Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 16
yndasýning úr FUF-ferð Félag ungra Framsóknar- manna efndi til utanferðar 1 sumar eins og undanfarin ár. Fullskipað var í ferðina og kom ust færri en vildu. Að þessu sinni var farið til Þýzkalands, og dvalið í ferðamannabænum Meðfylgjandi mynd var tek- in af ferðáhópnum í háskóla- bænum Lundi í Svíþjóð. fræga, Rudesheim við Rin, í vikutíma. Faroar voru kynn- ingar- og skemmtiferðir um Rínarhéruð, og borgirnar Frankfurt, Heidelberg og Kobl enz heimsóttar. Síðan var hald ið til Danmerkur og dvalið í Kaupmannahöfn í aðra viku til og þaðan farið í ýmsar skemmtiferðir og markverðir Framhald á bls. lb HAFNARBÆTUR Á STOKKSEYRI HS-Holti, Stokkseyri. Lokið er við að steypa viðbót við bryggjuna hér á Stokkseyri, og hefur hún lengst um fimmtán metra, en bryggjan er 12 metra breið. Með tilkomu þessarar við- bótar, geta 35 tonna bátar kom- izt auðveldlega að bryggjunni, og þegar búið verður að dýpka við bryggjuna, eins og stendur til, batnar aðstaða bátanna enn. Verk stjóri var Sigurjón Jónsson, Sjón arhól. Unnið er nú að því hér á staðn- um að leggja vatnsveitu, en vatn- ið er tekið úr borholu ofan við þorpið. Nokkur ár eru síðan hol- an var boruð, en nú hefur verið sett dæla þar við. Mikið og gott vatn fæst úr borholunni, og á magnið að duga allt að tvö þús- und manna bæ, svo að ekki ætti að þurfa að óttast vatnsskort hér á næstunni. Fimm bátar stunda héðan drag nótaveiðar, en afli er sarna og enginn. Vilja sjómenn kenna nóta bátum um þetta aflaleysi. KVIKMYNDATOKUMENN SJON VARPSINS A NAMSKEIDI i'B-Reykjavík. Sjónvarpið hefur á sínum snær im rétt innan við tuttugu kvik- nyndatökumenn með 16 mm kvik nyndavélar í öllum landsfjórðung im og á öllum helztu stöðum á andinu, eins og komið hefur fram fréttum áður. Nú er helming- ir þessara kvikmyndatökumanna, cominn á námskeið hjá Sjónvarp nu til þess að læra þar öll helztu ækniatriði í sambandið við mynda iökuna. Forstöðumaður kvikmynda- ökudeildarinnar, Þrándur Thor iddsen, stjómar námskeiðinu, iem mun standa í fjóra daga, en luk hans kennir Rúnar Gunnars- on, kvikmyndatökumaður. Starfs aenn fréttadeildar sjónvarps- ins eru einnig hafði með í ráðum á þessu námskeiði, fræða þeir kvik myndatökumennina um það helzta í sambandi við fréttagildi mynda og atburða. Námskeiðið byrjar klukkan 9 á morgnana og stendur fram á kvöld, því að margt er að læra og tíminn stuttur. Sjónvarpið tekur þátt í kostn- aði kvikmyndatökumannanna við, komuna hingað, en eins og fyrr segir, eru þeir alls staðar af land inu. JVIennirnir eiga hins veg- ar sjálfir myndavélarnar. Ráðgert er, að seinni helmingur kvik- myndatökumannanna komi á nám skeið til sjónvarpsins einhvern tíma á næstunni, en ekki hefur verið endanlega ákveðið, hvenær það verður. Framkvæmdastjórarnir Þórliallur og Árni við andyri hins nýja hótels. (Tímamynd AA). HQTEL HOFN OPNAÐI I GÆR FB-Reykjavík, föstudag. f morgun var opnað nýtí hótel á Hornafirði, ITöfn. Er hér um fyrsta áfanga hótclbyggingarinn ar að ræða, og að þcssu sinni var aðeins tekin í notkun önnur álm- an, þar sem cr matsalur hótels- ins. Þá er seinni hluti hússins eft ir, þriggja hæða svefnálma. í svefnálmunni eru tuttugu her- bergi, með 30 rúmum. Það sem búið er af • hótelinu, hefur verið metið á 7.6 milljónir króna, en í upphafi var gert ráð fyrir, að hótelið myndi kosta full búið 10 milljónir króna. Þar sem svefnálman er aðeins orðin fok- held, er talið, að kostnaðaráætlun in muni engan veginn geta staðizt, þegar verkinu verður lokið. Verið er að hefja vinnu við múrhúðun Fremhald á bls. 15. ÞJÓÐMÁLANÁMSKEIÐ Væntanlegir þátttakendur cil kynni þátttöku sina í síma 15564 frá kl. 9 til kl. 17 og i síma 19613 frá kl. 17 til kl. 19 og frá kl. 20 til kl. 22. Þáð er ítrekað að öllum er heimil þátt taka í námskeiðinu án tillits til aldurs eða stjórnmálaskoð ana. dyndin er af nemendunum og nokkrum starfsmönnum sjónvarpsins. Til hæSri stendur Þrándur Thoroddsen, sem stjórnar námskeiðinu. (Tímamynd GE) BANASLYS KJ-Reykjavík, föstudag. Á sunnudaginn lézt í sjúkrahúsi hér í Reykjavik Guðbjörg Hall- varðsdóttir, af völdum meiðsla, er hún hlaut, í bilslysi á Suðurlands- braut að kvöldi dags 23. fyrra mán aðar. Guðbjörg komst aldrei til það mikillar meðvitundar, að hún gæti skýrt frá atvikum að slysinu, en hún kastaðist í götuna, og hlaut höfuðhögg, auk þess, sem hún rifbrotnaði og fótbrotnaði. Hún var 66 ára að aldri. 35 KENNARAR ÁÞINGSÍ HORNAFIRÐI FB-Reykjavik, föstudag. Þing kennarasambands Aust- urlands var sett á Höfn í Hornr firði klukkan 2 í dag. Þingið settf Árni Stefánsson skólastjóri . Hornafirði, sem er núverandi foi maður sambandsins. Þrjátíu og fimm fulltrúar eru mættir ti) þingsins, en leiðbeinendur á þesse þingi eru Óskar Halldórsson námf stjóri og Björn Bjarnason, dó. sent. Auk þeirra tveggja er mætl ur til þingsins Skúli Þorsteinsson námstjóri Austurlands, sem flytui crindi á þinginu og mun einnig stjórna þar umræðum. Á þessu þingi verða aðallega rædd kennslumál íslenzku og eðlis og stærðfræði, og í dag Ieiðbeindi Björn Bjarnason um stærðfræði kennslu, en á eftir ræddi Óskar Halldórsson um íslenzkukennslu. Á morgun laugardag, munu þing- fulltrúar, fara allt vestur að Jök ulsá, og á Hrollaugsstöðum munu þeir þiggja veitingar hreppsnefnd- ar og skólanefndar Suðursveitar. Á sunnudagskvöld lýkur þinginu með, dagskrá í Sindrabæ, sem verð ur öllum opin. Kaffísala Kven- félags Grens- ásssóknar Kvenfélag Grensássóknar efnir, til kaffisölu til ágóða fyrir starf semi sína á sunnudaginn. Konum ar í kvenfélaginu bjóða til kaffi drykkju í Lídó og þarf enginn að óttast, að veitingarnar verði ekki Framhald á bls. 15. Aðalfundur FUF í Reykjavík Aðalfundur .Félags ungra Fram sóknarmanna í Reykjavík verður haldinn í Glaumbæ miðviku- daginn 12. þ.m. Hefst hann kl. 8.30. Dagskrá: Venjúleg aðalfund arstörf. Ávörp: Ólafur Jóhannes- son, varaformaður Framsóknar flokksins. FUF félagar eru hvatt- ir til að mæta vel og stundvíslega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.