Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur 29. september 1975 VÍSIR tJtgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjðri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skáli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Slmi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. 1 íausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprenf nf. Þörf á auknu aðhaldi Það var bæði rétt ákvörðun og skynsamleg hjá borgarstjórnarfulltrúum sjálfstæðismanna að visa Armannsfellsmálinu svonefnda til opinberrar rann- sóknar. Málið var komið á það stig, að eðlilegast var að hafa þann hátt á. Stjórnmálaflokkar, sem vilja vera flekklausir, eiga að bregðast við með þessum hætti, þegar mál af þessu tagi koma upp. Borgarstjóri gerði skilmerkilega og á hreinskil- inn hátt grein fyrir afskiptum sinum af máli þessu. Upphafleg ákvörðun borgarráðs um skipan póli- tiskrar nefndar til að kanna málið var hins vegar mjög vafasöm. Niðurstöður'slikrar nefndar hefðu aldrei getað leitt til annars en flokkspólitisks karps. Borgarbúar hefðu ekki fengið þá hlutlægu athugun, sem þeir eiga með réttu kröfu til að fari fram. Visir benti á það fyrr i sumar, talsvert áður en þetta mál kom upp, að nauðsynlegt væri að opna meir en verið hefur starfsemi stjórnmálaflokkanna, ekki sizt að þvi er varðar fésýsíu þeirra. Þetta mál hefur leitt i ljós, að það eru ekki einvörðungu hags- munir borgaranna að svo verði gert, heldur einnig og ekki siður stjórnmálamannanna sjálfra. Flokk- arnir ættu einnig að haga þvi þannig til, að aðalfé- sýslumenn þeirra sætu ekki samhliða i opinberum trúnaðarstörfum, þar sem veita þarf almenna fyrirgreiðslu. Viðbrögð andstæðinga meirihlutans i borgar- stjórn eru að ýmsu leyti áthyglisverð. Þau sýna, að stjórnmálaflokkarnir hafa ekki neinn sérstakan áhuga á að uppræta meinta pólitiska spillingu. At- vik af þessu tagi vilja þeir helzt nota til pólitiskra striðsleikja. Sjálfir vildu minnihlutaflokkarnir t.d. ekki krefjast opinberrar rannsóknar, þvi að með þeim hætti einum er unnt að hreinsa mál af þessu tagi út. Enn kynlegri er þó afstaða hins nýja dagblaðs, sem sjálft hreykir sér af þvi að vera frjálst og óháð. A.m.k. tveir af aðstandendum þess eru jafnframt hluthafar i hinu umrædda byggingarfélagi. í sam- ræmi við það tók ritstjórn þessa frjálsa og óháða blaðs þegar upp þá stefnu, að með engu móti mætti áfellast það fyrirtæki, sem hér ætti hlut að máli né heldur þá stjórnmálamenn, er annazt hefðu fésýslu fyrir viðkomandi stjórnmálaflokk. Þetta óháða og frjálsa blað taldi, að i þessu máli ætti einvörðungu að ásaka æðstu forystumenn þessa stjórnmálaflokks. Þessi afstaða varpaði hulunni af augíýsingaskruminu um frelsið. En hún minnti einmg á þá riku tilhneigingu að skjóta slikum mál- um á bak við lás og slá hinnar flokkspólitisku sam- tryggingar. Ef sjónarmið af þessu tagi réðu rikjum, gæti pólitisk spilling læst sig um þjóðarlikamann án þess að menn gætu rönd við reist. Með þessu er ekki verið að segja, að ritstjórn þessa umrædda blaðs hafi sérstakan áhuga á póli- tiskri spillingu: hún er aðeins háð sinum útgefend- um. Hitt er svo annað mál, að forystumenn i stjórn- málum ættu á hverjum tima að gera strangar kröf- ur um aðhald i þessum efnum. Full þörf er nú á, að settar verði almennar reglur um fésýslu stjórn- málaflokkanna. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að sjálfsögðu á fjármagni að halda, að öðrum kosti geta þeir ekki gegnt mikilvægu hlutverki sinu i lýð- ræðisþjóðfélagi. Umsjón: GP Andmœlin dynja á spœnskum yfír- völdum vegna dauðadómanna Óánægja fer vaxandi á Spáni vegna refsiaðgerða stjórnvalda á hendur skæruliðum og hryðju- verkamönnum. Hinir dauðadœmdu Þessar aðgerðir, sem leitt hafa til handtöku 200 manna og 11 dauðadóma, fylgja í kjölfar strangari laga, sem sett voru í síð- asta mánuði til höfuðs skæruliðum. Lög þessi hafa mjög reynt á saumana I spænsku samfélagi að undanförnu. Fram hafa komið mótmæli frá kirkjuhöfðingjum, framámönnum ýmsum, oddvit- um stjórnmálanna og útlægum stjórnmálahreyfingum. Þau hafa um leið mjög dregið úr áliti Spán- ar út á við. Neyðar ástandslög Gagnrýnendur kalla, að þetta séu „neyðarástandslög”. Þau gera ráð fyrir sjálfkrafa dauða- refsingu banamanna lögreglu- þjóna og hermanna, auka umboð lögreglunnar til leitar og hand- töku og mýla alla gagnrýnendur lögreglúnnar og reyndar laganna sjálfra. Stjórnvöld hafa viljað réttlæta þessi lög sem nauðsynleg við- brögð við aukinni athafnasemi skæruliða og hryðjuverkamanna ýmissa öfgasamtaka, eins og þjóðernishreyfingar Baska og samtaka róttækra vinstrimanna. Ofbeldi þessara öfgahópa hafa leitt til dauða tólf lögreglumanna á Spáni á þessu ári. Meðal hinna dæmdu vinstri- sinna voru sex dæmdir eftir þess- um nýju lögum. Þar á meðal eru tvær konur, barnshafandi. öll sex eru sökuð um að hafa orðið lög- reglumönnum að bana. Þegar þetta var skrifað fyrir helgi, biðu þau þess að æðstu stjórnvöld undirrituðu dauðadómana yfir þeim, nema dómarnir verði mildaðir. Verði dómarnir staðfestir, getur enginn bjargað þeim, nema Fracisco Franco, hinn 82 ára gamli einvaldur. Hinir fimm þessara ellefu- menninga, sem einnig eru bornir sökum um dráp á lögreglumönn- um, voru ekki dæmdir eftir þess- um nýju „neyðarástandslögum”. Meðal þeirra skæruliða, sem siðast hafa veriðhandteknir, eru fjórir úr aðskilnaðarhreyfingu Baska, sem gengur undir skammstöfunum ETA. A skýrsl- um lögreglunnar eru þessi samtök viðriðin fjölda morða á lögreglu- rnönnum og erindrekum öryggis- gæzlu. Það leiðir af sér, að sak- sóknarinn verður að krefjast dauðarefsingar i málsókninni gegn þeim. Orka öfugt Þær vonir, sem stjórn Spánar ól méð sér um, að hraðvirkara rétt- arfar i meðferð herréttarins, sem hefur lögsögu i málum allra hryðjuverkamanna og skæruliða, eða aukin umsvif lögreglunnar mundu hafa til að slá á athafna- semi öfgahópanna, dvina nú fyrir öðrum áhrifum þessara neyðar- aðgerða. Þetta hefur vakið upp sllka öldu óánægju og andmæla, að yfirvöld eru orðin hikandi I framkvæmd nýju laganna. í nokkra daga hefur ríkisráðið dregið við sig að undirrita slðustu dauðadómana. Stjórnmála ■ hreyfingar og biskupar 1 fararbroddi þessara andmæla af hálfu þeirra samtaka, sem leyfileg eru á Spáni, er félags- skapur, sem kallar sig Umbóta- samtökin. Stjórnin leyfði stofnun þess flokks með tilliti til þess að búa þjóðina undir aukið frjáls- lyndi og aukin almenn stjórn- málaafskipti eftir að Franco hershöfðingi dregur sig i hlé, sem menn vænta að verði hvað úr hverju. Þessi spænsku umbótasamtök hafa gert sér stefnuskrá að vitund embættismanna Francos, þar sem gengið er enn lengra en rétt krefjast mildi i meðferð saka- manna, eða gagnrýna- þessa hegningarstefnu stjórnarinnar. Þar er nefnilega lika krafizt þess, að Franco hershöfðingi dragi sig hið bráðasta i hlé og eftirláti Juan Carlos, prins, stjórn landsins. Biskuparáðið spænska hefur einnig haft sig mjög i frammi með andmælum. Það er mjög á- hrifamikil stofnun meðal þessar- ar kaþólsku þjóðar. Álitshnekkir ót á við -* Erlendis hefur andmælum rignt yfir spænsk stjórnvöld. Forsætis- ráðherrar Sviþjóðar og Dan- merkur hafa opinberlega for- dæmt spænsku stjórnina. Hol- lenzki utanrikisráðherrann hefur kallað spænska sendiherrann á sinn fund, til þess að bera upp við hann mótmæli hollenzku stjórn- arinnar. f Paris hefur lögreglan neyðzt til þess að beita táragasi til að hindra mannsafnað mótmælandi borgara sem ætluðu að taka spænska sendiráðið með áhlaupi. í Berne lagði fólk undir sig sendi- ráðsgarðinn og sumt ruddist alla leið inn i sendiráðið. 1 Vinarborg tóku andmælendur hús á spánska flugfélaginu Iberia. I Rómaborg urðu spjöll á skrifstofum Iberia vegna sprengingar. Ýmsar rikisstjórnir hafa sent Franco hershöfðingja bænarorð- sendingar og farið þess á leit við hann, að hann mildaði dómana yfir þessum ellefu skæruliðum, sem bíða dauðans. Þannig standa ótal spjót á spænskum yfirvöldum eftir til- komu nýju refsilaganna. Spænskir lögregiumenn I Madrid leita skæruliða. Lögreglunni hefur verið fengiö aukiö umboö til rann sókna og handtöku borgara meö tiikomu nýja „neyöarástandslaganna", eins og þau eru kölluö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.