Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 2
visiRsm: Er island á mörkum hins byggilega heims? Rúnar Sigurbsson, húsasmiöur: — Nes, ekki á mörkunum. ísland er vellbyggilegt, og ég vildi helzt hvergi annars staðar vera. Þorkell Gislason, lögfræðingur: — Það er vel byggilegt eins og við sjáum alls staðar i daglega lifinu. Veðrið er dásamlegt og kuldinn og hreina loftið gerir okkur gott eitt. Hlif ólafsdóttir, húsmóðir: — Já. Hvergi vildi ég annars stað- ar vera. Gisli Hjáimarsson, iðnaðar- maður: — Já, er það ekki? Það er allt sem veldur þvi að það er rétt á mörkunum, kuldi, regn, verðbólga og vitleysa. Jón Hafliðason, verkstjóri: — Já, og ég kýs að vera á mörkum hins byggilega heims. Sigmar ólafsson, húsgagna- nemi:— Langt fyrir ofan mörk- in! - Vísir. Mánudagur 29...september* 19.75 LESENDUR HAFA ORÐIÐ Um f/siúkdóminn,# borneignir: Konurnar veikjast í hrönnum en karlarnir ónœmir ósamlegra ó Búðum en ú Mallorka Kcnnari skrifar: — Mikið heilsuleysi virðist hrjá kennslukonur i Reykjavfk. Samkvæmt tölum, er Fræðslu- skrifstofa Reykjavfkurborgar hefur tekið saman og birtust i Vfsi þann 25. þ.m. eru forfalla- stundir þeirra vegna langvar- andi veikinda hvorki meira né minna en 10.369 á móti 1.860 hjá körlum. Þegar farið er að athuga mál- ið betur, kemur i ljós, að sami hræðilegi sjúkdómurinn veldur 8.531 forfallastund. Þessi sjúk- dómur er barneignir. Vesalings konurnar veikjast i hrönnum en karlmennirnir eru sem betur fer ónæmir fyrir pestinni. Barneignir og barns- burðarleyfi eru sem sagt flokk- uð undir langvarandi veikindi. Það væri e.t.v. reynandi að gefa konunum daglega inn getnaðar- varnarpillu — um leið og börnin fá lýsispillu. Það myndi óneit- anlega hressa upp á heilsufarið (a.m.k. i skýrslugerð). Vitaskuld er fleiri en ein hlið á þessu máli eins og öðrum. Flestir gera sér grein fyrir þvi, að það getur valdið tilfinninga- legri röskun hjá börnum að skipta um kennara eins og að skipta um skóla, flytja milli hverfa o.fl. o.fl. Þannig, að þó að karlmenn 1 geti orðið fyrir slysi eða veikzt eins og kvenmenn, þá taka barneignir auk þess tima kvennanna. Eina raunhæfa leiðin — hvað kennara snertir — er aukið umtal um þessa hluti og áróður fyrir því að eiga börnin að vor- eða sumarlagi, þegar skólar eru hvort eð er í frii. Það er um bameignir eins og flest annað, að hægt er að skipuleggja þær. En í öllum bænum hættum að hugsa um þær sem veikindi. p.s. 1 sambandi við styttri tíma veikinda hjá konum og körlum i öllum starfsgreinum. Hvernig væri að koma á fót stofnun sem hægt væri að hafa samband við og fá hjá góða og áreiðanlega manneskju til að sitja hjá sjúkum börnum meðan foreldrar eða foreldri er eða eru við vinnu? 874 KLANO ' bréf innanlonds lokað i sumar, en þar er einn fallegasti staður á landinu. Það er mikil synd, ef þapð verður ekki opnað aftur sem hótel, maður hefur heyrt að það væri i bigerð að taka það fyrir drykkjumannahæli eða eitthvað ámóta. Ég vil skora á einhvern dug- legan og bjartsýnan veit- ingamann að reka þetta uppá- haldshótel fjölmargra, sem þar hafa dvalið. Ég veit með vissu, að það var mjög vinsælt — enda er þarna bezta bað- strönd á Islandi. Ég hef verið á Mallorka, en samt fannstmér dásamlegra á Búðum á Snæfellsnesi. Það kostar 107 krónur að senda — Mér reiknast, aö með þess- ari hýju hækkun póstburðar- gjalda kosti það 107 krónur aö senda bréf innanlands, að minnsta kosti, ef þfð búið f As- garöi eins og ég, sagði maður, sem hringdi til okkar f gær. I— Það er nefnilega hvergi hægt að fá frimerki nema niðri I bæ og það á mjög fáum stöðum. Ég verð þvi að taka strætó fram og til baka, ef ég ætla að senda bréf I póst. Þannig fæ ég þetta nýja verð. Og þetta er mjög vægt, þvi að ég reikna ekki tim- ann, sem ég eyöi i þetta. Mér finnst póstþjónustan vera fyrir neðan allar hellur að þessu leyti. Kona frá Akureyri skrifar: — Þar sem við hjónin höfum ferðazt mjög mikið um landið okkar fagra, er ekki úr vegi að minnast aðeins á, hve misjafnt verð er á hótelunum utan Reykjavikur. Ég tek sem dæmi, að það er ódýrt og gott að gista á hótelinu á Hólmavik og þar er sérstak- lega góður matur og annað eftir þvi. Það má lika nefna hótel Fell i Grundarfirði. Þar er lika ódýrt og gott að gista. Aftur á móti er dýrt að gista i Búðardal. Svo er það eitt, sem verður að minnast á, og það er hótelið á Búðum á Snæfellsnesi. Þaö var

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.