Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 3
KISTILL Hinn 21. 3. 1972 kom Skúli Helgason á skrifstofu mína og færði mér til athugunar kist- il, sem er í vörzlu séra Gísla Brynjólfssonar, en mér skilst að kistillinn sé úr Breiöafirði kominn. Um kistilinn hef ég þetta að segja: Kistillinn er smíðaður úr furu á mjög venjulegan hátt', trénegldur að mestu, en þó einnig með nokkrum kopar- nöglum, með (ónýtri) járn- skrá, en í lama stað hafa ver- ið látúnslykkjur, nú bilaðar. Á endum loksins eru okar tré- negldir. Kistillinn er græn- málaður, en nú er þó málning- in mjög víða máð eða þvegin af. Um skráargatið er látúns- fluga. Lengd kistilsins er 29 sm, breid.d 20 sm, hœö með loki 18,5 sm. Á lokinu er sérkennilegt blaðamunstur, samhverft langs og þvers, en á báðum hliðum og göflum er höfða- letur efst og neðst, en falleg- ur blaðastrengur á milli, gerð- ur af góðri leikni. Allt verk- ið á kistlinum er prýðilega snoturt. Höfðaletrið er gerðarlegt og skýrt, en leikur ekki alls kostar við mann. Sé ég ekki betur en að lesa verði letrið á göflunum sérstaklega og á hliðunum sérstaklega. Á göfl- unum stendur: s olv e i / g þ or d / a r dot / t er ame eða Solveig Þórðardóttir á me(ð réttu). En þetta tengist ekki því, sem á hliðunum stendur. Þar eru aðeins sund- urlausir stafir, sem mynda ekki orð, eða sem hér segir: Framan á: ierid??ea/ ruklaon eidö. Aftan á: b mt e d o s n/d rgeamnoi. Langflestir stafirnir eru fyrir víst rétt lesnir, en einn er eyðilagður af skráargatinu. Vafi leikur á um nœsta staf þar á eftir og vera má að sið- asti stafur í þeirri línu sé n en ekki a. Hér virðast vera einhver brögð í tafli og hugsanlegt er aö um villuletur sé að rœða. Ég hef þó borið þetta saman við nokkur villuletursstafróf, sem til eru í þjóðminjasafn- inu og ekki getað fengið meiningu út úr áletruninni með þeirra hjálp. Ekki er óhugsandi að síðustu stafina þrjá ætti að lesa aftur á bak og væri þar þá mannsnafnið Jón, dulbúið sem Nói, eins og dœmi eru til. En þetta er hrein getgáta og er nánast einskis virði. Ég tel líklegt af almenn- um stílsvip að dœma, að kist- illinn sé frá seinni hluta 18. aldar. Þetta staðfestist vel af samanburöi við kistilinn E 2395 í Bergens museum í Björgvin. Munstrið á loki og framhlið á þeim kistli er svo nauðalíkt og á lokinu á þess- um, að ég tel naumast vafa á að báðir séu eftir sama mann. Því miður eru engar upplýs- ingar um Björgvinjarkistil- inn, hvaðan af íslandi hann er, en á bakhlið er ártalið 1783 og á göflunum höfðalet- urslínur svohljóðandi: g u dr u / nionsd / otter / akistil. Því miður hef ég ekki myndir af höfðaletrinu á Björgvinjarkistli, en það mundi líklega skera úr, hvort kistlarnir eru eftir sama mann. Sameiginlegt einkenni, sem benda má á, er aö eig- andaformúlan er á göflunum, en það er óvenjulegt. Um Björgvinjarkistil sjá lýsiingu í Árbók fornleifa- félagsins 1960, bls. 115, enn- fr. Ellen Marie Mageröy: Plarvteornamentikken i is- landsk treskurd, Bibl. Arn., Suppl. Vol. V. Kph. 1967, I, bls. 103, II, fig. 210. - Ég hef ekki leitað í Þjóð- minjasafni hvort þar kynnu að vera hlutir með sama handbragði. Það er vel hugs- anlegt, en þó ósenmlegt að nafngreindur listamaður fynd ist. Jakob Thorarensen Hið fyrra kvöld, sem kom ég þar, var kvöld í sól'skinsljóma, og léttur eimur ennþá var um alla ganga og stofumar af amgan brúðkaupsljóma. Ég fiann þar hjónin, heit og ör við hæstu þránna flæði, með blys í augum, bros á vör og bjairtan svip og glaðleg svör, svo frjáls og fögur bæði. Þar sýndist öliu í unað breytt, hvert orð með fagnaðs hreimi. En þögn var sveipuð eitthvað eitt, sem armiög höfðu sælast veitt og mest var hnoss í heimi.------ Hið seinna kvöld, er kom ég þar, ég knúði hurðir lengi. Á súg, en engri angan, bar. Einn áratugur liðinn var, og margt var breytt hjá mengi. Ég leit þar flest í reglu og röð, sá rós í hverjum glugga. Þó héngu suimum hnípin blöð, og húsið fannst mér drungastöð í skúmi, þögn og skugga. Og þar var kominn risi í rann, sá rammi, hljóði, bleiki — og sitt á hvoru hnénu hann með hjónin sat og létt sér vann, — hinn leiði hversdagsleiki. KRISTJÁN ELDJÁRN Hergilsey.) Held ég að hún 'hafi fenigið (kiistilinn úr búi föður síns. Hún gaf Kristínu dóttur iminni (kistiiinn fyrir noklkrum ánum.“ Ekkd hefur kistiMinn giert vúðreist siðan hann kom á ísa- fjörð. Þar hefur hann hatdið hina þjóðlegu 'Mifsregttu: Heima er br.zt. En svo var það eftir jólin í vetur að hann 'kom í orlof hinig- að til höfuðstaðarinis. Gerði hann þá ferð í því iskyni að komaisit á íund fróðra manna ef ráða maetti rúnir hanis. Fyrst iagði hann leið sína á Þjóð- minjaisaifnið oig var þar iiuifús'ugestur svo sem vœnta mátti. Þar las Glisii Gestsson nafriið Soffía Þórðardóttir á göifium hans. Var við svo bú- ið látið sitja í ibili. Nsesti viðkomustaður kiistids- ins var á 'Grundarstl'g 15. Það var nánast kurteisisheimsókn, enda eMtí við hæfi að ganga fram hjá bæjardyrum Rikarðs Jónssonar miesta lisitamanns þjóðarinnar í 'þeissari 'grein — tréskurðin.um. —- Ríkarður 'hetfiur láka skrifað ritgerð um höfðaletur í Iðn- sögu íslands og er attlra manna fróðastur d þeim vlisindum. En eins og áður er búið að segja og síðar kemur fram eru höfða- leturslínurnar á hiliðum þessa li'tla kistils úr iHergilsey engar auðráðnar rúnir. Vífcur nú sögunni suður y.fir Skerjaifjörð og 'liðið tfram á út- mánuði. Þá er það, að 'kístiDl- inn er að eigin óisk ÍQiuttur suð- ur að Bessas'töðum á Áiltftanesi. Þann stað 'þartf efcki að kynna. Þar var honum vel fagnað. Þar dvalldi hann um hríð í ’góðu yf- irlæti. Mörgu venjuilegu íláti mund'i sMk dvöl hafa stigið til höfuðs. En það var ekki að sjá á lítfsreynda 'kistlinum frá Breiðatfirði. Og það er held.ur ettcki von. Ennþá ‘gettík hann með megintetur sitt óilesið og ennþá 'átti hann engan vin, sem hann 'gat opnað hjarta sitt. En frá Bessastöðum íyOigdi honum Framhald á bls. 15 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.