Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 29. september 1975 5 Í LÖND í MORGUN UTLÖNDÍ morgun ÚTLÖND í MORGUN ÚTLjJjmsjón: Guðmundur Pétursson IÁTA GRCMJU OG VIÐBJÓD BITNA Á SCNDIRÁÐUM Aftaka spœnsku skœruliðanna vekur mikla andúð. Hervirki unnin á sendiráðum Spánar Starfsfólkið slapp Starfsfólki ræðismannsskrif- stofanna hafði verið 'komið undan 'og sömuleiðis mikil- vægustu skjölunum. Og sendiráðsfólkið i Lissabon hafði farið með flugvél til Madrid á laugardag. Enda hafði áður verið gert viðvart um áhlaupið á sendiráðið. Portiigal, sem á mestallt sitt neyzluvatn og rafmagn undir Spáni komið, hefur boðið Spáni bætur fyrir skaðan og harmað mjög þessa atburði. Sambandsrof virðist biasa við hjá Portúgal og Spáni, eftir að skrill vann hervirki bæði á sendiráði Spánar í Lissabon og síðar á ræðismannaskrif- stofum Spánar i iðnaðar- borginni Oporto. Hópur manna, sem vildu and- mæla aftöku fimm spænskra skæruliða á laugardagsmorgun, réðust fyrst á sendiráðið en siðán i gærkvöldi á ræðismanns- skrifstofurnar, þar sem öllu lauslegu var varpað út og safnað i bálköst á götunni fyrir framan. Herflokkar, sem i fyrstu reyndu að hafa hemil á mann- safnaðinum og beittu til þess táragasi, urðu að gefast upp. Skildu þeir við fólkið, þar sem það hafði skrifstofurnar á valdi sinu. Kölluðu sendi- herrana heim Það er þó viðar en i Portúgal, sem fréttin um aftöku fimm spænskra skæruliða á laugar- dagsmorgun, hefur vakið óhemju gremju og viðbjóð. Ýmis riki eins og Holland hafa kallað sendiherra sina heim frá Madrid. 1 Haag brann efri hæð sendiráðsbyggingar Spánar, og leikur sterkur grunur á þvi, að bensinsprengju hafi verið varpað inn i húsið og hún orðið örsök eldsins. Jafnframt er talið, að menn hafi valdið ikveikju i húsi systur hollenzka sendiherrans i Madrid, sem kallaður var heim um helgina i mótmælaskyni við aftökurnar. Hús þetta brann einnig i gær. Vill reka Spán úr S.þ. Louis Exheverria, forseti Mexikó, hefur farið þess á leit, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kvatt saman til skyndifundar til að ræða tillögu um að vikja Spáni úr Sameinuðu þjóðunum. Mexikóforseti skoraði i bréfi til Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra S.þ., á riki samtakanna að rjúfa öll tengsl. ,,e f n a h a g s 1 e g , diplómatisk og önnur,” við Spán. Hunzaði beiðni páfa Rikisstjórnir fjölda landa höfðu skorað á spænsk stjórn- völd að milda dauðadómana yfir skæruliðunum ellefu, sem sakaðir hafa verið um morð á lögreglumönnum. Meðal annarra hafði Páll páfi sent Franco einvaldi Spánar bænar- bréf, þar sem hann bað hers- höfðingjann að sýna mildi. Viðbrögð Spánarstjórnar voru sú, að taka fimm skæruliðanna af lifi, en örlög þeirra sex sem eftir biða, eru óráðin. Hálf f loka landamærunum En Spánverjar hafa brugðist við með þvi, að draga mjög úr allri umferð á landamærunum og öllum bönkum Spánar hefur verið fyrirskipað að hætta öllum viðskiptum með portúgalskf mynt. Spánskar ferjur lögðu niður ferðir sinar milli Portúgals og Þessi mynd var tekin I gær fyrir utan sendiráð Spánar I Portdgal, þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla aftökum spænsku skæru- Spánar i hálfan sólarhring. liðanna fimm daginn áður. Ruslið og brakið á götunni er úr sendiráðsbyggingunni. Fann vfkinga- leifar f Paraguay Fann rúnaletur, sem svipar til rúna norrœnna manna Rœningjarnir < flúðu í kjallarann og híma þar enn Franskur mannfræð- ingur telur sig hafa fund- ið áþreifanlegar sannanir fyrir því, að Evrópumenn hafi setzt að í Suður- Ameriku mörgum öldum, áður en Kólumbus ,,upp- götvaði" Ameríku. Mannfræðingur þessi, Jacqu- es Mahieu, skýrði fréttamönn- um svo frá á laugardag, að hann hafi fundið veggjabrot sem hann telur vera hluta úr virki, er vikingar hafi byggt. Forn- minjar þessar fann hann á stað, sem kallast Cerro Cora og er um 500 km norður af höfuðborg Paraquay. Hann segir, að veggurinn, sem er 45 metra langur og 10 metra hár, — og eins nærliggj- andi steinar þar hjá, sem gætu verið húsatóftir, — séu ristir rúnaletri, svipuðu þvi sem fund- izt hafi i Norður-Evrópu. Segist hann ætla að hafa með sér þessar áletranir til rannsóknarstofu sinnar i Buenos Aires til frekari athug- unar. Á meðan eru fornleifa- fræðingar Paraguay lagðir af stað til Cerro Cora til þess að gera sinar eigin athuganir á veggnum. Mahieu sagði fréttamönnum, að viðurkennt væri meðal fræðimanna, að vikingar hefðu kom'ið til Suður-Ameriku árið 967. Sumir hefðu setzt að nærri Titicaca-vatni i Andesfjöllum, en aðrir hefðu haldið lengra og þangað, sem nú héti Paraguay. Hann er þeirrar skoðunar aö dularfullur kynþáttur hörunds- hvitra indiána sem kallaðir eru Guayaqui og lifa i frumskógum Paraguay við landamæri Brazi- liu, sé afsprengi þessa vikinga- landnáms. Fundist hafa i Paraguay steinar með rúnaletri, sem þykir vera svipaðrúnum norrænna manna, eins og á rúnasteinum þessum frá Arósum. I.ögreglan i I.ondon hefur setið um matsölustað einn i Knights- bridge siðan i fyrrinótt, cn þar inni hafa þrír vopnaðir ræningjár búið um sig og hafa á valdi sínu sjö gisla. Upp úr miðnætti á laugardags- kvöld reyndu þrir menn að ræna italskan matsölustað „Spaghetti house”, en einn starfsmanna slapp á brott og gerði lögreglunni viðvart. Kom hún á staðinn innan örfárra minútna og hafði um- kringt húsið, áður en ræningjarn- ir gátu komið sér undan. Bófarnir, sem taldir eru vera innflytjendur frá Jamaica, voru vopnaðir hlaupstýfðum hagla- byssum og skammbyssum. Neyddu þeir átta gisla meþ sér niður i gey msluherbergi i kjallaraholu hússins og bjuggust þar um. Hundruð lögreglumanna, skytt- ur og almennir lögregluþjónar, settust um húsið. Hvorugur hefur gert tilraun til hreyfingar, en ræningjarnir slepptu einum gisl- anna i gærdag siðdegis. Yfirvöld hafa þverneitað að semja við ræningjana eða aö ganga að neinum afarkostum. Undir hádegi i dag voru teknar uppviðræðurviðbófana, þarsem þeim var boðið að leggja niður vopnin og gefa sig sjálfviljugir á vald réttvisinnar. t viðræðum i gær reyndu ræningjarnir að blanda pólitik i málið, og kváðust starfa á vegum samtaka þeldökkra manna. Kröfðust þeir þess, að tveir blökkumenn yrðu látnir lausir úr fangelsi. Kom i ljós, að þeir tveir blökku- menn höfðu þegar afplánað doma sina og eru fyrir nokkru orðnir frjálsir menn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.