Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 5
CHARLIE CHAPLIN Á GAMALSALDRI Chaplin á heimili sínu í Vevey í Sviss. Fátt sýnist sameiginlegt með gamanleikaran- um Chaplin, sem skemmti heiminum eftir- minnilega og skapaði ógleymanlega mann- gerð í fjölmörgum kvikmyndum á fyrra helm- ingi aldarinnar, og öldungnum Chaplin, sem býr við fjárhagslega velsæld í Sviss. Hann er fjölskyldu sinni erfiður, einangrar sig sem mest hann má og ein bezta skemmtun hans er að horfa á sig sjálfan leika hinar frægu kúnstir í gömlu myndunum. Chaplin sem hinn ógleymanlegfi umrenningur með kúluhattinn. Oharles Spencer Chaplin hef- ur heimsótt Hollywood á nýj- an leik og svo leit út, sem allur heimurinn fagnaði því. Heimsókn in hefur vakið hjá honum blandn ar minningar; þar búa fyrrver- andi eigirrkona, hjákona, gamlir vinir, svo og börnin hans. Hvaða álits nýtur hann í Sviss, eftir 20 ára búsetu þar? I’ höll sinni, hinni risastóru, gráu Manoir de Ban við Genfarvatn, þar sem öll fjöl- skylda Chaplins býr í sinni rík- mannlegu einveru, minnast fáir á Chaplin sjálfan. Frk. Rachel Ford, ensk kona, sem hefur ver- ið skrifstofustjóri hjá Chaplin í 20 ár, er ekki margmálug og gæt- ir heiðurs hans í hvívetna. Oona Chaplin, sem giftist Charlie þeg- ar hún var 18 ára þvert ofan í vilja föður síns, leikritaskáldsins Eguene 0,Neill, hefur aldrei gef- ið út neina opinbera yfirlýsingu. Líf hennar er helgað Chaplin og börnum þeirra átta. Það er haft á orði, að hún sé eina manneskj- an, sem skilji Chaplin til fulls. Oona færir Chaplin morgunverð klukkan 10 hvern morgun ásamt c-vítamíni og fleiru. Þegar hann hefur lokið við að borða morgunverðinn klæðist hann þykkri peysu og kápu og fer í smá göngutúr í sínum stóra 37 hektara garði. Hann lítur út eins og kauðaleg þvottakona, þegar hann gengur í hægöum sínum framhjá yfirbyggðu sundlauginni og tennisvöllunum, þar sem eng- inn leikur. W. C. Fields sagði einu sinni um Chaplin, að hann væri eins og ballettdansari, og það angrar gamla Chaplin, að hann skuli vera búinn að tapa sínum sérstæða þokka, sem hann eitt sinn hafði. Þegar hann kem- ur til baka úr þessum göngu- ferðum sínum, er hann vafinn þétt inn í hlý og mjúk teppi. Því var spáð fyrir honum árið 1925, að hann myndi deyja úr lungna- bólgu, þegar hann væri 82. Hann óttast því kvef mjög mikið. Oona og Charlie Chaplin snæða miðdegisverð klukkan hálf éítt og er það aðeins einn réttur. Á eftir matinn leggur Chaplin sig. Þegar hann vaknar sezt hann hljóðlátur við sjónvarpið. Hér áður fyrr var hann afskaplega mikið á móti sjónvarpinu og börnin þurftu að fara í felur í næstu húsum, til að horfa á það. Eftir að Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur, keypti hann sér sjónvarp og get- ur nú ekki án þess verið. Chapl- in neitar að tala frönsku við frönskumælándi þjónustufólk sitt en samt horfir hann á franskar sjónvarpsstöðvar á kvöldin. Stundvíslega klukkan sex kallar Chaplin upp: „Oona, komdu með ginsjússinn minn,“ og hún leyfir honum að fá sér eitt glas. Kvöld- verðurinn, sem er framreiddur stundvíslega klukkan korter í sjö, er búinn til af gömlum, enskum matsveini, sem hefur þjónað fjölskyldunni í 18 ár og allir eru dauðhræddir við. Þegar þessi kokkur er í fríi eldar Oona fyrir sig, Chaplin og börnin, sem heita; Eugene, Annette, Christop- her og Josephine. Hin fjögur; Geraldine, Michael, Jane og Vict- oria, búa ekki lengur heima og hafa lítið samband við foreldra sína. Einkanlega á það við um föðurinn, sem ól þau upp á ein- strengingsiegan og gamaldags máta. Fyrir bragðið löðuðust þau ekki að honum. Hann fór með þau í veiðiferðalög til Afríku, en bannaði þeim stranglega að um- gangast börn, sem voru lægri stéttar en þau. Þetta kemur manni mjög spánskt fyrir sjónir, því Chaplin var alla tíð hrifinn af afbrotamönnum, andlega van- heilum og stjórnmálamönnum úr öllum flokkum. Þegar dóttir hahs, Geraldine, varð ástfangio af spænskum kvikmyndatökumanni og fór að búa með honum, leizt gamla manninum ekki á blikuna. Og þegar Michael sonur hans 15 ára, fór að hafa samneyti við kon ur, sem voru helmingi eldri en hann, löðrungaði Chaplin hann. Þessi hegðun virðist stinga mjög í stúf við Chaplins eigin veikleika. Hann var fjórgiftur og hélt við margar leikkonur í Holly- wood, þar á meðal Pola Negri. Jo- an Barry höfðaði einnig mál á hendur Chaplin til að fá hann til að meðganga barn þeirra, en það var á sömu dögum og hann gekk á biðilsbuxunum kringum Oona. Margir álíta, að Joan Barry-mál- ið hafði orðið til þess, að farið var að líta stjórnmálaskoðanir hans hornauga í kringum 1950. Á þeim dögum, þegar farið var að skrifa fólk upp á svarta listann fyrir stjórnmálaskoðanir sinar, sló Chaplin þessu bara upp í grín og átti til að segja: ,,Ef þú setur vinstri fótinn á undan þér, þegar þú ferð yfir götu, ertu stimplaður kommúnisti.“ Hann bauð Chou En-lai heim til sín til Genfar árið 1954. Því reiddist elzti sonur hans mjög. Chaplin gaf þá útskýringu, að hann hefði verið forvitinn að vita, hvað Chou En-lai eiginlega lá á hjarta. Nú minnist Charles Chaplin aldrei á Chou En-lai framar. f raun og veru talar Chaplin sem minnst. Honum hættir til að gleyma,, hvað fólk heitir og star- ir oft I þungum þönkum fram fyr ir sig. „Þaö að vera gamall gefur manni forréttindi til að gera hvað sem er,“ segir Chaplin. Þetta skýr ir þá undarlegu hegðun, að hann og sonur hans, Sidney, sem er 46 ára gamall og búsettur í París, talast varla við. Þó var Chaplin mjög almennilegur við Sidney á s.l. ári, þegar hann lét honum eftir réttinn til að selja sýninga- leyfi á 9 af kvikmyndum sínum. Þeirra á meðal voru „City Lights," „The Kid" og „Modern Times“. Sidney fékk þegar tilboð en hikaði. Á meðan rann það upp fyrir Chaplin sjálfum að hann gæti grætt á þessu og sveik hann son sinn. Hann gerði samn- ing fyrir sjálfan sig. Það er sagt, að hann muni græða á þessum samning 5 milljónir dollara auk 50% netto ágóða hin næstu 15 ár. Upp úr þessu komst Sidney Chaplin í alvarlegar fjárhags- kröggur og varð að veðsetja hús sitt. Charles, faðir hans, neitaði að leysa veðsetninguna og Sidney varð að selja hús sitt. Heima í höll Chaplins í Vevey voru allir með Sidney, en í hvert sinn, sem hann var nefndur á nafn varð Chaplin fjúkandi vond ur. Hann hélt því fram, að sökin væri Sidney's. Deilurnar fjöruðu út að lokum og um jólin birtist Sidney í Manoir de Ban. Hann var djúpt særður og er það reynd ar ennþá, en samt ber hann enn djúpa virðingu fyrir föður sínum. Hann minnist þeirra daga, þegar hann var lítill drengur í Beverly Hills og faðir hans var vanur að skemmta honum með smáþáttum úr hinni frægu kvikmynd sinni: „The Tramp“. Þá tók hann á sig gömlu gervin sín og lék á alls oddi og oft fór hann í fötin, sem hann notaði í kvikmyndunum. Og mitt í hláturgusum sona sinna spuröi Chaplin: „Jæja, hvernig lízt ykkur á pabba gamla núna?“ Sidney hafði það fyrir atvinnu um smátíma að herma eftir föður sínum á skemmtistöðum. Honum þótti takast vel upp. Hann á samt erfitt með að gleyma mörgu úr fortíðinni. Þrætan stóð alltaf um hina lagalegu hlið peninganna. Charles Chaplin, yngri, minnist þess alltaf, þegar þurfti að fjar- lægja vörtu af hendi hans. Það Framhald á bls. 15 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.