Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 24
vjggyVísisauglýsing bönnuð „Stóru sjúkro- B r • s husin i leikum" — segir landlœknir ,,Launakostnaður er yfirleitt 70 prósent af rekstri sjúkrahúsanna. Kannski er ein ástæðan fyrir erfiðum rekstri þeirra sú, að um laun er samið við önnur borð en áætlanir eru gerðar", sagði Olafur Ólafsson landlæknir í viðtali við Vísi í morgun. Yfirlýsingar forsvarsmanna Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um slæma fjárhagsaö- stöðu þess, hafa vakið mikla at- hygli. Visir spurði landlækni hvort fleiri sjúkrahús ættu við fjárhagserfiðleika að striða. „Það er frekar á stóru sjúkra- húsunum sem fjárhagserfið- leikar eru. Litlu sjúkrahúsin úti á landi hafa hinsvegar spjaraö sig vel. Astandið i Reykjavik er þó alls ekki eins slæmt og á Akureyri”, sagði Ólafur Ólafs- son. — óH Fyrir atbeina lögfræðings Dagblaðsins hefur ein af sjón- varpsauglýsingum VIsis nú ver- ið bönnuð i sjónvarpi. t auglýs- ingu þessari var verið að kynna VIsi sem siðdegisblað fjölskyld- unnar. Yfir þá kynningu var sið- an stimplað: „Varist eftirllk- ingar.” Þessi auglýsing birtist fyrst á miðvikudagskvöld I sjónvarp- inu. Siðdegis á föstudag barst Sjónvarpinu bréf frá lögmanni Dagbiaðsins. Eftir það var tekin ákvörðun um að banna um- rædda auglýsingu i sjónvarpi. Búið var að ganga frá aug- lýsingunni til birtingar á laug- ardag og sunnudag. Bannið kemur þvl til framkvæmda frá og með deginum i dag að telja. í auglýsingum útvarps og sjónvarps er sem sagt bannað að vara fólk við eftirlikingum. Kastrup í Keflavík? íslenzkir arkitektar óhressir vegna „erlendra sérfrœðinga" Islenzkir arkitektar eru fremur óhressir yfir ganginum á fyrirhugaðri f lugstöðvarbyggingu í Keflavík. Hjá utanríkis- ráðuneytinu liggur þegar fyrir frumteikning af flugstöðvarbyggingu frá dönskum arkitekt, þeim sama sem teiknaði Kastrup flugstöðina í Kaupmannahöf n. ís- lenzkir arkitektar hafa frá upphafi óskað eftir því, að efnt yrði til sam- keppni innanlands um teikninguna. Hrafnkell Thorlacius, formaður Arkitekta- félags Islands, sagði Vísi í morgun, að utanríkis- ráðherra hefði á sfnum tíma tekið vel í óskir þeirra um að fá að fylgjast með þessu máli. Nú óttuðust þeir hins veg- ar, að fyrst„erlendir sér- fræðingar" væru komnir með fótinn í dyrnar, yrði lítið úr samkeppni. -OT. SJÓMENN UNDIRBÚA KRÖFURNAR „AUir á ráðstefnunni voru á einu máli um að mikilia lag- færinga þurfi við á launakjör- um”, sagði Jón Sigurðsson, for- maður Sjómannasambands ts- lands i viðtali við Visi i morgun, um ráðstefnu sem Sjómannasam- bandið stóð fyrir um heigina. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar félaga sem aðild eiga að báta- kjarasamningunum. „Engar tölur voru nefndar á þessari ráðstefnu. Menn sögðu álit sitt, og kosin var nefnd til að setja fram kröfur. Ætlunin er aö þær verði tilbúnar þegar svipuð ráðstefna verður aftur kölluð saman ekki siðar en 10. október”, sagði Jón. „Við teljum að samningar séu lausir, þótt farið sé eftir þeim”, sagði Jón ennfremur, „en ef ágreiningur verður um það, vilj- um við ekkert eiga á hættu. Við þurfum þá að segja þeim upp fyr- ir 1. nóvember, til að þeir verði lausir um áramót”. — ÓH Reyndi að ó falsaðan ó lyf út lyfseðil Lögreglan i Reykja- vik handtók á föstu- dagskvöld mann nokkurn, sem gert hafði tilraun til að verða sér úti um lyf á óiögmætan hátt. Hafði maðurinn falsað lyfseðil og framvlsað honum i lyfja- verzlun. Maöur þessi hafði undir hönd- um gildan lyfseðil frá lækni, en var ekki alls kostar ánægður með þau lyf, sem seðillinn hljóðaöi upp á. Varð hann sér þvf úti um lyfseðilsform og skrifaði sjálfur upp á. Likti maðurinn i einu og öllu eftir skrifum læknisins, nema að þvi leyti, að hann breytti um lyfjanafn á seðlinum. Þar varð þó þekkingarleysiö honum aö falli, þar sem hann skrifaði nafn lyfsins og magn ekki meö réttum hætti. Mál hans var af- hent rannsóknarlögreglúnni. Nokkuð er um, að fólk reyni falsanirá lyfseðlum og framvisi þeim I lyfjaverzlunum. 1 siðustu viku bárust að minnsta kosti tvö slfk mál til rannsóknarlög- reglunnar, en nýjar reglur um útfyllingu seðlanna torvelda fölsun þeirra nokkuð og þvi kemst frekar upp um svikin. -HV. Varð fyrir bifreið — í lífshœttu í gjörgœzlu Rúmlega fimmtugur maöur Vannst honum þvi ekki timi til liggur mikiö slasaöur á gjör- að hemla eða draga úr ferð bif- gæsludeild Borgarspitalans, reiðarinnar á nokkurn hátt. eftir aö ekib var á hann á Ekkert hefur komið fram, Reykjanesbraut, á móts viö sem bendir til þess, að bifreiöin veitingahúsiö Stapa á laugar- hafi verið á miklum hraða, eöa dagskvöldiö. aksturslag hennar ógætilegt á Maðurinn er talinn i lifshættu. nokkurn máta. Slysið varö með þeim hætti, Maöurinn var fluttur á að maöurinn var á leið yfir sjúkrahús I Keflavik og þaðan Reykjanesbrautina, og gekk þá beint á Borgarspitalann. i veg fyrir bifreið, sem var að Reyndist hann mikiö slasaöur koma frá Keflavik. Skuggsýnt meðal annars brotinn á báðum var oröið og mun ökumaður bif- fótum og með höfuðméiösl. reiðarinnar ekki hafa séð Bifreiöin, sem er af Voiks- manninn, fyrr en bifreiðin lenti wagen gerð, er mikið skemmd. á honum. -HV. Ók ú karl og konu og stakk af Kona fótbrotnaði og maður skarst illa, þegar ekið var á þau á Nesvegi aðfaranótt laugar- dagsins. Var fólkið á gangi á Nesvegi, þegar slysiö varð. Þau voru flutt á Slysadeild til aðgeröa og þaðan á Borgar- spltalann. Okumaöur bifreiöarinnar var eitthvað undir áhrifum áfengis og hvarf hann af slysstað áður en lögregla kom þangað. Skildi hann bifreíðina eftir. Siöar um nóttina gaf hann sig þó fram við lögreglu og kvaðst hafa oröið hræddur, vegna á- fengisáhrifanna. -HV. Hestur og bíll í hörðum úrekstri Hesturinn dauður — I r t*i _ bifreiðin ookufœr Allharöur árekstur varö á ' siöan UPP a hana °3 « e«tuna °g milli bifreiöar og hests á Vest- slasaöist svo, aö nauðsyniegt urlandsvegi, skammt Irá af- reyndist aö afllfa hann. leggjara að Leirvogstungu, á Bifreiðin var óokufær eftir á- aöfaranótt sunnudags. Lenti reksturinn og varð að fá krana- hesturinn framan á bifreiöinni, bifreið til að draga hana 1 bæinn. Féli niður í gryfju og rotaðisf Ung stúlka féil niður i gryfju um hafa misst jafnvægiö. viö Nóatún aðfaranótt laugar- Gryfja þessi er steypt og ligg- dagsins og rotaðist. ur fyrir framan verslunarhús- Hún var fiutt á Slysadeild og næði I Nóatúni, milli þaöan á Borgarspitalann, en skemmtistaðanna Þórscafé og fékk aö fara heim á laugar- Rööuls. daginn. Hefur svæöi þetta oft reynzt Slysiö varð með þeim hætti að hin versta slysagildra, einkum stúlkan settist á handrið, sem þó tröppur þær, sem liggja að liggur meöfram g.rygjunni, og dyrum Þórscafés, en þar hafa mun hún af einhverjum orsök- orðiö stórslys, hvað eftir annað. _ -HV. Réttindalausir ó vélhjólum Tveggja ára telpa varö fyrii skcliinöðru i Kópavogi I gær Var hún flutt á slysadeild tii at hugunar, en hún var, meöa! annars, nokkuö hruflub i andliti Skellinöðrunni ók réttindalaus piltur. Nokkuð er um að piltar aki vélhjólum, án þess að þeir hafi réttindi til þess. Arbæjarlög- reglan hafði til dæmis afskipti af tveim nú um heigina, sem ekki höfðu þolinmæði til að biöa réttindanna. Höfðu þeir báðii keypt sér vélhjól, en voru ekk nógu gamlir til að fá réttindi Eru það tilmæli lögreglunnar að foreldrar reyni að sjá til þess að börn þeirra aki ekki vélhjól um fyrr en þau hafa réttindi til — H\ Bifreið ónýt af eldi A laugardag var slökkvilöið I Keflavik kvatt að bifreið á Hafnarvegi, þar sem kviknaö hafði i henni. Eldurinn kom upp I vélarhúsi bifreiðarinnar, en þaðan barst hann inn I hana og brann hún öll, án þess að við yrði ráöið. Biíreiöin var af geröinni Olds- mobile, árgerð 1968, og var hún I akstri, þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök eru ókunn. -HV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.