þessa er bókin einnig ævisaga læknis við frægt sjúkrahús í London, sem segir frá reynslu sinni og sér- stæðum atburðum, sem hafa hent hann sem læknir. Þetta er mjög eftirtektarverð bók og vel skrifuð. Aber Gott war da. Höfundur: Ivar Lissner. Útgáfa: Walter Verðlag. Verð: DM 25— Höfundur rekur sögu manns ins seni trúarveru. Hann álít ur, að trúin sé manninum með fædd og rökstyður þetta ótal dæmum. Hann hefur sjálfur dvalizt meðal frumstæðra þ]óð flokka í Mið- og Norður-Asíu, sem lifa á mjög frumstæðu stigi. Auk þess hefur hann rann sakað lifnaðarhætti frumstæðra þjóðflokka eftir þeim heimild- um, sem gefast,, og kynnt sér flest það sem varðar þetta efni. Efnið er geysivíðtækt og marg þætt og krefst mikillar vinnu og ástundunar og framar öllu skarpleika. Höfundur lýsir hin- um ýmsu formum trúarbragða, fjölgyðistrú, forfeðradýrkun, trú á stokka og steina og galdri sem er einn þáttur trúarbragð- anna. Andadýrkunin er það form, sem höfundur hefur rann sakað af mestri nærfærni með þeim þjóðflobkum, sem hann dvaldist með í innlöndum As'íu og er sá kafli einna fróðlegast- ur. Höfundur skrifar þessa bók fyrir leikmenn og er lienni ætlað að vera bæði til skemmt unar og fróðleiks. Bókin er mjög smekklega útgefin. Bókin er alls 354 blaðsíður og henni fylgja 118 myndsíður, auk þess eru tíu teikningar í texta oa sjö uppdrættir. Þetta er bæði saga um þróun trúarbragðanna og menningarsaga. Höfundur er einkar læsilegur. Hann hef- ur skrifað nokkrar bækur varð andi menningarsögu og forn- miniafræði, bækur hans hafa verið þýddar á ýmis mál og eru mikið lesnar. Berlin Alexanderplatz. Höf- undur: Alfred Döþlin. Útgáfa: DeKtseher Ta=f-henbuch Verlas Verð: DM 4.80. Saga flutningaverkamanns- ins Franz Biberkopfs hefur ver ið mikið lesin. allt frá bví hún kom út 1929. Alfréd Döblin fæddist f Stettin of Gvft ingaættum .sém höfðu stundað kaupmennsku í marga iiði, Harin lajði stund á læknisfræði og starfaði sem læknir í Berlín Hann hafði mikinn áhuga á bók menntum og kemst í fremstu röð þýzkra rithöfunda með þess ari bók, Þetta er stórborgar- saga og sú merkasta sem iit kom i Þýzkalandi rpilli stríðanna. Hann flúði land 1933 og settist síðar að í Bandaríkjunum og snerist þar til kaþólskrar trúar. Hann setti saman margar bæk ur á þassum árum. Eftir striðið flutti hann aftur til Þýzkalands, en undi þar ekki og settist að í París 1951, þar lézt hann 1957. Þessi bók er fyrir margt merkileg, sagan gerist á upp- lausnarárum og einkum meðal neðri laga þjóðfélagsins, höf- undur gerir tilraun til þess að lýsa mannlífi stórborgarinnar, ótal persónur koma hér við sögu og höfundur leggur aðal- áherzluna á að lýsa í breidd- inni og spannar þar með vítt svið. Örlög fjöldans eru bunga- miðja bókarinnar. Hann hverf- ur frá hinum hefðbundna sál fræðilega róman, þar seim fá- einar persónur eru þungamiðj- an og dregur upp margþætta mynd fjöldans. Þetta er fyrst og fremst þjóðfélagslýsing fremur en persónulýsingar. Bðkin kom út hjá Walter-Ver- lag og er nú endurprentuð í dtv útgáfunni. The Night of the Gencrals. Höfundur: Hans Helmut Kirst Útgáfa: Fontana Books — ColT ins 1965. Verð 5/—. Höfundurinn H. H. Kirst er fæddur 1914, hann tók þátt í stríðinu sem soldáti, gerðist síðan rithöfundur. Hann hefur ferðazt víða um í Evrópu og Afríku. Bók hans „NúU, átta, fimmtán", sem er stríðssaga, varð mjög vinsæl og aðrar bæk- ur hans eftir því. Hann er miög mikið lesinn og þýddur á mörg mál. Þessi bók segir frá morði pólskrar hóru í Varsjá 1942. svipað morð gerðist í Par ís 1944 og loks enn eitt í Dres den 1956. Rannsókn þessara morða bendir til þess. að einn brigeia herforíngja sé við mál- ið siðinn. Þessir þrír menn starfa saman í Varsjá og í Par- ís, en í Dresden er aðeins einn þeirra, hinir eru vestan t.jalds ins. Sagan er jafnframt stríðs- saga og koma margir við sögu Sagan er skemmtileg og at- burðarás hröð. SÝNINGAR Framhald af bls. 9 Saalinen, sem gerði útlit húss- ins síðar. En, sem sagt, húsið er nýtt utan, en innan er það Mklega hið sama og var fyrir hundrað árum. Salurinn er í hinum gamla leikhúsastil, sem tfðkaðist á öldinni sem ieið jafnt í Finnlandi sem víðar um álfuna, með ýmsu skrauti og flúri. — Eru leikrit flutt þar ein- göngu á sænsku? — Já, eingöngu á sænsku. Bæði sænsk leikrit og finnsk og allra þjóða leikrit, svo segja má, að þetta leikhús fylgist með i leikbókmenntum, þótt finnska verði smám saman alls ráðandi og þó er alltaf jöfn og þétt aðsókn. leikhúsið rúm- ar um þúsund manns. — Og hvað margir leikarar? — Ég held ég megi segja, að þar séu 35 fastráðnir, en í finnska leikhúsinu nokkuð yfir fjörutíu. — Eru bæði leikhúsin rekin af ríkinu? — Nei, Sænska leikhúsið er einkafyrirtæki, en það fær samt styrk frá finnska ríkinu. Á hinn bóginn er Finnska leik- húsið alveg rekið af rjkinu. Það er á sama hátt og gerist hér, þeir fá ákveðna upphæð, sem þeir verða svo að bjarg- ast af. Ekki eins og gerist í Kaupmannahöfn, þar sem allt er borgað úr ríkiskassanum eftir þörfum. — Hvað um heimsóknir leik flokka frá öðrum löndum? — Jú, þeir fá iðulega slíkar heimsóknir frá Svíþjóð og þeir óska eftir heimsóknum í sam- bandi við þetta afmæli, og þeir eiga von á leikflokki frá Dram aten í Stokkhólmi og þeir eru að gera sér vonir um aðra hópa. — Líka frá íslandi? - — Já, þeir óskuðu mjög ein- dregið eftir því. — Og stendur til að gerð verði alvara úr því? — Vonandi að svo verði. En það kostar mikið fé að gera út slíkan ferðahóp. { — Er eitthvert sérstakt léik- rit, sem þá kæmi til mála að flytja þar úti í Helsinki, eftir að þeir hafa séð Gullna hliðið? -- Ég get ekkert sagt um það að svo stöddu. Þetta á enn eftir að taka til athugunar. MIÐALDRA Framhald af bls. 5. líkamlega. Árð 1965 voru sam lög, sem koma eiga i veg fyrir þykkt í bandaríska þingmu að aldraðir menn verði lát.nir gjalda aldurs síns við ráðn- in gutil starfa. Haldist við lýði sú skoðun, sem þarna var að verki, ættu miðaldra menn að losna við þann ótta, sem þeir nú bera í brjósti með réttu, að uppsögn eða brotthvarf úr starfi kosti hræðilega ,og lang vinna bið áður en þeir verði i ráðnir aftur til starfa. Menn- ingarblómstrunin mun auka miðaldra fólki áhuga á listum, þessum æsandi uppljúkuram hugarsjónanna, sem korna i veg fyrir, að hinn mannlegi sjón- deildarhringur skreppi saman. Miðaldra fólk gæti þó sjálft séð um þær endurbætur, sem stuðla að því meira en allt ann að, að gera þetta aldursskeið á- nægjulegt. Miðaldra fólk þarfn- ast aukins álits i bandarísku samfélagi, ekki síður en valda. Það þarf á því að halda. að losna við að vera í varnarstöðu og fara hjá sér aldursins vegna. P-ýrkun æskunnar stríðir gegn þessu. DÝRKUN æskunnar er ná- skyld bandarískri afneitun dauðans. Evrópumenn hafa komizt hjá þessu með því að halda áfram að líta á lífið sem harmleik. Þar er viðurkennt, að sérhvert aldursskeið eigi sína sérstöku ánægju og töfra, og allt æviskeiðið talið jafn dýr mætt. f Bandaríkjunum grípur dýrkun æskunnar til hvers bragðsins af öðra og hið nýj- asta þeirra er að má gráa lit- inn af hárinu. En jarðneskur ódauðleiki er ekki annað en hilling. Tíminn nemur ekki stað ar. Hver og enn, sem reynir að stöðva hann, gerir sjálfan sig j aðeins afkáralegan. Dýrkun æskunnar bitnar að síðustu á æskumönnunum sjálf um. Sumir þeirra líta svo á, að yztu mörk mannlegrar úr- eldingar séu við 25 ára aldur. Dýrkun æskunnar kemur þeim til að álykta, að sjálfræði sé frelsi .aðhaldslausir kenjar séu smekkur og eirðarlau>t hvik í ýmsar áttir séu afrek. Þar sem meginviðfangsefni miðaldra fólksins er að setja hina efni- legu æskumenn inn í samfélag siðaðra manna kynni öllum kyn slóðum að verða til blessunar að steypa fávíslegri dýrkun æskunnar af stóli. ADLAI Stevenson reyndi einu sinni að stika leiðina milli fimmtugs og tvítugs og kemst þannig að orði: „Það sem fimmtugur maður veit af því, sem tvítugur mað- ur ekki veit, er nokkurn veginn þetta: Vitneskjan, sem honum hefur áunnizt með aldrinum, er ekki fólgin í kunnáttu upp- skrifta eða orðasamsetninga, heldur í .þekkingu á fólki, stöð um og athöfnum, — þekkingu, sem ekki er aflað með orðum, heldur snertingu, sjón, heyrn, sigrum, mistökum, vökum, holl ustu og ást, — eða mannlegri reynslu og tilfinningum þessa jarðlífs, — og ef til vill einnig dálítilli trú og nokkurri virð íigu fyrir því, sem maður sér Bkki“. Kynslóðinni, sem við stjórn- völinn stendur, gezt efcki að uppgerðarhetjuskap. Augu hennar eru tiltölulega skyggn en lýsa stundum áhyggjum. Af rekaskrá hennar er ærið löng og möguleikar hennar enn ó- hemju miklir. Hún kann að virðast hikandi og ringluð við og við en hún er eigi að síður stolt af hæfni sinni, gáfum og seiglu, og ber I brjósti óbif anlega trú á framtíðina. BILA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorff Sími 2 3136 uátið okkur stilia ng herðs upp nýju bíf>-eWina Pylg (zt vel með bifre>ðinni. BÍLASKOÐUN Skúlaejðtu 32, sími 13100. Slcúli J. Pálmason* héraðsdómslöqmaSur Sölvhólsgötu 4 Sambandshúsinu, 3. hæð Simar 12343 og 23338. Aðalfundur Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 17. okt. n. k. að Laufásveg 25 gengið inn frá iÞngholtsstræti. Fundurinn hefst kl. 8,30 síðdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. BIKARKEPPNIN Melavöllur í dag laugardaginn 8. október kl. ,30 leika Valur — Akureyri Dómari Carl Bergmann ^ «Rlia ■■■■■■■■■■■■■■■■ sunnudagur 9. október á morgun kl. 2. leika Fram — Keflavík Dómari Hreiðar ^rsælsson. Mótanefnd* ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.