Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 19
Vísir. Mánudagur 29. september 1975 19 j í KVÖLD | í DAG | | Þaö er óhætt aö segja að Eiffel-turninn I Paris sé hérna i fullum blóma! Birgir Kjaran segir frá hversdagslifinu I iéttum dúr I þessari litriku borg i kvöld. Útvarp kl. 20.30: „Slitrur úr Parísardagbók — Birgir Kjaran hagfrœðingur segir fró hversdagslífinu í París órið 1952 ,,Þctta eru myndir af lifinu i Paris, eins og það kemur út- lendingi fyrir sjónir,” sagði Birgir Kjaran hagfræðingur sem flytur frásöguþátt i útvarp- inu i kvöld. Þátturinn heitir „Slitur úr Parisardagbók”. Birgir dvaldi i Paris hluta úr árinu 1952. ,,Ég var þar að friska upp á gamla menntun,” sagði hann okkur. 1 léttum dúr lýsir hann fyrir okkur hversdagslifinu i þessari heimsborg eins og það kom hon- um fyrir sjónir. „Mér likaði mjög vel við Paris. Gerir það ekki öllum? En á þessum árum var Paris allt önnur en hún er i dag. Ég hef komið þangað aftur eftir þetta, og þá fannst mér hún öðruvisi.” Birgir gat þess lika að það væri annað að búa i Paris við heldur litil efni heldur en að kóma þangað og búa á frekar dýru hóteli sem ferðamaður. Þannig fær maður kannski minna út úr peningunum. En við ættum að fræðast nokkuð nánar um þessa borg i kvöld, sem öðrum borgum fremur hefur alltaf verið sveip- uð einhverjum ævintýraljóma. —EA Sjónvarp kl. 22.00: Armenar og Seldsjúkar f sjónvarpinu i kvöld fáum við að vita sitthvað um Ar- mena og Seldsjúka. Sýndur verður fimmti þátturinn i mynda flokknum „Frá Nóaflóði til nútimans”. Þýð- andi og þulur er Gylfi Páls- son. Meðfylgjandi mynd er úr einum þáttanna. Sjónvarp kl. 20.35: Upp komast svik um síðir... — „Allra veðra von" í kvöld Sekt eða sakleysi heitir 4 þátt- urinn sem sýndur verður i myndaflokknum Allra veðra von i sjónvarpinu i kvöld. Siðasti þáttur endaði með þvi að síminn hringdi heima hjá Tom Simpkins. Honum var sagt að Ted væri látinn. Þátturinn i kvöld hefst á þvi að verið er að reyna að koma þessum upplýsingum til sonar þeirra Normu ogTeds sem heit- ir Nick. Hann stundar nám i há- skóla. Upplýsingarnar komast til hans og hann fer heim til móður sinnar og systur sem báðar eru langt niðri eftir áfallið, sérstak- lega þó dóttirin, sem veit ekki enn að hún er dóttir Simpkins. Þá gerist það að Kate, eigin- kona Philips Harts fréttir um samband hans við Andreu Warner. Vegna þessa verður mikið uppistand á heimilinu. Kate krefst þess að Philip sliti sambandinu við Andreu. Hann hittir hana og segir henni frá þessu. Hún vill helzt af öllu halda áfram að hafa eitt- hvað samband við hann.... Ýmislegt fleira skeður i þætt- inum i kvöld, en það sjáum við nánar klukkan 20.35. Það má svo geta þess að vetr- ardagskráin tekur gildi um mánaðamótin, og þá flyzt þessi myndaflokkur yfir á sunnu- dagskvöld. Alls eru þetta 7 þætt- ir. —EA — Hva — mynd núna — og þetta sem er bara vatn með vitaminpillunum mlnum! | SJÓNVARP • Mánudagur 29. september 1975 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Allra veðra von. Bresk framhaldsmynd. 4. þáttur. Sekt eða sakleysi. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Efni þriðja þáttar: Einn af bestu vinum Simpkins, Baden Roberts bæjarfulltrúi, kem- ur öllu i uppnám á bæjar- stjórnarfundi, en það verður til þess, að Simpkins fer að endurskoða fyrri afstöðu sina. Hann venur komur sinar til Normu Moffat og hughreystir hana, er Ted, maður hennar, meiðist al- varlega i bilslysi. Shirley dóttir þeirra Normu og Simpkins kemur hins vegar kuldalega fram við þau og finnst undir niðri, að þau eigi sök á slysinu. Andrea Warner og Philip Hart halda áfram að hittast, þeg- ar þvi verður við komið. Kvöld eitt hringir siminn heima hjá Tom Simpkins. Norma segir honum að Ted hafi látist á sjúkrahúsinu. 21.30 Iþróttir. Myndir og fréttir frá iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 22.00 Frá Nóaflóði til nútim- ans. Breskur fræðslu- myndaflokkur um menning- arsögu Litlu-Asiu. 5. þáttur. Armenar og seldsjúkkar. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.30 Dagskrárlok. Mánudagur 29. september 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna Ólafsdóttir les (19). Einnig les Ingibjörg Stephensen ' ljóð. 15.00 Miðdegistónleikar. Jan Tomasow og Anton Heiller leika Sónötu i A-dúr op. 6 nr. 11 fyrir fiðlu og selló eftir Albinoni. Hátiðar- hljómsveitin i Bath leikur Hljómsveitarsvitu nr. 1 i C- dúr eftir Bach, Yehudi Menuhin stjórnar. Helmut Hucke og hljómsveitin Consortium musicum leika óbókonsert i C-dúr eftir Haydn, Fritz Lehan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Ævintýri Pickwicks” eftir Charles Dickens. Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (13) 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaanki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Rósa B. Blöndals talar. 20.00 Mánudagsiögin. 1 20.30 Slitur úr Parisardagbók. Birgir Kjaran hagfræðingur flytur frásöguþátt. 21.00 „Davidsbundlertanze” op. 6 eftir Robert Schumann.Murray Perahia leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Ódámurinn” eftir John Gardner. Þorsteinn Antonsson þýddi. Þorsteinn frá Hamri les (8) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþáttur. Ingvi Þor- steinsson magister talar um landgræðsluáætlunina. 22.35 Hljómplötusafnið. 1 umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. Frétir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Frd Fjölbrauta- skólanum Breiðholti Fjölbrautaskólinn i Breiðholti verður settur laugardaginn 4. október kl. 14.00 i húsakynnum skólans við Austurberg. Nemendur mæti i skólann föstudaginn 3. október á timanum frá kl.9.00 til 16.00 til að staðfesta námsbrautir og til viðtals við kennara skólans og námsráðgjafa. Skólameistari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.