Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 15
BRIDGE Spilið, sem hér fer á eiftir er frá sveiita- keppni. LolcaBögniin var sú sama á toáðum borðum, þ. e. 3 grörud, útspil var eLninig það saima, en úrspilið var mismunandi og það réði úi’siitum. Norður A 10 V 8 6 3 ♦ Á D 10 9 7 * Á 7 4 3 Vestur Austur « 6 6 4 3 V K G 7 5 2 + 542 * G Suður «Á752 V 10 9 4 ♦ K 6 * D 10 9 6 « K D G 9 V Á D ♦ G 8 3 * K 8 5 2 Eins og fyrr segir var lokasögnin sú sama á báðum borðum eða 3 grönd og var suður sagnihafi. Vestur lét út hjar.ta 5 á báðum borðum og safnhafi fékk sláginn á drottn- inguna. Við ainnað borðið lét sagnlliafi næst út tíg- ul gosa og austur fékk slaginn á kónginn. Austur lét út hjarta, sagnhafi dra.p með ási, tók 4 slagi á tigul og lét út spaða. Austur drap með ási og lét út hjarta og þar með ■tapaðist spilið. Við hitt borðið lét sagnhafi út lauf 2, drap í borði með ásnium og lét út spaða 10. Ekki er gott fyrir austur að átta sig á því, svo sniemma í sipilinu, að hann verðiur að drepa strax með ásnum. Allt bendir. til að sagn- haifi ætli að svina spaða og austur hafði ekkert á móti þvi og lét þvi spaða 2. Sagn- toafi drap heima með kóngi og lét nú út tigulgosa. Austur fék'k slaginn á tigul kóng, lét út hjarta, en nú var spilið unnið, því saignhafi fékk 4 slagi á tígul, 2 á laiuf 2 á hjarta og einn á spaða. HÓTEL ÍSLAND Ljósm. Pétur Brynj ólf sson HÓTEL ÍSLAND stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis og var um eitt skeið stærsta timburhús í Reykjavík. Þetta var veg- leg bygging og hafði Halberg gestgjafi reist hana um aldamót- in. Austan við aðalhúsið var hliðarbygging í skálastíl og var þar lengi veitingastofa og sanikomusalur.Þarna hðf Nýja Bíó starf- semi sína og var salurinn þá kvikmyndahús fram að þeim tíma er Nýja Bíó reisti hús sitt við Lækjargötu. Hótelið brann til grunna aðfaranótt 2. febrúar 1944 og var það eitt hið mesta bál, sem sézt hefur í Reyk.javík. Einn maður fórst í eldinum, en 48 varð bjargað. Siðan hefur ekkert hús staðið þarna á horn- lóðinni. Hiisið sem er fjarst á myndinni var löngum kennt við Þórð Jónassen dómstjóra. Þar stendur nú Morgunblaðshúsið. — (Ljósmyndin er úr safni Pétnrs Brynjólfssonar kgl. hirðljós- myndara). Chaplin Framhald af bls. 5 kostaði 5 dollara og pabbi hans skrifaöi þetta vandlega niður í bókhaldið. Og hvað með hina þrá látu deilu milli móður hans, Litu Gray og Chaplins, hvort hann og bróðir hans maettu koma fram opinberlega sem smákrakkar? Chaplin reiddist ofsalega, þegar sonum hans var boðinn kvik- myndasamningur. Hann fór með málið fyrir dómstólana og sagði, að kvikmyndataka hefði slæm áhrif á menntun þeirra, hverju dómurinn var samþykkur. Mörgum árum seinna, þegar Geraldine fór að leika, reiddist Chaplin einnig. „Hún er að nota sér nafn mitt,“ á hann að hafa öskrað til einhverra nágranna í þann tíð. Þessu gleymir hann öllu, þegar hann horfir á eina af sínum eigin myndum. Það gerir hann venjulega á sunnudagseftir- miðdögum. Og eftir hverja mynd segir hann: „Þetta var meistara- stykki, ég var alveg búinn að gleyma, hvað hún var góð þessi." Á meðan á myndinni stendur hlær hann og grætur til skiptis og aum ingja Oona reynir með öllu móti að sefa hann. Af og til lítur frægt fólk inn í hölllna til Chaplin's, svo sem No- el Coward og James Mason. Þeir reyna að skemmta honum með alls kyns sögum, en Chaplin á í raun og veru engan trúnaðarvin. Hann skrifast ekki lengur á við neina manneskju og talar afar sjaldan í símann. Hann er þrjózk- an sjálf, geðillur og stundum slær ofurlítið út í fyrir honum. Það er ómögulegt fyrir börnin að skilja þennan gamla mann, sem segir: „Að vera tiginn eins og ég gefur mér ýmis forréttindi." Lita Grey, önnur eiginkona Chaplins, hefur sagt, að hann sé fjörugur, gersamlega óalandi, mis lyndur, síbreytilegur. En hún seg ir einnig: „Hvort sem litið er á Chaplin sem grínleikara með snilligáfu eða þrjózkan og van- þakklátan þá veit samt allur heim- urinn, hver hann er og elskar hann. ..." Valgerður Þóra þýddi. í kaupstaðar- ferð með kistilinn sinn Framhald af bls. 3 greinangerð, sem höifiundur hef- ur 'góðfúsJeiga leyift að birta: Það væri að skemima áhrifin atf þessari 'glögigiu, frœðimann- legu greinargerð Kristjáns Eldjárnis, að fara að bæta noikkru við hana hér. Þegar þetta er ritað biður ‘kiistillinn góðrar samfylgdar og öru'ggrar iferðar hieim á ísatf jörð, þar sem hann mun atftur siá sér til róleg beita í hlýju og öryigigi innan veggja sins 'góða heimiilis. Hann getur verið 'ánæigður aneð ferð sína hingað suður til Stór- Reykjav'í'kur. A'llir háfa tékið honuim vel og ýmsir hafa dáðst að útliti hans. Bkki er annað sýnna en að framvegis búi hann einn yfir isínum leyndar- málum. Hver var Sólveig Þórðar- dóttir? Hvað á villuletrið á hliðum hans að tákna? Hvernig stendur á brunasár- inu á ldki hans? En hiversu s'ánt, sem það hef- ur sviðið, er vist að enn sárar hatfi hjantanu blætt þegar blá- ar unnir Breiðaifjarðar tufcust yifir höfði ung'u skipsha'fnar- innar frá Hengilsey hina ör- laiganíku nótt sumarið ifyrir ná- kvæmilega 100 árum. Síðustu orð syndugs manns Framhald af bls. 4 áður en hann tók við honum. Var nú hafinn bægslagangur mikill til þess að bola Halldóri frá og fyrirheit fögur um að nýr Fönix risi úr ösku og nýr ritstjóri var ráðinn að tímarit- inu, Ólafur Jónsson. Þessi ungi maður er menntaður í Svíþjóð, sonarsonur sr. Guðmundar Guðmundssonar, sem var með ritfærustu blaðamönnum á fyrri hluta þessarar aldar, en í móðurætt er Ólafur af Gaut- landakyni, svo að engin var furða að menn gerðu sér mikl- ar vonir um þennan mann, enda sagður gáfaður og fróður í bókmenntum bæði okkar og aiinarra þjóða, einkum þó Norðurlanda. En lesendur Skímis hafa orð ið fyrir miklum vonbrigðum. Hann hefur lagt furðu litla rækt við þetta elzta og merk- asta tímarit okkar. Sjálíur hef- ur hann skrifað sáralítið í það en mestallt rúm timaritsins hef ur verið tekið undir 250—300 bls. ritgerð, sem sjálfsagt er samin af vandVirkni og ná- kvæmni, því að höfundur henn ar er að hvorutveggja kunnur, en ég efast um að fleiri en 10— 20 menn á öllu landinu hafi les ið hana aUa, og þannig ritsmíð ar henta ekki riti sem ætlað er almenningi til menntunar og fræðsiu. Áður fyrr birtust ítarlegir og vel gerðir ritdómar i Skírni, en nú eru þeir bæði fáir og fjarri þvi að vera ítarlegir. Aldrei hafa verið birtar i rit- inu neinar leiðbeiningar um góðar, erlendar bækur, einkum þær, sem um norræn efni fjalla og svona mætti lengi telja. Ég læt svo útrætt um Skírni, en vona að þessi velættaði mað ur bæti ráð sitt. Fyrirheit og efndir Þetta er þó eins og gaman- leikur einn hjá þeim harmleik sem Andvari hefur orðið fyrir. Þar var lika blásið sig út og fögur fyrirheit 'gefin. Formi Andvara var breytt og hann stækkaður að mun, fjögur all- þykk hefti áttu að koma út á ári, vor, sumar, haust og vet- ur, og það prentað á ritið sem gefið var út á gljápappír. Aldrei held ég að heftin hafi orðið 4, en hafi svo verið, þá urðu þau 3 næsta ár og svo 2 og að síðustu eitt og það var lélegasta heftið, en þá voru rit stjórarnir orðnir tveir. Ritstjór inn fram að þessu síðasta var Helgi Sæmundsson, prýðilega ritfær maður með næman smekk á kveðskap og bók- menntir, en ég held að það sé rétt, að hann hafi aldrei skrif- að orð í þetta tímarit sitt. En um leið og heftum And- vara er fækkað úr fjórum í eitt var þotið til og gefin út 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.