Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 11
Visir. Mánudagur 29. september 1975 n ísland hrapaði í neðsta sœtið! — þegar Austur-Þýzkaland sigraði Belgíu 2:1 í Evrópukeppni landsliða í Brussel ó laugardaginn tsland, sem fyrir mánuði var i öðru sæti I 7. riðli I Evrópukeppni iandsiiða — fyrir leikina við Frakkiand og Belgiu — hrapaði niður I fjórða sæti I riðlinum á laugardaginn, þegar Aust- ur-Þýzkaiand sigraði Belgiu i Brussel með tveim mörkum gegn einu. Fyrir þennan leik var Aust- ur-Þýzkaland I neðsta sæti, og hafði ekki unnið leik, en Belgia I þvi efsta, og nægði sigur i leikn- um til að sigra i riðlinum og kom- ast i undanúrslit keppninnar. En það voru Austur-Þjóðverjar — svo til sama lið og tsland sigr- aði hér heima i sumar — sem gerðu út um þann draum I siðari hálfleiknum. Belgarnir höfðu mikla yfirburði i fyrri hálfleik, en tókst aldrei að komast i almenni- legt færi, og þvi siður Aust- ur-Þjóöver junum. Þegar fimm minútur voru liðn- ar af siðari hálfleiknum skoraði Lauck fyrir Austur-Þýzkaland. Hann tók knöttinn á sinum vallar- helming — þaut á milli allra varnarmanna Belgiu og skoraði með þrumuskoti, sem Piot mark- vörður Standard Liege og Belgiu, réði ekki við. Skömmu siðar jafn- aði Wilfried Puis eftir sendingu frá Johan Devrindt, og færðist þá mikið fjör i leikinn. Bæði liðin sóttu til skiptis, en það voru Austur-Þjóðverjarnir sem skoruðu. Reinhard Hoefner skoraði markið, sem var kröftu- lega mótmælt af Belgunum — sögðu að hann hefði verið rang- stæður — en dómarinn, sem var frá Rúmenlu, hlustaði ekki á þá, og dæmdi það gilt. Eftir markið lögðust Aust- ur-Þjóðverjarnir i vörn og mikil harka færðist i leikinn. Mark- vörður Þjóðverjanna, Jurgen Croy, var t.d. bo’rinn slasaður af velli og fluttur á sjúkrahús. Með þessum sigri komust Aust- ur-Þjóðverjar upp I annað sæti I riðlinum. Þar eru tveir leikir enn eftir, Belgia — Frakkland og Austur-Þýzkaland — Frakkland. Staðan I riðlinum fyrir þá er þessi: Belgia 5 3 1 1 6:3 7 A.-Þýzkaland 5 1 3 1 6:6 5 Frakkland 4 1 2 1 6:4 4 Island 6 1 2 3 3:8 4 — klp — Þar gekk betur hjá Belgum! A sama tima og Aust- ur-Þýzkaland var að vinna Belgiu I Evrópukeppni lands- liða i Brussel, léku Aust- ur-Þýzkaland og Belgia — landslið 23 ára og yngri — i Magdeburg I Austur-Þýzka- landi. Þar eru saman I riðli Aust- ur-Þýzkaland, Belgia og Frakkland, en ísland, sem átti að vera i þessum riðli, sendi ekki iið. Belgarnir sigruðu i þessum leik 2:1 og eru nú efst- ir i riðlinum. Þá léku cinnig landslið ttaliu og Finniands i sama aidursfiokki I Helsinki. Þar gekk itölunum betur en I leiknum heima —sigruðu með 3 mörkum gegn 2. — klp — tslendingar tóku 3 stig af 4 mögulegum i ieikjunum við Austur-Þýzka- land I Evrópukeppninni i knattspyrnu, en töpuðu báðum leikjunum fyr- ir Belgiu. A laugardaginn sýndu svo aftur á móti Austur-Þjóöverjarnir Belgunum I tvo heima með þvi að sigra þá 2:1. Þessi mynd er aftur á móti fr.á þvi að island sigraði Austur-Þýzkaland 2:1 á Laugardals- vellinum... NÝ VERZLUN íþróttavörur STRIGASKOR í öllum stœrðum LEIKFIMIBOLIR mikið úrval • Allt fyrir boltaíþróttir, sund og leikfimi HÓLAGARÐI LÓUHÓLUM 2-6 Simi 75020

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.