Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 29. september 1975 3 f g sgwr.-rrr"-.. t . *«., hi rwywy aj m j i mJSámBmigR - ^H^J^T-rWrr |S3 9 jp, J'W' JPW ~ " X--: 'a* ■W^^rri-irrfc sn f m mi* ||j|jjjjrrr>t* —.:: ^' iTTÍM ilUh'. 1 Konnun á , viðhorfum J og venjum fólks í Foss- a vogi var | framkvœmd órið 1973 4 Fyrri hluti I Weiríhluti fólks eign- isf að minnsta kosti Vœr fbúðir um œvina Könnun á viðhorfum og venj- um fólks í Fossvogshverfi var framkvæmd af Baldri Krist- jánssyni árið 1973. Þetta er B.A. ritgerð Baldurs i þjóðfélags- fræðum, og var könnunin fram- kvæmd að tilhlutan Þróunar- stofnunar Reykjavikurborgar, sem vildi láta fara fram könnun á nýju hverfi i Reykjavik i þvi skyni að finna galla og kosti I skipulagi þess og athuga, hvernig félagslegum atriðum hefur verið sinnt. Yfirumsjón með þessari könnun hafði Þorbjörn Brodda- son. 1 dag ætlum við að birta fyrri hluta könnunarinnar, en seinni hlutinn verður birtur siðar. Tekið var 252 manna úrtak, en 176 manns svöruðu spurning- um rannsakanda. En sam- kvæmt ibúðaskrá Rvik., þá var heildarfjöldi ibúa Fossvogs- hverfis 1. des. árið 1973 1056. Spumingarnar vom tvenns kon- ar, annars vegar staðreynda- spurningar en hins vegar við- horfaspurningar. Fjölskyldan hefðbund- in og heimilislifið reglulegt Þegar athugað er hvaða fjöl- skylduform er algengast i Foss- vogshverfi, þá eru i 93% tilfell- anna um að ræða mann og konu með eða án barna. Algengast virðistvera, að hjón eigi tvö eða þrjú börn, eða svo kom i ljós i 57% tilfellanna. Heimilislifið virðist einnig vera nokkuð reglulegt, þvi að þegar spurt var, hvort haldin væri sameiginleg máltið á heimilinu daglega, þá reyndist 94% heimilanna svara þessari spumingu játandi. Rúmur helmingur kvennanna sinna heimilisstörfum ein- göngu Athyglisvert er, að 52% kvennanna sinna húsmóður- störfum eingöngu. Einnig kom i ljós, að meira-.var um það að konur ynnu stutt frá heimilun- um. Hve margir búa i ibúð- inni? í sambýlishúsi búa að meðal- tali 3.5 Ibúar I hverri Ibúð..l rað- húsi búa 4,9 ibúar og I einbýlis- húsi búa að meðaltali 5,2 ibúar. Einstaklingarog barnlaus pör fyrirfinnast varla i raðhúsum og sambýlishúsum i Fossvogs- hverfi, en aftur á móti er um sllkt að ræða i u.þ.b. 20 ibúðum i sambýlishúsum. Hve margir búa I eigin húsnæði? 96% þeirra, sem spurðir voru, hvort þeir ættu húsnæðið, sem þeir búa i.svöruðu játandi. 7% voru i leiguhúsnæði. Þetta er mjög hátt hlutfall eignarnotkunar. 1 sambærileg- um tölum sem eru til um Breið- Fossvogshverfi er nýtt hverfi, og þar var könnun framkvæmd I þvi skyni að finna skiþulagi þess, og athuga hvernig ýmsum félagslegum atriðum hefur veriö sinnt. holt II, þá reyndust hlutföll eignanotkunar vera 80% á móti 19% I leigunotkun. En þess ber að gæta, að leiguibúöir, sem borgin á eru 154 I Breiðholti II. Ef ibúðir i eigu borgarinnar eru ekki taldar með teljast 89% Ibú- anna búa i eigin húsnæði, en 11% I leiguhúsnæði. Þess skal getið, að þessar töl- ur, um leigu og eigu fólks á húsnæði þvi sem það býr i,eru einu tölumar, sem til voru um þessi atriði (Manntal i Breið- holti III 1974). Flestir áttu eigið hús- næði áður enþeir keyptu húsnæði i Fossvogi t sambýlishúsunum komu 31% ibúanna, sem spurðir voru, úr eigin húsnæði áður en þeir fluttust i Fossvogshverfi. 73% þeirra sem bjuggu i raðhúsum komu úr eigin húsnæði, en 75% þeirra sem bjuggu i einbýlis- húsum áttu sitt eigið húsnæði áöur en það flutti. Meðalaldur þeirra er bjuggu Iraðhúsum var 42 ár, en méðal- aldur fólks i einbýlishúsum var 43 ár, og 36 ár hjá þeim sem bjuggu i sambýlishúsum. Flestir byggja sjálfir 65% þeirra sem spurðir voru eignuðust si'nar ibúðir á byrjunarstigi, þ.e. „byggðu” eins og það er kallað. Sú reynsla virðist ekki hafa farið með áhuga þeirra á hús- byggingum, þvi 87% þessa fólks svarar þvi til, að það hefði helzt vijað eignast húsnæði á þennan hátt. Svo er einnig að sjá að fleiri hefðu viljað byggja, en gerðu, þvi 76% segjast hafa viljað byggja, næstum þvi allir upp á sitt eigið eindæmi. Kostir eins og þeir að taka þátt I stóru byggingarfélagi eða byggja I félagi með öðrum eru ekki valdir nema af 8.5% fólks- ins. Hópurinn, sem keypti sinar ibúðir tilbúnar viröist lika nokkuðánægður. A.m.k. segjast 44% þeirra helzt hafa viljað kaupa tilbúið. Byggja aftur......... En menn eru ekki setztir i helgan s.tein, þó að þeir séu komnir undir eigið þak. Sérstaklega gildir þetta um þá sem búa i sambýlishúsunum. Þeir eru greinilega að tylla sér á stein; áður en þeir ráðast i næstu stórframkvæmdir, segir i könnuninni. 41% þeirra sem búa i sam- býlishúsunum i Fossvogi telja sig sem sagt ekki i sinu framtiöarhúsnæði. 26% þeirra, sem búa i raðhús- um, telja sig ekki vera i framtiðarhúsnæði sinu. Og 17% þeirra sem búa i einbýlishúsun- um álita slikt hið sama. t ritgerðinni segir að þessar tölur endurspegli að visst þjóð- félagsástand. 75 og 73% þeirra, sem búa í einbýlis- og raðhúsum koma úr eigin húsnæði. Með öðrum orðum yfirgnæfandi meirihluti manna lætur sér ekki nægja að eignast eina ibúð á æv- inni. Ofangreindar tölur benda til þess, að flestir eignist a.m.k. tvær fbúðir yfir ævina, og lang- flestir byggja sjálfir, eins og sagt er. luatist i iúnum ói-limi lauumi iiuimni' vugna stiiSliuiuliiis i'al'magns. Æ Kykits skvmniii' hljcimpluuina, vvlUui' ^ hi'vstum í hátolurum ut; i'.vrir toniia'fim. MvS þvf að nuta kolplötuiiu, hvorrur hið stuShunUna i'at’mayn, llr þa auövult aö la-gja rykið muð þurrum hursta. Anti-statlc platan cr því ómistíanUi hlutur lyrir þann, Mvrir miklai- krulur til tóngæða og tíósrar endingar á Uýrmætum hljómplötum. L'st aöuins t KAI' LUNpATÆKI, CÍLÆ81UÆ, W Sundum gcgn pústkrölu. i pafeiníatæki Glæsibæ Simi 81915

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.